Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 20
tómstundir 20 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Stafabangsar, bókstafahús, grænndreki, og bangsabíll eru meðal hjálp-argagna sem fylgja með nýútkominnihandbók um lestrarnám sem ber heit- ið Ég get lesið. Kristín Arnardóttir, höfundur bókarinnar, virkjar leikgleði og sköpunarkraft barnsins til að vekja áhuga þess á bókstöfum og ritmáli. „Ég er búin að vinna við lestrarkennslu lengi og sinna ráðgjöf til kennara sem kenna börnum með sérþarfir. Í starfi mínu hef ég fundið að það er erfitt að miðla hugmyndum sem ekki eru á pappírsformi og það er eig- inlega kveikjan að því að ég gef út þessa bók. Ég ákvað að koma þeim aðferðum og leikjum sem ég hef verið að þróa í aðgengilegt form,“ segir Kristín um þessa nýútkomnu bók sína. Það má segja að bókin sé ætluð öllum sem leiða börn fyrstu skrefin í lestrarnámi. Kristín hefur einmitt farið í skólana til að kynna þess- ar aðferðir bæði fyrir starfsfólki leikskóla og grunnskóla en hún segir bókina alveg eins henta heima þeim sem eru að undirbúa barnið fyrir skólagönguna mömmu, pabba, ömmu eða afa. Grunnurinn lagður fyrir skólagöngu – En hvenær er æskilegt að börn séu orðin læs? „Margar nýlegar rannsóknir á lestrarnámi beinast að mjög ungum börnum og menn hafa verið að leitast við að spá fyrir um hvernig börnum vegnar í lestrarnámi. Það hefur komið á daginn að grunnurinn að lestrarnámi er lagð- ur fyrir upphaf skjólagöngu. Því er mikilvægt að ná til foreldranna og fræða þá um mikilvægi þess að börnin nái valdi á ýmsum undirstöðu- þáttum sem mynda grunninn undir farsælt lestrarnám. Bókin bendir á ýmsar æfingar sem gott er að vinna með áður en skólaganga hefst en alla jafna ættu foreldrar ekki að fara lengra en áhugi barnsins teymir þá. Mörgum börnum hentar að bíða með hina eiginlegu bókstafakennslu þangað til skólaganga hefst en það er svo margt sem hægt er að undirbúa þau með þótt ekki sé talað um að færa hina eiginlegu lestr- arkennslu frá skólanum. Ég vil mjög gjarnan sjá lestrarnám sem samfellu milli heimilis, leikskóla og grunnskóla.“ – Hvernig eiga for- ráðamenn ungra barna að ná athygli þeirra með lestur? „Það snýst um að nýta hvert tækifæri sem gefst með barninu, þ.e. þegar barnið sýn- ir bókstöfum áhuga eða situr t.d. með bók og flettir. Þá er um að gera að vera vakandi og búa til eitthvað skemmtilegt úr því. Mörg ung börn eiga erfitt með að sitja kyrr og vera í skólastell- ingum. Lestrarnámið þarf að fara fram á forsendum barnsins í gegnum leik. Í bókinni er fjallað um ýms- ar aðferðir og leiki sem henta ungum börnum og með þeim æfingum sem þar eru er hægt að kveikja í flestum börnum.“ Einstaklingsmiðuð kennsla – Nú tala margir um að börnum leiðist ef þau komi læs í skólann. Þau hafi ekkert að gera fyrsta árið. „Þetta er bábilja. Þegar ég var sjálf barn skiluðu heimilin börnunum gjarnan læsum í skóla. Svo kom tímabil þegar skólakerfið fór í afneitun og sagði að foreldrar ættu ekki að kenna börnum lestur til að þeir trufluðu ekki það sem skólinn væri að gera. Nú er á hinn bóginn æ meira miðað við einstaklingsmiðaða kennslu og þá er unnið með hverju barni í samræmi við hvar það er statt. Ég hef því enga trú á því að þau börn sem eru læs í dag fái ekki að njóta sín. Það er þá algjör undantekning. Ég mæli með að foreldrar byrji á æf- ingum úr köflunum um forstig og hljóð- greiningu en þær æfingar henta vel börnum frá fjögurra ára. Það er þó að sjálfsögðu einstaklingsbundið hvenær börn eru tilbúin. Hugmyndirnar nýtast í leik með mömmu, pabba, afa eða ömmu. Bókin er eins og uppskriftabók. Hver blaðsíða er sjálfstæð eining þar sem kynnt er hugmynd að einföldum leik eða æfingu sem þjálfar tiltekið atriði. Sum börn verða utanveltu á fyrstu stigum lestrarkennslu vegna þess að undirstöðu vantar og hraðinn er of mikill í kennslunni þegar komið er í skólann. Ef það er raunin og börn- unum gengur ekki vel að ná lestr- inum í skólanum geta bæði kenn- arar og foreldrar gefið sér tíma og komið aftur inn í æfingarnar og þá í gegnum leikinn.“ gudbjorg@mbl.is menntun Bangsabíll og dreki hjálpa við lesturinn Lestur Kristín Arnardóttir virkjar með léttum æfingum leikgleði barnsins og sköpunarkraft til að vekja áhuga þess á bókstöfunum og ritmáli. Sniðugt Stafabangsarnir hafa sitt hlutverk í kennslunni. Morgunblaðið/Ásdís Kántrítónlist hljómar umallt í félagsmiðstöðinni íBólstaðarhlíð 43 þar semungir og aldnir dansa saman línudans. Fætur snúast fjör- lega, höndum er klappað og stutt er í brosið. Fólk úr ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar sem tilheyrir fé- lagsskapnum „Út og suður“ kemur saman í þessari félagsmiðstöð einu sinni í viku hverri og æfir línudans undir dyggri stjórn Jónu Þórunnar Vernharðsdóttur. En frá því í febr- úar hafa í lok hvers tíma bæst í hóp- inn krakkar á aldrinum 8–9 ára frá frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og þau læra danssporin af þeim sem eldri eru. Eftir sameiginlega tímann fá börnin svo að dansa ein undir stjórn Jónu áður en þau fá sér hressingu með hópnum. Sjö og átta ára börn fá svo að koma á öðrum degi og spila við þá sem eldri eru. Allir spjalla saman eftir dansinn Fyrir þessu samstarfi frístunda- heimilis barnanna og félagsmiðstöðv- arinnar í Bólstaðarhlíð 43 standa tvær ungar konur, þær Sigrún Edda Sigurðardóttir og Alda Mjöll Sveins- dóttir, en þær eru nemar í Kennara- háskóla Íslands. „Þetta er vettvangs- verkefni hjá okkur og hluti af námi okkar í Tómstunda- og félagsmála- fræðum við skólann. Okkur langaði til að tengja saman kynslóðirnar á einhvern skemmtilegan hátt og þess- ir línudanstímar og spilatímarnir hafa gengið mjög vel og þetta leggst vel í alla. Krakkarnir eru ótrúlega fljótir að ná sporunum og fullorðna fólkinu finnst mjög gaman að leið- beina þeim. Þetta hefur undið upp á sig og fólkið héðan úr Bólstaðarhlíð- inni kom í heimsókn til krakkanna í Hlíðaskjól núna í apríl. Síðan verður hápunkturinn vorhátíð hér sjötta maí og þá ætla krakkarnir að koma hing- að og sýna línudans. Fólkið sem er í Út og suður-hópnum er í bleikum bolum með merki hópsins og mynd af hatti og kúrekastígvéli og við fengum að gera alveg eins bláa boli á krakk- ana. Þannig verða krakkarnir enn frekar hluti af hópnum. Að loknum dansinum setjast þau öll saman og fá sér kaffi og með því og spjalla saman. Eftir að hafa unnið að þessu verkefni hlökkum við svei mér þá til að kom- ast á eftirlaunaaldurinn og hafa tíma til að læra dans og gera fleira skemmtilegt.“ Ekkert auðvelt fyrst Benedikt Júlíusson býr í Grafar- holtinu en gerir sér ferð í hverri viku til að dansa í Bólstaðarhlíðinni. Hann hefur æft línudans í fimm ár og er því orðinn öruggur með sporin. Hann var kátur með að stíga línudans með Arínu Völu og leiðbeina henni með fótaburðinn. „Mér finnst ljómandi gott og gaman að hafa krakkana með og við leiðbeinum þeim eftir bestu getu. Þau eru alls ekkert feimin við að dansa með okkur, við höfum þau fyrir framan okkur og reynum að stýra þeim í dansinum. Þetta hefur gengið framar öllum vonum og þau eru orðin mjög flink,“ segir Benedikt og neitar því að hafa verið mikill dansmaður á sínum yngri árum. „Ég fór bara að dansa eftir að ég varð gamall.“ Arína Vala Þórðardóttir er átta ára nemandi í Hlíðaskóla og hefur verið að læra línudansinn frá því í febrúar með Benedikt og hinum í hópnum Út og suður. „Þetta er búið að vera mjög gaman, ég kunni nú að- eins í línudansi áður en ég byrjaði hér en nú er ég búin að læra heil- mikið. Mér fannst þetta ekkert auð- velt í fyrstu en svo kom þetta smátt og smátt. Núna er ég búin að læra þrjá ólíka línudansa.“ khk@mbl.is Kynslóðir mætast í línudansi Morgunblaðið/Eggert Sporlétt Ester leiðbeinir Völundi í víxldansi. Kampakát Þau Benedikt og Arína Vala voru glöð í bragði eftir að hafa dansað saman línudans. Krakkarnir eru ótrúlega fljótir að ná sporunum og fullorðna fólkinu finnst mjög gaman að leiðbeina þeim. Í hraða nútímasamfélags er allt of lítið um að eldri kynslóðin og sú yngri skemmti sér saman. En í Bólstaðarhlíðinni stíga saman dansinn ungir og aldnir og málshátturinn hvað ungur nemur gam- all temur er þar í fullu gildi. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit inn á línudansæfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.