Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 33 UMRÆÐAN Tveir menn styðja hvor annan. Þrír menn (eða fleiri) styðja hver annan. Þrjú börn styðja hvert annað. Bændur og sjómenn styðja hvorir aðra. Bændur, sjómenn og iðnaðarmenn styðja hverjir aðra. Allt fólkið styður hvað annað. (meira á morgun) Gætum tungunnar GREIN eftir Grétar H. Ósk- arsson undir fyrirsögninni ,,Ógn- vænleg trúarbrögð“ birtist í Morgunblaðinu 21. maí sl. en í henni fjallaði höfundurinn um ógnina sem hann taldi stafa af ísl- amskri trú. Ég tel að Grétar hafi góða sam- visku og gagnrýni hann ekki persónu- lega en mig langar að gera nokkrar athuga- semdir við málflutn- ing hans. Rökin fyrir ógninni taldi hann m.a. vera eftirfarandi: 1. Samkvæmt ísl- ömskum trúarlögum má beita dauðarefs- ingu sem viðurlögum við ýmsum brotum sem fólk fremur, brotum sem okk- ur í vestrænum menningarheimi finnst að ekki eigi að hafa í för með sér slíka refsingu, eins og t.d. að láta af trúnni. 2. Dæmi um slíkar refsingar finnast víða í íslamska heiminum í dag. Samskonar dæmi er líka að finna í sögu kristninnar, t.d. á miðöldum, en þær tíðkast þar ekki lengur. 3. Múslímar byggja moskur í nágrannalöndum okkar og nota þær líka sem félagsmiðstöðvar og undir kennslu um trú sína. Þeir sem frömdu hryðjuverkin í Bret- landi fengu uppfræðslu í sinni mosku. Þannig að moskur eru líka notaðar til undirbúnings hryðju- verka. Þess vegna á ekki á ekki að leyfa Íslendingum að byggja mosku hérlendis. Ótti af þessu tagi virðist mér hafa tekið sér bólfestu í hugum fjölmargra þegar rætt er um ísl- am. Ég viðurkenni að óttinn er ekki ástæðu- laus en mér sýnist hins vegar að við- brögðin séu stundum óraunsæ. Því spyr ég:  Múslímar eru fleiri en billjón. Getum við sett alla músl- íma undir sama hatt og notað yfir þá eitt orð, „músl- ímar“? Eru þeir allir eins? Að mínu mati er orðið þýð- ingarlítið eins og þegar við köllum okkur „kristna menn“.  Skoði ég stjórnkerfi íslamsks samfélags viðurkenni ég að efni trúarlegu laganna er mjög um- deilt og í ósamræmi við mann- réttindasjónarmið. Við getum ekki litið fram hjá því. Kristnin hefur heldur ekki alltaf verið verndari mannréttinda þegar horft er til sögunnar. Við meg- um ekki gleyma því að trúar- brögð geta líka breyst.  Mannréttindum getur verið ógnað í kristni líka og það er ekki einungis fortíðarsaga. Það gerist því miður enn þann dag í dag og getur gerst í framtíðinni líka. Var kristnin hlutlaus þeg- ar fjöldamorð voru framin í nafni fasismans á fyrri hluta 20. aldarinnar? Hvað um aðskiln- aðarstefnuna í Suður-Afríku á meðan á henni stóð? Hefur kristnin ekki tekið þátt í ófrið- samlegri stefnu Bandaríkjanna gagnvart Mið-Austurlöndum undanfarinn áratug? Eigum við ekki að vera meðvituð um að sérhver trú eða pólitísk skoðun sem völdin hefur getur verið kúgun annarra?  Það er hræðilegt að innræta og kenna ungu fólki að það sé nauðsynlegt að fremja hryðju- verk á helgistað trúarinnar. En er hægt að alhæfa út frá því fá- dæmi og rökstyðja að innan raða múslíma á Íslandi séu samskonar „meðlimir“ og hryðjuverkamennirnir? Ofangreindar ábendingar mínar eru alls ekki nýjar en út frá þeim vil ég koma að tveimur mik- ilvægum vörðum sem ég óska að við sem samfélag hugleiðum mjög vel. Í fyrsta lagi er það ekki rétt viðhorf að kristni sé þróuð í fullu samræmi við mannréttindi mann- kyns og friðarósk, en íslam ekki. Kristni og íslam glíma við ólík verkefni. T.d. tel ég víst að íslam verði að breytast og finna leið til að samræmast hugmyndafræði fólks í vestrænum löndum. Hins vegar þurfum við kristnir menn að skilja að kristni er eins þróuð og við viljum trúa varðandi viðhorf til réttlætis heimsins. Ég vil frekar segja að kristnin sé búin að læra að fella vandamál sín undir mál sem tilheyra öðrum sviðum en trúarbrögðum. Sam- band á milli trúar annars vegar og glæpa, kynferðisofbeldis, stríðs o.fl. hins vegar sést ekki eins skýrt í kristni og þegar um íslam er að ræða. En það þýðir ekki að trúin hafi ekkert samband við þetta. Samkvæmt könnun í Bandaríkjunum er hlutfall nauðg- ana og morða tvöfalt hærra í Lo- uisiana-fylki, sem þykir heitt ,,trú- ariðkunarsvæði“, en meðaltal landsins alls, og talsvert hærra á svokölluðu Biblíubeltasvæði. Að sjálfsögðu getum við ekki fullyrt að kristin trú sé orsök þessa eða að hún hafi áhrif. Og það er ein- mitt það sem ég vil segja. Verðum við ekki að skoða okkur sjálf með auðmýkt og íhuga hvort kristni beri fullnægjandi ábyrgð á og í þessari veröld? Þetta er verkefni okkar í kristni. Í öðru lagi held ég að það skipti miklu máli hvernig íslam breytist í náinni framtíð. Ég er ekki að tala um næsta ár eða áratug heldur lengra tímaskeið. Múslímar eru nágrannar okkar og við getum hvorki breytt þeirri staðreynd né kenningu þeirra að utan. Það eru múslímar sjálfir sem geta leitt ísl- am á eftirsóknarverðan hátt. Það sem við getum gert er ef til vill að hefja umræður og samræður við múslíma og óska þess að hafa já- kvæð áhrif á þá. Ekki vegna þess að kristni þekki betur en íslam, heldur vegna þess að kristni vant- ar líka ýmislegt og við þurfum að hafa skapandi áhrif hvort á annað með því að hafa samskipti. Að- skilnaðarstefna við múslíma borg- ar sig aldrei. Áfangastaður hennar er í flestum tilvikum stríð og stjórn á öðrum með ofbeldi. Við þurfum að læra af sögunni. Grein þessi er ekki tilraun til að vernda íslam, heldur vil ég að við mannfólkið höldum áfram á braut til mannréttinda og friðaróskar, öllum til heilla. Ógnvænleg trúarbrögð eða málflutningur? Toshiki Toma svarar grein Grétars H. Óskars- sonar um íslamska trú ’Grein þessi er ekki tilraun til að vernda íslam, heldur vil ég að við mannfólkið höldum áfram á braut til mannréttinda og friðar- óskar, öllum til heilla.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.