Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 39

Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 39 Pólitísk þýðing H vaða pólitíska þýðingu hefur það ef Jón Baldvin Hannibals- son hefur rétt fyrir sér um það, að enn ein tilraun vinstri manna til sameiningar hafi mistekizt? Það hefur mikla pólitíska þýðingu. Samfylkingin hefur haldið því fram, að hún væri hið nýja pólitíska forystuafl á vinstri kant- inum. Það er bara rangt. Ef um slíkt afl er að ræða eru það Vinstri grænir. Það er engin ástæða til að velta því fyrir sér, hvort kona geti hugsanlega orðið forsætisráðherra á Íslandi í fyrsta sinn. Það er ekki í spilunum í þessu sam- hengi. Ef ríkisstjórn yrði mynduð á vinstri kant- inum með stuðningi Framsóknarmanna eða Ís- landshreyfingarinnar er Steingrímur J. Sigfússon hið augljósa forsætisráðherraefni slíkrar ríkisstjórnar – ekki Ingibjörg Sólrún. Að vísu er ósennilegt að Framsóknarmenn mundu taka þátt í slíkri ríkisstjórn nema undir forsæti formanns Framsóknarflokksins en þá tegund af ríkisstjórn, sem hér sat 1978 til 1979 telur Jón Baldvin í Lesbókargrein sinni verstu ríkisstjórn lýðveldisáranna. Hugmyndir hans um ríkisstjórn á vinstri kantinum með stuðningi Íslandshreyf- ingarinnar virðast ekki vænlegar um þessar mundir vegna þess að samkvæmt síðustu könn- unum er fylgi Íslandshreyfingarinnar ótrúlega lítið en það kann að breytast. En jafnframt er nokkuð ljóst, að reynist Sam- fylkingin á fallanda fæti, sem hið mikla samein- ingarafl vinstri manna, fer að kvarnast úr þeim flokki. Gamlir stuðningsmenn Alþýðuflokksins hafa lengi haft hægt um sig í Samfylkingunni enda verið ýtt út í kuldann. Þeir sem sátu kynn- ingarfund flokksins um efnahagsmál fyrir nokkr- um dögum segja, að þar hafi Alþýðuflokkurinn risið upp á ný til þess að hlusta á einn af sínum gömlu leiðtogum, Jón Sigurðsson, sem olli þeim ekki vonbrigðum. Það er ekki hægt að útiloka að sá armur Sam- fylkingarinnar fari sína leið ef kosningaúrslitin verða á þann veg, sem kannanir benda til og taki höndum saman við fólk eins og Ómar Ragn- arsson og Margréti Sverrisdóttur. En eftir sitji gamlir félagar úr Kvennalista og Alþýðubandalagi. Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðu- flokksins hefur gengið inn á hið pólitíska svið á ný og með talsverðum þunga. Það er af og frá að hægt sé að líta svo á, að hann hafi verið í hlut- verki einhvers sérfræðings og ráðgjafa í efna- hagsmálum á kynningarfundi Samfylkingarinn- ar. Hér var um að ræða pólitíska endurkomu Jóns Sigurðssonar. Nái Samfylkingin því að komast í ríkisstjórn að kosningum loknum munu margir verða til þess að þrýsta á um að Jón Sig- urðsson verði einn af ráðherrum flokksins í slíkri ríkisstjórn, sem lítill stuðningur verður við innan þingflokks Samfylkingar. Þar er fólk, sem sjálft vill fá ráðherrastól. Samstarf þeirra Jóns Baldvins Hannibalsson- ar og Jóns Sigurðssonar var einn mesti styrkur Alþýðuflokksins á sínum tíma. Þeir bættu hvor annan upp. Bókaumsagnir Jóns Baldvins hér á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga og vik- ur benda ekki til þess, að hann sé setztur í helg- an stein í pólitík, miklu fremur að hann bíði eftir tækifæri, sem kann að opnast fari kosningarnar á þann veg, sem kannanir benda til. Það eru ekki uppi háværar raddir innan Sjálf- stæðisflokksins um samstarf við Samfylkingu í ríkisstjórn að kosningum loknum. En slíkt er þó ekki hægt að útiloka. Einn af þeim sem aug- ljóslega hallast að slíku samstarfi er Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks- ins og nú ritstjóri Fréttablaðsins. Þetta má lesa út úr skrifum Þorsteins í blaði hans og þá jafn- framt að hann hallist æ meir að því að Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Kannski er samhengi þarna á milli. En að vísu er grundvallarmunur á sjónarmiðum Þorsteins og Samfylkingarmanna, þegar kemur að ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á fiski- miðunum. Þorsteinn Pálsson, sem er einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrár- nefnd átti meiri þátt í að það ákvæði var ekki tekið upp í tillögur nefndarinnar en menn hafa almennt áttað sig á og var í þeim efnum sam- kvæmur sjálfum sér. Það bendir margt til þess, að hið mikla sam- einingarafl vinstri manna, Samfylkingin, muni splundrast á næstu misserum ef kosningaúrslitin sýna, að Jón Baldvin hafi rétt fyrir sér og að flokknum hafi mistekizt ætlunarverk sitt. Aðild að ríkisstjórn gæti frestað því en sennilega ekki komið í veg fyrir það, þegar til lengri tíma er lit- ið. Alþýðuflokkurinn er enn til og gæti öðlast nýtt líf og einhver brot úr Samfylkingu gengið til liðs við Vinstri græna. Margir hafa haft það á tilfinningunni, að kosn- ingarnar í vor gætu leitt til umskipta í íslenzkum stjórnmálum. Þau umskipti gætu hins vegar orð- ið á annan veg en flestir hafa talið hingað til. Leiði kosningaúrslitin í ljós, að „tilraunin um sameiningu jafnaðarmanna hafi enn einu sinni mistekizt“, eins og fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins ýjar að í Lesbókargrein í dag, yrðu það mikil pólitísk tíðindi. » Það eru vísbendingar um að ástandið í forystusveit Sam-fylkingarinnar sé eitthvað í ætt við það, sem var í Sjálfstæð- isflokknum undir lok áttunda áratugarins og í byrjun þess ní- unda, sem braust fram eins og menn muna í myndun ríkisstjórnar Gunnars heitins Thoroddsens, þegar nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins studdu þá stjórnarmyndun. rbréf Morgunblaðið/Árni Sæberg Af landsfundi Samfylkingarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.