Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 45 flakaði fiskinn. Saman pökkuðuð þið svo matnum niður í kassa með svo mikilli nákvæmni og umhyggju að það var aðdáunarvert. Þú varst ótrúlega duglegur að bjarga þér eft- ir að Jónína veiktist og þú hugsaðir svo vel um hana á meðan hún var heima. Mér fannst það stundum dá- lítið fyndið að maður, sem alltaf fékk sinn mat á diskinn og virtist al- gjörlega bjargarlaus á þeim sviðum, reyndist síðan flottasti kokkur og fullkominn húskarl. Auðvitað varst þú bara eins og aðrir karlar á þess- um aldri og háður tíðarandanum. En þú skemmtir þér nú svolítið þeg- ar ég var að spyrja þig hvort þú myndir treysta þér til að sækja matinn í pottinn á eldavélina ef við Jónína færum á flakk. Jú, jú, þú sagðist hafa verið kokkur til sjós í mörg ár og gætir líklegast náð í matinn sjálfur, annars yrðir þú bara að svelta. Svo brunuðum við Jónína eitthvað út í buskann og hún hafði endalausar áhyggjur af því hvort þú hefðir getað borðað eitthvað. Eftir að þú varst orðinn einn gekk lífið mikið út það að borða góðan mat, hugsa um garðinn og hafa hann fal- legan. Eins að fara í göngutúr niður á Brjót og hitta karlana sem voru að koma að landi eftir veiðiferð dags- ins. Þú fylgdist vel með aflabrögð- um og öllum þessum nýju bátum sem komu til Bolungarvíkur. Það verður víst alveg sama hvaða bátur kemur í Bolungarvíkurhöfn, það verður enginn bátur eins og Ránin þín, hrein og strokin, stífpússuð og fín. Þú varst svo mikið snyrtimenni, alltaf flottur í tauinu eins og það er kallað og skórnir alltaf eins og nýir, jafnvel þótt þeir væru komnir vel á þrítugsaldurinn. Allt var í röð og reglu og átti sinn stað hjá þér, ann- að var bara ekki í boði. Elsku Per minn, nú skiljast leiðir og þú heldur inn í ljósið umvafinn kærleika og ást. Ninna þín, sem þú hefur saknað svo mikið, tekur brosandi í hönd þína og leiðir þig um nýjar slóðir þar sem himinn og haf mætast við ystu sjónarrönd. Ástarþakkir fyrir að hafa fengið að ganga með þér um lífið og átt vináttu þína og kærleika. Blessuð sé minning þín. Guðrún Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja hann Per en honum kynntist ég árið 1982 þegar ég fluttist í Steinahlíð á Akureyri og kynntist henni Önnu Siggu. Alltaf var jafn- gaman að fara yfir og spjalla við Per þegar hann var í heimsókn hjá dóttur sinni. Per hafði frá mörgu að segja og var alltaf til í að segja frá lífinu í Noregi og stríðinu og húsinu sínu á Bolungarvík. Per var mjög gjafmildur maður og eitt sinn þegar ég sótti hann út á flugvöll þegar hann var að koma úr heimsókn frá Noregi tók hann ekki í mál annað en að gefa mér forláta kökuspaða úr silfri. Mér fannst það algjör óþarfi enda hafði ég boðist til að sækja hann en Per varð ekki snúið, minna mátti það ekki vera fyrir snúninginn sagði hann. En það sem er svo gam- an er að alltaf þegar ég nota spað- ann þá verður mér hugsað til Jón- ínu og Per. Ég hef bara heimsótt Per tvisvar til Bolungarvíkur, í fyrra sinnið 1989 og svo síðasta sumar. Síðasta sumar kom ég ekki ein heldur var fjölskyldan á ferða- lagi og mættum við í kaffi hjá Per, alls 13 manns. Ekki var hann nú að æsa sig yfir fjöldanum heldur brosti út að eyrum yfir að fá allt þetta góða fólk í heimsókn eins og hann sagði. Hann lagaði kaffi og lagði á borð í garðinum en við komum með meðlæti með okkur. Hann sýndi öll- um stoltur garðinn sinn en eins og þeir sem þekkja til vita er garð- urinn hans einstakt listaverk. Þar var svo setið og spjallað í góða veðr- inu og börnin léku sér og klifruðu upp á steininn hans. Per var einstakt snyrtimenni, alltaf vel til hafður og húsið og garð- urinn hans báru þess einnig merki. Ég kveð þig elsku Per og þakka þér fyrir viðkynninguna. Elsku Anna Sigga, Grétar og fjölskyldur, guð blessi ykkur á þessari kveðju- stund. Guðrún Gísladóttir ✝ Sveinn Ein-arsson fæddist í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi 5. nóv. 1922 og lést á Selfossi 28. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Einar Sveinsson, f. í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi 1884, d. 1958, og Sesselja Loftsdóttir, fædd í Steinsholti í Gnúpverjahreppi 1891, d. 1961. Syst- ur Sveins eru Sigríður, f. 1920, búsett á Selfossi, Guðbjörg, f. 1921, búsett í Reykjavík, gift Ólafi Þorsteinssyni, og Guðrún, f. 1921, búsett í Risør í Noregi, gift Knut Aagestad. Sveinn fluttist árið 1929 með foreldrum sínum að Brúnavallakoti á Skeiðum og Skarði í Gnúpverjahreppi árið 1935. Árið 1949 byggði Sveinn með for- eldrum sínum og Sigríði systur sinni nýbýlið Lækj- arbrekku í Gnúp- verjahreppi og bjó þar síðan með for- eldrum sínum með- an þau lifðu og Sig- ríði systur sinni eftir það, þar til þau seldu jörðina árið 1991 og fluttust að Hörðuvöllum 6 á Selfossi, þar sem Sveinn bjó til æviloka. Útför Sveins verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 10. mars kl. 13.30 en jarðsett verður á Stóra-Núpi. Sveinn Einarsson móðurbróðir minn er látinn á áttugusta og fimmta aldursári. Banalegan var ekki löng. Honum varð þungt um andardrátt skömmu fyrir jól og lagðist inn á spítalann á Selfossi í byrjun febrúar þar sem hann fékk súrefni. Hann eyddi síðan dögunum í stól við rúmið tengdur við súrefn- iskútinn, las í bók, hlustaði á útvarp eða skrafaði við gesti. Þegar við bræður heimsóttum hann skammaði hann okkur fyrir leti og framtaks- leysi og pólitískt villuráf og gaf okk- ur fyrirmæli um hvað ætti að syngja yfir honum og hverjir skyldu bera hann til grafar. Hann átti von á að þetta færi að styttast en við bjugg- umst þó ekki við að svo stutt væri eftir. Aðfaranótt 28. febrúar vakn- aði hann málhress en svo dró fljótt af honum – hann vaknaði til að deyja. Sveinn var alltaf heilsuhraustur, varð varla misdægurt nema þegar sprakk í honum maginn fyrir mörg- um áratugum. Mér þótti þetta með ólíkindum, en þannig var það: þegar honum varð misdægurt þá var það með hvelli. Sumarið eftir drakk hann te sem ekki var alvanalegur drykkur í Gnúpverjahreppi á þeim árum og einhvern veginn ekki í stíl við Svein í Lækjarbrekku. En mag- inn greri og Sveinn gat aftur farið að borða feitt saltkjöt og drekka svart kaffi og stundum brennivín og sneri sér ekki aftur að teinu fyrr en á síðustu dögum sínum á spítalanum á Selfossi. Sveinn fæddist í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi en var á fimmta ári þegar foreldrar hans, sem voru leiguliðar, töpuðu ábúðinni þar. Þau voru án jarðnæðis í tvö ár. Faðir hans fór þá í lausamennsku og til sjós, móðir hans fór með elsta og yngsta barnið, Sigríði og Svein, að Háholti í Gnúpverjahreppi, en hinar systurnar fóru til ættingja. Eigin jörð eignuðust þau ekki fyrr árið 1949 þegar þau keyptu hluta úr jörðunum Steinsholti og Hömrum í Gnúpverjahreppi. Sesselja móðir Sveins var frá Steinsholti og þar bjuggu Eiríkur bróðir hennar og Sigþrúður systir Einars. Þarna byggðu þau nýbýlið Lækjarbrekku, fengu fyrst inni í Steinsholti en reistu myndarlegt íbúðarhús árið 1950. Þar bjuggu þau systkinin, Sveinn og Sigga, með foreldrum sínum meðan þau lifðu og héldu áfram búskap þar eftir lát þeirra. En alltaf bar Sveinn sterkar taugar til Flóans og þegar hann var fluttur að Lækjarbrekku áttu Flóamenn leið um veginn fyrir neðan bæinn á hverju hausti í fjallferðum og kom fyrir að sumir gistu þar. Lækjarbrekka er ekki stór jörð, rétt um 100 hektarar. Bærinn er undir lágu holti, Ásgeirsholti, þar sem fyrir löngu var hjáleigan Gata frá Steinsholti. Fallegt útsýni er frá Lækjarbrekku, Búrfell, Hekla, Tindfjallajökull, Eyjafjallajökull og Þríhyrningur og Hamraholtið svo næst. Lækur rennur þar fyrir neð- an bæinn undir brekkunni. Fyrir neðan bæinn eru mýrar og voru þar ræktuð tún, einnig í brekkunni fyrir ofan bæinn, á móunum uppi á Ás- geirsholti og inni í hinu skjólgóða Kálfsbæli inn undir Langhömrum. Í Lækjarbrekku var ég á hverju sumri frá því áður en ég man eftir mér til 16 ára aldurs. Og þangað lá leiðin ótal sinnum allan tímann með- an þau bjuggu þar, móðursystkini mín. Kynni okkar Sveins voru því orðin löng og þau voru líka góð. Sveinn var mér góður húsbóndi og sanngjarn þótt hvesst gæti í honum væri ég klaufskur þegar mikið lá við. En þau hret voru ekki langvinn. Sveinn bjó allgóðu búi, fyrst og fremst með kýr, en jörðin bar ekki margt sauðfé og ég varð ekki var við að það væri honum til ama. Hross hafði hann aldrei mörg og ekki þá gæðinga að ég yrði mikill hestamaður. Sveinn var ágætur bóndi en ólíkur föður sínum að því leyti að snyrtimennska var honum ekki sérlega gefin. Hann var laginn og góður smiður. Eftir að ég var farinn að geta tekið til hendinni stækkaði hann fjósið og stóð í fleiri byggingum og þá rak ég margan naglann og aðstoðaði við múrverk. Múrverki mun hann hafa kynnst þegar hann fór til vinnu af og til í Reykjavík á yngri árum og þótti laginn við það og eftirsóttur til þess á öðrum bæjum þar sem bygging- arframkvæmdir voru. Ég hygg að Sveinn hafi ekki haft metnað til að búa verulegu stórbúi. Hann barst ekki á í vélakaupum, fékk sér þær vélar sem nauðsyn- legar þóttu en lítið umfram það, þannig að manni þótti stundum meiri stæll á öðrum bæjum. En það verk sem við frændur vorum alltaf stoltastir af var uppgræðsla melsins sunnan í Ásgeirsholtinu. Þar puð- uðum við eitt sumar hverja stund sem gafst við að tína grjót úr meln- um þar til hann var búinn undir sáningu og af þessu örfoka landi varð gjöfult tún. „Manstu,“ sagði Sveinn stundum við mig löngu seinna, „þegar við tíndum grjótið úr melnum.“ Við sáum ekki eftir því puði. Og eftir það hefur líklega eng- in jörð í hreppnum verið betur ræktuð. Sveinn var sérlega minnugur. Gaman fannst honum að fá gesti. Ef mann bar að garði var ekki við ann- að komandi en hann kæmi inn og fengi kaffi, hvort sem hann var kaffiþurfi eða ekki, þótt heyskapur væri í fullum gangi, og var þá ekki endilega spurt hvort húsmóðirin hefði tíma til snúast kringum gesti. Hann vildi spjalla og skipti þá ekki máli hvort hann þekkti manninn. Sveinn fór til útlanda í fyrsta sinn upp úr miðjum áttunda áratugnum til að heimsækja Guðrúnu systur sína í Risør í Noregi. Við Þorsteinn bróðir minn vorum þá við nám í Ósló og þegar hann kom til baka sunnan frá Risør með lest til Óslóar tókum við á móti honum. Við spurð- um hann hvernig ferðin hefði geng- ið. Vel, sagði hann, á leiðinni suður eftir hefði hann setið með manni frá Vestur-Noregi og spjallað við hann alla leiðina. Við vissum þó fyrir víst að Sveinn kunni ekkert tungumál utan íslensku en það vafðist ekki fyrir honum. Þegar þau systkinin seldu Lækj- arbrekku héldu þau eftir svolitlum bletti í Markahvammi, vestast á Tanganum sem Einar á Hæli hafði gefið föður þeirra. Sveinn ákvað að smíða lítinn kofa til að setja þarna en fannst einfaldast að smíða hann heima við þar sem þau voru flutt á Selfoss. Hann byggði kofann úti á gangstétt við Hörðuvelli 6 og spurði hvorki kóng né prest og því síður sýslumanninn hvort það mætti. Hvort sem það mátti eða ekki var það látið afskiptalaust. Svo flutti hann kofann á sinn stað. Þetta er ekkert stásshús, en við áttum þarna stundum sumarnætur, við frændur, rétt undan melnum sem við tíndum grjótið úr. Einar Ólafsson. Stutt er milli bæjanna Lækjar- brekku og Steinsholts og mikill var samgangur þar á milli hér áður fyrr. Það er manni í fersku minni þegar Sveinn var að koma uppeftir í hinum ýmsu erindagjörðum. Oft kom hann þó bara til að hitta fólk og fá kaffisopa. Hann fíflaðist þá iðu- lega eitthvað í okkur krökkunum og ekki þótti honum verra ef við þorð- um eitthvað að svara fyrir okkur. Sveinn var stálminnugur eins og margir af hans kynslóð. Það var kannski ekki alltaf sem þessi náð- argáfa nýttist í neinum sérstökum tilgangi. Til að mynda þótti manni það nokkuð skondið þegar þeir nafnarnir í Lækjarbrekku og Steinsholti stóðu í skemmunni heima og þrættu um það hvernig veðrið hefði verið um Jónsmessuna nítjánhundruð þrjátíu og eitthvað. Eitt sinn er hann kom heim vor- um við mamma ein heima. Mamma mátti ekkert vera að því að tala við hann þá stundina þar sem hún var upptekin í verkum en sagði Sveini að hann skyldi fara með mér upp í herbergi og hlusta á tónlist. Sveinn var nú ekki vanur að hlýða hverjum sem var en mömmu hlýddi hann þó í þetta skiptið og þannig fór að ég strákpeyinn og hann kallinn sátum á rúmstokknum uppi í herbergi og hlustuðum á heila plötu með Pink Floyd. Ég er ekki frá því að við höf- um skemmt okkur báðir ágætlega. Sveinn var aldeilis ófeiminn við að taka fólk tali, og skipti þá engu hvar og hvert tilefnið var. Í einni af verslunarferðunum í Bónus sl. haust höfðum við hjónin nýlokið við að borga og vorum á út- leið en stoppuðum þá í mikilli þvögu sem hafði myndast í innganginum. Viti menn, þar stóð Sveinn í miðri þvögunni, heilsaði fólki, tók það tali og hreint alla virtist hann þekkja. Þá var eins og ævinlega, þegar mað- ur hitti hann á Selfossi, að hann vildi drífa okkur heim í kaffisopa á Hörðuvöllunum og hitta Siggu. Sveinn Einarsson var einstök persóna og er ógleymanlegur þeim sem hann þekktu. Við vottum Siggu, Böggu, Gunnu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guð geymi minningu Sveins í Lækjarbrekku. Daði Viðar Loftsson og fjölskylda. Sveinn Einarsson í Lækjar- brekku verður jarðsettur í dag. Við sem hér kveðjum eigum það sam- merkt með mörgum öðrum að vera fyrrverandi kaupafólk Svenna og Siggu systur hans í Lækjarbrekku. Vinnumennskan hófst allsnemma. Á fimmta áratug síðustu aldar hóf sú fyrsta ferilinn tveggja ára í Skarði, hjá Sesselju og Einari, foreldrum systkinanna. Hinar komu fjögurra og þriggja ára í Lækjarbrekku á sjöunda áratugnum. Í um þrjátíu ár áttu ein og stundum tvær okkar sumarheimili þar og höfðu jafnvel vetursetu. Lækjarbrekka var okkar vinnu- skóli. Fólkið þar var mjög vel til kennslu fallið, vel gefið til munns og handa. Í útiverkum var Svenni læri- meistarinn. Hann var verklaginn, útsjónarsamur og veðurglöggur, allt nauðsynlegir eiginleikar góðum bónda en þessir og aðrir hæfileikar hans hefðu einnig notið sín vel víðar í þjóðfélaginu. Svenni hikaði ekki við að treysta stálpuðum krökkum og unglingum til vandasamra verka. Sá þó sjálfur um hættulegri verkin og hafði öryggi unga kaupafólksins í fyrirrúmi við notkun verkfæra og tækja sem í fyrstu voru bæði hest- og vélknúin. Við vitum að lífs- og starfsferli Svenna eru gerð góð skil hér á síðunni en langar til bregða upp fáeinum minningabrotum frá samveru og kynnum okkar við hann í áratugi: Útlit: Afturgreitt hár – stór gleraugu – dökk augu – ákveðið augnaráð – pípa eða sígaretta – olía undir nögl- um – uppbrettar skyrtuermar – kankvíst hálfbros. Máltíðir: Svenni hafði mikinn áhuga á mat en borðaði aldrei mikið sjálfur. Við matborðið sagði hann oft stríðnis- lega við einn krakkann: „Það er allt í lagi þó þú viljir ekki borða þetta – það verður þá bara meira fyrir okk- ur hin!“ Samkjaftað?: Í girðingavinnu með kátum krökkum. Svenni treður í pípuna djúpt hugsi. Truflaður í hugleiðing- um sínum, á hann til að segja, snöggur upp á lagið: „Þið samkjaft- ið ekki krakkar.“ Orðið „samkjafta“ veldur miklum heilabrotum hjá níu ára hnátu. Fjósverkin: Útvarpið í gangi. Værðarlegt hljóð í mjaltavélum og kúm. Sveinn með pípuna að hlusta á fréttir. Fylgist grannt með. Ekkert pjatt í kringum skepnurnar en ljóst að honum þykir vænt um þær. Mun jafnvel hafa kastað orði á fjósmús- ina þegar hann hélt engan nærri! Bíllinn: Fyrsti bíll Svenna var VW bjalla sem margir muna. Í ferð í Þjórs- árdal lét hann sem oftar reyna á bíl- inn. Sú sýn gleymist aldrei þegar Sveinn stóð bölvandi á toppnum á nýju bjöllunni þar sem hún flaut hægt niður Sandána. Stundum var sem bjallan og hann væru eitt og áttu þau til að hverfa af bæ, Siggu til mikillar mæðu. Samferðarmenn: Svenni hafði mikinn og jákvæðan áhuga á fólki og vildi einatt bjóða í kaffi eða mat. Hann var áhugasam- ur um ættfræði og kunni skil á flest- um bæjum og fólki um allt Suður- land og víðar. Við kveðjum, frænkur þrjár, með þökk til Svenna frá allri okkar fjöl- skyldu fyrir vináttu og umhyggju frá fyrstu kynnum. Eldri systrum hans þrem, Siggu okkar, Böggu og Gunnu sem allar lifa hann, þökkum við einnig fyrir allt og allt og óskum þeim huggunar og heilsu. Líba, Helga og Hlédís. Sveinn Einarsson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÞÓRU SIGURÐARDÓTTUR, Furugerði 1, (áður Stangarholti 12), Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks þjónustu- miðstöðvar Furugerðis 1. Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Steingrímsson, Sigurbjörn Sigurðsson, Hafdís Leifsdóttir, Sigríður Ó. Þ. Sigurðardóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Sigurbjörn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.