Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 11 ÚR VERINU Til hamingjumeistarar! Enn og aftur hefur liðsheildin og metnaðurinn fært Haukastelpunum sigurinn en þær vörðu Íslandsmeistaratitilinn nú um helgina. Þar með hafa þær unnið alla bikara sem keppt er um á þessari leiktíð. Við erum stolt af að styðja Haukastelpurnar. Actavis er öflugur stuðningsaðili körfuknattleiks á Íslandi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 3 0 Grímsey | Þeir voru bara bjartir í vestanrokinu Svafar Gylfason skipstjóri og Jóhann Gunnar Sigdórsson þegar þeir komu að á Konráði EA 90. Konráð er eini báturinn sem er á grá- sleppu hér í eyju þetta árið. Svafar Gylfason sagði að það gengi rosaleg vel ef gæfi á sjó. Gráslepputímabilið byrjaði 20. mars og stend- ur í 50 daga. „Við erum þegar komnir með um 50 tunnur en verðið er lélegt,“ sagði Svafar, 35.000 krónur fyrir tunnuna. Grásleppan er núna komin upp í fjöru og því algjört skilyrði að veður séu góð vegna þarans. Þeir félagar sækja grásleppuna hringinn í kringum eyj- una. „Grímseyingar ættu að fá ívilnun fyrir grásleppuna,“ sagði Svafar „þar sem hér er ekkert skjól fyrir neinni átt.“ Einir á grásleppu Morgunblaðið/Helga Mattína Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is HÓPUR hluthafa sem samtals eiga meirihluta hlutafjár, 50,04%, í Vinnslustöðinni hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur félagsins. Um er að ræða félög tengd Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, fram- kvæmdastjóra félagsins, og Haraldi Gíslasyni sem sér um mjölsölu Vinnslustöðvarinnar auk þess sem ýmsir aðrir hluthafar frá Vestmanna- eyjum standa að samkomulaginu. Vestmanneyingar eiga á bilinu 65% til 67% í vinnslustöðinni, en félög tengd Guðmundi Kristjánssyni um 30 til 32%, eftir því hvort tillit er tekið til hlutabréfa VSV í sjálfu sér. Heimildir Morgunblaðsins herma að Guðmund- ur hafi haft hug á að auka hlut sinn, en ekki sótzt eftir meirihluta, enda hafi heimamenn ekki verið tilbúnir til að selja. Hvorki Guðmundur né Sigur- geir Brynjar vildu staðfesta það. Svo virðist því sem aðgerðir þessar hafi ekki verið til þess að verja fyrirtækið utanaðkomandi ásókn. Bréfin færð á athugunarlista Í kjölfar þessa verður gert yfir- tökutilboð á genginu 4,6 sem er sama gengi og var í síðustu viðskiptum. Markaðsvirði hlutafjár er rúmir sjö milljarðar króna. Yfirtökutilboðið verður gert eftir aðalfund félagsins 4. maí nk. Fyrir liggur tillaga stjórnar til aðalfundar um greiðslu á 30% arði og samsvarar yfirtökutilboðið geng- inu 4,9 að því gefnu að arðurinn verði greiddur. Fram kemur í tilkynningu að tilboðsgjafar óski eftir því við stjórn VSV að hún óski eftir því að hlutabréf Vinnslustöðvarinnar verði afskráð úr Kauphöllinni í kjölfarið. Bréfin hafa þegar verið færð á athug- unarlista. Bezti kosturinn Viðskipti með hlutabréf í Vinnslu- stöðinni hafa verið lítil og gengi bréf- anna síðustu 52 vikurnar hefur verið á bilinu 4,1 til 4,7. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, segir að samkvæmt lögum beri þessum meirihluta að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Hins vegar ráði þeir því auðvitað hvort þeir selji eða ekki. Viðskipti séu fátíð og eign- arhald þröngt og því telji þessi hópur þetta réttu leiðina og að skrá félagið jafnframt af markaði. Það þjóni bezt hagsmunum þessa meirihluta. Of lágt verð Félög sem tengjast bræðrunum Guðmundi og Hjálmari Kristjánsson- um og Kristjáni föður þeirra eiga um 30% í Vinnslustöðinni. Guðmundur segir að félagið sé mjög vel rekið og gott félag og samstarfið við stjórn- endur þess hafi gengið vel. Verðið á fyrirtækinu sé hins vegar alltof lágt, meðal annars með tilliti til hækkandi verðs á aflaheimildum. Því sé eðlilegt að þessi hópur sé tilbúinn til að kaupa á genginu 4,6. „Það er of lágt gengi og ég geri ekki ráð fyrir að margir vilji selja á því. Ég hef ekki trú á því að við seljum, en á endanum finna menn rétta verðið,“ segir Guðmundur Kristjánsson. Að lokinni afskráningu verður ekk- ert hefðbundið sjávarútvegsfyrirtæki eftir á aðallista Kauphallarinnar, HB Grandi er skráð á First North. Til samanburðar voru 18 sjávarútvegs- fyrirtæki skráð árið 2000. Vinnslustöðin úr Kauphöllinni Meirihluti heimamanna gerir öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 4,6 UM 56.000 tonn hafa nú veiðzt af kol- munna frá því veiðarnar hófust í vet- ur að lokinni loðnuvertíð. Heildar- kvótinn er 335.000 tonn. Erlend skip hafa landað hér um 22.000 tonnum og hafa verksmiðjurnar því tekið á móti tæpum 78.000 tonnum. Veiðarnar standa nú yfir á gráa svæðinu milli Færeyja og Skotlands og er mikill fjöldi skipa þar, meðal annars 35 rússnesk. Veiðin var góð framan af síðustu viku en minnkaði um helgina. Margir á kolmunna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.