Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 19 Wayne-sýsla. AP. | Hver dagur hefst á því að blóðsykur hans er mældur og hann fær insúlínsprautu. Hann er síðan látinn taka inn nokkrar pillur sem oft eru stappaðar og sett- ar í matinn. Allt er þetta handa tólf ára göml- um hundi. Brownie tekur inn meira af lyfj- um en öll fjölskyldan sem ber hann á höndum sér. Síðustu mánuði hef- ur hann fengið lyf við sykursýki, sýkingum, háum blóðþrýstingi og magakveisum. Frá árinu 2005 hefur hann fengið lyf við öllu frá blóðleysi til kóngulóarbits. „Hann er barnið okkar, hann er í fjölskyldunni okkar og ég myndi vilja að einhver gerði þetta fyrir mig,“ sagði eigandi gæludýrsins, Ann Gufford, sem býr nálægt bæn- um Goldsboro í Norður-Karólínu. Gufford áætlar að hún hafi eytt 5.000 dollurum, sem svarar 350.000 krónum, á síðustu tveimur árum í lyf handa hundinum sínum. Hann er orðinn þungur til gangs og farinn að tapa heyrn, en án sumra lyfjanna væri hann líklega dauður. Bandaríkjamenn eru farnir að gefa hundum sínum, köttum og öðr- um gæludýrum lyf í miklum mæli. Algengt er að gæludýrin fái lyf við liðagigt, krabbameini, hjartasjúk- dómum, sykursýki, ofnæmi, vit- glöpum og bráðum verða sett á markað lyf gegn offitu. Flest lyfjanna voru áður eingöngu ætluð mönnum, til dæmis sterar sem dýr- in fá við bólgum, sýklalyf, geðdeyfð- arlyf á borð við Prozac eða valíum gegn kvíða, og jafnvel viagra sem hundum er gefið við lungnakvilla. Á síðustu fimm árum hefur sú breyting orðið á lyfjamarkaðnum að Bandaríkjamenn eyða meira fé í lyf handa gæludýrum en handa búfén- aði. 54% af peningunum, sem eytt er í lyf handa dýrum í Bandaríkj- unum, koma frá gæludýraeig- endum. Salan tvöfaldaðist Bandaríkjamenn eiga yfir 130 milljónir hunda og katta og keyptu lyf fyrir 2,9 milljarða dollara, rúma 200 milljarða króna, árið 2005. Þótt þetta samsvari aðeins um einu pró- senti af sölu lyfja handa mönnum hefur salan á gæludýralyfjum tvö- faldast frá árinu 2000. Matvæla- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna hefur samþykkt yfir 40 ný gæludýralyf á síðustu fimm árum. Á meðal þeirra er slentrol, sem stofn- unin samþykkti í janúar, en það er fyrsta megrunarlyfið sem ætlað er of feitum hundum. Gert er ráð fyrir því að dagskammturinn kosti allt að tvo dollara, eða 140 krónur. Hugs- anlegt er þó að sumir gæludýraeig- endur kjósi frekar að spara þessa peninga með því að gefa dýrunum minni mat og spara þannig einnig útgjöld til matarkaupa. Nýleg viðhorfskönnun bendir til þess að um 47% gæludýraeigenda í Bandaríkjunum líti á dýrin sem fjöl- skyldumeðlimi. Nokkrir dýralæknar hafa varað við því að þetta viðhorf geti orðið til þess að margir Banda- ríkjamenn eyði of miklu fé í lyf. Þriggja mánaða lyfjameðferð get- ur kostað um 3.000 dollara, 210.000 krónur, þótt slíkri meðferð sé frek- ar ætlað að draga úr sjúkdóms- einkennunum en að lengja líf dýr- anna. Hafnar hafa verið rannsóknir á áhrifum nýrra og dýrra krabba- meinslyfja á dýr. Sumir gæludýraeigendurnir ganga svo langt að veðsetja hús sín til að fá lán fyrir lyfjakostnaðinum. Þar sem áhrif lyfjanna á dýr hafa ekki verið rannsökuð í sama mæli og áhrifin á menn hafa lyfin stund- um óvæntar aukaverkanir. Lyf, sem ætlað var mönnum en er nú einnig notað gegn liðagigt í hundum, reyndist t.a.m. valda nýrna- og lifr- arskemmdum í sumum dýrum og er talið tengjast dauða yfir 3.000 dýra. Gæludýr á gleðipillum AP Hundalyf Brownie gamli fær lyfin sín stöppuð og blönduð í hundamat. »Dýrin fá t.d. lyf við liðagigt, krabba- meini, hjartasjúkdóm- um, sykursýki, ofnæmi, vitglöpum og bráðum koma lyf gegn offitu. ÁTÖK blossuðu upp í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti kom þangað í upphafi sex daga ferðar um fimm lönd í Rómönsku-Ameríku. Að minnsta kosti 20 særðust í átökum milli mótmælenda og lög- reglumanna í Sao Paulo. Um 10.000 tóku þátt í mótmælunum og þótt flestir hafi mótmælt komu Bush með friðsamlegum hætti köstuðu aðrir grjóti og spýtum á lögreglumenn. Bush hyggst ræða við Luis Inacio Lula da Silva, forseta Brasilíu, og undirrita samning milli ríkjanna um framleiðslu á etanóleldsneyti. Lönd- in tvö framleiða um 70% af því et- anóli sem notað er í heiminum. Bush fer einnig til Úrúgvæ, Kól- umbíu, Gvatemala og Mexíkó. Götuóeirðir við komu Bush til Brasilíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.