Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓN Eiríksson Drangeyjarjarl er ferðafrömuður ársins 2007 að mati Útgáfufélagsins Heims. Tilkynnt var um valið á Ferðasýningunni í Fífunni í Kópavogi sl. laugardag. Þetta er í fjórða sinn sem Heim- ur stendur fyrir útnefningu ferða- frömuðar ársins. Jón Karl Ólafs- son, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, afhenti ferða- frömuðinum viðurkenningarskjal við sérstaka athöfn á Ferðasýning- unni en Ottó Schopka, ritstjóri ferðabóka Heims, kynnti val dóm- nefndar. Í viðurkenningarskjali segir: „Í mati sínu lagði dómnefnd til grund- vallar einstaka athafnasemi, þraut- seigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eft- irminnilegan og persónulegan hátt, svo og þátttöku hans í uppbygg- ingu og stefnumótun ferðaþjónust- unnar í heimabyggð.“ Í dómnefndinni áttu sæti Ottó Schopka og Benedikt Jóhannesson frá Heimi hf., Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, og Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Heimur gefur út árlega yfir eina milljón bæklinga og tímarita fyrir ferðamenn á Íslandi, m.a. Á ferð um Ísland, Around Iceland, Rund um Island, landshlutabæklinga, Ís- lands- og Reykjavíkurkort, What’s on, Golfhandbókina, Veiðimanninn, Atlanticu, Ský og Iceland Review. Ferðafrömuður Jón Eiríksson Drangeyjarjarl tekur við viðurkenningunni frá Jóni Karli Ólafssyni, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar. Drangeyjarjarlinn valinn HEIMSÞEKKTUR sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum, John M. Gaziano, er gestafyrirlesari á Vís- indum á vordögum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 2007. Hann flyt- ur fyrirlestur sinn á vísindadagskrá sem hefst í Hringsal föstudaginn 27. apríl kl. 13.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Dr. Gaziano er sérfræðilæknir í Boston, forstjóri Massachusetts Veterans Epidemiology Research and Information Center og aðstoð- arprófessor við Harvard Medical School. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun, bæði fyrir akademíska hæfni og rannsóknir sínar og situr í ritstjórn fjögurra alþjóðlegra vís- indatímarita en gegnir einnig fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum í sínu heimalandi, segir í frétt frá LSH. Morgunblaðið/Júlíus Hjartalæknir á vordögum LSH Húsavík | Hrefn- ur og höfrungar sýndu sig í fyrstu ferð Norður- Siglingar á hvala- slóðir þetta sum- arið. Það var Bjössi Sör sem sigldi á vit ævin- týranna með sex- tán farþega á sunnudaginn og voru þeir, sem eru frá ýmsum lönd- um, að vonum ánægðir með ferð- ina. Hvalaskoð- unarvertíðin í ár er sú þrettánda hjá Norður-Siglingu og hafa þær aldrei byrjað eins snemma og í ár en fyrirtækið gerir út fjóra báta. Á myndinni má sjá Nils B. Hailer, leiðsögumann hjá Norður-Siglingu, sem var klár með endann þegar komið var að landi eftir fyrstu hvalaskoðunarferð sumarsins frá Húsavík. Hrefnur og höfrungar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson ÞRIÐJI og síðasti fyrirlestur á veg- um Pourqoi Pas – Fransks vors í Hátíðarsal Háskóla Íslands verður í dag, þriðjudaginn 24. apríl. Þar flytur Yves Coppens fornmann- fræðingur fyrirlesturinn „The orig- ins of Man: a bunch of ancestors.“ Yves Coppens er prófessor og fornmannfræðingur. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa fundið fjöldann allan af mikilvægum stein- gervingum sem hafa varpað nýju ljósi á þróunarsögu mannsins, segir í fréttatilkynningu. Einnig flytur Gísli Pálsson mann- fræðingur, prófessor við Háskóla Íslands, erindi sem nefnist: „Lucy in the sky …: Out of Africa, Out of Earth“. Fundarstjóri er Agnar Helgason, vísindamaður hjá de- CODE genetics, mannfræðingur og aðjunkt við Háskóla Íslands. Dag- skráin hefst kl. 15.30 og eru allir velkomnir. Þróunarsagan SLYS varð um miðjan dag á sunnu- dag á Suðurvöllum í Reykjanesbæ þar sem ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu með þeim afleið- ingum að hann hafnaði í innkeyrslu húss. Sjónarvottar sögðu hjólið hafa lent á kantsteini og við það tekist á loft. Ökumaðurinn hefði sömuleiðis farið í loftköstum inn í innkeyrslu eins hússins við götuna. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús en hann fann til í baki og hnakka. Hjólið var mikið skemmt eftir óhappið. Í loftköstum ÚR VERINU & '(         )'(         * '(         + ',(               !"   "    "              ! "  !   #$  !  "    ! !  "    ! "   "    ! "                  "                 % & '&  ()  *             &  +, -  ./+ ) +, -  ./+ + +, -  ./+ (-   "    0   " .%'/01  1)     +) & &  2 & 3  4 2 $  5 / - 1  1   #$ 2 2    #$ 2 3  )$ "!  #$ 2   1  1  67 $            &3 '.  1  1)   ! +) 2 &   4 2 $  5 / ( & 1)  " +) &   2 !  #$ $  1  4 $  !  !    !   " ! NORSKI útgerðarmaðurinn Kjell Inge Rökke hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi upp á þriggja mánaða fangelsi fyrir að múta sænskum embættismanni til að gefa út falskt prófskírteini, sem heimilaði honum að stýra lystisnekkju sinni. Einn mánuður af dómnum er óskilorðs- bundinn og þarf Rökke því í fangelsi í mánuð. Lögmaður Rökke segir að þetta þýði ekki að Rökke lýsi sig sekan. Hann telji áfram að dómurinn sé rangur, en kæri sig ekki um að lengja biðina eftir að dómnum verði fullnægt með því að halda málinu áfram, svo lengi sem aðalatriði máls- ins komi ekki til endurskoðunar. Frestur til áfrýjunar rennur út ann- an maí. Rökke tók skipstjórnarpróf hjá sænskri stofnun og fékk það afhent. Það var síðan yfirfært sem norsk réttindi og taldi hin sænska stofnun ekkert athugavert við það. Réttur- inn var þessu ósammála og taldi að skírteinið hefði verið keypt, að Rökke hefði mútað sænskum emb- ættismanni til að fá skírteinið. Vitorðsmenn Rökke voru einnig dæmdir og allir hugðust þeir áfrýja dómnum en Rökke ákvað síðan að draga áfrýjunina til baka. Rökke í fangelsi FISKVEIÐAR Evrópusam- bandsþjóða hafa minnkað undan- gengin ár á sama tíma og fiskeldi hefur lítið aukist. Lönd Evrópu- sambandsins (ESB) eru því sí- fellt háðari innfluttum sjávarafurð- um til að anna aukinni eftirspurn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Glitnis um sjávarútveg innan ESB. Þannig er innflutningur á sjáv- arafurðum til aðildarlanda sam- bandsins tæplega tvöfalt meiri en útflutningur. Sem eitt svæði er ESB einn mikilvægasti markaður fyrir sjávarafurðir í heiminum og er árleg neysla á mann um 22 kg sem er 6 kg yfir meðaltali á heims- vísu. Mest er sjávarafurðaneyslan í Portúgal og á Spáni en minnst í Rúmeníu og Búlgaríu. Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir sjáv- arafurðir en á eftir koma aðrar fjölmennar þjóðir líkt og Spánn, Ítalía, Bretlandi og Þýskaland. Pangasius haslar sér völl í Evrópu Víetnamska hvítfisktegundin pangasius er eldistegund sem sí- fellt verður vinsælli til neyslu í löndum ESB. Fiskurinn er einkum ræktaður í Mekong-fljóti og er mjög hraðvaxta í samanburði við annan eldisfisk. Framleiðsla á pangasius hefur vaxið hröðum skrefum og í fyrra er talið að 750 þús. tonn hafi verið framleidd í Ví- etnam. ESB er mikilvægasti mark- aðurinn með 47% hlutdeild í út- fluttum pangasius-afurðum. Evrópsk sjávarútvegsfyr- irtæki hækkað um 22% í ár Markaðsvirði tíu stærstu skráðu evrópsku sjávarútvegsfyrir- tækjanna hefur hækkað um 21,8% það sem af er ári. Þar vegur þungt að afkoma laxeldisfyrirtækja hefur verið góð og almennt hefur verð á afurðum hækkað á heimsmörkuð- um. ESB sífellt háðara innflutn- ingi á fiski Siglufjörður – Þegar komið er inn í Bátahúsið, sem er nýjasta bygging Síldarminjasafnsins í Siglufirði, blasir við gamalt öryggistæki sjófarenda. Þarna er staðsett ljóskerið úr vitan- um á Siglunesi. Ljóskerið, sem er snúningslinsa, var sett í vitann þegar hann var byggður árið 1908 og þar lýsti það sjófarendum jafnt í sólskini sem hríðarbyl í sextíu ár. Það var tekið úr vitanum árið 1995. Ljósið er þó mun eldra því það var upphaflega sett í vitann á Reykjanesi árið 1897. Það er mjög vel með farið, líkist einna helst vel með förnu hús- gagni. Upphaflega var í því steinolíu- lampi en síðan tók við gasljóstæki. Ár- ið 1961 var vitinn rafvæddur og fékk straum frá ljósavélum allt til ársins 1992 að sólarrafstöð var sett á vitann. Ári síðar var svo sett upp vindrafstöð. Snúningslinsan er í eigu Siglinga- stofnunar Íslands en er lánuð Síldar- minjasafninu. Gestir sem koma í Bátahúsið komast ekki hjá því að reka augun í þennan merkilega grip sem sómir sér vel undir sama þaki og gömlu skipin sem þarna eru til sýnis. Ljósmynd/Örn Þórarinsson. Siglingar Hafþór Rósmundsson stjórnarformaður Síldarminjasafnsins tv. og Örlygur Kristfinnsson safnstjórið við vitaljósið. Gamalt öryggistæki prýðir Bátahúsið TVÖ skip eru með langmestan kvóta í norsk-íslenzku síldinni. Það eru Vil- helm Þorsteinsson EA sem er með 19.356 tonna úthlutun og Barði NK sem er með 16.696 tonn. Af þessari úthlutun eru bæði skipin með ríflega 3.000 tonna heimildir innan norsku lögsögunnar. Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerðir um veiðar á norsk-ís- lenskri síld á árinu 2007. Annars vegar reglugerð um veiðar íslenskra skipa á norsk-íslenskri síld og hins vegar reglugerð um veiðar norskra, færeyskra og rússneskra skipa á norsk-íslenskri síld í íslenskri lög- sögu. Samkvæmt fyrrnefndu reglu- gerðinni er íslenskum skipum heim- ilt að veiða 185.728 tonn af norsk-íslenskri síld á árinu 2007. Þar af er 15 íslenskum skipum heimilt að veiða 34.560 tonn í norskri lögsögu. Eingöngu er íslenskum skipum heimilt að veiða norðan 62°N í norskri lögsögu og utan 12 sjómílna frá grunnlínum. Veiðarnar hefjast venjulega á vordögum eða í upphafi sumars. Vilhelm og Barði með mest af síld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.