Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 1
MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skráðu þig núna á www.glitnir.is Stóðu undir væntingum Tónleikar Belle & Sebastian fá fimm stjörnur | 60 Lesbók | Hægri grænn Illugi Gunnarsson  Ljóðið Höfn í nýrri þýðingu Börn | Álfasögur í Hellisgerði  Myndasögur Íþróttir | Sigmundur og Helena halda forystunni  Valur áfram í bikarnum ÞORFINNUR Ómarsson, talsmaður nor- rænu eftirlitssveitanna á Sri Lanka, SLMM, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að líklegt væri að fjölgað yrði í liði ís- lensku eftirlitsmannanna í landinu á næst- unni, í kjölfar þess að Finnar og Danir hefðu kallað fulltrúa sína heim frá eyjunni. „Menn bíða spenntir eftir því hvað Svíar gera,“ sagði Þorfinnur. „Þegar það er á hreinu, þá munu Norðmenn og Íslendingar væntan- lega komast að sameig- inlegri niðurstöðu. Það verður að hafa hraðar hendur.“ Auk Íslendinga og Norðmanna taka Sví- ar, Danir og Finnar þátt í eftirlitsstarfi SLMM. Eftir að Evrópusambandið skil- greindi tamílsku Tígranna sem hryðju- verkasamtök í maí gerðu uppreisnarmenn þá kröfu að þrjár síðastnefndu þjóðirnar, sem allar eiga aðild að ESB, drægju sig út úr eftirlitinu. Jafnframt sögðust þeir ekki geta ábyrgst öryggi eftirlitsmanna frá þessum þjóðum eftir 1. september nk. Að sögn Þorfinns hefur ástandið í land- inu ekki batnað að undanförnu. „Tígrarnir lokuðu fyrir vatnsstreymi til ákveðinna svæða í vikunni,“ sagði Þorfinn- ur. „Stjórnin ákvað að svara því með loft- árásum á búðir Tígranna í Trincomalee.“ Alls hafa 57 eftirlitsmenn verið á Sri Lanka á vegum SLMM og eru 15 frá Nor- egi, fimm frá Íslandi og 15 frá Svíþjóð. Rætt við deiluaðila Spurður um hvenær ákvörðun yrði tekin um að fjölga í liði Íslendinganna á Sri Lanka sagði Þorbjörn Jónsson, sendiráðu- nautur í utanríkisráðuneytinu, að ekki væri búið að taka ákvörðun í málinu. „Erindreki Norðmanna, Jon Hanssen- Bauer, mun fara til Sri Lanka til að ræða við deiluaðila,“ sagði Þorbjörn. „Þegar hann snýr til baka verður staðan rædd frekar. Það eru Norðmenn sem stjórna þessu ferli.“ „Bíðum spenntir eftir Svíum“ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorfinnur Ómarsson GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær eftir fund með Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, að þeir væru sammála um senda þyrfti fjöl- þjóðlegt herlið sem fyrst til suð- urhluta Líbanons. Bush og Blair hvöttu ekki til þess að komið yrði tafarlaust á vopnahléi en sögðu að markmið þeirra væri að koma á „varan- legum friði“ milli Ísraela og Hiz- bollah-hreyfingarinnar í Líb- anon. Jan Egeland, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóð- anna, hvatti til þess að komið yrði á þriggja daga vopnahléi til að hægt yrði að flytja hjálpar- gögn til nauðstaddra Líbana, flytja sært fólk á sjúkrahús og forða börnum og öldruðu fólki af átakasvæðunum. Yfir 600 borgarar fallnir Egeland sagði að yfir 600 al- mennir borgarar, meirihlutinn konur og börn, hefðu beðið bana í Líbanon frá því að Ísraelsher hóf árásir á landið fyrir sautján Bush sagði að fjölþjóðlega herliðið ætti að starfa með her Líbanons og aðstoða við að dreifa hjálpargögnum. Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Mið-Aust- urlanda í dag til að ræða við ráðamenn í Ísrael og Líbanon um leiðir til að koma á var- anlegum friði. Bush og Blair skýrðu einnig frá því að viðræður hæfust í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á mánudag um að koma á fót fjölþjóðlegu herliði sem yrði sent til Líbanons. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna á síðan að koma saman í næstu viku til að ræða sérstaka ályktun um ráðstafanir til að binda enda á blóðsúthellingarn- ar. Hizbollah-hreyfingin sagði í gær að liðsmenn hennar hefðu skotið nýrri eldflaug sem nefnist Khaibar-1 og er langdrægari en flaugarnar sem hreyfingin hefur beitt til þessa. Hermt er að eld- flaugin hafi lent sunnan við ísr- aelsku borgina Haifa. dögum. Hann áætlaði að um 200 börn væru á meðal þeirra sem hefðu látið lífið og taldi að tala látinna myndi hækka vegna þess að ekki hefði enn verið leitað að líkum í öllum húsarústunum. Bush hvetur til fjölþjóð- legs herliðs í Líbanon Áætlað að 200 börn hafi beðið bana í árásum Ísraelshers Reuters Öldruð kona hvílir sig í Týrus eft- ir að hafa flúið frá heimabæ sín- um í Suður-Líbanon. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is  Ástandið hræðilegt | 9  Vaxandi stuðningur | 19 Á SJÖTTA hundrað manna þegar mest var stóð mót- mælastöðu við sendiráð Bandaríkjanna í gær, að sögn lögreglu. Tilefnið var stríðið í Líbanon, en Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir aðgerðunum. Mótmælendur hlýddu á ávörp Stefáns Pálssonar, formanns samtakanna og Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns Vinstri grænna. Tíu lögreglumenn stóðu vaktina við sendiráðið en þess utan voru fleiri í við- bragðsstöðu. „Þetta er allt mjög friðsamlegt og gott,“ sagði einn lögreglumanna á vettvangi. Guðrún Margrét Guð- mundsdóttir mannfræð- ingur var meðal mótmæl- enda í gær en hún bjó lengi í Mið-Austurlöndum. „Von- irnar sem bresta og áhrifin á þjóðarsálina í Líbanon eru gífurleg. Hvað hugsa frjáls- lyndir arabar og múslimar um allan heim núna? Það er verið að afhjúpa hina sönnu valdastöðu Vesturlanda gagnvart heimi múslima og áhrifin af því verða meiri en við nokkurn tímann getum ímyndað okkur.“ Í ræðu sinni sagði Stefán Pálsson að Bandaríkin væru það ríki sem mesta ábyrgð bæri á þeirri stöðu sem nú væri komin upp og stæði gegn því að alþjóðasam- félagið gripi inn í. Ögmund- ur Jónasson spurði hverjir það væru sem vildu taf- arlaust vopnahlé í Líbanon. „Það voru Sameinuðu þjóð- irnar og [fjöldi einstakra ríkja]. Nú fyrir skömmu bættist Ísland í þann hóp. Það eru góð tíðindi,“ sagði hann og vísaði til bréfs utan- ríkisráðherra til kollega síns í Ísrael. „Ef stríð væri leiðin til friðar hefðu menn unnið fyrir friði í þessum heims- hluta sem ætti að duga til enda veraldar,“ sagði Ög- mundur jafnframt. „Við virðum og elskum gyðinga, en ekki Ísraelsríki eins og það hagar sér... Stöðvið stríðið, stöðvið stríðsglæp- ina, stöðvið mannréttinda- brotin. Okkar krafa er: Stöðvið morðin núna!“ voru lokaorð hans en þau endurtóku viðstaddir fullum hálsi. „Stöðvið stríðið!“ Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Í NOKKRUM sveit- arfélögum í Noregi og Svíþjóð þurfa nú eig- endur útiveitingahúsa, sem nota hvíta plast- stóla, að velja á milli þess að hætta að bjóða upp á veitingar utan- dyra og þess að kaupa fínni húsgögn. Ástæðan er sú að hvítir plaststólar hafa verið bannaðir í sveitarfélögunum, meðal annars í Risør og Stafangri í Noregi, að sögn fréttavefjar Aftenposten. „Ef útiveitingahúsin fara ekki eftir reglunum fá þau ekki veitingaleyfi,“ er haft eftir yfirmanni skipulagssviðs Staf- angursborgar. „Hvítu plaststólarnir eru ótótlegir og við gerðum þetta til að bæta útisvæði veitingahúsanna.“ Veitingahúsin í Stafangri hafa verið fljót að laga sig að nýju reglunum og engu þeirra hefur verið hótað leyfissvipt- ingu. Hvítir plaststólar bannaðir ♦♦♦ Lesbók, Börn og Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 204 . TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.