Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stauraflokkurinn fylgir foringjanum undir styrkri stjórn og björtu leiðarljósi. Sjómannadagurinn eralmennur hátíðis-dagur sjómanna. Lögum samkvæmt ber öll- um fiskiskipum að leggj- ast í höfn eigi síðar en á hádegi laugardaginn fyrir sjómannadag og mega þau ekki láta úr höfn fyrr en eftir hádegi daginn eftir hátíðarhöldin. Þrátt fyrir að sjómannadagurinn hafi nú verið haldinn hátíðleg- ur í tæplega sjö áratugi er ekki lengra síðan en 1987 að skylda var lögð á út- gerðarmenn í lögum að skip væru við bryggju á deginum. Lengi vel lagði sjómannastéttin og forysta hennar ekki megin- áherslu á að sjómannadagurinn yrði almennur frídagur og er ástæðan líklega sú að lífsbaráttan var lengst af svo hörð að enga stund mátti missa frá því að afla sér og sínum viðurværis. Aukin stéttavitund og tilhneiging sumra útgerðarmanna til að senda skip á miðin rétt fyrir sjómannadaginn leiddi til þess að rétt þótti að lög- festa hann sem frídag. Fjórðungur Reykvíkinga tók þátt Nú á sunnudaginn verður dag- urinn haldinn hátíðlegur í 69. skipti en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938. Í fyrstu voru hátíðarhöld einungis í Reykjavík og á Ísafirði en á fáum árum breiddust þau út um öll sjávar- pláss landsins. Í bók sinni, Sögu daganna, skrifar Árni Björnsson að víða hafi dagurinn orðið mestur hátíðisdaga að jólunum undan- skildum. Ýmis félög starfsmanna sem störfuðu á sjó vildu koma á árlegum minningardegi um drukknaða sjómenn og þótti byrj- un júní einkar heppilegur tími þar sem skip voru þá að jafnaði sett í viðgerð og eftirlit eftir vetrarver- tíðina en önnur voru undirbúin fyrir síldveiðar og sumartúra. Talið er að um tíu þúsund manns, eða um fjórðungur allra Reykvíkinga, hafi komið saman á Skólavörðuholtinu á fyrsta sjó- mannadeginum til að minnast drukknaðra sjómanna með mín- útu þögn en að því loknu hófst skemmtidagskrá þar sem ýmiss konar íþróttakeppnir voru áber- andi. Þegar leið á öldina jukust umsvif Sjómannadagsráðs á höf- uðborgarsvæðinu og var fé safnað til byggingar dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Hátíð hafsins Síðan árið 1999 hefur sjó- mannadagurinn í Reykjavík verið haldinn samhliða svokölluðum Hafnardegi undir heitinu Hátíð hafsins. Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, segir að þetta hafi verið gert að hluta til að halda merki sjómanna- dagsins á lofti. Með tveggja daga hátíð sem þessari sé rækilega minnt á mikilvægi hafsins og sjáv- arfangs fyrir land og þjóð. Að mati Guðmundar hefur aðsókn á sjómannadaginn í höfuðborginni minnkað nokkuð í gegnum tíðina. „Svo virðist vera að eftir því sem borgin byggist meira í austurátt frá sjávarsíðunni þá verði fólki minna hugað um sjósókn og sjó- mennsku.“ Samfara minnkandi vægi sjávarútvegs í þjóðfélaginu og auknu framboði á hvers kyns afþreyingu og viðburðum hafi áhugi fólks á hátíðarhöldum sem þessum minnkað. Telur Guð- mundur að þetta valdi því að á sumum stöðum sé haldið upp á daginn með látlausari hætti en fyrr á tímum. Hann er þó sann- færður um að síðastliðin ár hafi fleira fólk mætt á Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn en oft áður. Um- gjörð hátíðarinnar skipti miklu máli, til að mynda hafi dagurinn verið í lægð þegar hann var hald- inn í Laugardalnum og Nauthóls- vík á 8. áratugnum. Mikilvægt sé að sjómannadagurinn sé fjöl- skylduhátíð þar sem öll fjölskyld- an geti sameinast með sjómönn- um og sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðarhöld í skugga brunans í Akureyrinni Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, er sammála því að aðsókn á sjó- mannadaginn hafi minnkað nokk- uð undanfarin ár. Þrátt fyrir það neitar hann því með öllu að farið geti eins fyrir deginum og 1. maí, en dagskrá vegna hans á Akureyri var öll með látlausara sniði í ár en áður. „Sjómannadagurinn er sam- eiginlegur hátíðisdagur sjómanna og útgerðarmanna þar sem allir sjómenn eru hjá fjölskyldum sín- um.“ Fyrir vikið hljóti dagskrá hans alltaf að verða með öðrum hætti en baráttudegi verkalýðs- ins. Í ár fara hátíðarhöldin fram í skugga brunans í Akureyrinni þann 27. maí en skipið er gert út frá bænum. Tveir úr áhöfn skips- ins létust í brunanum og segir Konráð að þegar svona nokkuð gerist rétt fyrir sjómannadag verði aldrei mikið um hátíðarhöld. Sorg hvíli yfir bænum. Hefðbund- in skemmtidagskrá verði því mun minni en venjulega og enginn dansleikur á laugardagskvöldinu. Veglegar sjómannadagshátíðir verði haldnar í framtíðinni. Fréttaskýring | Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn Fagnað með sjómönnum Nokkuð færri taka þátt í dagskrá sjómannadagsins nú en áður fyrr Frá sjómannadeginum í fyrra. Minna vægi vegna breytinga á þjóðfélaginu  Þegar sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavík í fyrsta sinn árið 1938 mætti um fjórðungur borgarabúa til að skemmta sér og votta látnum sjó- mönnum virðingu sína. Í þjóð- félagi sem snýst minna um sjáv- arútveg en áður og þar sem framboð á afþreyingu er meira en áður er ekki að undra að færri taki nú þátt í hátíðahöldum á sjó- mannadaginn. Dagurinn stendur þó ætíð fyrir sínu og finna flestir þar eitthvað við sitt hæfi. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is FYRIRTÆKINU IP-fjarskiptum ehf. var með dómi Hæstaréttar 16. maí síðastliðinn gert skylt að veita embætti lögreglustjórans í Reykja- vík upplýsingar um hverjir voru notendur tveggja tiltekinna IP- talna, sem lögreglan hafði óskað eft- ir að vita. Með dóminum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um afhendingu þessara upplýsinga. Í sératkvæði tveggja dómara var tekið fram að IP-fjarskiptum hefði verið skylt að afhenda upplýsing- arnar um leið og ósk um það barst frá lögreglu en meirihluti dómsins tók ekki afstöðu til þess, heldur taldi skilyrðum laga nægilega upp- fyllt þar sem úrskurður héraðsdóms lá fyrir. Heimild til þess að slíkar upplýs- ingar verði látnar af hendi til lög- reglu án dómsúrskurðar er nú að finna í fjarskiptalögum en breyting þess efnis var gerð á lögunum í fyrra. Áður þurfti dómsúrskurð til þess að heimila slíka afhendingu í öllum tilvikum en eftir að fyrrnefnd undanþága var gerð á lögreglan að geta fengið þessar upplýsingar beint frá fjarskiptafyrirtækjum. Eftir að IP-fjarskipti neituðu að afhenda upplýsingarnar leitaði lög- reglu til héraðsdóms og fékk úr- skurð um að afhenda skyldi upplýs- ingarnar. Hæstiréttur taldi skilyrði fjarskiptalaga því uppfyllt, enda hefði fengist dómsúrskurður, en tók fram að í málinu reyndi ekki á það hvort fyrirtækið hefði átt að af- henda upplýsingarnar strax og því tæki dómurinn ekki afstöðu til þess. Af hálfu IP-fjarskipta var því haldið fram að ákvæði fjarskiptalag- anna stæðist ekki ákvæði 71. gr. stjórnarskrár sem kveður á um frið- helgi einkalífs. Hvorki meirihluti né minnihluti Hæstaréttar féllst á það sjónarmið. Skerðing á friðhelgi Í sératkvæði þeirra Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar var tekið fram að IP- fjarskiptum hefði verið skylt að láta lögreglunni í té umbeðnar upplýs- ingar þegar þeirra var óskað með bréfi. Sú skerðing á friðhelgi einka- lífs sem fælist í því að upplýsingar sem þessar væru afhentar væri smávægileg enda væri ekki með því upplýst um innihald fjarskiptanna. Auk þeirra Jóns Steinars og Ólafs Barkar dæmdu þeir Árni Kolbeins- son, Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen málið. Egill Stephensen saksóknari flutti málið fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík en Ragnar Aðalsteinsson fyrir IP-fjar- skipti. Gert skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um IP-tölur BÆNDUR geta nú séð á netinu hvenær best sé að slá tún sín og heyja. Gæði heys ráðast m.a. af því hvenær grasið er slegið. Orku- innihald og prótein þess er mest í upphafi, en það minnkar síðan þegar líður á sumarið. Upplýs- ingar um grasvöxt og orkuinni- hald skipta því miklu máli fyrir bændur, sér í lagi fyrir mjólk- urframleiðsluna. Að sögn Tryggva Eiríkssonar, fóðurfræðings hjá Landbún- aðarháskóla Íslands, snýst þetta um að finna þann tímapunkt þeg- ar grasið er orðið nægilega hátt en hefur ekki þroskast svo mikið að orkugildi þess hafi minnkað. Eftir langa reynslu hafi sumir bændur tilfinningu fyrir þessu en mörgum gagnist að styðjast við mælingar sem unnar hafa verið hjá Landbúnaðarháskólanum. Síðastliðin þrjú ár hafa Bændasamtökin birt nið- urstöður grasþroskamælinga á heimasíðu sinni á netinu, www.bondi.is, og í sumar er gert ráð fyrir að reglulega verði birtar mælingar frá 10 til 12 bæjum. Geta bændur þannig fengið nokkra vísbendingu um hvenær mest orka fáist úr uppskerunni. Fylgst með túnþroska á netinu Morgunblaðið/Árni SæbergBændur við slátt í Mývatnssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.