Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐUR hafa staðið um samstarf kirkju og skóla og þá sér- staklega „Vinaleiðina“ í vetur. Sú umræða er þörf en grípur þó ekki á mikilvægasta þættinum sem er frelsið til að iðka trú sína og njóta þjónustu trúarsamfélags síns í fjölmenningarsam- félagi. Hvort sem okkur líkar betur eða ver lif- um við í þjóðfélagi með ólíku fólki og svo hefur ávallt verið. Þeir tímar voru en eru liðnir að tilverutúlkun þess var næsta eins- leit og fá tilbrigði þol- uð. Nú nýtur ein- staklingurinn virðingar á sjálfum grundvelli til- veru sinnar og hópar þeirra marg- víslegir styrkja sókn fólks að sér- legum markmiðum. Við þurfum að læra að lifa með þetta allt. Það er útópía og árangurslaus hugsun að við getum framar fundið mörg gildi sem við öll getum sam- einast um. Nokkur þeirra hljótum við þó að varðveita almennt ss. lýð- ræðishugsjónina, jafnréttið og frelsið. Við verðum að leyfa fjölbreyt- innni að ríkja í skólanum sem ann- ars staðar. Hann getur ekki fremur en önnur svið þjóðlífsins skapað neinn annan eða sérstakan veru- leika. Þar kæmi vel í ljós hverjar ógöngur við leiddumst í ef við ætl- uðum að búa til hlutlausa menn- ingu með því að útrýma þaðan öllu því sem menn ættu erfitt með að sameinast um. Engin skólastofa er laus við sér- legar kenningar. Engum kennara er unnt að gæta hlutleysis um allt. Það væri og sérkennilegur matseð- illinn í skólamötuneyti sem eltist við allar hugmyndir um hollt og leyfilegt fæði. Skólabúningar hafa ákveðið gildi en eru engu að síður lifandi tákn um hættulega viðleitni skóla til að steypa alla í sama mót. Góðir drengir sem allir starfa nú að mennta- og velferð- armálum sungu á sín- um tíma um skólana sem framleiddu litla kassa sem allir voru eins. Sú hugmynd er engin þokkabót eins og þeir bentu á. Skóli þarf að birta margbreytni mannlífs- ins og stuðla að því að hver einstaklingur geti þroskað þá hæfileika sem með honum búa, að samfélag okkar auðgist af tilveru hans og hann sjálfur njóti meiri ham- ingju. Skólinn er í reynd farinn að taka meiri ábyrgð á uppeldi barna en hann fær risið undir. Tími skólvist- ar er orðinn svo yfirgnæfandi á barnsævinni að hann getur ekki fengið að vera til ráðstöfunar af hans sjálfs hálfu að öllu leyti. For- eldrar á hverjum stað og foreldrar hver fyrir sig verða að fá að eiga hlut í ráðstöfun þessa tíma. Vilji þau hafa barnið í skóla yfirleitt, vilji þau velja barninu skóla, vilji þau hafa áhrif á ráðstöfun tímans eiga óskir þeirra að fá sanngjarna umfjöllun í hverju tilviki. Skólinn og þjóðfélagið hafa vissu- lega hagsmuna að gæta að sínu leyti einnig, en ekki einvörðungu. Þjóðfélagið skiptir mestu að veitt sé tækifæri til menntunar og að- hlynningar, en það þarf að veita foreldrum ráðrúm til að velja fyrir barnið sitt, jafnvel þótt valið kunni að þykja undarlegt, svo fremi það sé ekki skaðlegt og brjóti á rétti barnsins sjálfs. Ég er sannfærður um að við kennum börnum best að lifa í fjöl- menningarsamfélagi með því að ala þau upp við þá jákvæðu staðreynd að ekkert þeirra er eins og annað, og að ákveðnir hlutir einkenna sum börn en önnur ekki. Það á ekki að þurfa að vera mál að vera Vottur Jehóva í skólanum, eða búddisti eða þeldökkur að litarafti eða koma til skólans á Hummer. Það þarf og að vera ráðrúm á skólatíma fyrir þá uppeldisþætti sem foreldrar sækjast eftir. Það þarf að vera rými í þjóðfélaginu fyrir sérskóla af ýmsu tagi en ekki síður fyrir sérstaka fræðslu innan skólatímans og í húsakynnum skól- ans. Þannig á barn að geta fengið að njóta sérfæðis, sérstakrar þjálf- unar (t.d. tónlistar-, trúar- eða íþróttaiðkun) og njóta sérstakrar aðhlynningar eins og skv. Vinaleið- inni. Aðalatriðið er að hylla fjöl- breytnina á grundvelli jafnréttisins og opna skólann fyrir hverju því sem foreldrarnir sækjast eftir fyrir börnin sín. Tími altækrar rétthugs- unar er liðinn. Hagkvæmni og fjár- munir munu ávallt setja okkur nægilegar skorður að við ekki séum framar að leggja á okkur helsi kreddunnar. Frelsi og fjöl- breytni í skólastarfi Jakob Hjálmarsson fjallar um fjölmenningarsamfélag » Við kennum börnumbest að lifa í fjöl- menningarsamfélagi með því að ala þau upp við þá jákvæðu stað- reynd að ekkert þeirra er eins og annað. Jakob Hjálmarsson Höfundur er prestur. SÚ breyting sem varð á afstöðu Alþingis til fyrningar sakar vegna grófra kynferðisbrota gegn börn- um er athyglisverð. Hún gengur gegn þeirri rétt- arþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi hér á landi í samræmi við rétt- arþróun annars staðar á Norðurlöndum, þar sem stefnan hefur verið að fækka ófyrn- anlegum brotum. Þannig hefur sú regla verið í gildi að öll af- brot fyrnist nema þau er geta varðað ævi- löngu fangelsi, eins og t.d. landráð og mann- dráp af ásetningi. Á síðustu fjórum löggjaf- arþingum hafa verið lögð fram þingmannafrumvörp, með Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar, í broddi fylk- ingar, sem gerðu ráð fyrir að sak- ir vegna kynferðisbrota gegn börnum yngri en 14 ára fyrndust ekki. Þessi frumvörp dagaði öll uppi. Á lokastigi afgreiðslu frum- varps til breytinga á kynferð- isbrotakafla almennra hegning- arlaga á allra síðustu dögum þingsins, í kjölfar breyting- artillagna frá fjórum þingmönn- um, var nýju ákvæði bætt inn í frumvarpið, sem gerði ráð fyrir af- námi fyrningar sakar þegar ræðir um alvarleg kynferðisbrot gegn börnum. Var frumvarpið sam- þykkt þannig breytt. Þá var jafn- framt samþykkt að miða upphaf fyrningarfrests, þegar um önnur kynferðisbrot gegn börnum er að ræða en þau allra al- varlegustu, við 18 ára aldur brotaþola í stað 14 ára eins og verið hefur. Hvað veldur því að löggjafinn fellst nú á að víkja frá þeirri stefnu að fækka beri brotum sem ófyrn- anleg eru og taka undir sjónarmið þing- mannanna sem fyrir þessu höfðu barist undanfarin ár? Mér kemur helst í hug að frásagnir þeirra sem dvöldu í Breiðavík hafi haft hér talsverð áhrif. Almenningur hefur vart trú- að sínum eigin eyrum þegar full- orðið fólk, sem vistað var í Breiða- vík á sínum tíma, hefur sagt sögu sína og lýst þeirri meðferð og þeim þjáningum sem það upplifði á þessum stað og hafa litað líf þess allar götur síðan. Þessar frá- sagnir hafa snert hjörtu fólks. Þótt umræðan um Breiðavík snú- ist ekki eingöngu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem þar voru vistuð er ekki ósennilegt að hún hafi aukið vitund um hversu alvar- leg og djúpstæð áhrif erfið lífs- reynsla í æsku hefur á líf ein- staklinga sem í hlut eiga. Mönnum verður ljóst að þolendur brotanna bera merki þeirra ævina á enda. Kynferðisbrot gegn börnum fela í sér árás á helgustu vé þeirra. Lík- ami þeirra er misnotaður í kyn- ferðislegum tilgangi og sjálfs- ákvörðunarréttur þeirra og friðhelgi að engu höfð. Þótt fallast megi á að afnám fyrningar sakar vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn börnum styðjist við augljós réttlætisrök er erfitt að átta sig á hver raunveru- leg áhrif þessarar breytingar kunna að verða. Vegna sönn- unarerfiðleika þarf breytingin ekki augljóslega að leiða til þess að fleiri mál upplýsist og sakfell- ingum fjölgi. Sönnun getur verið afar erfið löngu eftir að atburðir gerðust. Það sem mestu máli skiptir er að í því að gera þessi brot ófyrnanleg felst viðurkenning á því að þessi brot séu svo alvar- leg að þau skuli lúta sömu fyrn- ingarreglum og alvarlegustu glæp- ir sem varðað geta ævilöngu fangelsi. Fyrning kynferðisbrota gegn börnum Svala Ólafsdóttir skrifar um kynferðisleg afbrot gegn börnum »Kynferðisbrot gegnbörnum fela í sér árás á helgustu vé þeirra. Svala Ólafsdóttir Höfundur er kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA horfði ég á 1. kosn- ingaþátt RUV þar sem formenn þeirra flokka sem bjóða fram til al- þingiskosninga, mættu í sjónvarps- sal. Ég var spennt að sjá og heyra hvort eitthvað bitastætt væri í píp- unum. Ég verð bara að segja að ef þetta er forsmekkur þess sem verður á dagskrá RUV vegna kosninganna í vor þá líst mér ekki á. Mér fannst stjórnendurnir, og þá sérstaklega Jóhanna Vigdís, eitthvað undarlega innstilltir. Þessi færa fjölmiðlakona sem hefur mikla reynslu og oftast verið mjög frambærileg í umræðuþáttum kom með undarlega athugasemd sem varð kveikjan að þessari grein. Eftir ofuráherslu á álvers- umræðu og stóriðju, eins og það væri það eina sem máli skipti, komst umræðan (vegna vasklegrar framgöngu Ingibjargar Sólrúnar, sem var greinilega orðin leið á þessu málþófi stjórnenda) eftir langa mæðu, áfram og önnur mál- efni skyldu rædd, þá tók ekki betra við. Í umræðu um innflytj- endamálefni kom álversumræða aftur inn, leidd af stjórnendum þáttarins, í þetta skiptið álverið á Húsavík og í því samhengi að „hver ætti að vinna vinnuna við nýtt álver á Húsavík?“ spurði Jó- hanna Vigdís, „ef ekki erlent vinnuafl?“ Þetta fannst mér vera síðasta sort. Hvað var konan að hugsa? Hefur þessi Reykjavík- urmær ekki farið út fyrir höf- uðborsvæðið lengi? Mér finnst þetta endurspegla mjög skýrt hugsunarhátt þeirra sem búa á suðvesturhorni landsins. Hvers vegna þarf allt að gerast 1, 2 og 3? Hvað segir að ekki megi byggja álver á Húsavík á normal hraða, þ.e. taka aðeins lengri tíma í byggingu, bæði húsakosts og virkjunar. Fólk búsett á svæðinu hefði vinnu til lengri tíma við byggingu mannvirkja og síðan vinnu við framleiðslu. Skapaði auk- ið atvinnuöryggi fyrr og til lengri tíma. Þessi óeðlilegi bygging- arhraði sem viðgengst í dag er að fara með allt í óefni. Það hefur komið í ljós að mjög margt hefur farið illa vegna þess, fólk orðið fyr- ir óþarfa tjóni vegna hraða og flumbrugangs. Þetta vita allir þeir sem vinna í þessum geira. Hvað er unnið með þess konar vinnubrögð- um? Væri ekki nær að hægja að- eins á og gera þetta á eðlilegri hraða yfir lengri tíma. Það skapar aukið jafnvægi á vinnumarkaði og fólk hefði meiri tíma fyrir fjöl- skylduna. Það mætti halda að heimurinn væri að farast og allt yrði að verða tilbúið fyrir þann tíma eða að allt væri á síðasta söludegi. Hvað liggur okkur svona á? Er- um við að missa af einhverju? Jú, það er gróðinn, við erum að missa af gróðanum, hinum mikla gróða þar sem allir Íslendingar ætla að vera „múltímillar“ og útlending- arnir geta unnið þau störf sem við ekki viljum, eða hvað? Mín skoðun er sú að stærsta vandamálið í ís- lensku þjóðfélagi, hvort heldur er umhverfislegt eða efnahagslegt, er græðgi. Hinn ameríski draumur í 10. veldi. Er það þetta sem við vilj- um? Gullæði Ameríku komið til Ís- lands á 21. öldinni. Stöldrum við og hugleiðum þetta aðeins. AGNES ARNARDÓTTIR, Miðteigi 8, Akureyri. „Rasandi bit“ eða hvað? Eftir Agnesi Arnardóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.