Morgunblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 01.12.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 45 um við nú, þegar þú heldur héðan, og við systkinin þökkum fyrir að hafa átt þig að. Hvort heldur vel gekk hjá þér eða miður áttir þú ætíð mikið að gefa okkur. Af því að þú tilheyrðir okkur eins við þér, álfasystir elsku- leg. Álfkonan, sem gerðir okkur ung- um ratljóst með stjörnusprota, þótt dimmdi um stund í huga og um hauð- ur. Faðir okkar var austan úr Vopna- firði, Elsa, og hann hafði yndi af söng og ljóðum. Þaðan kom líka frændi okkar Þorsteinn Valdimarsson skáld. Ég veit að faðir okkar er með mér þegar ég geri orð og hugsun Þorsteins að kveðju okkar systkin- anna til þín í ljóði hans sem hann nefndi Andaðri Máríerlu, en ljóðið er svona: Vertu sæl, systir, – yndi og líf þeim garði sem þú gistir. Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og loft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt og lífs og yndi ann þér. Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami. Með þessum orðum óskum við systkinin og fjölskyldur þér góðrar heimkomu, biðjum móður þinni og systkinum, börnum þínum og fjöl- skyldum þeirra Guðs blessunar. Guðlaugur Óskarsson. Með söknuði og þakklæti minnist ég systur og vinkonu. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín, er kristalstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðm. Halld.) Kristín Óskarsdóttir. Mig langar að minnast frænku minnar Elísabetar Óskarsdóttur eða Elsu frænku eins og við kölluðum hana. Faðir Elsu, Óskar, og amma mín, Guðný, voru systkin og var allt- af mikill samgangur á milli Elsu og ömmu. Elsa passaði mömmu mína þegar hún var barn og var Elsa nán- asta frænka okkar í gegnum tíðina. Í mínum augum er Elsa ein af þessum manneskjum sem hafa þekkt mann frá fæðingu og eru akkeri manns í lífinu. Þrátt fyrir langdvalir erlendis og ýmis uppátæki hefur baklandið alltaf verið öruggt og Elsa alltaf verið til staðar. Hún var einstök manneskja en það er e.t.v. erfitt að lýsa henni nákvæm- lega. Hún hafði hlýja og kærleiks- ríka nærveru og maður fann um- hyggjuna hjá henni án þess að hún gerði eða segði nokkuð sérstakt. Allt hennar fas, tilsvör og spurningar einkenndust af þessari væntum- þykju sem gerði hana svo sérstaka. Hún þurfti ekki að segja fólki að sér þætti vænt um það heldur fundu það allir sem voru henni nákomnir. Það voru ófá frænkuboðin, leik- húsferðirnar og samverustundirnar sem við mamma og amma áttum með Elsu. Oftar en ekki voru ýmsar skemmtisögur af fjölskyldunni rifj- aðar upp og hafði Elsa einstakan húmor og gat endalaust gert grín að sjálfri sér. Sem barni þótti mér Elsa alltaf svo skemmtileg þó svo hún hafi átt til sögu af mér mjög ungri í pössun hjá sér þar sem mér átti víst að hafa leiðst óskaplega og látið hana vita af því. Eftir því sem ég fullorðnaðist áttaði ég mig á því að Elsa var ekki heilsuhraust og e.t.v. var húmorinn og hláturinn ákveðin leið hjá henni til að hlífa mér sem var sjálfsagt alltaf smábarn í hennar augum. Elsa var listræn og lætur eftir sig teikningar og málaðar myndir. Hún var einnig ljóðelsk og er við hæfi að kveðja hana með uppáhaldsljóðinu hennar eftir Pál Ólafsson: Hríslan og lækurinn. Gott átt þú, hrísla’ á grænum bala, glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans; vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla, sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblöð falla í lækinn honum til ununar. Hvíslar þá lækjar bláa buna og brosandi kyssir laufið þitt: „Þig skal ég ætíð, ætíð muna, ástríka, blíða hjartað mitt!“ Þið grátið fögrum gleðitárum glaða morgna, þá sólin rís, vitið ei hót af harmi sárum, haldið þið sé’ð í Paradís þið hafið ei reynt að syrgja’ og sakna, þá sérhver gleði’ í harma snýst, grátin að sofna, vonlaus vakna, vetur og dauða þekkið sízt. Elsku Elsa, við mamma minnumst þín með ást og kærleik í hjarta. Blessuð sé minning þín. Guðný Einarsdóttir. Þú komst inn í líf mitt snöggt og óvænt. Óundirbúið. Hress, kát, fynd- in og glaðvær. Ég ætlaði í bíó þetta kvöld, en endaði á balli. Þar kynntist ég konu og fyrr en varði varst þú orð- in tengdamóðir mín. Bauðst mig hjartanlega velkominn í fjölskylduna og sýndir að ég væri innilega vel- kominn. Ávallt, ætíð og alltaf varstu mín stoð og stytta og studdir mig með ráðum og dáð. Vinur í raun. Yf- irleitt á fyndinn hátt, með þínu eðl- islæga skopskyni, en þó með einlæg- um meiningum og af innilegu innsæi. Þú varst hreinskilin, heilsteypt og hjartahlý í minn garð og það virði ég verulega við þig, enda komst þú fram af einlægni. Eftir … varstu ávallt vinkona mín, þótt þú værir ekki tengdamóðir mín lengur. Þú gekkst þinn veg í þessu lífi á þínum forsendum og haltu áfram að ganga þinn veg á nýjum lendum. Sigurður Blöndal. Elsku hjartans Elsa mín, þau orð eru ekki til sem fá lýst því þakklæti, virðingu og kærleik sem ég býr í brjósti mínu til þín. En samt ég vil reyna að færa þér þakkir í orðum fyrir mína eigin hönd, pabba, minna barna og fjölskyldu fyrir þann ómælda kærleik og umönnun sem þú veittir honum pabba í stríði hans við Alzheimer sjúkdóminn. Þú varst engin venjuleg kona, þú varst í raun einstaklega óvenjuleg, ég held að þú hafir haft ofur hjarta sem tók inn og rúmaði vandamál allra í kringum þig sem þú síðan á þinn æðrulausa og fyndna hátt lædd- ist til að leysa úr. Hinn dásamlegi pabbi minn, Pálmi Pétursson kennari, greindist með Alzheimer 1980 sem þá var nær óþekktur hér á Íslandi, leitun á ein- hvers konar lausn til þess að takast á við þá erfiðleika sem þessi staðreynd leiddi af sér rataði á margar lokaðar dyr og yfir marga háa þröskulda þurfti að stíga til þess að fá aðstoð eða hjálp í einhverju formi. Þrátt fyr- ir allt sem hann hafði afrekað á sín- um vinnuferli sem einn ástsælasti kennari á landinu varð hann á nokkr- um vikum munaðarlaus í kerfinu, passaði hvergi inn, of ungur til að vera með þennan sjúkdóm og of veik- ur til að vinna. Eftir mikið strögl, tár og erfiðleika fékk hann endanlega dagpláss á Múlabæ þar sem þú varst að vinna og við kynntumst. Það var ómetan- legur léttir að vita af pabba þar í þín- um höndum, hann eignaðist líf á nýj- an leik því þú hafðir eitthvert ótrúlegt innsæi sem gerði þér kleift að skyggnast i gegnum hjúpinn sem afgirti hans persónuleika og náðir að kynntist honum eins og hann í raun- inni var og leyfðir honum að njóta þess að vera manneskja. Á þessum tíma bjó pabbi hjá mér og allur minn veruleiki snerist um að flétta saman fjölskyldulíf, vinnu og heimilishald. Á þessum tíma þurfti ég oft að fara til útlanda í viðskiptaerindum en vegna ástandsins heima fyrir var það ekki mögulegt þar til þú bauðst til þess að hlaupa undir bagga og lofa pabba að vera hjá ykkur í þann tíma. Í framhaldi af þeirri reynslu opnaðir þú hjarta þitt og heimili fyrir honum sem gerði honum kleift að njóta alls hins besta sem mögulegt var á þessu erfiðleika tímabili, hann fékk í raun einkahjúkrun gefna í kærleik og um- hyggju með blandi af gleði og hlátri. Fórn er einungis fórn þegar það sem gefið er krefst þess að annað mikilvægt víkur. Því var það mikil fórn sem þú færðir og fæstir eru fær- ir um að gefa, þegar þú opnaðir heimili þitt fyrir honum pabba. Það er ekki hægt að rekja þá sögu hér í fáum orðum því það er efni í heila bók, því þínar aðgerðir snertu líf svo margra sem honum stóðu næst, og ekki gátu rönd við reist. Búseta og önnur vandamál sem glíma þurfti við stóðu í vegi fyrir því, allt hafði verið reynt. Þú gafst ekki bara honum heldur okkur öllum líf, því að setja fólk í „vistun“ er óbærileg tilhugsun, orð sem ekki ætti að vera til, því vist- un samsvarar geymslu og viðmót og athafnir samræmast því oft á tíðum. Pabbi fékk ekki vistun hjá þér, hann fékk öryggi, heimili fullt af kærleik og gleði, karlakórinn hélt uppi stemmningu og tempói, ristað brauð og kaffi á borðum. Fjölskyldumeð- limir „droppuðu“ inn, sem sagt, óvenjulegt venjulegt heimili sem hann varð órjúfanlegur partur af og ég „droppaði“ inn og létti af öllu mínu hugarangri sem lenti í þínum farangri til úrlausnar og ég eignaðist þig sem vinkonu sem ég elska. Hvernig þú tókst á þig byrði sem var að yfirbuga þá sem honum stóðu næst er nær óskiljanlegt venjulegu fólki. Þú á besta aldri, rétt rúmlega fimmtug, fjögurra barna móðir, og þá þegar orðin amma, með 16 ára ungling sem mikið þurfti á þér að halda. Alzheimer sjúklingur þarf stans- lausa umhyggju sem hamlar hreyf- anleika einkalífs og hefur mjög mikil og afgerandi áhrif á alla aðra fjöl- skyldumeðlimi. Ég veit, þó svo að þú hafir ekki í eitt skipti rætt það, að allt þitt fjölskyldulíf breyttist við þessa ákvarðanatöku. Þrátt fyrir augljósa röskun á heimilishaldi og aðstæðum fyrir alla í þinni fjölskyldu hef ég hef aldrei upplifað annað en umhyggju og væntumþykju í pabba garð frá þeim öllum, það er einstakt og sann- ar að eplið fellur ekki langt frá eik- inni. Enginn sá fyrir framtíðina og hversu langur tími væri framundan sem gerði sífellt stærri kröfur til þín um umönnun. Því erfiðara sem ástand hans varð því sterkari bönd bundust á milli þín og hans og með yfirnáttúrlegri ró og krafti tókst þér að setja lit í hans líf þar til yfir lauk og hann fékk að deyja með þig við sína hlið. Að þitt stóra hjarta hafi gefið sig á afmælisdeginum hans pabba 20. nóvember les ég eins og einhvers konar samning á milli ykk- ar tveggja, ég er þess fullviss að þið hafið sameiginlega ákveðið að vernda hvort annað og þú skyldir aldrei þurfa að ganga þann sama stíg í veikindum og hann þurfti að fara. Enginn þekkti einkenni Alzheim- ers betur en þú, og það var eins og þú gætir komist í gegnum hjúpinn sem þessi sjúkdómur myndar og skyggnst inn á sál þeirra sem urðu honum að bráð. Reynslan sem þú safnaðir og miðl- aðir síðan til lækna og rannsókna á þróun Alzheimer sjúkdómsins sem er að verða einn mannskæðasti í heimi er ómetanlegt innlegg í skiln- ing á sjúkdómnum sjálfum og þróun varna gegn honum. Trúlega án þess að nokkurn tíma verði rakið beint til þín og/eða þér gefið „credit“ í fræði- ritum mun þitt innlegg í að skyggn- ast inn í heim Alzheimer sjúklings vega þungt í skilningi á þróun þessa illvíga sjúkdóms og gera yfirvöldum kleift að sníða aðgerðir við hæfi til þess að gera þolanda lífið bærilegra. Þakklætið og virðingin sem ég og mín fjölskylda ber til þín spannar óendanlegar víddir. Gerður Pálmadóttir. ✝ Móðir mín og tengdamóðir, KARITAS Á.Þ. GUÐJÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 28. nóv- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhannes Albertsson, Jósefína Hafsteinsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, HAUKUR SIGURÐSSON prentari, búsettur í Noregi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna, barnabarna og langafabarna, Jóhanna Hálfdánardóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SELMA S. GUNNARSDÓTTIR, Andrésarbrunni 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 30. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rannveig Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson, Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, Gýgja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson, Gylfi Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR PÁLSSON, hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, lést föstudaginn 17. nóvember. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Friðriksdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR EINARSDÓTTIR, Lindarsíðu 4, Akureyri, lést laugardaginn 25. nóvember. Útför verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. desember kl. 13.30. Páll Eyþór Jóhannsson, Sesselja Bj. Jónsdóttir, Einar Jörundur Jóhannsson, Þórdís Ólafsdóttir, Heiðar Ingi Jóhannsson, Kristjana Andrésdóttir, Ólafur Unnar Jóhannsson, Oddrún Elfa Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN PÁLSSON, Litlu-Reykjum, Hraungerðishreppi, Flóa, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 29. nóvember. Sigríður Gísladóttir, Þórir L. Þórarinsson, Páll Þórarinsson, Þórir L. Þórarinsson, Vilborg Þórarinsdóttir, Gísli Þórarinsson, Þorvaldur H. Þórarinsson, Gunnhildur Þórarinsdóttir, Sigþór Þórarinsson, Steinn Þórarinsson, Þóra Þórarinsdóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.