Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.is F í t o n / S Í A Félagar í Vildarþjónustu fá 50%afslátt hjá Flugfélagi Íslands Að sögn Gunnars Thorarensen, talsmanns læknanema, fólst í samningnum lausn sem báðir að- ilar gátu vel sætt sig við. Almenn ánægja ríkti nú meðal læknanema og þungu fargi væri af þeim létt. Þegar rætt var við Niels Chr. Nielsen, aðstoðarmann fram- kvæmdastjóra lækninga, fyrr um daginn sagði hann deiluna baga- lega. „Það er erfitt að horfa upp á LÆKNANEMAR, sem hafa verið frá vinnu við Landspítalann – há- skólasjúkrahús, mæta til starfa í dag. Samningar náðust milli yf- irstjórnar LSH og læknanema síð- degis í gær, eftir að læknanemar höfðu efnt til mótmæla í anddyri LSH við Hringbraut. að það fyrsta sem menn læra hér á spítalanum er að standa í kjara- deilum við okkur,“ sagði Niels. Einnig var haft samband við Bjarna Þór Eyvindsson, formann félags unglækna, sem harðlega hefur gagnrýnt yfirstjórn LSH undanfarna daga. Hann telur ástandið á spítalanum óviðunandi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur til deilna milli lækna og yfirstjórnar spítalans. Því mið- ur hefur hér verið viðvarandi óánægja meðal unglækna á spít- alanum vegna samskipta við yf- irstjórn og hér hafa engir hlutir gengið í gegn nema eftir mikla baráttu og hálfgert stríð,“ sagði Bjarni. Það virðist þó vera að klæði hafi verið borin á vopnin á Landspít- alanum, í það minnsta um sinn. Morgunblaðið/RAX Fjöldi læknanema sem ráðnir höfðu verið til vinnu við LSH efndu til mótmælasetu í gær í anddyri gamla Landspítalans. Læknanemar mæta til starfa í dag Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is BRÆÐURNIR Árni og Magnús Birgissynir hrukku heldur betur í kút þegar þeir fengu nálægt 100 kílóa flyðru á línuna er þeir voru við veiðar á Breiðafirð- inum í gær. Bræðurnir, sem voru að veiðum á línu- bátnum Gísla SH sem gerður er út frá Ólafsvík, sögðu að ekkert tiltökumál hefði verið að innbyrða flyðruna, en oft eru læti í flyðrum er þær koma upp á krókana. Ásamt flyðrunni veiddu þeir bræður um tvö tonn af fiski í róðrinum og með þennan árangur geta þeir fagnað sérstaklega á sjómannadeginum um helgina. Með bræðrunum á myndinni er Magnús, sonur Árna. Morgunblaðið/Alfons Risaflyðra dregin á Breiðafirði sætisráðherra og dómsmálaráðherra hefðu leitt til þess að ríkislögreglu- stjóri gæti, sem undirmaður dóms- málaráðherra, ekki talist hæfur til að stjórna rannsókninni og bæri honum því að víkja sæti. Óvægin ummæli Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að í málinu hafi verið lagt fram end- urrit ræðu, sem dómsmálaráðherra hélt á fundi í borgarstjórn Reykjavík- ur 18. desember 2003. Gat hann þess meðal annars í ræðunni að meirihluti borgarstjórnar hefði ákveðið að kaupa tiltekna fasteign af varnaraðila en hann hefði nú „selt allar eigur sín- ar á Íslandi í skjóli nætur, eins og frægt er orðið.“ Hæstiréttur segir, að ummæli þessi um fasteignaviðskipti Jóns séu að vísu óvægin en geti ekki valdið vanhæfi ríkislögreglustjóra til að stjórna opinberri rannsókn á skatt- skilum varnaraðila, enda verði að líta svo á, þegar hlutverk ríkislögreglu- HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu kaupsýslu- mannsins Jóns Ólafssonar, um að embætti ríkislög- reglustjóra verði gert að fella niður rannsókn á hend- ur Jóni vegna ætl- aðra brota hans á skattalögum og fleiri lögum, og til vara að ríkislögreglustjóra væri skylt að víkja sæti við rannsóknina. Jón taldi m.a., að hann nyti ekki réttlátrar málsmeðferðar í skilningi mannréttindasáttmála Evrópu þar sem nánar tilgreind ummæli, annars vegar Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, og hins vegar Björns Bjarnasonar, dómsmálaráð- herra, hefðu falið í sér brot á reglunni um að hver maður skyldi talinn sak- laus uns sekt hans væri sönnuð. Varakrafa Jóns byggðist á því að fyrrnefnd ummæli þáverandi for- stjóra samkvæmt lögreglulögum sé virt, að hann lúti ekki fyrirmælum dómsmálaráðherra um rannsóknina. Þá var lagt fram afrit af ummælum sem dómsmálaráðherra viðhafði í pistli á tiltekinni vefsíðu. Tók ráð- herrann þar upp í beinni tilvitnun ummæli sem þáverandi forsætisráð- herra hafði viðhaft á öðrum vettvangi um Jón. Hæstiréttur segir, að virða verði ummæli dómsmálaráðherra í því samhengi sem þau voru sett fram, í umræðu um málfrelsi manna, og verði ekki talið að með því að end- urtaka tilvitnuð ummæli þáverandi forsætisráðherra á þennan hátt hafi dómsmálaráðherra gert þau ummæli að sínum. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir, Hrafn Bragason og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Jón H. Snorrason sak- sóknari flutti málið af hálfu ákæru- valdsins en Ragnar Aðalsteinsson hrl. varði Jón Ólafsson. Hæstiréttur hafnaði kröfum Jóns Ólafssonar Ekki brotið gegn rétti Jóns til að teljast saklaus Jón Ólafsson VINNA við mál- efnasamnings nýs meirihluta sjálf- stæðismanna og framsóknar- manna í Reykja- vík gengur mjög vel, að sögn Vil- hjálms Vilhjálms- sonar, verðandi borgarstjóra. Vilhjálmur sagði að engin vandkvæði hefðu komið upp við gerð málefnasamn- ingsins. Það væri verið að fínpússa hann og samningurinn yrði kynntur á þriðjudaginn ásamt þeim málefna- áherslum sem þar væri að finna þeg- ar nýi meirihlutinn tæki við. „Þetta hefur gengið mjög vel og engin vandamál komið upp, enda vinnum við að því af heilum hug að búa til samhentan og öflugan meiri- hluta þar sem ríkir fullt, gagnkvæmt traust,“ sagði Vilhjálmur ennfremur. Vinna við málefna- samning gengur vel Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að ákvörðun Landspítala – há- skólasjúkrahúss um að færa Tómas Zoëga úr stöðu yfirlæknis á geðsviði í stöðu sérfræðilæknis sama sviðs hafi verið ólögmæt. Ekki var fallist á aðalkröfu Tómasar um ógildingu ákvörðunarinnar þar sem talið var að hún hefði verið tekin af þar til bæru stjórnvaldi. Með ákvörðun LSH var starfs- hlutfall Tómasar minnkað úr 100% í 80% og hann færður niður um launa- flokk þar sem hann féllst ekki á að ganga að samkomulagi við LSH um að hætta rekstri sjálfstæðrar lækna- stofu. Tómas hefur rekið eigin læknastofu samhliða störfum á spít- alanum frá árinu 1982. Hann var skipaður yfirlæknir geðsviðs 1991. „Ég er fyrst og fremst feginn að þessu stríði skuli vera lokið með ágætum dómi Hæstaréttar í dag. Hæstiréttur staðfestir það sem ég og minn lögmaður höfum haldið fram allan tímann, þ.e. að aðgerðir spítalastjórnarinnar í mínu máli hafa verið ólöglegar,“ segir Tómas Zoëga. Spurður um framhaldið segist Tómas vænta þess að taka aftur við fyrri stöðu sinni sem yfirlæknir geðsviðs og bend- ir á að það ætti að vera auðsótt þar sem ekki hafi enn verið ráðið í stöðuna. „Dómurinn hljóðar upp á það að ákvörðun LSH hafi verið ólögmæt. Samkvæmt orðanna hljóðan þá hlýtur það að þýða að aðgerðin sé ógild,“ segir Tómas og tekur fram að þetta sé mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu spítalans. Ákvörðun héraðsdóms um máls- kostnað var staðfest í dómi Hæsta- réttar, auk þess sem kveðið er á um að LSH greiði Tómasi 500 þúsund kr. í málskostnað fyrir Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Karl Axelsson hrl. flutti málið fyr- ir hönd Tómasar en Anton Björn Markússon hrl. fyrir LSH. Ólögmæt færsla úr stöðu yfirlæknis á LSH Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.