Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þóra EinhildurSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1923. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Fossvogi 20. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Eyleifs- son skipstjóri, f. í Gesthúsum á Sel- tjarnarnesi 6. júlí 1891, d. 17. ágúst 1975, og Einhildur Þóra Jónsdóttir húsmóðir, f. í Hafnarfirði 25. júní 1886, d. 5. mars 1924. Systkini Þóru eru Kristjana Margrét, f. 1916, og Helga, f. 1919, d. 2004, Sigurður, f. 1922, d. 2005. Seinni kona Sigurðar var Ólafía Stein- unn Ingimundardóttir, f. 1893, d. 1983. Börn þeirra og hálfsystkini Þóru eru Arinbjörn, f. 1928, og Ingibjörg, f. 1932. Þóra, eða Ulla eins og hún var stundum kölluð, bjó fyrstu ár ævi sinnar á Sólvallagötu 5a. 2. ágúst 1947 giftist Þóra Jóhannesi Guð- mundssyni húsgagnasmíðameist- ara, f. 23. okt. 1922. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, f. 14. ágúst 1883, d. 2. febrúar 1938, og Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1887, d. 12. apríl 1963. Kjörforeldrar Jóhannesar voru Guðmundur Gunnlaugsson, prentari, f. 31.7. 1882, d. 25. júní 1968, og Ingibjörg Jóhanna Kristín Einarsdóttir húsmóðir, f. 11.6. 1893, d. 13. ágúst 1979. Þóra, f. 15. janúar 1979, sam- býlismaður Ægir Þór Viðarsson, f. 26. október 1978, sonur þeirra Mikael Viðar, f. 14. des. 2004. 3) Jóhanna Ingibjörg, f. 3. maí 1954, maki Ómar Sveinbjörns- son, f. 12. september 1953. Börn þeirra eru: a) Tinna, f. 31. mars 1981, b) Elín Rut, f. 20. október 1983, unnusti Mark De Ruyter, f. 19. nóvember 1981, c) María Kristín, f. 29. desember 1985, d) Carol Þóra, f. 31. maí 1989, og e) Margrét Rós, f. 3. febrúar 1993. Þau eru öll búsett í Ástralíu. 4) Ásgerður, f. 14. apríl 1956, maki Ægir Lúðvíksson, f. 14. október 1955. Börn þeirra eru: a) Jóhann- es Friðrik, f. 22. maí 1977, maki Helena Dögg Olgeirsdóttir, f. 30. október 1980, börn þeirra Diljá Dröfn, f. 29. ágúst 2003, og Auð- unn Andri, f. 31. ágúst 2005, b) Íris Rán, f. 24. nóvember 1981, og c) Lúðvík Friðrik, f. 4. febrúar 1987. 5) Þóra, f. 22. mars 1961, maki Kristján Pétur Einarsson, f. 24. júlí 1957. Börn þeirra: a) Ein- ar Ásgeir, f. 16. apríl 1983, b) Karen Sif, f. 31. október 1986, og c) Jóhannes Örn, f. 21. janúar 1992. Fyrir á Kristján Sigurð Grétar, f. 28. mars 1975, og Hildi Dagnýju, f. 23. maí 1976, sonur hennar er Aron Örn, f. 15. febr- úar 1997. Barnabarnabörnin eru orðin 12. Þóra og Jóhannes hófu búskap á Barónsstíg 11, þar hafa þau bú- ið alla tíð síðan. Þóra útskrifaðist úr Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944. Starfaði hún við það af al- úð alla sína ævi. Með heimilis- störfum tók hún að sér sauma- störf. Útför Þóru verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Börn Þóru Einhildar og Jóhannesar eru fimm, þau eru: 1) Bryndís, f. 8. apríl 1948, maki Bjarni Ófeigur Valdimars- son, f. 18. október 1949. Börn þeirra eru: a). Hrönn, f. 22. desember 1970, sambýlismaður Ás- geir Jóhann Braga- son, f. 14. nóvember 1969, börn þeirra Alexandra, f. 27. mars 1997, og Jó- hann Bragi, f. 15. maí 2000. b) Valdimar, f. 19. maí 1972, maki María Karen Ólafsdóttir, f. 25. febrúar 1976, börn þeirra Bjarni Ófeigur, f. 29. nóvember 1998, Breki Hrafn, f. 3. janúar 2003, og óskírð, f. 20. apríl 2006. c) Svala, f. 14. desember 1976, sambýlis- maður Ingvar Hjálmarsson, f. 22. júní 1976, börn þeirra Einar Ágúst, f. 7. janúar 2001, Valdi- mar Örn, f. 3. september 2004. 2) Sigurður Einar, f. 14. apríl 1949. Synir hans og Ernu Lúðvíksdótt- ur, f. 15. febrúar 1951, þau skildu, eru: a) Sæmundur Krist- inn, f. 26. maí 1968. b) Lúðvík Rúnar, f. 27. febrúar 1971, unn- usta Birgitta Sóley Birkisdóttir, f. 10. júní 1972. Sonur hans og Hafdísar S. Hreiðarsdóttur er Rúnar Örn, f. 15. febrúar 1994. c) Þór, f. 10. apríl 1974, maki Mál- fríður Hrund Einarsdóttir, f. 16. janúar 1974, dóttir þeirra Emma Lind, f. 23. desember 2003. d) Elsku kæra mamma. Í febrúar á næsta ári eru orðin 20 ár síðan við fjölskyldan fluttumst frá Íslandi. Þó svo að leiðir okkar skildu og líkamlega fjarlægðin væri óralöng voru samskiptin á milli okkar alltaf góð. Gjafmildi þín í garð okkar, sér- staklega til dætranna var mikil. Þú mundir alltaf eftir því að senda þeim afmælisgjafir og jólagjafir. Við eig- um myndir sem skreyta veggina hjá okkur sem þú saumaðir út og sendir til okkar. Þó svo að fjarlægðin væri mikil á milli okkar líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki heim til fjölskyldunnar á Íslandi, sérstaklega til þín og pabba. Það er sagt að þar sem kærleikurinn er ríkjandi verður aldrei viðskilnað- ur. Er þú komst til okkar 1994 fékkst þú að sjá og kynnast dótturdætrun- um þremur sem þú hafðir ekki séð í sex ár og tveim öðrum sem þú hafðir aldrei hitt eða séð nema á mynd. Það var mikið verslað og farið heim aftur með fleiri ferðatöskur en komið var með. Þú keyptir minnst fyrir þig, þetta var allt fyrir börnin og barna- börnin heima, slík var nú gjafmildin hjá þér, alltaf að hugsa um aðra en sjálfa þig. Þú varst ótrúlega hugrökk að koma til okkar alla þessa leið, mann- eskjan sem hafði aldrei farið utan áð- ur. Komst bara alla leið til Ástralíu eins og ekkert væri og það var nú ekki eins og þú værir unglamb leng- ur, 71 árs gömul. Þú átt hrós skilið. Ég þakka þér fyrir það. Það var ekki fyrr að þú varst 80 ára gömul að ég og þrjár af dætrum okkar fengu tækifæri til að heimsækja þig til Ís- lands. Ég er þakklát fyrir að við feng- um tækifæri að hitta þig og pabba á þessum tíma. Dætrunum mínum þykir mjög vænt um ykkur þó svo að þær hafi ekki haft mörg tækifæri til að vera í návist ykkar. Það hefur verið erfitt fyrir ykkur að missa okkur fjölskylduna svona langt í burtu en sem betur fer áttuð þið afi önnur 14 barnabörn fyrir utan okkar fimm og svo núna seinni árin ertu komin með 13 barnabarnabörn. Ég held að ykkur hafi ekkert leiðst undanfarin ár með allan þennan hóp í kringum ykkur. Það er ekki hægt að segja annað en að barnalánið hafi leikið við ykkur. Við systkinin erum heppin að hafa haft þig og pabba sem foreldra, þig gerðuð vel og megið vera hreykin af þessum hóp sem þið óluð af ykkur. Þetta er allt fyrir- myndarfólk með hjartað á réttum stað. Þetta eru stór tímamót hjá þér núna. Þú ert búin að eiga langa og góða ævi þrátt fyrir að líkaminn hafi verið þér erfiður á tímabilum svo það verður hvíld fyrir þig að fara heim til Guðs. Verndarenglarnir þínir koma til með að aðstoða þig og fylgja þér. Það verður vel tekið á móti þér þar, fólkið þitt sem á undan er farið hlakk- ar eflaust mikið til að fá þig til sín. Loksins fékkst þú, mamma, unga stúlkan sem hulin var af hrörnuðum og lífsreyndum líkama að ganga frjáls og óhindruð – mikil breyting frá því sem búið var að vera undan- farin ár. Megir þú njóta þess vel. Við erum leið yfir því að þú skulir vera farin frá okkur því þú ert búin að vera svo stór hluti af lífi okkar. En þar sem ég trúi að fólk lifi áfram eftir líkamlega dauðann, er ég ekki sorg- mædd heldur gleðst yfir því að þú sért búin að kasta af þér fjötrum lík- amans og sért loksins komin heim til Guðs. Það kemur svo að því fyrr eða síðar að við hittumst aftur þegar minn tími kemur til að fara til Skaparans. Þá verðum við uppá það besta, þú í fullu fjöri eins og þín var von og vísa. Ég ætla ekki að segja bless því að ég veit að þú verður alltaf nálægt mér og mér líkar ekki við kveðjustundir. Ég lofa þér samt að fara og megi Guð blessa þig og varðveita og megir þú njóta þín vel og vera ánægð. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég, Ómar og dætur okkar sendum pabba og systkinum mínum og þeirra fjölskyldum ástarkveðjur. Við biðj- um Guð um styrkja þau og hug- hreysta á þessum tímamótum og hjálpa okkur að gleðjast yfir eigin- konu, móður og ömmu sem gaf okkur ótakmarkaðan kærleik allt sitt líf. Ég elska þig, mamma, og við hitt- umst heilar. Þín elskandi dóttir, Jóhanna Ingibjörg. Elsku mamma og tengdamamma, þá kom kallið skyndilega og óvænt, og þó. Þú varst búin að vera lasburða um þó nokkuð langan tíma og varst orðin þreytt á að vera háð öðrum og geta ekki farið ferða þinna upp á þitt einsdæmi. Við bjuggum saman í 45 ár því eins og börnin segja fór ég aldrei að heiman vegna þess að þegar við Kiddi fórum að búa fluttuð þið pabbi í ömmu íbúð og við í ykkar. Börnin okkar nutu því þeirra forréttinda að hafa ömmu sína og afa í húsinu eins og ég mína ömmu og afa. Alltaf var hægt að leita til þín ef einhverja hjálp þurfti, hvort heldur var um veikindi á krílum að ræða eða eitthvað annað, svo að við foreldrar kæmumst til vinnu. Börnunum finnst skrítið að amma sé ekki á neðri hæðinni og reyna að létta afa lífið með því að líta oft inn til hans til að spjalla. Þið pabbi bjugguð okkur systkinum gott heimili og það vantaði ekkert upp á það þó að ekki hafi verið til miklir peningar á mæli- kvarða dagsins í dag. Þú saumaðir öll föt á okkur systkinin sjálf, hvort heldur var úr nýjum efnum eða upp úr öðrum flíkum, en allt var það jafn- flott, reyndar eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Jæja mamma mín, þá er komið að leiðarlokum. Við hér á efri hæðinni eigum eftir að sakna þín mikið og við skulum passa afa vel fyrir þig. Við vitum þó að þú munt vaka yfir okkur öllum og við gleymum þér aldrei. Góða ferð, hvert svo sem leið þín ligg- ur verður örugglega tekið vel á móti þér á endastöðinni. Sjáumst síðar, elsku mamma, þín dóttir og tengdasonur, Þóra og Kristján. Mig langar að minnast í nokkrum orðum tengdamóður minnar Þóru eða ömmu á Barón eins og hún var gjarnan kölluð. Þóra hafði þann mannkost sem ég met allra mest í fari sérhvers manns, þ.e. hún var hreinskiptin og sönn. Hún sagði það sem hún meinti og meinti það sem hún sagði. Þegar fjölskyldan kom saman og þá oftast á Barón var Þóra hrókur alls fagnaðar og ekki vantaði krásirnar sem hún framreiddi. Já, hún var sannkölluð veisludrottning. Þóra ólst upp á Sólvallagötu 5a, hjá fóstru sinni og föður ásamt systkin- um. En móður sína missti hún á fyrsta ári. Margar sögur sagði hún mér frá þeim tíma og var margt brallað í vesturbænum á þeim tíma, hafði Þóra miklar og sterkar taugar á Sólvallagötuna. Þóru var annt um fjölskyldu sína og lagði mikla rækt við hana. Þegar við bjuggum í kjall- aranum á Barón hljóp Jóhannes Friðrik á milli hæða til að kanna hvað væri í matinn hjá ömmu Þóru eða Ingibjörgu langömmu og borðaði hann á þeirri hæð sem maturinn var mestur og bestur og oft urðum við foreldrarnir að láta í minni pokann í þeim efnum. Öll þau ár sem við bjuggum á Þórshöfn kom hún norður og dvaldi hjá okkur í a.m.k. mánuð. Alltaf var gott að koma á Barón og oftar en ekki hitti maður einhvern úr fjölskyldunni í heimsókn. Stundum var Barónsstígurinn eins og umferð- armiðstöð. Barnabörnin sóttust eftir því að skreppa til ömmu og afa á Bar- ón enda var næsta víst að til var góð- gæti í nammiskúffunni hennar ömmu. Þóra var glæsileg kona. Ekki var farið út úr húsi nema búið væri að setja upp hárið, mála, pússa og klæða sig uppá, þó bara ætti að skreppa út í mjólkurbúð uppi á horni. Fannst mér oft nóg um, en hún bara hló að mér. Árið 1993 fór Þóra í sína fyrstu og einu utanlandsferð þá orðin 71 árs og enga smá ferð. Fór til Jóhönnu dótt- ur sinnar og fjölskyldu í Ástralíu ásamt Elínu móður Ómars. Dvöldu þær hjá þeim í 3 mánuði. Líklega hef- ur Þóra glaðst mest þegar fjölskylda hennar gerði Jóhönnu og dætrum hennar kleift að koma til Íslands þeg- ar hún varð 80 ára. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum fyrir þann stuðning. Þegar aldurinn fór að fær- ast yfir Þóru sat hún löngum við eld- húsgluggann og fylgdist með því sem fram fór á Barónsstígnum og á bankaplaninu. Alltaf var veifað úr eldhúsglugganum þegar komið var í heimsókn og aftur þegar heimsókn var lokið. Nú er Þóra farin úr glugg- anum og skoðar nú aðra heima. Ekki fljúga fleiri molar, í bili að minnsta kosti. Ég vil þakka Þóru fyrir þau ár sem við höfum átt samleið. Jesús sagði: Ég er upprisan og líf- ið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? (Jóh. 11. 25. 26.) Ægir. Við systkinin eigum mjög góðar minningar um hana Þóru ömmu. Fyrst má telja ferðirnar með mömmu á Barónsstíginn fyrir jólin á hverju ári, en það var mikið tilhlökk- unarefni fyrir okkur að fá að dvelja í vikutíma hjá ömmu og afa í höfuð- borginni. Þau hafa þó eflaust verið hálfuppgefin eftir þessar heimsóknir okkar, því svo kátt varð í kotinu að ljósakrónurnar á neðri hæðinni (hjá Ingibjörgu langömmu) hristust þeg- ar systkinin í sveitinni voru í „hesta- leik“. Þetta voru miklir dýrðardagar fyrir okkur sveitabörnin að komast í menninguna. Við þrömmuðum með ömmu og mömmu niður Laugaveg- inn, kíktum í Kjörgarð, Kjötbúðina Borg og skoðuðum jólasveinana í gluggunum í Rammagerðinni. Þó að Kjötbúðin sé nú farin og Kjörgarður hafi breytt um andlit eru þessir stað- ir samt enn ferskir í minningunni, nema þeir virðast svo miklu minni núna. Kjörgarður hentaði til dæmis mjög vel í hesta- og rolluleik, þar sem við skriðum hneggjandi og jarmandi um öll gólf í búðinni. Þá fengum við seinna að vita að þær mæðgur, amma og mamma, þóttust ekkert kannast við þessi óþekku börn. Það var alltaf tilhlökkunarefni hjá okkur að á vorin komu afi og amma um hverja helgi í sveitina og dvöldu einnig þar í sumarfríi afa. Afi dyttaði að timburverki og stússaðist í fjósinu og amma létti undir heimilishaldi. Þegar þau komu áttum við ævinlega von á einhverju góðgæti sem amma dró upp úr töskunni sinni um leið og hún kom inn um dyrnar. Á haustin þegar kartöflurnar voru teknar upp í sveitinni söfnuðum við iðulega saman stærstu kartöflunum til að fara með á Barónsstíginn til að biðja ömmu um að búa til úr þeim kartöflumús. Á skólaárum mínum (Valli) í Reykjavík dvaldi ég hjá ömmu og afa á Barónsstígnum og var það eftir- minnilega góður tími, en það var lífs- ins ómögulegt fyrir mig að skrópa á morgnana því amma vakti mig alltaf og sá um að ég sofnaði ekki aftur. Ef ég hefði ætlað að skrópa hefði ég þurft að skrökva að henni kvöldið áð- ur, að það væri frí, en það gat ég ekki. Við eldri systkinin tvö spreyttum okkur líka á því að búa út af fyrir okk- ur í kjallaranum hjá ömmu. Það var óneitanlega mikill stuðningur út í líf- ið, að búa einn og útaf fyrir sig í íbúð, en geta svo alltaf stokkið upp til ömmu ef maður var eitthvað einmana og vantaði félagsskap. Amma var mikil félagsvera og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Okkur systkinunum þótti alltaf gaman að koma á Bar- ónsstíginn með langömmubörnin þeirra ömmu og afa því þeim var æv- inlega tekið opnum örmum og allir spurðir frétta. Amma átti líka alltaf spennandi dót sem hún dró fram þeg- ar litlir gestir komu í heimsókn. Að heimsókn lokinni voru litlu gestirnir svo leystir út með súkkulaði og kakó- mjólk. Amma var í mörgum sauma- klúbbum og þótti gaman að fara í veislur og á mannamót. Hún var hress og skemmtileg og það var alltaf líf og fjör í kringum hana. Það verða viðbrigði að koma á Bar- ónsstíginn núna, að sjá ekki ömmu sitjandi við litla eldhúsborðið sitt að fylgjast með mannlífinu niðri á göt- unni, út um gluggann hjá sér. Elsku amma, vonandi hefur þú fengið góðan stað á himnum til að fylgjast með okkur öllum niðri á jörð- inni. Hrönn, Valdimar og Svala. Kæra amma, okkur gafst ekki tækifæri á að kynnast þér vel á lífs- göngu okkar en þegar þú komst til Ástralíu árið 1994 og einnig þegar við heimsóttum þig til Íslands veittist okkur sú blessun að njóta fé- lagsskapar þíns og upplifa það að eiga ástríka ömmu. Þú varst hugulsöm og góðhjörtuð og við erum þakklátar þér fyrir allan þann stuðning sem þú veittir okkur í gegnum lífið. Það hefur ávallt verið ósk okkar hér í Ástralíu að við hefð- um getað elst og þroskast við hlið ykkar á lífsgöngunni og við söknum þess að hafa haft þig og afa við hlið okkar í gegnum lífið. En þó að þið hafið ekki gengið við hlið okkar í líkama þá voruð þið aldr- ei fjarri huga okkar og nú, er þú hef- ur sagt skilið við jarðneska líkamann og hafið göngu þína við hlið Drottins, ert þú ávallt við hlið okkar og í huga okkar. Þessi viðskilnaður er ekki varan- legur og við hér í Ástralíu, sem elsk- um þig og munum standa við hlið þér við þröskuld eilífðarinnar, kveðjum þig ekki varanlega heldur tímabund- ið og óskum þér allra heilla á göngu þinni til Drottins jafnframt því sem við færum þér kærleika okkar í vega- nesti. Megi englar Drottins leiða þig ávallt. Tinna, Elín Rut, Maria Kristín, Carol Þóra og Margrét Rós Ómarsdætur. Elsku amma, það er skrítið að hugsa til þess að þú, sem ert búin að búa á neðri hæðinni alla tíð, sért nú flutt á hæðina fyrir ofan, til Guðs. Þrátt fyrir þann söknuð sem því fylgir erum við þakklát fyrir að hafa fengið að búa svona nálægt þér og þannig getað verið meira með þér en margir aðrir. Þegar við vorum yngri tókst þú á móti okkur eftir skólann og oftar en ekki skruppum við með ykkur afa eitthvað í heimsóknir, jafn- vel alla leið í sveitina. Ekki má gleyma öllum þeim skiptum sem við borðuðum jólamatinn niðri hjá þér, og svo einu sinni þegar við borðuðum hann uppi hjá okkur fannst okkur krökkunum það hálf skrítið eitthvað. ÞÓRA E. SIGURÐARDÓTTIR Elsku langamma, okkur langar að kveðja þig með þessum orðum. Þú komst niður af himni sem engill í líki barns. Á jörðu gerðir þú góða hluti en flýgur nú aftur sem engill til himna en munt alltaf lifa í hjörtum okkar á jörðu. Guð geymi þig, elsku langamma, þín Alexandra og Jóhann Bragi. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.