Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is A thyglisverðustu niðurstöður nýrr- ar skoðanakönnunar Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV eru annars vegar áframhaldandi uppgangur vinstri grænna, hins vegar for- ystuvandi Samfylkingarinnar. VG hefur rúm- lega þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum. Stór hluti þeirrar fylgisaukningar er af völdum mikillar sveiflu kvenna yfir til VG. Samfylkingin tapar mestu á þeirri þróun og vinsældir for- mannsins hafa hrunið á kjörtímabilinu. VG er orðinn sá flokkur, sem nýtur mests stuðnings meðal kvenna, miðað við þessar nið- urstöður. Þannig segjast um 34% kvenna styðja VG en um 29% Sjálfstæðisflokkinn. Munurinn á fylgi kynjanna við Samfylkinguna hefur minnk- að verulega; fylgi flokksins er um fjórum pró- sentustigum meira meðal kvenna en karla, tæp 24%. Þetta er mikil breyting frá því í könnunum Gallup fyrir um fjórum árum, en þá naut Sam- fylkingin stuðnings um 45% kvenna. Það hlýtur að vera bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni verulegt áhyggjuefni hvern- ig konur flykkjast nú yfir til VG. Þegar niðurstöður könnunarinnar um stuðn- ing við foringja stjórnmálaflokkanna eru skoð- aðar, er nánast óhjákvæmilegt að álykta sem svo að vandi Samfylkingarinnar sé að verulegu leyti forystuvandamál. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hefur hrapað í vinsældum á kjör- tímabilinu, sem senn er á enda og fylgi flokks hennar hefur dalað að sama skapi. Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon njóta umtalsvert meira trausts. Álit kjósenda á Steingrími hefur reyndar ekki vaxið neitt óskaplega mikið frá því fyrir fjórum árum. Út frá því má álykta að stóraukið fylgi við VG sé ekki endilega vegna persónu formannsins held- ur fremur vegna málefnanna og e.t.v. þeirrar áberandi sveitar ungra kvenna, sem er í fram- boði með formanninum. Geir H. Haarde nýtur ívið meiri stuðnings kjósenda en Davíð Oddsson gerði fyrir fjórum árum. Jón Sigurðsson er hins vegar ekki hálf- drættingur á við Halldór Ásgrímsson þá. Aðeins um 45% þeirra, sem segjast munu kjósa Fram- sóknarflokkinn, treysta Jóni bezt til að verða forsætisráðherra, sem bendir ekki til að Jón sé það sameiningartákn Framsóknarmanna, sem hann vafalaust vill vera. Athyglisvert er að sjá að mun færri telja nú Guðjón Arnar Kristjánsson góðan kost í stóli forsætisráðherra en fyrir fjórum árum og traust kjósenda á honum hefur minnkað sam- svarandi. Líklegasta skýringin á þessu er inn- flytjendastefna Frjálslynda flokksins, sem tæp- lega nýtur stuðnings nema hjá litlum hópi. Af þeim litla hópi treysta raunar aðeins 20% Guð- jóni bezt, 45% þeirra nefna hins vegar Geir Haarde. Núverandi fylgi frjálslyndra kemur þó ekki aðallega frá Sjálfstæðisflokknum, heldur kemur stærsti hópurinn frá Samfylkingu. Eina ályktun má draga af því, sem ekki kem- ur fram í könnuninni. Önnur framboð en þau fimm, sem nú eiga menn á þingi, voru nánast ekki nefnd þegar fólk var spurt hvaða flokk það hygðist styðja. Þetta bendir til að ekki sé veru- leg eftirspurn meðal kjósenda eftir t.d. nýju framboði umhverfisverndarsinna, þótt það sé mikið til umræðu. Á árunum 1997–1998 nefndu kjósendur iðulega sameiginlegt framboð jafn- aðarmanna í könnunum, þótt ekki væri búið að stofna það. Hvað sem verður síðar, virðist t.d. Margréti Sverrisdóttur enn ekki hafa tekizt að skapa eftirvæntingu meðal kjósenda. Samfylking í forystuvanda Geir H. Haarde Nýtur mestra vinsælda stjórnmála- foringjanna. Með 34% stuðning er Sjálfstæðisflokk- urinn hins vegar vel undir meðalkjörfylgi sínu og færri konur styðja hann en VG. Guðjón A. Kristjánsson Miklu óvin- sælli en fyrir fjórum árum. Fylgis- stökk frjálslyndra virðist búið og stefnir í svipaða útkomu og síðast. Jón Sigurðsson Aðeins hálfdrættingur í vinsældum á við Halldór Ásgrímsson. Fylgi Framsóknar er áfram í sama öldudalnum og undanfarið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Var vinsælasta forsætisráðherraefnið fyrir síðustu kosningar en er nú um miðjan hóp. Konur hafa yfirgefið Samfylkingu í stórum stíl og farið til VG. Steingrímur J. Sigfússon Hefur ekki aukið vin- sældir sínar mikið á fjórum árum, en nýtur næst- mests traust sem forsætisráðherraefni. Fylgið sópast hins vegar að flokknum, sérstaklega konur. 4 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJÓSENDUR bera mest traust til Geirs H. Haarde, formanns Sjálf- stæðisflokksins. Kjósendur bera hins vegar mun minna traust til Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í dag en fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í vikulegri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Capacent spurði kjósendur fyrir síðustu kosningar hver af forystu- mönnum flokkanna þeir teldu myndu standa sig vel eða illa sem forsætis- ráðherra á næsta kjörtímabili. Eins og sést á meðfylgjandi korti töldu flestir að Geir H. Haarde myndi standa sig best og skorar hann ívið hærra en Davíð Oddsson gerði árið 2003. Fyrir fjórum árum töldu 73,2% að Ingibjörg Sólrún myndi standa sig vel sem forsætisráðherra, en nú er þetta hlutfall komið niður í 40,4%. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar- flokksins, skorar einnig mun lægra en Halldór Ásgrímsson gerði árið 2003. Halldór var þá í þriðja sæti á þessum lista, en Steingrímur J. Sigfússon var í fjórða sæti. 52,6% töldu að hann myndi standa sig vel sem forsætisráð- herra. Steingrímur er nú kominn í annað sætið, næst á eftir Geir. Þá telja færri nú að Guðjón Arnar Krist- jánsson myndi standa sig vel sem for- sætisráðherra en árið 2003. Steingrímur J. og Geir eru með sama traust meðal kvenna Þegar svörin eru skoðuð eftir kynj- um kemur í ljós að 64% kvenna telja að Steingrímur J. myndi standa sig vel sem forsætisráðherra, en 63,4% kvenna nefndu Geir. Þegar kjósendur einstakra flokka voru spurðir hverjum þeir treystu best til að vera forsætisráðherra nefndu flestir sinn mann. 87% kjós- enda Sjálfstæðisflokksins treystu Geir best. 72,6% kjósenda Samfylk- ingar nefndu Ingibjörgu Sólrúnu og 71% kjósenda VG nefndi Steingrím J. Aðeins 45,7% kjósenda Framsóknar- flokksins nefndu Jón Sigurðsson og litlu færri nefndu Geir. 20% kjósenda Frjálslynda flokksins nefndu Guðjón Arnar, en 45% nefndu Geir. Capacent spurði einnig kjósendur um hversu mikið eða lítið traust þeir bæru til formanna flokkanna. Svar- endur báru mest traust til Geirs, þá Steingríms, Ingibjargar Sólrúnar, Jóns og Guðjóns. Könnunin var gerð 28. febrúar til 7. mars, byggð á 1.570 manna tilviljun- arúrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 61,2%. Kjósendur hafa mest traust á Geir Haarde Steingrímur J. ann- ar vænlegasti for- sætisráðherrann                 ! "       # "   $%                     !"# $%"&&#$" & $"'& $ "!&##"'& $"!& & "%&'#"&& $"'& &(")&'$"#& &"!& (#"#&(!"(& *"% *"!&%&"$& $!"*& ' "!&$*"$& &"!& &!"&&'#"%& '"*& % "!& &"$& ("%& '("%&&!"#&   ' (  !  $% ) *((  !  $  !  $ +, - "    !  $% (, . "  !  $ -  "  +' - " " / " -,  (,  /, 0  1 /2 +  ,                              '  !% ($"(& $$"!& %"'& ("%& $"#& !"*& +, - "  3 " / " -,  (,   /, 0' 1 /2 3 -  " +' - " 3   ( 4  ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við Stjórn skíðasvæða höfuðborgar- svæðisins og OR um könnun á snjó- veitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til framleiðslu á snjó til að tryggja frekari rekstrar- grundvöll skíðasvæðanna til fram- tíðar. „Við viljum snúa vörn í sókn fyrir hönd skíðafólks á Íslandi,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Bendir hann á að reynslan sýni að hægt sé að fjölga opnardögum til muna á skíðasvæðum með snjóframleiðslu. Spurður um kostnað við snjófram- leiðslu segir Björn Ingi hugsanlega um einhverja tugi milljóna króna að ræða á ári. Segir hann það skyn- samlega fjárfestingu ef hægt væri að fjölga opnunardögum. „Það er búið að fjárfesta í upp- byggingu í Bláfjöllum fyrir hundruð milljóna, jafnvel meira, og það ligg- ur núna ónotað nema einstaka daga sökum snjóleysis. Það er vond nýt- ing á fjármunum. Við teljum að það geti orðið lyftistöng fyrir bæði skíðafólk og ferðaþjónustuna ef Bláfjallasvæðið, og mögulega Skála- fell líka, getur aftur farið á fulla ferð, ef svo má segja.“ Kanna á mögu- leika á snjófram- leiðslu í Bláfjöllum H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 3 0 5 Hápunktur dagsins „Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna.“ VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.