Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 41 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is M A R K W A H L B E R G SANNSÖGULEG MYND UM STÆRSTA HNEYKSLISMÁL Í SÖGU FBI HVER ÞARF UPPHÆÐIN AÐ VERA SVO ÞÚ SVÍKIR ÞJÓÐ ÞÍNA BREACH kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl.6 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.16.ára SHOOTER VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40 THE GOOD SHEPERD kl. 8 - 10:40 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:20 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ WILD HOGS kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára / ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eeee V.J.V. eeee FBL eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ 21.04.2007 2 6 11 19 35 9 8 7 4 3 0 8 0 4 6 22 18.04.2007 5 7 14 15 25 35 1433 42 Frum- útgáfa í kilju „Þessi stutta skáldsaga … er satt að segja mögnuð lesning. Carrère hefur ógnarlegt vald á frásögninni.“ „Carrère kemur miklu til skila í knöppu máli og dregur upp sterka stemningu óvissu og ógnar, sem hefst strax á fyrstu síðu og helst allan tímann.“ Þröstur Helgason / Lesbók Morgunblaðsins Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is „… þýðing Sigurðar Pálssonar gerir hana að viðburði.“ Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is HÉR er á ferðinni framhald af end- urgerð hinnar „sígildu“ rusl- hryllingsmyndar Wes Cravens, The Hills Have Eyes frá árinu 1977, en endurgerðin kom út í fyrra í leik- stjórn Alexandre Aja. Sú mynd olli vonbrigðum, einkum vegna þess að hún stóðst engan veginn samanburð við Haute Tension sem Aja hafði gert þremur árum fyrr, en franska myndin markar áveðin hápunkt í þeirri „splatter“ bylgju sem hefur verið helsti aflvaki endurvakningar hryllingsmyndategundarinnar und- anfarin ár. Í endurgerðinni á Cra- ven-myndinni varpaði Aja þó öllum þeim sniðugheitum sem einkenndu fyrri myndina fyrir borð og einbeitti sér eingöngu að sviðsetningu heldur leiðigjarns sadísks sjónspils. En ef fyrri myndin var ómerkileg þá er framhaldið síst betra (og rétt er að rugla því ekki saman við samnefnda framhaldsmynd sem Craven sjálfur gerði fyrir 22 árum). Skrímslin sem voru eilítið dularfull í fyrstu mynd- inni eru hér orðin að geislavirkum skrípamyndum og áætlun þeirra um að ræna konum til að viðhalda eigin úrkynjaða kyni getur vart talist heildstæð uppspretta fyrir kvik- myndahandrit, þótt það reynist Martin Weisz (enn einn músíkmynd- bandagemlingurinn sem fenginn er til að halda utan um kvikmynd með lélegum árangri) allnokkur inn- blástur fyrir kvikindisskap og blóðs- úthellingar. Sú staðreynd að Wes Craven skrifar handritið ásamt syni sínum kann að hreyfa við gömlum hryllingsaðdáendum, en rétt er að staldra við og hugsa til baka því þá minnumst við kannski þess að hand- ritaskrif voru nú aldrei sterkasta hlið Cravens. Eina myndin sem hann hefur leikstýrt og hefur notið velgengni undanfarin 20 ár er Scream en það gleymist stundum að hana skrifaði hann ekki sjálfur. Óhugnaður í afdölum Léleg „En ef fyrri myndin var ómerkileg þá er framhaldið síst betra.“ KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Leikstjórn: Martin Weisz. Aðalhlutverk: Michael McMillian, Jessica Stroup, Dani- ella Alonso, Jacob Vargas, Flex Alexand- er. Bandaríkin, 89 mín. Margt býr í þokunni II (The Hills Have Eyes II)  Heiða Jóhannsdóttir FYRRVERANDI eiginkona Mick Jagger, Jerry Hall, er hætt að vera með „leikfangastrákum“. Hin 50 ára fyrrverandi fyrirsæta hefur ákveðið að hætta að hitta yngri menn það sem eftir er ævinnar eftir að hún fór á hræðilegt stefnumót nýlega. „Ég fór út með ungum manni og við spil- uðum biljarð allan tímann. Geturðu ímyndað þér? Þessa dagana þrái ég eldri menn, þeir hafa heldur ekki eins lélegan tónlistarsmekk og þeir yngri.“ Hall sagði líka nýlega að hún fengi sér frekar nýjan eiginmann en and- litslyftingu. „Konur eiga að eldast með virðingu. Tilhugsunin um að hafa unglegt andlit en hrukkóttan og gamlan líkama er hræðileg.“ Hall hefur einnig sagt að íturvaxinn lík- ami hennar, en hún er stærð 12, láti hana líta út fyrir að vera yngri. „Að vera horaður gerir þig ellilegri.“ Reuters Búin að fá nóg ARSENAL hefur ekki gengið sem best á leiktíð- inni en El- ísabet drottn- ing hefur samt ekki snúið baki við félaginu sem hún hefur haldið með í hálfa öld. Móð- ir hennar var einnig einlæg- ur Arsenal-aðdáandi að því er breska blaðið The Sun greinir frá. Blaðið hefur eftir Cesc Fabregas að honum og nokkrum öðrum leik- mönnum hafi verið boðið í Buck- ingham-höll í febrúar sl. og þá hafi drottningin sagt honum að hún héldi með liðinu. Ónafngreindur heim- ildamaður, sem er háttsettur við bresku hirðina, staðfesti við blaðið að hún styddi Arsenal. Styður Arsenal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.