Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 68. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is STÓRI BÓKAMARKAÐURINN OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 Perlunni 1. – 11. mars D Y N A M O R EY K JA V ÍK LO KA HE LG IN ! ALÆTA Á TÓNLIST BJÖRG ER ÞRETTÁN ÁRA EINLEIKARI Á FJÖLSKYLDUTÓNLEIKUM SINFÓ >> 52 VIÐTAL VIÐ HÖFUND THE CORRECTIONS ÖÐRUVÍSI FRANZEN >> LESBÓK FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson, stjórn- arformaður Straums-Burðaráss, hefur gagn- rýnt harðlega nýja reglugerð fjármálaráð- herra sem hann segir að þrengi reglur um uppgjör fjármálafyrirtækja í alþjóðlegri mynt og hafi án rökstuðnings sett skilyrði sem erfitt geti reynst að uppfylla. Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra tel- ur hins vegar hvorki að reglugerðin þrengi gild- andi heimildir né að hún hafi teljandi áhrif á Straum-Burðarás, ef þá nokkur. Menn sem þekkja vel til starfsemi bankans og rætt var við í gær sögðu þó að ef reglugerðin hefði verið í gildi þegar Straumi var veitt leyfi til að færa bókhald sitt í evrur í fyrra, hefði bankinn hugsanlega ekki fengið leyfið. Reglugerðin snertir auðvitað ekki eingöngu Straum-Burðarás en málið brennur mest á félaginu þar sem það er kom- ið lengst á þessari braut. Þannig fékk bank- inn, fyrstur fjármálafyrirtækja, heimild um áramótin til að gera upp í evrum og stefnir nú að því að færa hlutaféð einnig yfir í evrur. Þótt heimildin hafi verið veitt af þar til bæru stjórnvaldi, ársreikningaskrá, gagn- rýndi formaður bankaráðs Seðlabankans, Davíð Oddsson, þessa ráðstöfun og sagði að aldrei hefði staðið til að heimildin næði til fjármálafyrirtækja. Þá hefðu það verið mis- tök að veita bankanum þessa heimild enda uppfyllti hann ekki til þess skilyrði. Í þessu ljósi hlýtur það að vekja sérstaka athygli að í nýju reglugerðinni er ársreikn- ingaskrá gert að leita umsagnar hjá Seðla- bankanum þegar fjallað er um umsókn fjár- málafyrirtækja um að gera upp í erlendri mynt. Það er ekki síst þetta ákvæði sem var gagnrýnt af þeim mönnum, kunnugum starf- semi Straums, sem rætt var við í gær. Þeim fannst í meira lagi undarlegt að Seðlabank- anum skyldi falið eftirlitshlutverk í raun og höfðu efasemdir um að ársreikningaskrá gæti staðið gegn álitum bankans. Fjármálaráðherra skýrði þetta ákvæði í gær með því að Seðlabankinn hefði sérstök- um skyldum að gegna gagnvart bönkunum og hefði þar að auki mikla þekkingu á þess- um málum. Hann sagði að reglugerðinni hefði eingöngu verið ætlað að skýra nánar lögin en deildar meiningar hefðu verið um túlkun þeirra. Aðspurður sagði hann að það þyrfti ekki vera óheppilegt þótt fjármálafyr- irtæki gerði upp í evrum, í ráðuneytinu hefðu menn ekki tekið afstöðu til þess. Alþjóðlegir staðlar ganga framar Straumur-Burðarás fer eftir alþjóðlegum reikningsskilastaðli (IRFS) en félag sem það gerir verður að fara eftir honum að öllu leyti. Staðallinn hefur lagagildi hér á landi og virð- ist, skv. mati Fjármálaeftirlitsins, ganga framar íslenskum lögum. Samkvæmt staðlinum eiga fyrirtæki að nota þá mynt sem meginhluti gjalda og tekna fer fram í. Myntin nefnist starfrækslumynt og er nánar skilgreind í staðlinum. Fari málið fyrir dómstóla gæti nýja reglugerðin því þurft að víkja fyrir staðlinum alþjóðlega. Þrengir að straumnum Banki og fjármálaráðu- neyti á öndverðum meiði Björgólfur Thor Björgólfsson AÐ jafnaði skoða um 1.800 Danir dag hvern gróft barnaklám á Net- inu og nú vill hægristjórnin í land- inu stemma stigu við því, að sögn Jyllandsposten. Helge Sander vís- indamálaráðherra segir að netþjón- ustufyrirtæki verði að ganga harð- ar fram gegn barnakláminu. Fram til þessa hafa yfirvöld látið duga að semja um sjálfviljuga ritskoðun af hálfu fyrirtækjanna. „Þau svör sem ég hef fengið frá netfyrirtækjunum benda til að þau hafi skilið þau kröftugu skilaboð sem ég sendi þeim. En ef það dugir ekki til mun ég láta lögfræðinga kanna tillögur um lagasetn- ingu og athuga hvort vilji er fyrir henni meðal stjórnmálamannanna í þinginu,“ segir Sander. Hans Henrik Jensen, yfirmaður netrannsóknadeildar lögregl- unnar, óttast að gott samstarf lögreglunnar við 98% af netfyrirtækj- unum í slíkum málum geti verið í hættu verði þau beitt þvingunum. Barnaklám af Netinu „ÞAÐ fer ekkert á milli mála að þær dýrðlegu gjafir sem þessi vinnustaður fær er lífsbjörg margra,“ segir Þórður Eric Hilmarsson og vís- ar þar til veglegra gjafa Kvenfélagsins Hrings- ins til Barnaspítala Hringsins. Síðasta mánu- dag fæddist Þórði og konu hans, Tatyönu Skokova, sonurinn Eric Alexander. Að sögn Þórðar var fæðingin erfið og þurfti Eric því að dvelja í nokkra daga á vökudeild. „Fólkið, sem þar vinnur, er í einu orði sagt frábært. Það vinnur við mjög góðar aðstæður sem hafa ver- ið skapaðar af Hringskonum, sem leggja mikið á sig til að safna fyrir þessum tækjum. Ég er þessum konum afskaplega þakklátur því að gjafir þeirra eru liður í velgengni Erics.“ | 6 Morgunblaðið/RAX Gjafir Hringskvenna lífsbjörg margra Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ERU böll í kvöld? Hvar eru böll og hvað eru þau mörg? Þetta eru spurningar sem starfsfólk slysa- deildar Landspítalans veltir fyrir sér á þessum árstíma þegar skóla- lok nálgast með hækkandi sól og skólaballatíðin nær hámarki. Ekki að ástæðulausu. „Það var gegnum- gangandi mikið að gera út af þess- um böllum,“ segir Þórir Njálsson, læknir á slysadeild Landspítalans, eftir aðfaranótt fimmtudagsins þegar ungmenni af þremur skóla- böllum enduðu á slysadeildinni, sum í sjúkrabíl. Þórir segir að „gott sé að vita af böllunum“, spurður hvort undirbúa þurfi vakt- ina sérstaklega með tilliti til þessa. Segja má því að á þessum árstíma bætist enn einn álagsdagurinn við á deildinni sem þegar glímir við gríðarlegt álag um hverja helgi. Ungmennin sem enduðu á slysa- deild í fyrrakvöld voru flest mjög ölvuð. Ekkert þeirra hlaut meiri háttar áverka og voru þau öll út- skrifuð af sjúkrahúsi í gær. Einn maður sem sinnti dyra- vörslu á skólaballi Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, sem fram fór á Selfossi, slasaðist á baki í rysking- um. Var í fyrstu talið að meiðslin væru alvarleg, en svo var ekki. „Við erum mjög slegin yfir þessu,“ segir Stefán Benediktsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrauta- skólans í Breiðholti (FB). „99% af krökkunum haga sér ofsalega vel en það eru því miður alltaf ein- hverjir sem haga sér eins og vit- leysingar og setja allt á annan end- ann og stimpla alla hina.“ Viðbúnaður á slysadeild LSH vegna skólaballa Í HNOTSKURN »AðstoðarskólameistariFB telur þörf á að endur- skoða fyrirkomulag skóla- dansleikja. »Vísar hann til fleiri dans-leikja í vetur sem endað hafa illa. »Dæmi eru um stöðugtyngri nemendur sem farnir eru að neyta áfengis, jafnvel oft í mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.