Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Erfðapróf á markað  Nú hefur verið sett á markað fyrsta erfðaprófið sem getur greint hvort fólk eigi á hættu að fá syk- ursýki 2. Íslensk erfðagreining stendur á bak við vöruna en þetta er jafnframt fyrsta varan sem fyr- irtækið setur á almennan markað. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, boðar að fleiri erfðapróf sem greina hættu á öðrum sjúkdómum komi á markað innan tíðar. » 2 Veitingar lækkuðu ekki  Lækkun virðisaukaskatts á mat- vælum virðist ekki ætla að skila sér í verðlækkunum hjá veitinga- og kaffihúsum. Þetta kemur glöggt í ljós sé nýbirt vísitala neysluverðs og undirvísitölur skoðaðar. Þar má sjá að matar- og drykkjar- vöruliður vísitölunnar hefur lækkað úr 136,8 stigum í jan- úar í 125,7 stig nú í apríl, þar af um 1,1 stig milli síðustu tveggja mánaða. » 6 Blóðbað í Virginíu  Vopnaður maður hóf skothríð á stúdentagarði og í kennslustofu há- skóla í Virginíu í Bandaríkjunum í gær og varð 32 manns að bana í mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna. Árásarmað- urinn lét einnig lífið, þannig að alls lágu 33 í valnum, en ekki var ljóst hvort hann fyrirfór sér eða lög- reglumenn skutu hann. » Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Opinn gluggi … Ljósvaki: En fyrst þetta … Forystugreinar: Blogg og nafnleynd og Íraskir flóttamenn Af listum: Kurt er fluttur UMRÆÐAN» Fyrning kynferðisbrota … Borgarstjórinn og valdið Frelsi og fjölbreytni … Fjármagnstekjuskatt á lífeyri …? 3" $:#% - #* $ ;##2# 8 #  /  / /  / /  /     /  / /  /  / , 5 8 % /  /  /  / /  /   <=661>? %@A>6?B;%CDB< 51B1<1<=661>? <EB%5#5>FB1 B=>%5#5>FB1 %GB%5#5>FB1 %9?%%B2#H>1B5? I1C1B%5@#IAB %<> A9>1 ;AB;?%9*%?@161 Heitast 9 °C | Kaldast 3 °C  SV 5–10 metrar á sekúndu og smáél eða skúrir um landið vest- anvert, bjartviðri að mestu eystra. » 10 „Það er fyrirsjáan- leikinn sem gerir Forever heillandi,“ segir í jákvæðum dómi um nýjustu plötu Gus Gus. » 38 TÓNLIST» Gus Gus að eilífu TÓNLIST» Umsóknir á Airwaves óskast. » 36 „Myndin er sann- kallað augna- og eyrnakonfekt með glæsilegum skart- búningum,“ segir í mynddiskadómi. » 40 KVIKMYNDIR» Áhrifarík Antoinette SJÓNVARP» Sveppi, Auddi og Pétur leituðu að strákum. » 36 FÓLK» Richard Gere kyssti Bollywood-stjörnu. » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Britney: „Er ekki veröldin …?“ 2. KR-ingar Íslandsmeistarar … 3. Ó́ttast að Angelina vanræki … 4. 22 látnir í skotárás í Virginíu MIKIÐ hefur verið fjallað um hlýn- un andrúmsloftsins af völdum út- blásturs koltvíoxíðs og víst er að margir hafa nokkurt samviskubit vegna þeirrar koltvíoxíðsmengunar sem akstur bíla og flugferðir hafa í för með sér. Með því að taka þátt í nýju verkefni sem var hleypt af stokkunum í gær og greiða árlega andvirði u.þ.b. einnar áfyllingar á bensíntankinn eða 4–8.000 krónur, er hægt að friða samviskuna eitthvað en með því getur fólk, stofnanir og fyrirtæki látið gróðursetja trjá- plöntur sem jafna út koltvíoxíðs- mengunina. Verkefnið ber nafnið Kolviður og er frumkvæðið að því komið frá Fræbblunum, Skógræktarfélagi Ís- lands og Landvernd. Það var form- lega kynnt í Þjóðminjasafninu í gær og um leið var undirritaður sam- starfssamningur við bakhjarla verk- efnisins sem eru ríkisstjórn Íslands, Kaupþing og Orkuveita Reykjavík- ur. Vefsíðan www.kolvidur.is verður opnuð 15. maí og þar verður hægt að reikna út losun koltvíoxíðs vegna eigin samgangna, þ.e. með bílum og flugvélum, og jafnframt greiða fyrir tré sem verða gróðursett til að „kol- efnisjafna“ samgöngurnar en tré eru þeirrar náttúru að þau vinna kol- tvíoxíð (CO2) úr andrúmloftinu, binda kolefnið (C) og leysa súrefni (O2) út í andrúmsloftið. Um 20–40 plöntur duga fyrir útblæstri einka- bíls og um 10 plöntur jafna út út- blástur fyrir eina flugferð til útlanda. Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, sagði í gær að fyrst í stað yrði kolefn- isjafnað vegna aksturs bifreiða og flugferða en annað gæti bæst við. Þessi aðferð, að kolefnisjafna út- blástur, er alþjóðlega viðurkennd að- ferð og mun endurskoðunarfyrir- tækið KPMG hafa eftirlit með því að Kolviður bindi í raun það kolefni sem fólk greiðir fyrir. „Þeir sem skipta við Kolvið geta verið þess fullvissir að þeir verða kolefnisjafnaðir,“ sagði Magnús. Plönturnar sem verða gróðursett- ar verða af ýmsum tegundum. Fyrsta skógræktarland Kolviðar verður Geitasandur á Suðurlandi, skammt frá Hellu. Plantað fyrir bíla  Hægt er að kolefnisjafna notkun samgöngutækja með skóg- rækt  Kostar jafnmikið á ári og að fylla tankinn einu sinni Morgunblaðið/Þorkell Jafnar Það dugar að gróðursetja 20–40 plöntur fyrir einn bíl. Í HNOTSKURN » Hugmyndin að Kolviðikom frá hljómsveitinni Fræbblunum sem árið 2003 hélt minningartónleika um Joe Strummer, söngvara hljómsveitarinnar Clash, en hann hafði mikinn áhuga á loftslagsmálum. » Til að kolefnisjafna bíla-flotann þarf að gróður- setja árlega um sjö milljónir trjáplantna. KR-INGAR tryggðu sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla með því að sigra Njarðvík, 83:81, í framlengdum leik í Vesturbænum. Þeir unnu þar með einvígi liðanna 3:1. | Íþróttir Morgunblaðið/Sverrir KR-ingar Íslandsmeistarar Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LEIKARINN og leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson kemur til greina í hlutverk í næstu Harry Potter- mynd, Harry Potter and the Half-Blood Prince, sem frumsýna á í nóvember árið 2008. „Ég kynntist lítillega hand- ritshöfundi myndarinnar þegar ég var að læra úti í Bret- landi. Við höfum haldið smá sam- bandi og hann bað mig að koma í prufu fyrir hlutverkið,“ seg- ir Jón Páll sem er búinn að eiga í viðræðum og hitta aðila vegna myndarinnar. „Þau hafa sýnt mér áhuga og það er það eina sem ég get sagt í stöðunni. Ég get ekki tjáð mig um hlutverkið sjálft eða efni handrits- ins því það hvílir mikil leynd yfir öllu.“ Jón Páll segir að þetta góða tækifæri setji sig í erfiða stöðu því í maí eru áætlaðar vinnubúðir vegna Harry Potter-myndarinnar þar sem hann hittir aftur þá sem koma að henni en á sama tíma verður Partýlandið frumsýnt hér heima, verk sem hann leikstýrir og leikur í. „Ég segi nú ekki að ég myndi hafna hlutverki í stórmynd vegna anna á Íslandi. Harry Potter er stórkostlegt tækifæri ef af verður. Mér hefur ekki boðist svona stórt hlutverk áður,“ segir Jón Páll og bætir við að hann sé ekki að setja stefnuna á Hollywood en grípi gull- in tækifæri ef þau bjóðast. Partýlandið er skrifað af Jóni Atla Jónassyni og verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins 26. maí sem lokaviðburður Listahátíð- ar í Reykjavík. „Þetta er alþýðu- skemmtun með leiknum atriðum, söng og dansi, hálfgerð þjóðhátíð eins og titillinn vísar til. Meðal leik- ara eru Erlingur Gíslason og Björn Thors. Ég og Jón Atli sjáumst líka á sviðinu og við eigum nú í við- ræðum við fræg andlit sem koma fram í eigin persónu,“ segir Jón Páll „Potter“. Boðið hlutverk í Harry Potter? Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter. Jón Páll Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.