Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svona, ekkert handbremsudrasl hér. VEÐUR Nú ætlar Frjálslyndi flokkurinnaldeilis að ná tökum á „inn- flutningi erlends vinnuafls“.     Nýjasta skrefið í baráttu Frjáls-lyndra fyrir réttlátara þjóð- félagi er að klína auglýsingum aft- an á strætisvagna á höfuðborgar- svæðinu með áletruninni: „Ákveðnari stjórn á innflutningi vinnuafls er nauðsynleg.“     Í kosningabæklingi með slagorð-inu „Kjóstu F fyrir íslenska þjóð“ er farið nánar ofan í þessi orð og segir þar meðal annars: „Forðumst þau vandamál sem aðrar þjóðir þurfa að glíma við vegna óhindraðs innflutnings á erlendu vinnuafli.“     Frjáls för launafólks er hins vegarekki óhindruð til Íslands nema innan Evrópska efnahagssvæðisins. Og varla ætlar Frjálslyndi flokk- urinn að stöðva þá för nema í því felist að flokkurinn vilji segja skilið við Evrópska efnahagssvæðið. Ekki er hægt að grípa til neyðarúrræðis EES-samningsins; það á vitaskuld ekki við hér á landi.     Það er gráglettið að Frjálslyndiflokkurinn velji strætisvagna fyrir auglýsingar sínar. Ófáir bíl- stjórar af erlendum uppruna hafa ekið þessum sömu strætisvögnum og ekki er víst að boðskapur Frjáls- lynda flokksins kæmist til skila án hins „innflutta erlenda vinnuafls“.     Einn stærsti farþegahópurinn eraf sama meiði, – „innflutt erlent vinnuafl“. Það er ekki notalegt fyr- ir þennan hóp að sitja undir flenni- auglýsingu Frjálslynda flokksins.     Þetta er ekki leiðin til að bjóðafólk velkomið til landsins. STAKSTEINAR Laumufarþegi með strætó SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              !! "!  " # #$%     :  *$;< !!                    !  "   #     *! $$ ; *! &' ( !%  !' !%   #  )%* ) =2 =! =2 =! =2 &#%(  !+  ,!-$ ).  <> $         /    ?  &) ( ! !% !'( )/! !0)  !%  )!1 !$ "!2  !!' " =   ?87  &) ( ! !% !'( )/! !0)  !%  )!1 !$ "!2  !!' "   &) ) !!%,!$!   ' "!2' !$!%  ! $% ) '    /! !  ' ) !!3$ ) )  " 2 !! !! /!  !$ ! " 41 !!)55  )%! !6 )  $)!+   3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C " / " " "  "     " " " "     "   / / / / / / / / / / / / / /            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðrún Birna Kjartansdóttir | 23. apríl Hræðsluáróður Ég þoli ekki hræðsluáróður og það er það sem er mest í gangi hjá bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Ég verð mjög stressuð ef ég hlusta of mikið á yfirlýsingarnar um efnahaginn og næ bara bottom line... er þá algjörlega sann- færð um að Ísland muni sökkva í skuldum og við munum öll flytja aft- ur í moldarkofa og borða úldið kjet. Það væri svo hressandi ef stjórn- málamenn gætu gefið skýr svör [...]. Meira: gudrunbirna.blog.is Árni Guðmundsson | 23. apríl Ríkustu fátæklingar í heimi ... ... þurfa auðvitað að greiða hæsta verð í heimi fyrir lyfin sín. Þeir borga líka hæstu vextina, hæsta vöru- verð, hæstu þjón- ustugjöldin o.fl o.fl. Svona er nú blessuð brauðmola- hagfræðin í hnotskurn. Skil ekki í fólki að ætla sér að kjósa þessa vitleysu yfir sig eina ferðina enn? Meira: arnigudmunds.blog.is Sigurlín Margrét | 23. apríl Sumarið er tíminn Sumardagurinn fyrsti er liðinn, mér finnst ís- lendingar svo lukku- legir að hafa svona dag, það eru ekki margar þjóðir sem hafa þennan dag sér- stakan. Gleðilegt sumar og takk fyr- ir skemmtilegan vetur. Rauður dag- ur á dagatalinu og velflestir fá sumargjöf. [...] Börnin mín fengu hinsvegar nýja íþróttaskó í sum- argjöf. Ég fékk frumsamið ljóð frá börnum mínum í sumargjöf og ansi lukkuleg með það. Meira: sms.blog.is Andri Heiðar Kristinsson | 23. apríl Boltaland fyrir fullorðna Það er alltaf gaman að heyra þegar vel gengur hjá Google enda hef ég mikið álit á fyrirtæk- inu. [...] Ef samstarfs- fólk er ánægt með stöðu sína og líður vel, þá verður allt annað mun auðveldara. Í Google er starfsandinn ótrúlegur og þeir leggja allt í sölurnar til að starfsfólkinu líði vel - og því er treyst fullkomlega. Í Google eru ekki stimpilklukkur, starfsólki er bara treyst til að skila sinni vinnu auk þess sem enginn fast- ur mætingartími eða vinnuskylda er. Einungis þarf fólk að afkasta sínum verkefnum. Í höfuðstöðvum Google gildir svo- kölluð 100 feta regla sem þýðir að starfsmaður þarf hvergi að ganga meira en 100 fet (ca. 30 metra) til þess að komast í mat, kaffi eða snarl - að sjálfsögðu allt ókeypis fyrir starfs- menn. Enginn stefna er um klæðnað starfsmanna, á göngum Google er jafnt jakkafataklætt fólk sem og fólk í stuttbuxum og sandölum. Út um allt í höfuðstöðvum Google eru borðtennisborð og pool borð sem starfsmenn geta notað að vild í vinnutíma. Í höfðustöðvum Google eru her- bergi með rúmum svo fólk getur lagt sig, nuddarara sem hægt er að fá ókeypis tíma hjá, þvottavélar, barna- pössun ....og einu sinni í viku kemur hárgreiðslustofa á stórum pallbíl í heimsókn til að klippa þá starfsmenn sem vilja. Auk alls þess gildir svokölluð 20% regla hjá Google sem þýðir að 20% af þeim tíma sem starfsmenn eru að vinna mega þeir nota til að vinna að gæluverkefnum sínum - algjörlega frjálst. Þess má geta að mjög mörg vel heppnuð verkefni hjá Google hafa byrjað sem slíkar hugmyndir hjá starfsmönnum. Já, og ekki má gleyma boltalandinu fyrir fullorðna (já, svona svipað og í IKEA). Sá einn starfsmann liggja í boltalandinu með fartölvuna sína! Ég veit að þetta hljómar eins og al- gjör farsi og ekki líklegt umhverfi til árangurs hjá fyrirtæki! ....en ég sá þetta með eigin augum og árangur Google talar sínu máli. Pant vinna hjá Google í framtíðinni Meira: andriheidar.blog.is BLOG.IS 2006ÁRSFUNDURFRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag kl. 17.15 á Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins eru birtar á heimasíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins, frjalsilif.is. Einnig má nálgast þær í höfuð- stöðum Kaupþings að Borgartúni 19. Stjórn sjóðsins vill hvetja sjóðfélaga til að mæta á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.