Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is AUÐNUTITTLINGUR var orpinn fyrir síðustu helgi við ónefndan bæ norður í Aðaldal. Hreiður hans er á grenigrein um einn metra frá jörðu. Séra Sigurður Ægisson, sem sjálfur er í barneignarleyfi, vitjaði auðnu- tittlingsfrúarinnar „á sængina“ og sá að fjögur egg voru komin í hreiðr- ið. Að sögn Yanns Kolbeinssonar, líf- fræðings hjá Náttúrustofu Suður- lands, er ekki óalgengt að varp fyrstu auðnutittlinga hefjist þegar vika er liðin af apríl. Gildir þá einu hvort þeir eru norðanlands eða -sunnan. Hann taldi að egg auðnu- tittlinganna væru um þrjár vikur að klekjast. Fleiri fuglategundir hefja varp snemma vors og nefndi Yann hrafna og þresti í því sambandi. Fyrstu svartþrestirnir eru lagstir á en þeir fyrstu hófu varp fyrir viku til tíu dögum á höfuðborgarsvæðinu. Svartþröstum hefur fjölgað talsvert á höfuðborgarsvæðinu á und- anförnum árum. Þá verpa skóg- arþrestir einnig snemma og sagði Yann að finna mætti hreiður skóg- arþrasta sem fullorpið væri í fyrir 20. apríl. Aprílvarp í Aðaldal Ljósmynd/Sigurður Ægisson Á hreiðri Auðnutittlingur í Aðaldal. BÆÐI Normund Mieziz og Héðinn Steingrímsson, efstu menn á alþjóð- lega skákmótinu Reykjavík Interna- tional – minningarmótinu um Þráin Guðmundsson, gerðu jafntefli í gær. Jón Viktor Gunnarsson lagði á hinn bóginn andstæðing sinn, hina ind- versku Subbaraman Vijayalakshmi og komst þar með upp að hlið Héðins í 2.–4. sæti. Jón Viktor og Héðinn hafa 4½ vinning en Mieziz er með 5 vinninga. Alls verða tefldar níu um- ferðir og lýkur mótinu á fimmtudag. Jón Viktor og Héðinn munu etja kappi í sjöundu umferð sem fram fer í dag en Mieziz teflir við Skotann John Shaw sem hefur 4½ vinning líkt og þeir Jón Viktor og Héðinn. Hinn ungi og efnilegi skákmaður Sverrir Þorgeirsson tapaði sinni fyrstu skák í gær og er með 2½ vinn- ing. Spenna eykst á skákmóti ♦♦♦ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÍSLENSK erfðagreining setti í gær á markað fyrsta erfðaprófið sem getur greint hvort fólk eigi á hættu að fá sykursýki 2, svonefnda fullorðinssyk- ursýki. Þetta er jafnframt fyrsta varan sem fyr- irtækið setur á almennan markað. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, boðar að fleiri erfðapróf sem greina hættu á öðrum sjúkdómum komi á markað innan tíðar og ekki sé ólíklegt að eitt þeirra muni greina áhættu á blöðruhálskrabba- meini. Hvert próf sem greinir erfðafræðilega áhættu á sykursýki 2 kostar 500 bandaríkjadali sem jafn- gildir tæplega 33.000 íslenskum krónum. Læknar um allan heim geta sent blóðsýni úr skjólstæðing- um sínum til höfuðstöðva Íslenskrar erfðagrein- ingar í Reykjavík þar sem prófið er framkvæmt. Líkurnar á að fá sykursýki 2 fara bæði eftir um- hverfislegum þáttum og erfðum. Þannig er fólk sem er of feitt í áhættuhópi og einnig fólk með til- tekna erfðafræðilega eiginleika. Í samtali við Morgunblaðið í gær benti Kári á að talið væri að um 7% fólks í hinum vestræna heimi væru með sykursýki 2. Með prófinu væri kannað hvort einstaklingur hefði ákveðinn erfðabreyti- leika en hann yki líkur á að við- komandi fengi sykursýki 2. Væru báðir foreldrar með þennan erfðabreytileika tvö- földuðust líkurnar á að barn þeirra fengi þennan sjúkdóm. Þá hefði það verið leitt í ljós að hefði fólk þennan erfða- breytileika brygðist það betur en aðrir við breytingum á lífs- stíl. Með því að taka prófið gæti fólk í áhættuhópum gengið úr skugga um hvort það ætti á hættu að þróa með sér þennan sjúkdóm og brugðist við í samræmi við niðurstöðuna. „Þú getur hreyft þig meira og þú getur borðað minna og þú getur meira að segja tekið lyf sem minnka líkurnar á því að þú fáir sykursýki 2,“ sagði Kári. Skapi umtalsverðar tekjur Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun í framleiðslu erfðaprófa en að sögn Kára er prófið sem Íslensk erfðagreining setti á markað í gær þó líklega fyrsta erfðatæknilega prófið sem hægt er að nota til að meta hættuna á flóknum erfðafræði- legum sjúkdómum, þ.e. þegar erfðir og umhverf- isþættir spila saman. Á vef Íslenskrar erfðagreiningar, www.- decode.is, er ítarlega fjallað um þær rannsóknir sem liggja að baki erfðaprófinu. Þar kemur einnig fram að með aukinni velmegun og aukinni tíðni of- fitu hafi sykursýki 2 orðið eitt stærsta heilbrigð- isvandamál vestrænna landa. Alls séu um 200 millj- ónir manna með þennan sjúkdóm og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin geri ráð fyrir að árið 2025 verði fjöldinn kominn í 300 milljónir. Er jafnvel tal- að um faraldur í þessu sambandi. Um 5.000 ein- staklingar hafa verið greindir með sykursýki af gerð 2 hér á landi. Miðað við þetta mætti ætla að töluverður áhugi væri á erfðaprófinu en aðspurður sagðist Kári ekki geta sagt fyrir hversu mörg próf fyrirtækið gæti hugsanlega selt á ári. „Ég skal segja þér hvað ég reikna með að selja mörg svona próf á ári í lok þessa árs, ég get ekki gert það fyrr. Það er það lítið af svona erfðaprófum á markaði í dag að það er erfitt að gera áætlanir,“ sagði hann. Hann byggist þó við því að prófið myndi í framtíðinni skapa umtalsverðar tekjur fyr- ir fyrirtækið. Á næstu 12 mánuðum hyggst Íslensk erfða- greining setja nokkur erfðapróf á markað. Kári vildi ekki greina frá því hvaða sjúkdómum þau tengdust en sagði ekki ólíklegt að eitt þeirra myndi meta áhættu á blöðruhálskrabbameini. Selur próf fyrir sykursýki 2 Kári Stefánsson FULLTRÚAR frá Tryggingamið- stöðinni, tryggingafélagi RARIK, hafa verið að kanna svæðið þar sem aurflóðið féll á Sauðárkróki á sunnu- dagsmorgun. Samkvæmt upplýsing- um frá forstjóra fyrirtækisins liggur ekkert fyrir enn hvað skaðabóta- skyldu varðar og verður málið skoð- að nánar á næstu dögum. Hreinsunarstarf hélt áfram á Sauðárkróki í gærdag og lauk vinnu stórvirkra vinnuvéla um kvöldmat- arleytið. Búið er að tæma alla kjall- ara sem flæddi inn í en hreinsunar- vinna mun halda áfram næstu daga. Að sögn Jóns Arnar Berndsen, bæj- arverkfræðings hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, er enn erfitt að henda reiður á tjóninu sem hlaust af en ljóst að íbúðarhús skemmdust tölu- vert auk innanstokksmuna. Aðveitupípan frá 1949 Aðveitupípan sem gaf sig var lögð árið 1949 og því komin til ára sinna. Því vaknar sú spurning hvort fleiri pípur séu álíka gamlar og hvort hætta sé á að einhverjar gefi sig. Aðspurður sagði Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku sem eru samtök orku- og veitufyrir- tækja, að hann reiknaði með að ástand vatnspípna væri skoðað reglulega og ekki hefði verið rætt um hvort kanna þyrfti fleiri lagnir. Pípan gaf sig um klukkan níu en skömmu áður höfðu starfsmenn frá RARIK grafið í sundur háspennu- línu með þeim afleiðingum að raf- magn fór af bænum. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði að síðan hefði hafist keðjuverkun. Í kjölfarið hefði Gönguskarðsvirkjun slegið út og við það hefði myndast þrýstingur í pípunni, sennilega vegna þess að þrýstijöfnunarloki hefði brugðist. Aðspurður sagði Tryggvi að erfitt hefði verið að koma í veg fyrir flóðið og ekki hefði verið hægt að sjá þessa röð atvika fyrir. Ljóst er að milljónatjón varð á húsum og innanstokksmunum og líf margra íbúa sett úr skorðum í bili. Mest er þó um vert að ekki varð manntjón í þessu fyrirvaralausa aurflóði en það hlýtur að teljast mik- il mildi. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var ungt barn sofandi úti í barnavagni þegar flóðið skall á en fyrir tilviljun hafði móðir þess haft vagninn fyrir framan húsið en ekki við útidyrnar eins og venju- lega. Ef vagninn verið á hefðbundn- um stað má gera ráð fyrir að flóðið hefði hrifið hann með sér og hefði þá varla þurft að spyrja að leikslokum. Skaðabótaskyldan óljós Mokað Hreinsunarstarf hélt áfram á Sauðárkróki í gærdag og var grófri vinnu að mestu lokið undir kvöldið. Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson Nafir Aurflóðið steyptist niður Nafirnar sem eru nyrst í kaupstaðnum og þaðan í sjó fram. Flóðið hafnaði á sjö íbúðarhúsum og olli verulegum skemmdum á sumum þeirra. Tveir bílar urðu fyrir flóðinu en menn sluppu. UPPTÖKUR úr eftirlitsmyndavéla- kerfi dugðu ekki til að sakfella 37 ára gamlan karlmann sem grunaður var um að hafa stolið tveimur fartölvum úr verslunum BT, samtals að verð- mæti 360.000 krónur. Í báðum tilvikum náðust myndir af afbrotunum á eftirlitsmyndavéla- kerfi búðanna og þótt dómnum þætti líklegt og jafnvel mjög sennilegt að ákærði hefði verið þar á ferðinni tækju upptökurnar ekki af öll tví- mæli um það. Maðurinn var handtekinn í kjölfar þjófnaðar á þriðju fartölvunni og taldi lögreglumaður sem rannsakaði fyrsta þjófnaðinn að hann þekkti hann á upptökunum, bæði andlit hans og klæðnað. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagði m.a. að hugsan- lega ætti hann tvífara hér á landi. Þar sem allur vafi fellur sakborningi í hag var hann sýknaður. Upptökur dugðu ekki ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.