Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BORIS JELTSÍN Fall Sovétríkjanna og kommún-ismans eru meðal mestu atburðaí sögu 20. aldarinnar. Boris Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, sem létzt í gær, lék lykilhlutverk í því falli. Hann lék á Gorbasjov. Bauð sig fram til embættis forseta Rússlands og kippti valdastólnum undan Gorbasjov með því að leysa ríkjasambandið Sov- étríkin upp. Það eitt út af fyrir sig hefði tryggt Jeltsín sess í sögunni. Hann tók skjótar ákvarðanir á úr- slitastundum eins og Harry Truman Bandaríkjaforseti gerði og það voru réttar ákvarðanir. Hann náði að öðru leyti engum tökum á því Rússlandi, sem varð til eftir fall Sovétríkjanna. Segja má, að þar hafi menn rænt og ruplað næstu árin á eftir með þegjandi samþykki Jeltsíns og þannig urðu rússnesku ólígarkarnir til. Hann drakk áfengi í óhófi bæði fyrir opnum tjöldum og lokuðum. Hann hvarf langtímum saman, sennilega vegna þess að hann þjáðist af þunglyndi, sem kannski var líka skýringin á drykkju- skap hans. Kannski átti veikleiki hans þátt í að mörgum þótti vænt um hann. Þrátt fyrir það tók hann ákvörðun um að koma forsetaembættinu í hendur öðrum manni, sem hann treysti, Pútín, núverandi forseta Rússlands. Þau valdaskipti voru að sjálfsögðu gagn- rýnd en ákvörðun Jeltsíns sýndi þó að hann taldi sig ekki lengur mann til að gegna embætti sínu. Það er óvenjuleg og sjaldgæf afstaða, þegar svo er komið. Það má segja margt um Boris Jeltsín en hann skorti ekki kjark. Gorbasjov hóf umbótastarf í Sovét- ríkjunum en hann ætlaði sér greinilega ekki meira en það. Jeltsín steypti hon- um af stóli með kænsku og lauk því verki, sem Gorbasjov hafði ekki hug- rekki til að vinna. Nú líður að lokum valdatíma Pútíns. Hann og hans menn hafa augljóslega unnið að því að vinda ofan af því, sem úrskeiðis fór í valdatíma Jeltsíns. Þeir hafa beitt ýmsum ráðum til þess að ná aftur í hendur rússneska ríkisins þeim eignum og þá fyrst og fremst auðlind- um, sem seldar voru á útsölu á tíma Jeltsíns. Í þeirri viðleitni að skera ólíg- arkana niður við trog eða flæma þá úr landi hefur Pútín gengið langt, mjög langt. Spurning er hvort í Rússlandi sé til eitthvað, sem geti kallast réttarríki. Almenningi á Vesturlöndum blöskrar framkoma Pútíns gagnvart Garrí Kasp- arov og öðrum stjórnarandstæðingum í Rússlandi. Jeltsín kom kommúnistaflokknum ekki fyrir kattarnef og lagði Sovétríkin ekki niður til þess að eftirmenn hans kæmu á nýju alræði. Prófsteinn á það verður hvort Pútín lætur af embætti á næsta ári og nýr for- seti verði kjörinn og að þær forseta- kosningar fari fram með sæmilega skikkanlegum hætti. SEGO EÐA SARKO Frakkar gengu til forsetakosninga ásunnudag og eins og búast mátti við náði enginn frambjóðenda hreinum meirihluta þannig að eftir tvær vikur fer fram önnur umferð milli tveggja efstu, Ségolène Royal, frambjóðanda sósíalista, og Nicolas Sarkozys, fram- bjóðanda hægri manna. Mikil þátttaka var í kosningunum, um 85 af hundraði, og þótti greinilegt að kjósendur hygð- ust ekki láta það endurtaka sig að öfga- maðurinn Jean-Marie le Pen kæmist áfram í aðra umferð eins og í síðustu kosningum. Hann sat eftir og sýnir lítið fylgi hans að þrátt fyrir óeirðir og spennu í samskiptum við innflytjendur á ógeðfelldur boðskapur hans, sem elur á andúð í garð útlendinga, takmarkaðan hljómgrunn í Frakklandi. Frakkar eru í erfiðri stöðu í efna- hagsmálum um þessar mundir og eng- inn vafi leikur á því að aðgerða er þörf. Þeir komast ekki út úr atvinnuleysi og stöðnun efnahagslífsins. 35 stunda vinnuvika og ósveigjanlegur vinnu- markaður eru meðal þess, sem stendur efnahagnum fyrir þrifum, en Frakkar eru ekki tilbúnir til að grípa til sárs- aukafullra aðgerða þrátt fyrir að þeir geri sér grein fyrir því að núverandi staða er óviðunandi. Í landi byltingar- innar ríkir ótti við breytingar, ótti við hið óþekkta. Mikil þreyta hefur einkennt síðasta kjörtímabil Jacques Chiracs, sem mun kveðja embættið saddur pólitískra líf- daga undir skýi spillingar. Það hefur ekki hamlað Sarkozy þótt þeir séu flokksbræður og er meginástæðan sú að Chirac hefur við hvert fótmál reynt að setja stein í götu hans. Fjarlægðin og andúðin milli þeirra hefur komið sér vel fyrir Sarkozy. Sarkozy hefur verið þekktur fyrir að vera óhræddur við að boða breytingar, en í aðdraganda kosninganna kom ann- að hljóð í strokkinn. Hann leitaði inn á miðjuna og dempaði mjög málflutning sinn um umbætur. Margir áttu von á því að Royal, sem tryggði sér útnefningu flokks síns með yfirburðum, myndi not- færa sér umboðið til að knýja fram breytingar í anda þess, sem gerst hefur hjá jafnaðarmönnum á Spáni, Bretlandi og í Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt, en það var öðru nær. Nú vaknar því spurningin um það hvernig Sego og Sarko eins og þau eru kölluð hegða mál- flutningi sínum þegar þau eru aðeins tvö. Sennilega munu þau bæði leita inn á miðjuna og sækjast eftir fylgi miðju- mannsins François Bayrous, sem hafn- aði í þriðja sæti í kosningunum á sunnu- dag. Hann þykir eiga meiri samleið með Sarkozy en Royal og ákveði hann að mælast til þess við kjósendur sína að þeir kjósi annað hvort þeirra gæti það skipt miklu máli. Skoðanakannanir sýna að eins og sakir standa nýtur Sarkozy meira fylgis en Royal, en það getur hæglega breyst á næstu tveimur vikum. Royal biðlaði sérstaklega til kvenna á lokasprettinum og vöktu ummæli hennar um að útivinn- andi konur væru öreigar okkar tíma at- hygli. Mun sá málflutningur ráða úrslit- um? Ljóst er að úrslit kosninganna munu marka tímamót að því leyti að næsti for- seti Frakklands verður annaðhvort kona eða sonur innflytjenda. En það er hins vegar óvíst hvað þau munu gera til að ná Frökkum upp úr farinu, sem þeir sitja fastir í. Eftir því sem málflutningur þeirra verður óljós- ari verður umboð sigurvegarans til að- gerða veikara og það er nógu erfitt fyrir í landi þar sem þjóðfélagið hrekkur í lás þegar minnsta tortryggni vaknar um aðgerðir stjórnvalda. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is E f tæplega 4 þúsund manns á aldrinum 65 til 71 árs fara út á vinnumarkaðinn og vinna sér inn sem nemur meðallaunum fólks á þess- um aldri, verða skattgreiðslur þeirra ríflega fjórir milljarðar króna á ári. Að því gefnu að ellilíf- eyrir verði ekki lengur skertur vegna atvinnutekna, kemur í ljós að staða ríkissjóðs batnar um 3,4 milljarða króna við að þessi hópur fari út á vinnumarkaðinn. Fjár- hæðin gæti því, að þessum for- sendum gefnum, verið hærri en það sem ríkið tapar í formi aukinna bótagreiðslna. Niðurstaðan er því sú að rík- issjóður gæti hagnast af því að af- nema tekjutengingu bóta vegna launatekna eldri borgara eftir því sem fleiri stunduðu launavinnu. Ástæðan eru auknar skatttekjur í ríkissjóð. Það sama á við um afnám tekjutengingar bóta öryrkja. Þetta er niðurstaða viðamikillar rannsóknar Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst sem kynnt var í gær. Rann- sóknin var unnin í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og styrkt af félagsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum versl- unar og þjónustu, VR og Verk- efnastjórn 50+. Skortur á starfsfólki í verslun Að sögn Emils B. Karlssonar, verkefnastjóra rannsóknarinnar, er ástæðan fyrir rannsókninni sú að skortur er á starfsfólki í verslun og fleiri atvinnugreinum á Íslandi vegna þensluástands. „Allt bendir til þess að tekjutenging dragi úr vilja til atvinnuþátttöku aldraðra og öryrkja,“ segir Emil. „Stjórn- endur í verslunum og í fleiri at- vinnugreinum hafa kallað eftir þessu fólki í vinnu. Þannig að það er bæði fyrir hendi vilji eldri borg- ara, öryrkja og atvinnuveitenda til að rýmka og afnema tekjuteng- inguna og þar með hvetja fleiri til að taka þátt í atvinnulífinu.“ Höfundar skýrslunnar eru hag- fræðingarnir Sveinn Agnarsson og Sigurður Jóhannesson sem báðir starfa hjá Hagfræðistofnun HÍ. Tvenns konar áhrif Í skýrslunni segir að verði hætt að tengja bætur við atvinnutekjur muni það hafa tvenns konar áhrif á stöðu ríkissjóðs. Í fyrsta lagi aukast bæturnar og á hinn bóginn vinnur fólk að líkindum meira en það gerir nú þannig að skatttekjur ríkissjóðs aukast. Gera má ráð fyr- ir að atvinnuþátttakan aukist hægt í fyrstu en samkvæmt viðhorfs- könnun um aukna atvinnuþátttöku eldri borgara sem Rannsókn- arsetur verslunarinnar gerði í mars sl., hafa um 30% þeirra eft- irlaunaþega, sem ekki eru starf- andi á aldrinum 65–71 árs, áhuga á atvinnuþátttöku skerði hún ekki ellilífeyri þeirra. Um 13 þúsund Ís- lendingar á þessum aldri eru á skrá hjá Tryggingastofnun ríkisins. Sé miðað við að 5% af þessum hópi færu út á vinnumarkaðinn og fengju 75% af meðallaunum jafn- aldra sinna hefði það í för með sér 90 milljóna króna kostnað fyrir rík- issjóð. Yrði hlutfallið 10%, myndi það skila 430 milljónum króna í rík- issjóð. Sé miðað við að um 30% hópsins færu út á vinnumarkaðinn, hefði það 2,4 milljarða króna tekju- aukningu fyrir ríkissjóð í för með sér og hefði sá hópur 100% með- allaun jafnaldra sinna sem þegar eru á vinnumarkaði, þýddi það 3,4 milljarða króna í tekjur fyrir rík- issjóðs eins og fyrr segir (Sjá töflu). Atvinnuþátttaka öryrkja Árið 2005 þáðu 12.755 manns ör- orkulífeyri hér á landi en engar at- huganir hafa verið gerðar á hversu stórt hlutfall þeirra öryrkja sem ekki stunda vinnu gæti hugsað sér að hefja launavinnu. Sé gert ráð fyrir að atvinnuþátttaka þeirra verði 10% og þeir hafi meðallaun í tekjur, gæti hagur ríkissjóðs batn- að um 1.140 milljónir króna á ári við það að afnema tekjutengingu bóta til örorkulífeyrisþega. „Á móti kemur að yrði hætt að tengja tekjur bótum er líklegt að það yrði eftirsóknarverðara að vera öryrki,“ segir Sigurður Jóhannesson hag- fræðingur. „Það er svo annar hand- leggur, sem mikið hefur verið rætt um, hvort of auðvelt sé að komast á skrá sem öryrki.“ Stór skref um áramótin Mun ódýrara er að afnema tekjutengingu nú en fyrir áramót en um áramótin var tekinn upp tekjufrádráttur sem að mati skýrsluhöfunda var stórt skref í þá átt að afnema tekjutengingu lífeyr- isþega. „Það skref kostaði um millj- arð króna á ári fyrr ellilífey og tæpan 1½ milljarð fyrir yrkja,“ skrifa skýrsluhöfun „Það kostar hins vegar 600 ónir á ári til viðbótar að afn tekjutengingu sem eftir er lífeyrisþegum og rúmar 900 ónir hjá öryrkjum.“ Samkvæmt núgildandi re skerðast bætur til örorku- o lífseyrisþega ef þeir stunda vinnu mismikið eftir því um bætur er að ræða. Ef breyting á tekjutengin bóta verður til þess að fleira fer út á vinnumarkað en nú skatttekjur ríkisins aukast er líklegt að þjónusta ríkisi þetta fólk aukist að neinu rá ar það fer að vinna, segir í s unni. „Þess vegna virðist ré líta á skattgreiðslur lífeyris anna sem tekjuauka fyrir rí mestu leyti.“ Sigurður ítrekar að óvíst hversu margir færu út á vin markaðinn yrði tekjutengin numin, þótt um 30% ellilífey á aldrinum 65–71 árs gætu sér það. Eina leiðin til að ko því væri hreinlega að prófa „Niðurstaðan er sú að sa kvæmt þessum tölum virðis mjög ódýrt, þótt við höfum kvæmar tölur um það, að hæ tengja lífeyrisbætur við atv tekjur,“ segir Sigurður. „Þa ist mjög ódýrt, gæti kostað líklega um nokkur hundruð ónir á ári að hætta þessum tengingum en á móti kæmi gæti, ef vel tekst til, flutt 1– und manns út á vinnumarka sem ekki eru þar núna. Í öð sem skiptir ekki síður máli, þessu myndi skapast leið til auka bæði tekjur og lífsham fólks sem er á þessum bótu Starfsfólki í verslun hefur fjölgað hægt Rannsóknin var tvíþætt. hluta rannsóknarskýrslunn fjallað um framleiðnimælin Ríkissjóður hagna námi tekjutenging Tekjutenging Sigurður Jóhannesson hagfræðingur útskýrir hva eyrisþega á Íslandi hefur. Hann segir ódýrt fyrir ríkissjóð að afn  % 0/,%%  %  ?      @, '( ) ( (*(* =+& &     +  2 >& +1 42+++ F +  J J J J ABJ !CCJ !DBJ &   $    $   $ $ $  Rannsókn á ávinningi af aukinni atvinnuþátttöku eldri b Ríkissjóður gæti hagnast af því að af- nema tekjutengingu bóta vegna launatekna eldri borgara og ör- yrkja eftir því sem fleiri stunda launa- vinnu. Ástæðan er auknar skatttekjur í ríkissjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.