Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 15% afsláttur af öllum stökum jökkum Stuttir kjólar við buxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-14 ATH! Höfum opnað vefsíðu - www.nc.is H Æ Ð A R S M Á R A 4 S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 Ókeypis prjónaklúbbur Skráning www.tinna.is eða í síma 565 4610 Sölustarf Sérverslun með kvenfatnað óskar að ráða starfsmann í hálft starf. Þarf að hafa fágaða framkomu og góða þjónustulund. Æskilegur aldur 35-55 ára. Skriflegar umsóknir berist versluninnimkm, Týsgötu 8 P.O. Box 198, 101 Reykjavík fyrir 23. júní. J-LISTI, óháð framboð, á Dal- vík og framsókn- armenn hafa náð samkomulagi um myndun meiri- hluta í byggðar- laginu á því kjör- tímabili sem nú fer í hönd. Verð- ur Svanfríður Jónasdóttur bæj- arstjóri á fyrrihluta kjörtímabils- ins, en auglýst verður eftir bæj- arstjóra á síðari hlutanum og tilnefnt í starfið af hálfu Fram- sóknarflokksins. Embætti forseta bæjarstjórnar verður í höndum Framsóknar- flokksins á fyrri hluta kjörtímabils- ins og gegnir Bjarnveig Ingvadótt- ir því embætti þann tíma. Þá skiptist formennska í bæjarráði á milli framboðanna og verður Anna Sigríður Hjaltadóttir frá J-lista óháðra fyrsti formaður bæjarráðs. Helstu áherslur Í fréttatilkynningu frá nýja meirihlutanum kemur fram á að kjörtímabilinu verði lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn og jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins, styrkingu atvinnulífs, undirbúning og bygg- ingu íþróttahúss, vinnu við gerð að- alskipulags fyrir Dalvíkurbyggðar, fráveituframkvæmdir og önnur umhverfisverkefni, hitaveitufram- kvæmdir, aukin námstækifæri, mótun skólastefnu fyrir Grunn- skóla Dalvíkurbyggðar, frekari stuðning við barnafjölskyldur, lausn á húsnæðismálum félagsmið- stöðvar ungmenna, bætt farsíma- og tölvusamband í öllu sveitarfé- laginu, verkefni á sviði heimaþjón- ustu og heimahjúkrunar verði á forræði sveitarfélagsins, stefnu- mótun og samningar við nágranna- sveitarfélög um verkefni á sviði fé- lags- og skólaþjónustu og fleira. J-listinn og Framsókn mynda meirihluta á Dalvík Svanfríður Jónasdóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tæplega þrítuga konu til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir ölvunarakstur, þótt hún hefði verið svipt ökurétti ævilangt, í nóvember á sl. ári og einnig fyrir að hafa ekið ökuréttindalaus í febrúar síðastliðn- um. Henni er jafnframt gert að greiða hundrað þúsund krónur í sekt og rétt rúmlega hundrað þúsund krónur í sakarkostnað. Ákærða lýsti atvikum þannig að hún hefði verið í heimsókn í heima- húsi, þar sem drukkinn var pilsner. Hún hefði ekki náð sambandi við leigubílastöð þegar hún ætlaði að yf- irgefa húsið og þar sem hún taldi að ekki gæti mælst mikið alkóhól í blóði hennar eftir tvo pilsnera ákvað hún að taka áhættuna. Fram kemur í dómi héraðsdóms að vínandamagn í blóði ákærðu hafi verið 1,98‰, hún hafi auk þess ekið tvisvar sinnum ölvuð eftir að hafa verið svipt ökurétti og er nú í fjórða skipti dæmd fyrir ölvunarakstur. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Sturla Þórðarson yfirlögfræðingur flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Hilmar Ingimundarson hrl. varði konuna. Fangelsi fyrir ölvun- arakstur ♦♦♦ ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í loftræstistokk í verksmiðjuhús- næði við Súðarvog í hádeginu í gær. Engin starfsemi er í húsinu en að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins er þar unnið að framkvæmdum um þessar mundir, og var m.a. unnið að slípun nærri loftræstistokknum þegar eldurinn kviknaði. Talið er að neisti hafi hlaupið í óhreinindi í stokknum með fyrrgreindum afleið- ingum. Eldurinn barst upp eftir stokknum í þak hússins. Þurfti að rífa hluta þess til að ná tökum á eld- inum og gekk það greiðlega. Talsverðar reykskemmdir urðu af völdum eldsvoðans. Eldur í loft- ræstistokk ♦♦♦ BETUR fór en á horfðist þegar verkamaður sem var að störfum við framkvæmdir við gatnamót Suður- lands- og Vesturlandsvegar varð undir járnabúnti sem verið var að hífa í gærmorgun. Kalla þurfti á tækjadeild Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins til að losa manninn undan brakinu og var hann í kjölfarið fluttur á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Þar var gert að sárum hans en meiðsli mannsins eru ekki talin al- varleg. Lenti undir járnabúnti ÞAÐ er að jafnaði líf og fjör á Skólavörðustígnum í Reykjavík, en þó sérstaklega á vorin og sumrin. Nýverið voru Blómadagar á Skólavörðustígnum og því sér- staklega fallegt um að litast. Að sjálfsögðu lögðu kaupmenn áherslu á að hugsa vel um blóm- in. Það er auðvitað nauðsynlegt að vökva blómin vel. Blómadagur á Skólavörðustígnum Morgunblaðið/Kristinn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.