Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SKÝRSLUM OECD (Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu) kemur fram að tækniþróun og fjölg- un aldraðra hafi leitt til að heilbrigð- isútgjöld séu ekki í takt við vöxt vergrar landsframleiðslu (VLF) í aðild- arlöndum OECD. Ríkisstjórnir geti því þurft að grípa til skattahækkana, for- gangsröðunar eða aukinnar beinnar þátttöku almennings í þessum kostnaði. Heilbrigðisþjónusta er mik- ilvægur þáttur í lýðheilsu okkar og almenningur vill að hið op- inbera beiti sér fyrir greiðu að- gengi að þessari þjónustu á grundvelli réttlætis og jafnræðis. Hér er fjallað um þróun heilbrigð- isútgjalda og hvort markvissari fjármálastjórnun sjúkrahúsa hafi til framtíðar áhrif á þessi útgjöld. OECD styðst við sérstakt upp- lýsingakerfi (SHA) þar sem mörk milli félags- og heilbrigðismála eiga að vera skýr og staðfestir Hagstofa Íslands að svo sé hér á landi. OECD gefur upp heilbrigð- isútgjöld bæði sem % af VLF og útgjöld á hvern ein- stakling í US$ PPP (purchasing power pa- rity). Af hjálagðri töflu sést að sam- anborið við önnur Norðurlönd, Bretland, Kanada og Bandaríkin var Ísland í 3. sæti ár- ið 2004 hvað þessa mælikvarða varðar. Tölur Hagstofu Ís- lands sýna að reiknað á föstu verðlagi hækkuðu heildar- útgjöld til heilbrigð- ismála að meðaltali um 6% á ári frá 1980 til 1998 og um 4,6% á ári frá 1998 til 2003. VLF hækkaði minna eða að meðaltali um 3,4% á ári á tímabilinu 1980 til 2003. Á árunum 2003 til 2005 snerist þetta þó við og hækkaði VLF þá að meðaltali um 7,9% á ári og fram- lög til heilbrigðismála um 0,9% á ári. Af þessu má draga þá ályktun að stöðnun hafi orðið í framlagi hins opinbera til þessa málaflokks á sama tíma sem óvenjumikill hag- vöxtur hafi leitt til lækkunar heil- brigðisútgjalda úr 10,2% af VLF árið 2003 í 9,3% árið 2005. Skipting heilbrigðisútgjalda Heildarútgjöld til heilbrigð- ismála á árinu 2005 skiptast í hlut heimilanna (1,66% af VLF) og hlut hins opinbera (7,65% af VLF). Stærstur hluti hins opinbera fór í rekstur sjúkrahúsa eða um 67%, 19% fór í ýmiss konar ferliverk (heilsugæsla, sérfæðingar o.fl.) og 10% í lækningavörur og hjálp- artæki. Þar sem sjúkrahúsin taka til sín stærstan hluta heilbrigð- isútgjalda hefur hið opinbera á undanförnum árum leitað ýmissa leiða til hagræðingar, svo sem með samruna sjúkrahúsa og með þrýstingi um markvissari fjár- málastjórnun. Fjármálastjórnun sjúkrahúsa Deilt hefur verið um hvort fast- ar fjárveitingar með skýrum markmiðum eða greiðslukerfi eftir sjúkdómaflokkum (DRG: Diagnose Related Groups) henti betur sem stjórntæki á þessum stofnunum (Morgunblaðið. 6., 16. og 24. febr. 2007). DRG-kerfið hvetur óneit- anlega til nákvæmari skráningar, betri yfirsýnar yfir starfsemina og getur leitt til aukinnar kostn- aðarmeðvitundar starfsfólks. Ókostir DRG eru að það hentar ekki langtímaveikum og getur því leitt til ójafnræðis vegna áherslu á arðsamari þjónustu. Að DRG leiði til mögulegrar framleiðsluaukn- ingar sjúkrahúsa er þó háð þeim takmörkunum að aukin fram- leiðsla leiðir til aukins kostnaðar og hið opinbera hlýtur því að setja efri mörk hvað varðar magn þeirr- ar þjónustu sem það er tilbúið að kaupa. Niðurstaða Gögn Hagstofu Íslands og OECD staðfesta að Ísland ásamt Noregi er með hæstu framlög til heilbrigðismála meðal Norð- urlanda. Nýleg lækkun heilbrigð- isútgjalda sem % af VLF tengist óvenjumiklum hagvexti eftir 2003. Ljóst er að aukin hagræðing í fjármálastjórnun sjúkrahúsa mun ekki koma í veg fyrir stigvaxandi heilbrigðisútgjöld. OECD bendir því réttilega á að ríkisstjórnir þurfi í auknum mæli að beina at- hygli sinni að forvörnum (nú að- eins um 2,8% af heildarútgjöld OECD ríkja til heilbrigðismála) svo ná megi tökum á þessum út- gjaldalið til framtíðar litið. Heilbrigðisútgjöld og fjár- málastjórnun sjúkrahúsa Kristján Sigurðsson skrifar um útgjöld til heilbrigðismála » OECD bendir þvíréttilega á að rík- isstjórnir þurfi í aukn- um mæli að beina at- hygli sinni að forvörnum til að ná niður heilbrigð- isútgjöldum. Heilbrigðisútgöld valinna OECD ríkja árin 2004 / 1980 OECD / Hagstofa Íslands (október 2006) % af VLF PPP US $ 2004 (1980) 2004 (1980) 1. Bandaríkin 15,3 (8,8) Bandaríkin 6102 (1072) 2. Kanada 9,9 (7,1) Noregur 3966 (665) 3. Ísland 9,8 (6,2) Ísland 3331 (703) 4. Noregur 9,7 (7,0) Kanada 3165 (783) 5. Svíþjóð 9,1 (9,0) Danmörk 2881 (927) 6. Danmörk 8,9 (8,9) Svíþjóð 2825 (944) 7. Bretland 8,1 (5,6) Bretland 2546 (480) 8. Finnland 7,5 (6,3) Finnland 2235 (590) Höfundur er doktor í lýðheilsu, sérfræðingur í heilbrigðisstjórnun og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameins- félagsins. Kristján Sigurðsson NÚ er komið í ljós að þenslan á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að suðupunkti verður brátt náð. Þar er öll þensla þjóðfélagsins og þar eru einnig öll stærstu fyrirtækin, þar er mesta mengunin og þar er minnst sinnt mótvægisaðgerðum vegna mengunar. Þar eru flestir bílarnir, dýr- asta landið, dýrasta húsnæðið, hæstu laun- in. Flest svínin. Því höf- uðborgarsvæðið er mesta landbún- aðarhérað landsins. Ef öll svínin á svæðinu leystu vind í einu hyrfi ósonlagið yfir svæðinu í marga daga. Við þessar aðstæður þarf endilega að stækka allar verksmiðjur sem á höfuðborgarsvæðinu finnast, fjölga stóriðjuverum. Fjölga atvinnutæki- færum þótt enginn maður fáist til neinnar vinnu lengur. Þetta leiðir til að byggja þarf fleiri hús og taka meira af dýru landi undir manninn. Fá fleiri bíla á svæðið. Flytja fleiri vinnandi hendur frá Þingeyj- arsýslum, frá Akureyri, frá Vestfjörðum til höf- uðborgarsvæðisins. Hvergi hef ég séð að auka skuli skógrækt og uppgræðslu á höf- uðborgarsvæðinu, enda alltof dýrt að taka t.d. Álftanesið undir svo- leiðis óþarfa. Og svo er umhverfisliðið á móti öllu svoleiðis prjáli Af hverju mátt þú menga en ekki ég? Ég er fylgjandi virkj- unum og uppbyggingu stóriðju þar sem hægt er að beita mótvæg- isaðgerðum. Það er hægt í Þingeyj- arsýslum. Nóg af eyðimörkum sem má græða upp og binda þannig gróð- urhúsalofttegundir. Ennþá nóg af vinnufúsum höndum til að takast á við verkefnin. Ekki þarf að umbylta þjóðfélaginu. Þensla ekki til, hvað þá vandamál. Sáralítil mengun á sér uppruna í Þingeyjarsýslum nema frá eyðimörkunum. Fyrirtæki enda tilbúin að koma. Hvað gerist þá? Rísa ekki upp þensluþandir forræð- ishyggjendur sem eru haldnir blindu svartrar náttúruverndar og sjá því allt til foráttu að virkjanir og stóriðja komi annars staðar að gagni en á Suðvesturlandi. Og kalla sig um- hverfisivini og verndara! Hvar er baráttan fyrir mótvægisaðgerðum við allri mengun kaffihúsafólksins á höfuðborgarsvæðinu? Hver á mengunarkvóta landsins? Fer það eftir íbúafjölda? Eða stöðu mengunar í dag? Eða landrými? Stærð sveitarfélaga? Eða mótvæg- ismöguleikum? Á að eyða og nota allan kvóta landsins til mengunar á einu horni landsins? Er það sjálfsagt og eðli- legt? Auðvitað ekki. Það hlýtur að fara eftir sanngirni (ef hún er þá ennþá til) og eðlilegum notum á sameiginlegum mengunarkvótum. Og viðhorfum til uppgræðslu og skógræktar. Auðvitað væri best að enginn þyrfti að menga neitt eða raska neinu og allir yrðu góðir við alla. Hver ætlar að byrja? Umhverfisflugmenn og innfluttir um- hverfisflugumenn? Ætli það! Við í Þingeyjarsýslum getum og ætlum að núllstilla okkar uppbygg- ingu gagnvart mengun með end- urheimt fyrri landgæða þannig að hér verði engin umhverfisáhrif af völdum stóriðju. Er það einskis metið í umræðunni? Hver á mengunarréttinn? Sigurjón Benediktsson skrifar um stóriðju á landsvísu » Við í Þingeyjar-sýslum getum og ætlum að núllstilla okk- ar uppbyggingu gagn- vart mengun með end- urheimt fyrri landgæða … Sigurjón Benediktsson Höfundur er tannlæknir. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 286 fm einbýli sem skiptist í hæð, ris og kjallara á frábærum stað mið- svæðis í Reykjavík. Bílskúr þar af 23,2 fm. Eignin skiptist í forstofu, borðstofu, tvö herbergi, eldhús, borðstofa, stofu og geymslu á hæðinni. Í kjallara er þvottahús, hol, geymsla, baðherbergi auk sér 2ja herbergja íbúðar með sérinngangi. Einnig er sér 2ja herbergja íbúð í risi. V. 75,0 m. Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 (Brandur sýnir, sími 897-1401). Unnarstígur 2 Opið hús – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 75,1 fm góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og tvö rúmgóð svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla, sameiginleg reiðhjóla- og vagnageymsla og þurrkherbergi. Sameign er snyrtileg og með nýlegu teppi. Íbúðin er laus strax. V. 18,5 m. Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Íbúð 202. Kjarrhólmi 12 Opið hús Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Til sölu um 1.800 fm iðnaðarhúsnæði með mikilli lofthæð og stórum innkeyrsludyrum. Stærð lóðar er um 6.600 fm. Húsnæðið hentar mjög vel fyrir hverskonar iðnað eða sem geymsluhús- næði. Tækifæri fyrir aðila að skipta húsnæðinu niður í einingar og selja eða leigja þannig. Lóðin býður upp á mikla nýtingarmögu- leika. Staðsetning er á besta stað í Hveragerði og er mikil upp- bygging á þessu svæði. Verðtilboð. DYNSKÓGAR - HVERAGERÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.