Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, SJÁÐU ALLAR DAUÐU FLUGURNAR Í LOFTLJÓSINU OG? HM HM HVAÐ ÆTLI SÉ Í SJÓNVARPINU? SVONA ER AÐ VERA PIPARSVEINN ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER MATUR SITTU BARA OG HORFÐU MEÐ MÉR... ÆI ÉG VEIT! ÉG KEM RÉTT BRÁÐUM! ÉG ÆTLA BARA AÐ KLÁRA AÐ HORFA Á ÞÁTTINN OKKUR TÓKST AÐ KOMAST ÚT Í GEIM! MARS, HÉR KOMUM VIÐ! ERTU VISS UM AÐ MARS SÉ Í ÞESSA ÁTT? TÓKST ÞÚ EKKI KORTIÐ MEÐ?!? Í STAÐ ÞESS AÐ KVARTA, ÞÁ ÆTTIR ÞÚ BARA AÐ VERA ÁNÆGÐUR MEÐ ÞAÐ AÐ ÉG KUNNI AÐ SAUMA! HITAKOSTNAÐURINN Á EFITR AÐ VERA HELMINGI LÆGRI! Í FYRRA GAF JÓLASVEINNINN MÉR EKKI NEITT! ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ HANN VISSI AÐ ÞÚ VARST BÚINN AÐ VERA ÓÞEKKUR ER HÆGT AÐ VERA EITTHVAÐ ANNAÐ? VIÐ VERÐUM Á FÁ KALLA TIL ÞESS AÐ SKILJA AÐ TRÚAR- BRAGÐASKÓLINN ER MIKILVÆGUR ÞAÐ ER ERFITT FYRIR MIG AÐ RÖKSTYÐJA ÞAÐ ÞEGAR ÉG FÓR EKKI SJÁLFUR ÞAÐ HEFÐI KANNSKI VERIÐ GOTT AÐ VITA ÞESSA HLUTI, EN ÉG GET EKKI SAGT AÐ ÞAÐ HAFI HAFT MIKIL ÁHRIF Á LÍF MITT AÐ KUNNA ÞÁ EKKI HVERNIG VEIST ÞÚ ÞAÐ? MJÖG GÓÐUR PUNKTUR PETER HEFUR TEKIÐ BLÓÐPRUFURNAR SÍNAR ÚR RANNSÓKNARSTOFU SMITHSONS... ÉG ER HEPPINN AÐ HANN NÁÐI EKKI AÐ SKOÐA BLÓÐIÐ MITT NÁNAR HANN HLÝTUR AÐ SJÁ AÐ BLÓÐIÐ MITT ER HORFIÐ YFIRSÁST PETER EITT MIKILVÆGT BLÓÐSÝNI? ÉG VERÐ AÐ BJARGA BLÓÐINU HANS PARKERS GUÐI SÉ LOF! ÞAÐ ER ENNÞÁ HÉRNA dagbók|velvakandi Sesar er týndur SESAR, norskur skógarköttur, fór að heiman frá Birkihvammi 16 hinn 5. apríl. Hann hefur ekki sést síðan. Vinsamlegast, ef þið hafið orðið vör við hann eða vitið um afdrif hans, haf- ið samband í síma 898-6815. Gleraugu týndust í Kolaportinu LÉTT kvenlesgleraugu með svartri rönd í kringum glerið týndust í Kola- portinu á laugardaginn, 14. apríl. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Friðbjörgu í síma 895-8139. Rusl í kirkjugarðinum í Hafnarfirði NÚ mætti hreinsa kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Rusl frá jólum er á víð og dreif um garðinn og ekki var hreinsað til fyrir páskana. Umsjónarmenn garðsins mættu taka kollega sína í Reykjavík sér til fyrirmyndar. Einn óánægður. Athugasemd til hundeigenda MÉR finnst gaman að horfa á hundana í göngutúrum. En það versta er þegar eigendurnir hreinsa ekki eftir þá. Á fáförnum götum eru hundeigendur oft kærulausir gagn- vart þrifnaði. Ég er mikill dýravinur en hundeigendur ættu að athuga þetta. Beta. Allir eiga rétt á framfærslu UM daginn birti Morgunblaðið mynd af fólki sem beið í röð eftir að fá mat- arhjálp frá Heimilishjálp, sem til húsa er í Eskihlíð. Vakti hún hjá mér spurningar um velferðarkerfið okkar og hvernig því er sinnt. Er yfirvöld- um stætt á því að sjá fólk bíða í röðum eftir ölmusu til að fá mat og aðstoð, þegar það er í landslögum að bær og ríki eigi að sjá um að þeir, sem ekki geta framfært sig sjálfir, eigi að fá framfærslu frá þjóðfélaginu? Er ekki hægt að kippa þessu í liðinn? Þetta eru ekki svo margar manneskjur sem þurfa á þessari hjálp að halda. Við hjálpum fólki út um allan heim og það er gott og blessað. En við getum ekki látið það fréttast að fólk bíði hér í bið- röðum eftir að fá í svanginn. Einar S. Jónsson. H&M til Íslands HVER ætli ástæðan sé fyrir því að fataverslunin Hennes&Mauritz (H&M) er ekki á Íslandi eins og víða erlendis? Er ekki einhver stórhuga kaupmaður sem myndi vilja taka þetta verðuga verkefni að sér? Ég sé fyrir mér gamla Ikeahúsið sem tilval- inn stað fyrir þessa hagkvæmu versl- un. Þriggja barna móðir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞEIR gleðja augað, hundarnir sem sjást trítlandi með eigendum sínum í bænum. Þessum fallega hvutta fannst gaman að hlaupa með hjóli eiganda síns á Hringbrautinni á dögunum. Morgunblaðið/Golli Úti með hundinn FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og VG í Sveitarfélaginu Skagafirði hafa sent frá sér eftirfarandi yf- irlýsingu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG fagna þeirri stefnubreytingu meirihluta Framsóknar og Sam- fylkingar í skipulagsmálum í Skagafirði sem varð í tilefni af til- löguflutningi sveitarstjónarfull- trúa VG og Sjálfstæðisflokks þess efnis, að flýta samþykkt að- alskipulags fyrir Skagafjörð með því að hverfa frá þeirri ætlan, að setja Villinganesvirkjun inn á til- lögu að aðalskipulagi fyrir Skaga- fjörð og fresta skipulagi á þeim svæðum sem tengjast hugmyndum um Skatastaðavirkjun. Jafnframt harma fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG þann ós- anna fréttaflutning oddvita Fram- sóknar og Samfylkingar sem fram kemur í fréttatilkynningu þeirra af málinu þar sem gefið er í skyn að lengi hafi verið unnið af þeirra hálfu að sátt í virkjanamálum í Skagafirði. Það eina sem frá meirihlutanum hafði komið hing- að til var tillaga um að gera ráð fyrir Villinganesvirkjun á að- alskipulagi og var þeirri sam- þykkt varpað eins og sprengju inn í skagfirskt samfélag sl. haust. Framsóknarflokkur og Samfylking eru nú á undanhaldi í málinu sökum mikillar andstöðu heima fyrir og segja má að Sjálf- stæðisflokkur og VG hafi skorið þau niður úr snörunni með tillögu sinni í sveitarstjórn sem miðaði að því að skapa meiri sátt um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Frétt um málið og fundargerð sveitarstjórnar má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins Skaga- fjarðar.“ Skipulagsmál í Skagafirði OPINN fundur á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, kl. 17 í stofu 101 í Odda, Háskóla Ís- lands. Fundurinn ber heitið Ör- yggis-, utanríkis- og varnarmál þjóðarinnar. Fundurinn er með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem gera grein fyrir stefnu eigin flokks um í öryggis-, varnar- og utanríkismálum. Framsögumenn á fundinum verða Ágúst Ólafur Ágústsson, alþm. og varafor- maður Samfylkingarinnar, Bjarni Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Guðni Ágústsson, alþm. og varafor- maður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir, alþm. og varaformaður Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs, Magnús Þór Hafsteinsson, alþm. og vara- formaður Frjálslynda flokksins og Margrét Sverrisdóttir, vara- formaður Íslandshreyfingarinnar. Fundarstjóri verður Ólafur Teit- ur Guðnason, blaðamaður. Opinn fundur um varnar- og utanríkismál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.