Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breiðumörk 20 810 Hveragerði adalsalan@adalsalan.is Sími 483 4550 Fax 483 4522 Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá 1982 og áunnið sér stóran og tryggan viðskiptavinahóp Fjármögnunarmöguleikar sem vert er að skoða. Einnig að taka húseign á höfuðborgarsvæðinu upp í sem hluta af greiðslu Allar nánari upplýsingar gefa Hálfdán (gsm 893 4073) eða Ebba (gsm 660 1968) • • • Bakarí og konditori í Þorlákshöfn Til sölu gamalgróið bakarí og konditori í Þorlákshöfn sem er í fullum rekstri og er í eigin húsnæði í ört vaxandi bæjarfélagi. il l l i í it i í l í ll rekstri og er í eigin húsn ði í ört vaxandi b jarfélagi Íkon okkar tíma á morgun HIÐ árlega Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvár fer fram á morgun en að jafnaði taka á bilinu 17–18.000 kon- ur þátt í þessum fjölmennasta íþróttaviðburði sem haldinn er á Íslandi. Hlaupið hefur í gegnum árin notið mikilla vinsælda og í fyrra birti Gallup könnun þar sem fram kom að ríflega helmingur ís- lenskra kvenna á aldrinum 16–75 ára hefði einhvern tíma á lífsleið- inni tekið þátt í Kvennahlaupinu, en fyrst var hlaupið árið 1990. Samstarf við UNIFEM Framkvæmd Kvennahlaupsins er í höndum Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands og í tilefni sam- starfs þess við UNIFEM er yfir- skrift hlaupsins í ár „Hvert skref skiptir máli“. Markmið samstarfs- ins er að vekja athygli á starfi UNIFEM í þágu kvenna og hvetja íslenskar konur til að sýna sam- stöðu með mannréttindum kvenna um leið og þær efla eigin heilsu. Hluti þátttökugjalds rennur til UNIFEM auk þess sem armbönd verða til sölu á vegum samtakanna og verður afrakstri sölunnar varið til styrktar konum í Afganistan. Á heimasíðu UNIFEM kemur fram að flestir saumaklúbbar séu duglegri við kökuát en íþrótta- iðkun, nú sé kjörið tækifæri til að breyta til og eru saumaklúbbar sérstaklega hvattir til að taka þátt í Kvennahlaupinu og njóta þannig hressandi samveru og láta gott af sér leiða á sama tíma. Rétt er að minna á að þó mis- munandi vegalengdir séu í boði er engin tímataka og lögð er áhersla á að allir taki þátt á sínum forsend- um. Meginmarkmið Kvennahlaups- ins er að hvetja og styrkja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar, jafnt daginn sem hlaupið fer fram sem aðra daga. Víða verður hlaupið Hlaupið var á átta stöðum er hlaupið fór fram í fyrsta sinn en þátttaka hefur aukist mikið með árunum og verður nú hlaupið á um 90 stöðum víðs vegar um landið. Íslenskar konur erlendis láta ekki sitt eftir liggja og hafa Kvenna- hlaup meðal annars verið skipu- lögð í Danmörku, Kanada, Nam- ibíu og Sviss en að sögn Jónu Hildar Bjarnadóttur, fram- kvæmdastjóra Kvennahlaupsins, eru konur búsettar erlendis vel með á nótunum og flétta Kvenna- hlaup gjarnan saman við hátíða- höld tengd 17. júní sem Íslendinga- félög standa fyrir. Flestar konur hafa jafnan hlaup- ið í Garðabæ en lagt verður af stað frá Garðatorgi kl. 14. Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðisráðherra flytur hvatningarávarp fyrir hlaupið í Garðabæ og eftir hlaup mun Idol- stjarnan Snorri m.a. koma fram. Nánari upplýsingar um stað- setningar hlaupa, upphafstíma þeirra og vegalengdir má finna á heimasíðu Sjóvár, www.sjova.is. Upplýsingar um forsölustaði má finna á sömu síðu en þátttökugjald er 1.000 kr. og fá þátttakendur bæði bol, sem að þessu sinni er grænn, og verðlaunapening. Loks stendur konum til boða að kaupa bol áður en hlaupið hefst. Morgunblaðið/Jim Smart Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í fyrra undir yfirskriftinni „Áfram stelpur!“ en í tilefni samstarfs ÍSÍ við UNIFEM er yfirskriftin í ár „Hvert skref skiptir máli“. Hlaupið verður á um 100 stöðum á heimsvísu og er búist við svip- uðum fjölda þátttakenda og undanfarin ár. Búist við mikilli þátt- töku í kvennahlaupinu ÁRNI Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir það skjóta skökku við þegar talað sé um að bráðnun Vatnajökuls muni hafa góð áhrif á Kárahnjúkavirkjun. Virkjunin framleiði orku fyrir álver en starfsemi þess leiði svo aftur til aukinna gróðurhúsaáhrifa. Morgunblaðið greindi frá því sl. miðvikudag að samkvæmt rannsókn vísindamanna við verkfræðideild HÍ myndi Hálslón við Kárahnjúkavirkj- un fyllast af aur á nokkur þúsund ár- um í stað 400–500 ára eins og talið hefur verið hingað til. Árni segir að tímaskalinn sem menn gefi sér sé ansi langur og hann telur þessa útreikninga ekki mjög raunhæfa. „Ég vona að þessir fræðimenn geti frekar hjálpað okkur við að reikna út hvernig megi draga úr gróðurhúsaáhrifum. Ef gróðurhúsa- áhrifin að vinna með Landsvirkjun, þá er það skammgóður vermir því þetta er stórhættuleg þróun fyrir allt lífríkið. Ef við erum að tala um að jökullinn hverfi í svo miklu mæli að við græðum á því fyrir einhverja virkjun, þá er það ekki umræðunnar virði.“ Hann segir að hér sé fyrst og fremst um reiknikúnstir að ræða, sem hafi ekki mikla tengingu við raunveruleikann. „Kárahnjúka- virkjun er eyðilegging á náttúrunni og umhverfinu og það er hæpið að tala svona langt fram í tímann,“ seg- ir hann og bætir við að það sé strax erfitt að segja til um þróun mála hundrað ár héðan í frá. Segir útreikninga ekki raunhæfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.