Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 31 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Í TILEFNI Hátíðar hafsins sem haldin verður um næstu helgi, dag- ana 10.–11. júní, verða nokkrir veit- ingastaðir með sér- stakan sjáv- arrétt- amatseðil í boði. Einn þeirra er Tveir fiskar á Geirsgötu 9. Matreiðslumenn Tveggja fiska brugðust ljúflega við bón um uppskrift af þessum mat- seðli og gefa upp leyndarmálið á bak við rétt sem heitir einmitt Tveir fisk- ar. Tveir fiskar Einfaldur réttur að hætti hússins, uppskrift fyrir 4. 400 g þorskflök, roð- og beinlaus 400 g laxaflök, beinlaus hvítlauksolía (maukið hvítlauk í olíu) Grænmeti undir fiskinn Paprika, eggaldin og laukur skorið í smábita og síðan léttsteikt á pönnu, bragðbætt með salti, pipar og fersk- um kryddjurtum. Þetta má gera klárt og geyma í kæli og hita upp eftir hendinni. Hollandaise-sósa Nokkur mulin piparkorn 2 msk af ediki 4 msk af vatni 5 eggjarauður 500 g brætt smjör Soðið niður um helming og látið kólna aðeins. Eggjarauðum er síðan bætt út í og þeytt við hita þar til þær eru vel stífar. Bræddu smjöri bætt út í eggin og þeytt. Verði sósan of þykk er hún þynnt með vatni. Kryddað með salti. Grænmeti og kartöflur Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er og kartöflur að vild, best er að vera búinn að gera allt klárt áður en fiskurinn er eldaður þar sem það tekur mjög stuttan tíma að elda hann. Aðferðin við fiskinn: Skerið fiskinn í u.þ.b. 100 g steikur og reynið að velja saman álíka þykkar sneiðar. Pönnusteikið fiskinn á annarri hlið- inni á mjög heitri pönnu. Kryddið létt með salti og pipar og smyrjið með hvítlauksolíu og setjið síðan í ofn á 180° í 4–5 mínútur. Athugið að nota má fisk að eigin vali í réttinn. Hollráð! Hægt er að hafa allt klárt í kæli og í raun bara hita kartöflur, grænmeti og sósu um leið og fisk- urinn er steiktur, hægt að laga fyrsta flokks máltíð á 10 mínútum.  SOÐNINGIN Tveir fiskar Soðningin hefur um árabil átt sinn fasta stað í Verinu þar sem gefin er uppskrift að fiskrétti. Nú geta hins vegar lesendur Daglegs lífs gengið að henni vísri á föstudög- um með aðeins breyttu sniði.                                                    ! !  " #  $  % &'     %  (  )  *   ! "  #  $%&&%'%(      "    !      )     "      *+  )  * ,  "  "    "  -    "     *"           + , !,!-. . /0  )  1  2 3  4 &'  % 5$ '    .  .  +   *     " /   0  '         123  4  +   *   " /   0 2 # -" # 6    / 5 + 2  *     " /   0 ( )      !  /  +   *   " 5    0                ÞEGAR búsáhöld úr leir eru keypt skal at- huga vel hvort þau séu ætluð undir matvæli. Á vef Umhverfisstofn- unar, www.ust.is, kem- ur fram að aldrei skuli nota leirvörur undir matvæli og drykki nema fullvíst sé að þeim sé ætlað að snerta matvæli. Sumir leirhlutir sem eru ríku- lega litskreyttir geta gefið frá sér mikið magn af blýi, kadmíum og öðrum þung- málmum sem geta reynst manninum hættulegir. Sérstaklega skal varast að nota slíka leirhluti undir súr matvæli og drykki, t.d. ávaxtagrauta, ávaxta- safa og vín, því sýran leysir málmana auð- veldlegar upp. Ný reglugerð um leirhluti sem mega snerta matvæli hefur litið dagsins ljós og er eitt meginmarkmið hennar að kveða á um flæðimörk og leyfilegt há- marksmagn þessara þungmálma í vörunum. Leirhlutir sem eru ætlaðir undir matvæli eiga að vera auðkenndir með einhverju af eftirfarandi.  Textanum „fyrir matvæli“  Glas- og gaffalmerki  Leiðbeiningum um rétta notkun  Vöruheiti sem gefur til kynna notkunarsvið t.d „kaffibolli“ eða „matardiskur“ Framleiðendur og dreifingarað- ilar eiga að tryggja að leirhlutir séu framleiddir samkvæmt við- urkenndum framleiðsluháttum þannig að við eðlilega eða fyr- irsjáanlega notkun berist ekki úr þeim efni í svo miklum mæli að heilsu manna kunni að stafa hætta af, eða það valdi óviðunandi breyt- ingum á efnasamsetningu matvæla eða raski skynrænum eiginleikum þeirra. Leirhlutir undir matvæli eiga að vera merktir  NEYTENDUR HREINLÆTI og þrif við set- laugar á átta stöðum í Reykja- vík reyndust í lagi þegar heil- brigðisfulltrúar Hollustuhátta á Umhverfissviði Reykjavík- urborgar skoðuðu setlaugarnar í líkamsræktarstöðvum, íþrótta- húsum og á hótelum frá janúar sl. og fram í apríl. Á hinn bóg- inn var skráningum á innra eft- irliti ábótavant, þ.e. hvað varðar mælingar á klór og viðhaldi tækja og búnaðar. Hvergi var til skrifleg neyðaráætlun ef slys bæri að höndum en starfsmenn á sex af átta stöðum höfðu sótt skyndihjálparnámskeið. Í fréttatilkynningu frá Umhverf- issviði Reykjavíkurborgar kem- ur fram að í 10 mælingum af 35 var klórgildi í laugunum of lágt og í 2 mælingum of hátt. Þá voru tekin ellefu sýni til örveru- rannsókna og voru 9 sýni innan viðmiðunarmarka. Í kjölfar eft- irlits á hverjum stað voru gerð- ar viðeigandi kröfur um úrbæt- ur.  NEYTENDUR | Hvergi til skrifleg neyð- aráætlun ef slys ber að höndum Hreinlæti við setlaugar í góðu lagi BAUNIR eru hollar, góðar og ódýrar. Það eru aukaverkanirnar sem setja strik í reikninginn hjá mörgum, en nú hafa vísindamenn í Venesúela þróað baun sem er bæði betri fyrir heilsuna og fé- lagslífið, að því er fram kemur á vefnum forskning.no. Baunir eru próteinríkar og nýjustu rann- sóknir benda ennfremur til þess að þær dragi úr hættunni á að fá krabbamein. Baunir eru aðaluppi- staðan í ýmiss konar sælkerafæðu eins og hummus og tofu. Gallinn við baunir er að þær geta valdið vindgangi sem getur verið óþægi- legur en þó ekki hættulegur. Í Venesúela eru baunir mikið not- aðar í matargerð og þarlendir vís- indamenn við Simon Bolivar- háskólann í Caracas hafa nú rann- sakað hvernig hægt er að breyta efnasamsetningu bauna með hjálp baktería, og lofar rannsóknin góðu. Vindgangur vegna bauna- neyslu orsakast af því að bakt- eríur sem búa í þörmunum brjóta niður efni úr fæðunni sem ekki hafa brotnað niður í maganum. Í baunum eru slík efni, t.d. í svört- um baunum og nýrnabaunum. Vísindamennirnir breyttu sam- setningunni með hjálp bakt- eríunnar lactobacillus casei (L ca- sei) þannig að efnin sem ekki brotna niður í maganum minnk- uðu. Baunir sem eru betri fyrir félagslífið  RANNSÓKN Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.