Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elsa Dórótheavar fædd í Hjallanesi, Land- sveit 19. ágúst 1924. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 28. febrúar sl. Foreldrar hennar voru hjónin Hall- dóra Oddsdóttir, f. 29. janúar 1891 í Lunansholti, Land- sveit, d. 10. júlí 1971, og Páll Þórarinn Jónsson f. 1. sept- ember 1893, í Holts- múla í Landsveit, d. 2. febrúar 1951. Systkini hennar voru: 1) Odd- rún Inga, f. 22. ágúst 1922, d. 22. mars 2004. 2) Ingólfur f. 1. sept- ember 1925, d. 29. október 1984, Jón Hermann, f. 27. nóvember 1926, d. 13. maí 2006, 4) Auðbjörg Fjóla, f. 25. maí 1928, 5) Oddur Ár- Sváfnir Ingi. c) Kristín Rós, d) Sig- urlinn, e) Magnús Grétar. 3) Bryn- dís Hanna, maður hennar er Rúnar Hauksson, synir þeirra: a) Her- mann Bjarki, kvæntur Bryndísi Björku Másdóttur, þeirra börn: Erna Karen (látin), Birgitta Rún, Daði Freyr og Jakob Atli. b) Magn- ús. Elsa Dóróthea ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hjallanesi, og vann við bú þeirra þar til hún hóf bú- skap í Hjallanesi með manni sínum þegar þau keyptu jörðina árið 1952. Árið 1975 komu Kjartan son- ur þeirra og Elínborg kona hans til bús með þeim og ráku þau félagsbú um nokkurra ára skeið, þar til Kjartan og Elínborg tóku alfarið við búi árið 1997 en Elsa og Magn- ús bjuggu áfram í húsi sínu í Hjallanesi. Elsa tók virkan þátt í félagslífi og kirkjulegu starfi sveit- arinnar, var heiðursfélagi Kven- félagsins Lóu. Hún starfaði í Kirkjukór Skarðskirkju frá unga aldri, svo lengi sem kraftar entust. Útför hennar fer fram frá Skarðskirkju á Landi, í dag, 10. mars, kl. 14. mann, f. 28. desember 1932, Elsa, giftist 20. september 1952 Magnúsi Kjart- anssyni f. 5. júni 1924, frá Flagbjarnarholti í Landsveit. Foreldrar hans voru Margrét Jóhannsdóttir, f. 19. mars 1889, d. 22. október 1951, og Kjartan Stefánsson, f. 30. júlí 1885, d. 6. apr- íl 1966. Börn þeirra eru: 1) Pálína Hall- dóra, maður hennar er Hallgrímur Helgi Óskarsson, 2) Kjartan Grét- ar, kona hans er Elínborg Sváfn- isdóttir, þeirra börn eru: a) Anna Elín, gift Gísla Heiðari Bjarnasyni og eiga þau Kjartan Gauta og Evu Rakel. b) Elsa Dóróthea, gift Jóni Vigni Guðnasyni, sonur þeirra er Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma vetur bjarta, Út dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir). Elsku Ella mín, með þessu ljóði þakka ég þér ævilanga samfylgd. Guð blessi þig. Þinn eiginmaður, Magnús. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína, Elsu Dórótheu Pálsdóttur. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar. Hún fæddist árið 1924 í Hjallanesi. Í torfbæ og fyrstu minningarnar hennar voru þaðan. Hér bjó hún alla sína ævi fyrir utan örfáa mánuði. Hér vildi hún vera og hvergi annars staðar. Hún þurfti ekki að ferðast til að sjá það sem hún vissi að sveitin hennar var besti staðurinn í veröld- inni. Hún mundi svo sannarlega tímana tvenna. Ég spurði hana einu sinni að því hvaða leiki hún hefði farið í sem barn og hún svaraði: „Ég held að ég hafi bara aldrei leikið mér neitt, ég var alltaf að hjálpa mömmu og pabba.“ Þegar Ella var ung var allt slegið með orfi og ljá og rakað með hrífu, bundið í bagga og reitt heim á hest- um, kýrnar mjólkaðar með hönd- unum og mjólkin unnin heima en í dag eru stórtækar vélar sem vinna öll verkin. Hún kunni að breyta ull í fat. Þvoði ullina, kembdi og spann. Prjónaði lopapeysur, húfur, sokka og vettlinga. Hún saumaði mörg listaverkin, dúka, myndir, púða o.fl. Allt jafn vel gert og vandað. Á sumrin var hún í garðinum sín- um. Þar eru mörg tré ,sum eru stór og ræktarleg, önnur minni og kræk- lóttari. Hjá Ellu fengu öll tré skjól. Hún gat ekki hugsað sér að rífa upp eða henda neinu sem var með lífs- marki. Hún var mikil blómakonan og garðurinn hennar ræktarlegur. Fjölær blóm, sumarblóm, kartöflur, rófur, gulrætur og jarðarberin góm- sæt í litla munna. Allt óx og dafnaði. Oft kom hún með nýútsprungnar rósir úr gróðurhúsinu til okkar svo við mættum njóta þeirra líka. Ella lét sér mjög annt um dýrin. Ófáum lömbunum hjálpaði hún í heiminn á meðan hún hafði heilsu til, margir hafa heimalningarnir verið, nokkrum folöldum hefur hún bjargað og þar til í haust sá hún um að gefa litlu kálfunum. Í mörg ár voru börn í sveit hjá henni á sumrin, stundum tvö, stund- um þrjú og jafnvel fleiri. Alltaf var tími fyrir þau í dagsins önn. Gestir voru margir og alltaf heitt á könn- unni og nokkrar sortir með. Ella var í ungmennafélaginu. Hún var heið- ursfélagi í kvenfélaginu og söng með kirkjukórnum í tugi ára. Allt sem hún tók sér fyrir hendur vann hún af samviskusemi og alúð. Í rúm 30 ár höfum við búið hlið við hlið, garðarnir okkar legið sam- an. Börnin mín leikið sér jafnt hjá henni sem mér. Hún litið til með þeim og kennt þeim svo ótal margt. Aðstoðað mig við skírnarveislur, fermingarveislur, útskriftarveislur og afmæli. Og við unnið hlið við hlið, í fjósinu, við baggahirðingu, rúning, sauðburð, smalamennsku og svo mætti lengi telja. Hún tengdamóðir mín var mjög ljóðelsk kona og kunni mikið af ljóð- um og stökum og fór oft með þegar það átti við. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur drottinn þig við hönd. (G. J.) Okkar missir er mikill en mestur þó hjá tengdapabba þar sem þau hafa gengið götuna saman alla tíð. Guð blessi minningu hennar. Elínborg Sváfnisdóttir. Það er með söknuði og trega sem ég kveð kæra tengdamóðir mína. Það eru að verða 36 ár síðan ég fyrst kom í Hjallanes með vinkonu minni, sem seinna átti eftir að verða konan mín, og kynntist Ellu tengda- móður minni. Svolítil spenna gerði vart við yfir að hitta fjölskylduna hennar í fyrsta sinn. Það var þó óþarfi að kvíða því, frá fyrstu stundu var ég boðinn velkominn, og svo hefur verið alla daga síðan. Vafalaust hafa þau Ella og Maggi hugsað sitt um þennan pilt, sem dóttirin kom heim með, en þessi fyrstu kynni voru eins og það sem á eftir kom, hlýja og vinsemd frá fyrstu stundu. Þær hafa verið margar ferðirnar í Hjallanes síðan þá. Fyrir 20 árum fórum við fram á að fá blett til að reisa okkur sumarhús og var það auðsótt mál, Ella og Maggi fögnuðu því að við fyndum okkur samastað í sveitinni sem við höfðum notið að heimsækja reglulega mörg árin á undan, og hvöttu okkur og aðstoð- uðu á allan hátt við að byggja okkur ból þar. Ella kallaði sumarlandið okkar oft sælureit, hún dáðist að trjágróðrinum, sem þar óx smátt og smátt upp og margar trjáplöntur, sem hún hafði komið á legg vaxa þar vel núna. Í eitt af þeim skiptum, sem hún rölti yfir Bjallann, til að fylgjast með hvernig okkur gengi, þá varð henni að orði; „þetta er nú meira hulduselið“. Við gripum þetta á lofti og þar með var nafnið komið á sælureitinn okkar. Öll kynni mín af Ellu hafa verið á einn veg, hún hugsaði fyrst um aðra, hlúði að öllu og öllum, jafnt fjölskyldu sinni og ferfættu vinun- um, sem hún annaðist af natni og líknaði þegar eitthvað bar út af. Einstakt var að fylgjast með henni hlúa að litlum veikburða lömbum eða hjúkra slösuðu tryppi til heilsu. Hún virtist hafa læknishendur. Alltaf átti hún nýbakaðar pönnu- kökur eða kleinur, sem hún vissi að mér þóttu góðar með kaldri mjólk, og ekki var hún ánægð nema við vildum eitthvað þiggja ofan í okkur þegar við kíktum við. Kveðjuorðin hennar til okkar hafa undanfarin ár verið „þakka ykkur fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur“. Mig langar að snúa þeim aðeins við og segja: Elsku Ella mín, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert. Það hefur verið einstaklega dýr- mætt að fá að kynnast þér og eiga með þér samleið um svo langan tíma. Hjartans þakkir fyrir allt. Hallgrímur Óskarsson. Kær mágkona mín er nú fallin frá. Ég vil þakka henni fyrir allar góðar stundir, móttökur og góð- gerðir. Með þessu ljóði vil ég kveðja Ellu. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinir þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum ró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma, sofðu í sælli ró. Guð geymi þig, kæra Ella. Ég votta Magga, Pálínu, Bryn- dísi, Kjartani, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum mína innilegustu samúð. Jónína. Elsku Ella amma er dáin. Það er skrítið að hugsa til þess að Ella amma, eins og við kölluðum hana alltaf, sé ekki lengur í sveitinni þeg- ar við komum þangað. Hún var allt- af svo hlý og góð við okkur. Hún bakaði oft pönnukökur handa okkur og sagði okkur að við ættum að vera duglegir að drekka mjólk svo við yrðum sterkir og stór- ir. En við eigum margar góðar minn- ingar úr Hjallanesi hjá Ellu ömmu og Magga afa, en við geymum það vel í hjartanu okkar. Með þessu ljóði viljum við minnast Ellu ömmu og þakka allt gott alltaf. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn í leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: Hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Maggi afi, Pálína, Bryndís, Kjartan og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Minningin um Ellu ömmu er ljós í lífi okkar. Fjölnir, Birkir, Aron og Sindri, Hveragerði. Elsku amma. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn og þó svo að allar góðu minning- arnar um þig lifi í hugum okkar og hjörtum finnst okkur þetta ósköp sárt. Í uppvexti okkar systkina varst þú alltaf til staðar. Óþreytandi að skot- tast með okkur á eftir þér við hús- verkin og baksturinn, í fjósinu að gefa kálfunum, fram í dal að kíkja á plönturnar og borða villijarðarber, niður í laugar að busla í heitu laug- unum, fram á Gilshól í berjamó og úti á túni að raka dreifina. Alltaf leyfðir þú okkur að gramsa í gömlu fötunum uppi í geymslu og héldum við þar ófáar tískusýningarnar í gömlum fermingarkjólum eða öðru sem fyrirfannst. Þér fannst gaman að spila og sátum við tímunum sam- an og spiluðum marías, gömlujómfrú og lönguvitleysu og þú leyfðir okkur yfirleitt að vinna. Þú máttir ekkert aumt sjá, hjúkraðir og annaðist óteljandi heimalinga, kettlinga, fol- öld og meira að segja munum við eftir músum og fiskum í stórum hvít- um stampi úti í mjólkurhúsi sem þú hjálpaðir okkur að hugsa um. Á sumrin var alltaf mikið fjör hjá okk- ur þegar krakkarnir komu í sveitina til þín, sumir þeirra komu ár eftir ár enda leið þeim vel hjá ykkur afa. Þér féll aldrei verk úr hendi og nutum við góðs af því þar sem þú kenndir okkur að greiða, tægja, kemba og spinna ull, prjóna, hekla og sauma út. Þú sást líka ævinlega til þess að okkur yrði ekki kalt því að iðulega gaukaðir þú að okkur ull- arvettlingum og sokkum á köldum vetrardögum. Við lærðum að leika okkur í búleik með leggi, kjúkur og kjamma eins og þú lékst þér sem lítil stelpa og þú hjálpaðir okkur að búa til ófá drullubúin frammi í skurði. Það er skrítið til þess að hugsa að í næstu heimsókn í sveitina verður þú ekki til staðar, elsku amma okk- ar, til þess að bjóða okkur heitt kakó og nýbakaðar pönsur, segja okkur sögur úr sveitinni og biðja okkur að fara varlega í veröldinni. Við viljum kveðja þig með bæninni sem þú kenndir okkur og fórst svo oft með þegar við vorum lítil. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Góða nótt (Sveinbjörn Egilsson) Anna Elín, Elsa Dóróthea, Kristín Rós (Kiddí), Sig- urlinn og Magnús Grétar. Hún Ella í Hjallanesi var móð- ursystir okkar. Því miður njótum við nærveru hennar ekki framar, en kveðjum hana í dag með söknuði og eftirsjá. Foreldrar okkar settust að í Reykjavík fljótlega eftir stríð og því ólumst við systkinin upp á mölinni. Ella frænka og Magnús eiginmaður hennar tóku hins vegar við búi ömmu og afa í sveitinni og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Halldóra amma bjó hjá þeim svo lengi sem hún lifði og naut þar kærleiksríkrar umhyggju dóttur sinnar. Við á Sogaveginum fórum oft með foreldrum okkar í bíltúr austur yfir fjall að heimsækja frændfólkið í Hjallanesi. Stundum fengum við að dvelja þar nokkra daga og áttum þá að reyna að vera hjálpleg við störfin á bænum, heyskapinn og að klappa kálfunum. Ella var okkur alltaf sér- lega góð og sinnti okkur af mikilli samviskusemi eins og hún reyndar gerði við alla gesti og gangandi, bæði menn og málleysingja. Það tíðkaðist sjaldan að gera boð á undan sér þegar farið var að Hjallanesi. Alltaf var okkur samt tekið með útbreiddum faðmi og á mettíma hafði eldhúsborðið verið hlaðið kökum og alls kyns kræs- ingum. Þar fengum við að bragða heimatilbúinn sveitamat eins og hann gerist bestur og að drekka spenvolga nýmjólk sem hvorki hafði verið gerilsneydd né fitusprengd. Þar kynntumst við af eigin raun ilminum af nýslegnu heyi og horfð- um á kálfana og lömbin koma í heiminn. Einnig sáum við hvernig frænka okkar gekk ósérhlífin til allra verka og var sístarfandi frá morgni til kvölds. Hún var alltaf sannur dýravinur og tók það mjög nærri sér ef eitthvað fór úrskeiðis hjá þeim eða þegar sláturtíðin stóð yfir. Tilfinningar sínar reyndi hún ekki að fela og felldi stundum tár vegna þeirra dýra sem fengu of skamman líftíma. Oftar var þó stutt í glettni og grín þegar allt gekk sinn vanagang. Við komum til með að sakna frænku okkar og heimsóknanna til þeirra heiðurshjóna í Hjallanesi. Við munum líka sakna þess að heyra blíðan málróm hennar og fallega söngrödd. Hins vegar munu margar hugljúfar minningar frá samveru- stundum lifa með okkur. Magnúsi eiginmanni hennar, börnum og öll- um afkomendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin á Sogavegi 78. Elskuleg föðursystir mín er nú fallin frá. Rifjast nú upp margar góðar minningar. Stórt og hlýtt faðmlag, koss á kinn og gleði skein úr augunum hennar Ellu frænku þegar við litum við hjá henni og Magga í Hjallanesi. Það var gott að finna að maður var hjartanlega vel- komin í bæinn til þeirra. Hún Þórunn Inga eldri dóttir okkar naut góðs af velvild Ellu og Magga þegar hún fékk að dvelja hjá þeim og kynnast sveitinni. Hún tal- ar ennþá um þessa dvöl sína í Hjallanesi og þau ævintýri sem hún upplifði þar. Ég hugsa til þess tíma þegar pabbi minn féll frá, þá voru ferðir mínar og mömmu austur í Lands- sveit ansi margar Fyrst ekið að Skarði, leiðið snyrt, tendrað ljós, síðan ekið heim að Hjallanesi til Ellu og Magga. Margar stundir sát- um við og spjölluðum og alltaf gaf hún Ella mín sér tíma fyrir okkur. Í ágústbyrjun 1986 ákváðum við hjónin að yngri dóttir okkar yrði skírð í Skarðskirkju. Þegar fallegri skírnarathöfn var lokið og við vor- um að undirbúa akstur í bæinn þá tók Ella ekki annað í mál en allir kirkjugestir uþb. 30 manns, kæmu heim til hennar að Hjallanesi og þægju hressingu fyrir bíltúrinn í bæinn. Þegar að Hjallanesi kom biðu eftir okkur uppdekkuð borð, hádegisverður, kaffi og kökur. Því er seint fullþakkað allt hennar ör- læti. Svona var hún Ella okkar, allt- af tilbúin að gefa og gleðja. Ekki þreyttust þau Ella og Maggi á að fylgja okkur yfir í fjósið til að líta á kýrnar. Við höfðum alveg ein- staklega gaman af því að fylgja Elsa Dóróthea Pálsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.