Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al- þingis, og eiginmaður hennar, Krist- inn Björnsson, munu heimsækja Kali- forníu dagana 17.–23. apríl í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu. Með þeim í för verða þingmennirnir Sig- ríður Anna Þórðardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason, auk Helga Bernódussonar, skrif- stofustjóra Alþingis, og Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóða- mála. Um endurgjaldsheimsókn er að ræða en sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu heimsótti Alþingi á síðasta ári. Sendinefndin mun koma við í Los Angeles, Santa Monica, Monterey og San Francisco, auk höfuðborgarinnar Sacramento. Rætt verður við forseta efri og neðri deildar fylkisþingsins og ýmsa fylkisþingmenn, meðal annars nefndarformenn, leiðtoga meiri- og minnihluta þingsins og fleiri. Þess má geta að einn fylkisþingmaðurinn, Tom Torlakson, er af íslenskum ætt- um. Sendinefndin mun einnig funda með vararíkisstjóra Kaliforníu, yfir- manni heimavarna fylkisins, við- skiptaráðherra, sveitarstjórnar- mönnum, rektor og ýmsum prófessorum Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, sérfræðingum og háttsettum embættismönnum á sviði umhverfis- og orkumála og fulltrúum viðskiptalífsins. Þá mun sendinefndin hitta Helga Tómasson, listrænan stjórnanda San Francisco ballettsins. Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Kaliforníu Fáðu úrslitin send í símann þinn Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 20% afsláttur af stökum buxum Gott úrval www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Leggings Munstraðar sokkabuxur Stórar stærðir Nýtt kortatímabil Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Skyrtu-kragabolir Litir grænn og hvítur str. 42-56 Stofnfundur samtaka fyrrverandi vistfólks á upptökuheimilum, heimavisarskólum, barnaheimilum og einkaheimilum á vegum ríkis- og sveitarfélaga á árunum 1952-1980 verður haldinn í Laugarneskirkju sunnudaginn 29. apríl nk. kl. 20 Fyrrverandi vistfólk og nánustu aðstandur eru eindregið hvattir til að mæta. Stofnfundurinn er öðrum lokaður. Nánari upplýsingar veita Páll (pallielis@emax.is) og Víglundur (viglundur@hive.is) Undirbúningshópurinn Laugavegi 51, sími 552 2201 Sumargjöfina færðu hjá okkur Ný sending frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.