Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 103. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is VINDGANGUR HEIÐRÚN PÁLSDÓTTIR HEFUR SIGLT F́RÁ NÍU ÁRA ALDRI >> 19 HJÓNABANDSGLÆPIR ERU SÁLFRÆÐIDRAMA KASSASTYKKI Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU >> 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MEÐ nýjum lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþing- ismanna og hæstaréttardómara, sem tóku gildi 30. desember 2003, var eftirlaunaréttur æðstu ráða- manna rýmkaður umtalsvert. Þeir geta til dæmis farið á eftirlaun 55 ára að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Samkvæmt upplýsingum frá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins þáðu 186 fyrrverandi alþingismenn og 39 fyrrverandi ráðherrar laun samkvæmt þessum lögum 2006. Samsvarandi tölur árið 2005 voru 194 alþingismenn og 39 ráðherrar og 199 alþingismenn og 37 ráð- herrar árið 2004. Eftirlaunalögin hafa alla tíð verið umdeild og sér- staklega hefur verið gagnrýnt að viðkomandi geta farið í annað launað starf hjá hinu opinbera samfara því að njóta eftirlaunagreiðslna. Engu að síður hefur ekki náðst samstaða á Alþingi um breytingar á lögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, lýsti því yfir í setningarræðu sinni á lands- fundi flokksins um helgina, að hún ætlaði að beita sér fyrir því að lögum um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins yrði breytt og eftirlauna- réttur þeirra yrði lagaður betur að því sem almennt gerist hjá rík- isstarfsmönnum. Hægt að breyta Í um tveggja ára gömlu lögfræði- áliti, sem Halldór Ásgrímsson, þá- verandi forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, hafði frumkvæði að að láta vinna í samráði við forseta Alþingis og fjár- málaráðuneytið kemur meðal ann- ars fram að hægt sé að breyta lög- unum um eftirlaun æðstu embættismanna, en varhugavert sé að breyta lífeyrisréttindum sem þegar hafi öðlast gildi, vegna eign- arréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Auk þess sé rétt að veita ákveðinn aðlögunartíma varðandi lífeyrisrétt- indi sem ekki hafi tekið gildi. Í lok apríl 2005 sagði Halldór Ás- grímsson við Morgunblaðið að hann teldi rétt að forsætisnefnd fjallaði um málið og hann væri þeirrar skoð- unar að almenna reglan ætti að vera sú að eftirlaun fengju aðeins þeir sem ekki væru í fullu starfi. „Þetta mál var flutt af fulltrúum allra flokka og ég tel nauðsynlegt að breytingar á því séu jafnframt gerð- ar með samþykki annaðhvort þess- ara sömu fulltrúa eða annarra full- trúa flokkanna.“ Álitsgerðin kom til umræðu í forsætisnefnd Alþingis í nóvember 2005 og um málið var spurt á fundi nefndarinnar í apríl í fyrra. Síðan hefur málið ekki verið rætt í nefndinni. Drög að frumvarpi Á fundi formanna þingflokka í desember 2005 lagði Halldór Ás- grímsson fram drög að frumvarpi um breytingu á lögunum um eft- irlaun æðstu embættismanna og byggðist það á lögfræðiálitinu. Sól- veig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sagði í umræðum um málið á Alþingi fyrir um ári að formenn stjórn- arandstöðuflokkanna hefðu talið að of skammur tími hefði verið til að ljúka málinu fyrir jólahlé 2005 auk þess sem efniságreiningur hefði ver- ið um frumvarpsdrögin. Samstaða um málið hefur ekki enn náðst. Ekki samstaða um breytingar AÐ MINNSTA kosti 33 menn lágu í valnum eftir skotárás í heimavist og kennslustofum há- skóla í Virginíuríki í gær. Er þetta mannskæð- asta skotárás í nútímasögu Bandaríkjanna. Talið er að einn maður hafi verið að verki. Hann fyrirfór sér eftir að hafa orðið 32 að bana. Fregnir hermdu að maðurinn hefði beitt tveimur skammbyssum og lokað kennslubygg- ingu skólans með keðjum til að hindra að nem- endur og starfsmenn skólans kæmust út. Ekki var greint frá nafni morðingjans og ekki var vitað hvort hann var nemandi í skól- anum. The Washington Post hafði eftir einum nemendanna að morðinginn hefði virst undir tvítugu. Hann hefði ruðst inn í skólastofu og hleypt þrjátíu sinnum af byssu á einni og hálfri mínútu, fyrst skotið kennarann í höfuðið og síðan nemendur. „Hann var grafalvarlegur á svipinn og rólegur.“ Dagmar K. Magnúsdóttir, sem er í doktors- námi við háskólann, sagðist hafa orðið vör við rás atburða er yfirmaður deildarinnar kom inn í skólastofuna til að segja öllum að þeir mættu ekki fara út úr byggingunni. Þeim hefði verið að sagt að læsa sig inni í stofum eða skrif- stofum byggingarinnar. „Sem við gerðum og við vorum þar þangað til okkur var hleypt út. Við vorum þar í um klukkutíma eða einn og hálfan,“ sagði hún. Aðspurð sagðist hún enn vera að átta sig á því hvað hafði gerst. „Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta var mikið fyrr en ég kom út úr skól- anum. Það voru allir læstir inni og enginn mátti gera neitt eða fara neitt.“ Dagmar sagði vopnaða lögreglumenn hafa umkringt bygginguna. Hún sagðist ekki vita til þess að neinn af vinum og kunningjum hennar í skólanum hafi særst eða látið lífið í blóðsúthell- ingunum. AP Morðæði Lögreglumenn bera sært fólk út úr kennslubyggingu tækniháskóla í Virginíu í Bandaríkjunum eftir skotárás í gær. Hermt er að árásarmaðurinn hafi beitt tveimur skammbyssum. Minnst 33 lágu í valnum Eftir Boga Þ. Arason og Jón Pétur Jónsson  Mannskæðasta skotárás | Miðopna LÆKKUN virðisaukaskatts á mat- vælum virðist ekki ætla að skila sér í verðlækkunum hjá veitinga- og kaffihúsum. Þetta kemur fram í töl- um Hagstofunnar. Verðlag á kaffi- og veitingahúsum lækkaði ekkert í mars þrátt fyrir lækkun virðis- aukaskatts og í aprílmælingunni kemur fram örlítil hækkun. Verð á skyndibita hefur hins vegar lækk- að, svo og verð í mötuneytum. | 6 Engin verðlækkun                !                "#$ "%$ "&$ "'$ "($ ""$ ) *   +    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.