Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ✝ Gísli Vigfússonvar fæddur að Flögu í Skaft- ártungu í Vestur- Skaftafellssýslu á höfuðdag, 29. ágúst 1923. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Klaust- urhólum 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Gunn- arsson bóndi á Flögu, f. 26. des. 1870, d. 3. feb. 1964 og kona hans Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja á Flögu, f. 2.okt. 1879, d. 2. jan. 1972. Gísli var yngstur barna þeirra hjóna. Systkini Gísla voru: Guðríður Vigfúsdóttir, f. 1901, d. 1973. Gunnar Vigfússon, f. 1902, d. 1980. Sveinbjörg Pálína Vigfúsdóttir, f. 1904, d. 2005. Ágústa Þuríður Vigfúsdóttir, f. 1906, d. 1985. Sig- ríður Vigfúsdóttir, f. 1908, d. 1998 Sveinn Vigfússon, f. 1910, d. 1929. Einnig ólust upp á Flögu hjá foreldrum Gísla sonarsonur þeirra Sveinn Páll Gunnarsson, f. 1929, d. 2003, síðar bóndi þar, og systurbörn Sigríðar Sveinsdóttur, húsfreyju, þau Páll Sigurðsson, f. 1910, d. 1929 og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 1915, og lifir hún ein hópinn sem ólst upp á Flögu hjá Vigfúsi og Sigríði. Bjarni Marínó Jónsson, f. 1919, d. 1939, ólst upp á Flögu frá 10 ára aldri og var 5) Jóna Lísa, f. 11. mars 1963, maður Páll Gunnarsson, f. 1956, börn þeirra: a) Sævar Örn, f. 30. okt. 1982, unnusta Ína Björg Árnadóttir, b) Ágústa Sól, f. 30. mars 1990. 6) Sigurgeir Bjarni, f. 8 apríl 1965, kona Jóhanna Lind Elías- dóttir, f. 1968, synir þeirra a) Breki Blær, f. 20. nóv. 1995. b) Darri Dagur, f. 10 jan. 1999. 7) Sverrir, f. 6. apríl 1969, kona Fanney Ólöf Lárusdóttir, f. 1970, börn þeirra a) Svanhildur, f. 21. ágúst 1999, d. 25. ágúst 1999, b) Sólrún Lára, f. 4. júní 2002 og c) Sigurður Gísli, f. 13.júlí 2006. Gísli bjó alla sína tíð á Flögu. Árið 1957 stofnuðu Gísli og Sig- ríður nýbýlið Flögu 2 og byggðu þá íbúðarhús og aðrar byggingar sem þurftu til búskaparins ásamt því að stækka og rækta ný tún og bæta jörðina til búskapar að öðru leyti. Gísli og Sigríður hættu hefðbundnum búskap árið 1997. Árið 1990 hófu þau Gísli og Sig- ríður rekstur ferðaþjónustu á Flögu samhliða öðrum störfum. Þeim rekstri héldu þau áfram eft- ir að þau hættu hefðbundnum bú- skap. Gísli sat í hreppsnefnd Skaft- ártunguhrepps í áratugi, hann sat í stjórn VerslunarfélagsVestur- Skaftfellinga og fleiri félaga. Auk bústarfa veitti Gísli forstöðu af- greiðslu Verslunarfélagsins á Flögu. Hann hafði með höndum bensínafgreiðslu auk vinnu við símstöðina á Flögu. Gísli sinnti í tengslum við póstafgreiðsluna á Flögu póstferðum í Meðalland og víðar. Útför Gísla verður gerð frá Grafarkirkju í Skaftártungu í dag klukkan 14.00 þar síðan vinnumað- ur til æviloka. Þann 14. nóv- ember 1953 kvæntist Gísli Sigríði Sigurð- ardóttur frá Ljót- arstöðum. Hún er dóttir Sigurðar Sverrissonar bónda og Ástríðar Bárð- ardóttur húsfreyju í Jórvík í Álftaveri og síðar á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Börn Gísla og Sig- ríðar eru: 1) Ásta Sigrún, f. 17. apríl 1955, sonur hennar er Jóhann Óm- arsson f. 7. okt. 1977, sambýlis- kona Guðríður Inga Ingólfsdóttir, barn þeirra Nói, f. 2005. 2) Vigfús Gunnar, f. 6. júní 1957, kona Lydía Pálmarsdóttir, f. 1957, synir þeirra, a) Gísli, f. 14. nóv. 1979, sambýliskona Lena Dögg Dagbjartsdóttir, barn þeirra Ísar Máni, f. 2006, b) Sig- urbergur, f. 18. okt. 1985, unnusta Ragna Kristín Jónsdóttir. 3) Stúlka, andvana fædd, 5. apr- íl 1959. 4) Sigurður Ómar, f. 18. júlí 1960, kona Þórgunnur María Guð- geirsdóttir, f. 1973, börn þeirra a) Heiðrún Hrund, f. 24 okt. 2003. b) Bjarki Snær, f. 7. maí 2006. Börn hans frá fyrri sambúð með Sól- rúnu Auðbertsdóttur eru c) Sig- ríður Dögg, f. 18. júlí 1985, dóttir hennar Emilía Ósk Orradóttir, f. 2006, d) Brynjar Þór, f. 22. júlí 1986, e) Anna Björk f. 3. janúar 1991. Gísli Vigfússon, faðir minn, er lát- inn. Ekki er hægt að segja að það hafi komið á óvart eins og heilsu hans hafði verið háttað nú síðustu misser- in. Gísli fæddist og ólst upp á Flögu. Þar átti hann heima alla sína tíð og varð það hlutskipti hans að taka við forráðum á jörðinni ásamt með Sveini frænda sínum og héldu þeir uppi bú- skap þar meðan heilsa og kraftar ent- ust. Þegar Gísli nú kveður jarðlífið síð- astur barna þeirra hjóna Vigfúsar og Sigríðar sem bjuggu á Flögu verða nokkur kaflaskil. Nú er það fólk sem þar fæddist og ólst upp við þá bú- skaparhætti sem tíðkuðust fyrir tíma vélvæðingarinnar horfið á braut. Það var fólkið sem hafði hestinn sem þarf- asta þjóninn, til að komast leiðar sinnar og til flutninga og annarra að- kallandi starfa og framkvæmda. Einnig var það fólkið sem varð að treysta á handaflið við hinar marg- víslegu framkvæmdir sem auðvitað þurfti ætíð að sinna. Gísli Vigfússon var eftirlæti systk- ina sinna og foreldra enda yngstur og naut því umhyggju og elsku þeirra sem eldri voru á heimilinu. Það mátti seinna sjá er Gísli á fullorðinsárum heimsótti árvisst systur sínar til Reykjavíkur og dvaldi þá hjá þeim fáa daga. Það voru miklar gleðistund- ir hjá systkinunum við spil og spjall og sýndu vel hvern hug þær báru til litla bróður Ekki voru þó ár bernskunnar án áfalla. Vorið 1929 drukknuðu, við sil- ungsveiði í Flögulóni, bróðir Gísla, Sveinn, og fósturbróðir og frændi, Páll. Þeir frændur voru á nítjánda ári er þetta gerðist. Nærri má geta hvað þessi atburður hefur rist djúpt í við- kvæma barnssál. Þessi dapra reynsla átti eftir að fylgja honum og systk- inum hans alla tíð. Gat Gísli aldrei um sína ævidaga rætt þennan dapurlega atburð og var það svo með marga aðra er þar áttu um sárast að binda. Ekki er vafi á að þessi atburður mót- aði og hafði áhrif á hans innri mann er fram liðu stundir. Þar var stilling, yf- irvegun og æðruleysi og trúin á góðu gildin í mannheimum, samhjálpin og orðheldnin. Formælingar eða fúkyrði voru ekki að hans skapi og allra síst í ann- arra garð. Hjá honum voru helgir dagar virtir og fjölmargt sem ekki mátti á sunnudögum gera og að ekki sé talað um aðra helga daga. Má í því sambandi minnast að ekki þótti hon- um stórmannlegt þegar menn stund- uðu skot- og stangveiði í dymbilviku og afleitast á föstudaginn langa. Ungum er það allra bezt að óttast guð sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. (Hallgr. Pétursson.) Gísli vann að búi foreldra sinna fram til fullorðinsára, en þá stofnaði hann nýbýlið Flögu II þar sem hann byggði upp íbúðarhús og hús fyrir búpening. Jafnframt því að stunda búskap var afgreiðsla Pósts og síma á Flögu og þar var viðkomustaður áætlunarbíla og bensínafgreiðsla. Þessu fylgdu ýmis störf og snúningar og mest þó póstferðirnar í Skaftár- tungu og Meðalland. Þær ferðir voru upphaflega farnar á hestum en síðar á jeppa eftir að hann kom til sögunn- ar. Þessar ferðir voru við frumstæðar aðstæður og oft erfiðar, þá lét Gísli ekki hlut sinn og þurfti oft að þrykkja jeppanum í gegnum snjóskafla og yf- ir aurbleytur, á vorin. Þá var bitið á jaxlinn og ekki aftur snúið fyrr en í fulla hnefana. Fyrir kom að lyfta þurfti dekki og tína grjót undir eða jafnvel að koma jeppanum á hjólin aftur þegar svo illa vildi til að hann hafði lagst á hliðina í svo svartri drífu að ekki sáust handa skil. Það var ótrúlegt hvað hægt var að komast og gera, enda kjarkurinn til staðar og þori við brugðið. Vélin í jeppanum þætti ekki stór í dag, samt var stundum keyrt hart við ákveðnar og góðar aðstæður og þótti þá sumum nóg um. Vert er að minnast samtakamátt- arins sem ríkti og ríkir í því samfélagi sem Gísli spratt úr. Þar lagðist fólkið á eitt með nágrönnum og vinum þeg- ar hagra handa var vant. Samhjálpin var öllum í blóð borin og var það sama hvort um var að ræða húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir. Bændur af bæjunum komu saman og hjálpuðu hverjir öðrum þegar þess þurfti með. Gísli á Flögu lét ekki sitt eftir liggja þegar á þurfti að halda og alltaf var hann reiðbúinn, brosandi til að leggja hönd að hverju því verki þar sem hjálpar og aðstoðar var þörf. Gísli var óttalaus og lét ekki álit annarra stjórna gerðum sínum. Hann lét ekki eigin hag eða hvað hann bæri úr býtum ráða för og hann sá ekki eft- ir tíma sínum sem hann varði til að leggja lið þeim sem í vanda var stadd- ur. Gaman er að muna smala- mennskurnar í Utanfljótsheiðunum. Þar var Gísli sjálfkjörinn fyrirliði í áratugi. Þá unnu allir saman, fólkið af bæjunum og Álftveringar komnir til að taka þátt smölunum og hyggja að fé sínu.Var þá mikill hugur í mönn- um, farið ríðandi milli bæja og stund- um gist. Svo var smalað og á sumrin vakað úti í réttum við rúning og mörkun lamba. Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. (Hallgr. Pétursson.) Undanfarin ár hefur Gísli dvalið á Hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjar- klaustri og var hann þá lúinn og far- inn að kröftum og þar tók hann á móti skapara sínum að áliðnum degi 1. mars síðastliðinn. Jafnlyndi, glettni og æðruleysinu hélt hann til loka dags. Hann átti til, að sögn góðs félaga á Klaustri, að segja skrýtlur þegar þannig lá á hon- um. Þakklátur var hann, sem og við aðstandendur hans, öllu því góða fólki, frændum og vinum sem með honum dvöldu þar og deildu kjörum. Að lokum er fólkinu góða sem starfað hefur á Klausturhólum og annaðist hann af væntumþykju, nær- gætni og góðmennsku færðar alúðar- þakkir fyrir fórnfúst starf í þágu hans og annarra sem þar dvelja. Blessuð sé minning Gísla Vigfús- sonar á Flögu, hún lifir og honum fylgja hugheilar þakkir fyrir leiðsögn og hlýju í gegnum árin. Vigfús Gunnar Gíslason. Þegar ég frétti andlát pabba varð mér hugsað til systkinahópsins hans, nú væri orðið kátt í höllinni, þær syst- ur farnar að snúast í kringum hann eins og þær gerðu gjarnan þegar Gísli Vigfússon ÞAÐ er undarlegt til þess að hugsa að það að búa í bæjarfélag- inu mínu sé orðið svo íþyngjandi og erfitt, þrátt fyrir mikla eljusemi íbú- anna og vilja til að vera hér áfram, að það er nær ólíft. Frumkvæði Þeir eru ófáir ein- staklingarnir bæði menntaðir og ómennt- aðir sem hafa lagt á sig mikla vinnu til að halda framleiðslufyr- irtækjum á Vest- fjörðum gangandi. Mikil vinna, mikil ábyrgð því allt þetta fólk vissi að ekki yrði hlaupið að því fyrir starfsmennina að finna sambærileg eða betri störf. Fjöldi fólks um land allt hef- ur lagt aleiguna undir í þeirri góðu trú að það væri að efla byggð og styrkja sitt sveitarfélag með því að skapa ný störf. Það eina sem hefur mætt þessum ofur- hugum eru álögur ríkisins, hátt gengi og áberandi verri samkeppnisstaða vegna sam- gangna og flutningskostnaðar. Svona ykkur að segja er búið að gera nóg af skýrslum um allt á Vestfjörðum en allan fram- kvæmdavilja hefur skort til að fylgja eftir þeim niðurstöðum sem þar koma fram. Allar þær skýrslur sem fjalla um ójöfnuð og að ekki hafi í raun verið nein byggðastefna á Íslandi undanfarinn áratug eru vandlega geymdar og gleymdar. Þegar ég svo skoða umhverfið í raun geri ég mér ljóst að ég hef eytt tíma mínum til einskis í allt þetta basl og ég er ekki ein um að átta mig á því að það var vitlaust gefið allan tímann. Samgöngur Þegar skipaflutningar voru lagð- ir niður um landið var ljóst að enn myndi flutningskostnaður hækka og enn erfiðara yrði fyrir lítil fyr- irtæki að lifa af í samkeppni. Síðan hefur þetta bara versnað og skýr- ingin er „verðlagsþróun“, „hækk- andi olíuverð“ og „erfiðar að- stæður“ sem lögðust af meiri þunga á Vestfirðinga en aðra. Stóriðja Hver sem afstaða Vestfirðinga var til stóriðju fögnuðu þeir með Austfirðingum að nú ætti loks meira af skattpeningum Austfirð- inga að renna aftur til þeirra í fjórðunginn. Vestfirðingar hefðu ekki þurft að samfagna svo mjög, því þeir einu sem treystandi var til að slá á þensluna sem af virkj- unarframkvæmdunum hlaust voru Vestfirðingar sjálfir með frestun framkvæmda. Þegar Vestfirðingar bentu á að þeir væru hreinlega al- veg afskiptir í þróun mála í landinu og að það fjármagn sem hingað streymdi væri mun minna en það fjármagn sem héðan streymdi burt í sameiginlega landssjóði fóru landsfeður okkar að hugsa málið. Þáverandi iðn- aðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, kom hingað vestur og var mikið um dýrðir og tilefni til að skála því nú skyldi atvinnu- lífið eflt og allar að- stæður jafnaðar. Það er ekki gott að telja núllin í gegnum kampavínsfroðu en glöggum áheyrendum á þessum fögnuði varð ljóst að tilefnið var 10 mkr. framlag til at- vinnusköpunar. Það var eins vandræðalegt og sagan um nýju fötin keisarans þegar einum fundarmanna varð á að kalla úr salnum að þessi upphæð, sem ætti að efla hér allt, dygði ekki fyrir kjall- araíbúð á höfuðborg- arsvæðinu. Menn dreyptu þá á kampa- víninu af meiri krafti og létu eins og ekkert hefði í skorist og bentu stjórn- endur fundarins á að Vestfirð- ingum bæri að fagna öllu sem að þeim væri rétt. Fyrirgefið mér, hef ég ekki borgað skattana mína alla mína tíð? Hafa aðrir Vestfirðingar ekki líka þurft að borga skatta til ís- lenska ríkisins alla sína tíð? Það mætti stundum halda að við vær- um hér á styrkjum en ég get full- vissað alla um það að íslensku rík- isstjórninni dytti síst af öllu í hug að senda á Vestfirði ölmusustyrki af nokkru tagi. Ég þori að fullvissa alla Vestfirðinga um að þeir hafa með fullri reisn unnið fyrir launum sínum og eiga fullan rétt á fullri þjónustu eins og hún hefur verið skilgreind af ríki og sveit- arfélögum. Það litla sem hingað kemur er aðeins til að friða slæma samvisku. Ég verð að segja að ef ég hefði búið síðustu tíu árin í Grafarvogi þá hefði ég ekki setið á fjölda funda um atvinnumál til að leggja drög að stefnu fyrir stjórnvöld. Nei, líklegast hefði ég verið í tóm- stundastarfi. Það gleymist nefni- lega þegar kallað er eftir frum- kvæði frá heimamönnum, sem mér finnst hafa verið mikið í gegnum tíðina, að það þarf að hlusta og það þarf að framkvæma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk leggi endalausa vinnu á sig og einu launin fyrir alla vinnuna eru að þér er sagt að þú hafir ekki sýnt nógu mikið frumkvæði og kraft. Það fólk sem mótar stefnuna fyrir okkur Vestfirðinga er sama fólkið og mót- ar stefnuna fyrir alla landsmenn. Við sjáum lítinn árangur af þeirra vinnu og fer hún bæði hægt og hljótt um héruð hér fyrir vestan, enda fylgir sjaldan mikill vilji til framkvæmda, hvað þá fjármagn. Mér finnst eins og mér hafi ver- ið boðið í dans og dansherrann er íslenska ríkið. Það trampar á tán- um á mér, er stirt og þursalegt og vill í raun ekkert með mig hafa eða réttara að segja byggðarlagið mitt og fólkið sem þar býr. Það sem er verra hjá okkur Vestfirðingum en forsætisráðherranum er að við höf- um enga „næstbestu“ til að dansa við. Því ef okkar eigið þjóðríki, sem þó þiggur skattana okkar, bregst á allan hátt hvert eigum við þá að leita? Hverjir hafa sam- félagslega skyldu? Guðrún Anna Finnbogadóttir skrifar um samfélagsmál Anna Guðrún Finnbogadóttir »Mér finnsteins og mér hafi verið boðið í dans og dans- herrann er ís- lenska ríkið. Það trampar á tánum á mér, er stirt og þursa- legt … Höfundur er B.sc. sjávarútvegsfræð- ingur og vinnur að rannsóknum. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.