Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 53 FRÉTTIR SMFR lét dRauMinn RætaSt Með alþjónuStu nýheRja hverjir eru þínir draumar? lægri kostnaður – Sérfræðingar sjá um reksturinn Dreymir þig um að lækka tölvukostnaðinn, greiða ávallt fast og fyrirsjáanlegt mánaðargjald og að sérfræðingar sjái um tölvureksturinn? Fari eitthvað úrskeiðis þá getir þú hringt eitt símtal og að sérfræðingur með þekkingu og reynslu komi öllu í samt lag, án aukakostnaðar? Þér finnst þetta kannski vera stór draumur en þó er hann einn af þeim sem þú getur látið rætast á einfaldan hátt með því að velja Alþjónustu Nýherja. Það eina sem þú þarft er tölva og Nýherji sér um að tölvukerfið standi fyrir sínu. Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja og fetaðu í fótspor fjölda ánægðra viðskiptavina sem hafa áttað sig á hagræðinu sem fylgir því að úthýsa tölvurekstrinum. Alþjónusta Nýherja uppfyllir þinn draum. Nánari upplýsingar á www.nyherji.is, í netfanginu ut@nyherji.is eða í síma 569 7700 Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is jafn kostnaður og aukin þægindi „Með Alþjónustu Nýherja höfum við náð að skapa aukið jafnvægi við tölvureksturinn og kostnaðurinn er fyrirsjáanlegur, engir óvæntir reikningar. Einnig þurfum við ekki að hafa áhyggjur af t.d. afritunartöku og getum leitað til öflugra sérfræðinga Nýherja þegar eitthvað bjátar á en þeir geta unnið í vélum okkar úr Borgartúninu sem sparar báðum aðilum tíma og fyrirhöfn. Þannig getum við einbeitt okkur að því að sinna viðskiptavinum okkar eins og við gerum best.” Einar Guðmundsson, sviðsstjóri fjármálasviðs Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi - SMFR. BANDARÍSKA meltingarlækna- félagið, þ.e. American Gastroent- erological Association, er elsta og fjölmennasta félag meltingarsér- fræðinga og eru félagar um 16.000 talsins. Almenn aðild þ.e. „Membership“ fæst eftir viðurkenndan námsferil og sérfræðipróf. Innan félagsins hefur nýlega verið stofnað „Fell- owship“-stig, ætlað þeim sem eru taldir hafa skarað fram úr í starfi og/ eða rannsóknum, 550 einstaklingar eða um 3,5% félagsmanna hlutu þessa viðurkenningu á þingi samtak- anna í Los Angeles í maí síðastliðn- um. Birgir Guðjónsson lyf- og melting- arlæknir er meðal þeirra fyrstu sem eru heiðraðir með vali í þennan hóp. Birgir nam lyflæknisfræði og melt- ingarsjúkdóma við Yale-háskólann og varð þar „Assistant Professor“. Rannsóknir hans hafa einkum snúist um krabbamein í briskirtli og að- ferðafræði við útreikninga á lífslík- um sjúklinga með þann sjúkdóm, með og án skurðaðgerða. Birgir Guðjónsson og dr. Mark Donowitz, prófessor við Johns Hopkins-læknaskól- ann, sem er nýkjörinn forseti American Gastroenterological Association. Valinn í úrvalshóp meltingarlækna TAÍLENDINGAR efna til hátíðar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 10. júní kl. 12–18, í tilefni 60 ára valdaafmæli Taílands- konungs, Bhumibol Adulayadej. Í tilefni þess eru haldnar hátíðir um heim allan sem helgaðar eru lífi og starfi konungs. Dagskráin í Ráðhúsinu verður fjölbreytt; munk- ur Búddistafélagsins heldur kynn- ingu á konunginum í máli og mynd- um, flutt verða dans- og söngatriði og kynning á taílenskri matargerð. Taílendingar af öllu landinu koma til Reykjavíkur til að und- irbúa hátíðina og þeir leggjast allir á eitt til að gera hana sem vegleg- asta en tæplega 1.000 Taílendingar búa hér á landi, segir í frétta- tilkynningu. Að hátíðinni standa aðalræðis- skrifstofa Taílands á Íslandi, Búdd- istafélag Íslands og Taílensk-ís- lenska félagið. Allir eru velkomnir á hátíðina. Taílensk hátíð í Ráð- húsinu UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld muni styðja alnæmisverkefni Alþjóðasam- bands Rauða krossins og Rauða hálf- mánans í sunnanverðri Afríku. Framlagið mun samtals nema 320.000 bandaríkjadollurum sem svarar til um það bil 20 milljóna ís- lenskra króna á núverandi gengi og mun verða greitt í fjórum jöfnum greiðslum á árunum 2006–2009. Ríkisstjórnin og Rauði kross Ís- lands lögðu fram áheit um samvinnu um stuðning við alnæmissjúka á 28. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og ríkja sem eru aðilar að Genfarsamningunum. Til- kynnt var um þetta framlag ríkis- stjórnarinnar á ráðherrafundi Sam- einuðu þjóðanna um alnæmi sem haldinn var í New York dagana 1.–2. júní sl. Rauði krossinn fagnar mjög þess- um stuðningi ríkisstjórnarinnar. Al- næmisvandinn er einn helsti ógn- valdur íbúa í löndunum sunnan Sahara, þar sem hlutfall smitaðra meðal fullorðinna er um 25–30% og jafnvel enn hærra í sumum löndum. Rauði kross Íslands hefur síðan árið 2000 stutt Rauða krossfélögin í sunnanverðri Afríku í glímunni við þennan vágest, bæði í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins, landsfélög Rauða krossins í Suður- Afríku, Malaví og Mósambík og Þró- unarsamvinnustofnun Íslands, segir í fréttatilkynningu. Verja 20 milljónum króna til alnæmis- verkefna ♦♦♦ KAFFISALA verður á Sjómannadaginn, sunnu- daginn 11. júní, á Hrafn- istu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirði kl. 14–17. Handavinnusýning og sala á fjölbreyttri handavinnu heimilisfólks er frá kl. 13 til 17 og mánudaginn 12. júní frá kl. 10 til 16. Allir vel- komnir. Basar og kaffisala á Hrafnistu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.