Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði eftir fund með um- hverfisráðherra í gær að hann myndi óska eftir því að ákvörðun ráðuneyt- isins um að synja staðfestingu á svæðisskipulagi vegna Glaðheima- svæðisins, yrði tekin upp að nýju þar sem ráðuneytið hefði ekki haft öll nauðsynleg gögn undir höndum. Bæjarstjórinn sagði að yrði breyt- ingartillagan ekki samþykkt, stefndi í stríðsástand í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra sagði að Kópavogsbær hefði óskað eftir fundi til að gera grein fyr- ir sínum sjónarmiðum, en engin ákvörðun hefði verið tekin eða nið- urstöðum breytt, enda hefði það aldrei staðið til. „Það er okkar nið- urstaða að þetta sé ekki óveruleg breyting, heldur veruleg og þurfi því, samkvæmt skipulagslögunum, að fara fyrir samvinnunefndina,“ sagði hún. Svæðisskipulagið ætti að tryggja heildarsýn á skipulag sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem mynduðu eitt íbúa-, atvinnu- og þjónustusvæði. Markmiðið væri m.a. að tryggja að fólk kæmist leiðar sinnar en umferðarþunginn á Reykjanesbrautinni og öðrum stofn- brautum væri nú þegar mjög íþyngj- andi. Ráðuneytið færi eingöngu eftir lögum. Um samanburð Glaðheima við önnur svæði, s.s. Kauptún í Garðabæ, sagði Jónína að tilvikin hefðu ekki verið talin sambærileg. Með ákvörðun umhverfisráðu- neytisins um að breytingarnar sem Kópavogsbær vill gera á svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Glaðheimasvæðinu, og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, þarf tillaga Kópavogsbæjar að fara fyrir sam- vinnunefnd um svæðisskipulag. Samhliða því sem bærinn óskar eftir endurupptöku verður tillagan lögð fyrir nefndina. „Ef svæðisskipulags- ráðið samþykkir ekki þessa tillögu þá er það náttúrulega orðið ónýtt. Þá munum við beita okkur gegn hinum sveitarfélögunum í öllu sem þau gera varðandi breytingu á svæðisskipu- lagi. Með þessu er komið á stríðs- ástand í skipulagsmálum á höfuð- borgarsvæðinu og gott innlegg í kosningabaráttuna fyrir umhverfis- ráðherrann,“ sagði Gunnar I. Birg- isson bæjarstjóri. Gögnin sem um ræðir fjalla um fundi og bréf til Vegagerðarinnar, að sögn Gunnars. Samkeppni sveitarfélaga Gunnar sagði málið snúast um samkeppni, önnur sveitarfélög vildu ekki að Kópavogur fengi leyfi til að byggja meira. Athugasemd Mos- fellsbæjar sem væri í hinum enda höfuðborgarsvæðisins væri furðuleg og svo virtist sem Garðbæingar vildu eiga Reykjanesbrautina fyrir sig. Álit Kópavogsbæjar hefði ekkert breyst eftir fundinn með ráðherran- um; bærinn teldi að forsendur úr- skurðarins stæðust ekki samkvæmt jafnræðisreglu því Garðabær hefði á sínum tíma fengið leyfi fyrir 200.000 m² atvinnuhúsnæði í Kauptúni við Reykjanesbraut og að auki stóreflis íbúahverfi skammt frá og í þessum tilvikum hefði ráðuneytið ekki talið að um verulega breytingu á svæð- isskipulagi hefði verið að ræða. Mos- fellsbær, sem hefði af einhverjum or- sökum einnig gert athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna vegna Glaðheima, hefði einnig getað skipu- lagt gríðarstór íbúðahverfi með óverulegum breytingum á svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórinn í Kópavogi gengur á fund umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um skipulag Glaðheima Stefnir í stríðsástand í skipulagsmálunum Morgunblaðið/ÞÖK Ósáttir Gunnar I. Birgisson og samstarfsmenn hans gengu á fund Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í gær vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að synja staðfestingu á svæðisskipulagstillögu vegna Glaðheimasvæðisins. Í HNOTSKURN » Bæjarstjórinn í Kópavogigekk í gær á fund um- hverfisráðherra vegna ákvörðunar ráðuneytisins um skipulag Glaðheima. » Umhverfisráðuneytið villekki staðfesta breytinga- tillögu Kópavogs vegna Glað- heimasvæðisins þar sem hún teljist ekki óveruleg. » Bæjarstjóranum finnst úr-skurðurinn þunnur í roð- inu og vill endurupptöku. SVÆÐISSTJÓRI Vegagerðarinnar á Suðvesturlandi segir mikilvægt að staðið sé við svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins og honum finn- ast margar af þeim svonefndu óverulegu breytingum sem gerðar hafa verið á skipulaginu ekki vera óverulegar í raun og veru. Þá frétti Vegagerðin stundum síðust af um- fangsmiklum breytingum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var umsögn Vega- gerðarinnar um breytingar á svæð- isskipulagi vegna Glaðheima- svæðisins neikvæð, þ.e. Vegagerðin taldi ekki að hún gæti talist óveru- leg líkt og Kópavogur hélt fram. Bæjarstjóri Kópavogs sagði hugs- anlegt að Glaðheimahverfið kallaði á sexföldun Reykjanesbrautar í gegnum Kópavog og Garðabæ en slík breyting er ekki á áætlun næstu 12 árin en gert er ráð fyrir að hægt sé að breyta henni í 3+3 akbraut síðar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir m.a. að Kópavogsbæ sé „enn og aft- ur“ bent á skyldu um samráð vegna skipulagsatriða er snerta þjóðvegi en uppbygging á Glaðheimasvæð- inu hefði bæði áhrif á Reykjanes- braut og Arnarnesveg sem væru þjóðvegir. Aðspurður hvort Kópa- vogsbær hefði ekki staðið við þessa skyldu sína sagði Jónas Snæbjörns- son, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á suðvestursvæði, að breytingarnar hefðu verið ansi örar í Kópavogi og reyndar víða. Það ætti m.a. einnig við um Bauhaus-lóðina í Reykjavík. Þetta væri slæmt þar sem Vega- gerðin gerði sína útreikninga um umferðarþunga og fleira eftir þeim forsendum sem fram kæmu í skipu- laginu. Óverulegar en merkilegar Margar óverulegar breytingar hafa verið gerðar á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu. Jónas sagði að mestu áhrifin á umferðarkerfið hefðu orðið vegna breytinga í Vatnsendahverfi en þar hefði verið þrengt að hinum umdeilda of- anbyggðavegi sem gert væri ráð fyrir í skipulagi. Það væri alveg á mörkunum að það væri pláss fyrir hann þegar hann kæmi inn í Kópa- vog. Aðspurður hvort Vegagerðin liti svo á að þessar óverulegu breyt- ingar væru í raun óverulegar sagði Jónas: „Nei, okkur finnst þær merkilegar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun er töluvert um óverulegar breytingar, í skilningi skipulags- og byggingarlaga, á svæðisskipulaginu, þ.á m. á þessum svæðum: Hnoðraholti, Smalaholti og Rjúpnahæð í Kópavogi, Urriða- holti í Garðabæ (þ.m.t. Kauptúni), Leirvogstungu og Helgafellslandi í Mosfellsbæ, austursvæði Vatnsmýr- arinnar í Reykjavík (fyrir Háskól- ann í Reykjavík), Mýrargötu og slippasvæðinu í Reykjavík, Höfða- túni og Bílanaustreitnum í Reykja- vík og íbúðarsvæðinu fyrir austan og sunnan núverandi byggð í Hafn- arfirði. Morgunblaðið/ÞÖK Umferð Deilan snýst um skipulag Glaðheimasvæðisins sem er neðst til hægri á myndinni og verður enn um sinn hesthúsabyggð. Standi við skipulag GUÐMUNDUR Ein- arsson verkfræðingur lést á hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð í Garða- bæ í gær, 82 ára að aldri. Guðmundur fæddist 22. ágúst 1925 í Reykja- vík, sonur Karólínu Guðmundsdóttur vefn- aðarkonu og Einars S. Jóhannessonar vél- stjóra. Hann ólst upp í Reykjavík. Að loknu stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1945 nam Guðmundur vélaverkfræði við Stevens Institute of Technology í Bandaríkjunum og lauk því námi 1949. Að námi loknu starfaði hann sem verkfræðingur í Bandaríkj- unum um hríð, m.a. við byggingu húss Sameinuðu þjóðanna í New York. Kominn heim starfaði Guðmundur á Keflavíkurflugvelli hjá Almenna byggingarfélaginu og sem yfirverk- fræðingur og framkvæmdastjóri hjá Sameinuðum verktök- um og verklegur fram- kvæmdastjóri hjá Ís- lenskum aðalverk- tökum. Hann stofnaði Breiðholt hf. 1967, sem byggði m.a. 1.100 íbúðir í Breiðholti, einnig Ak- braut hf. og Verkfræði- stofuna Gimli. Guðmundur tók virk- an þátt í félagsmálum. Hann var forseti Sálar- rannsóknafélags Ís- lands í 30 ár og virkur í Nordisk Spiritual Fo- undation. Einnig formaður og heið- ursfélagi Verkfræðingafélags Ís- lands, í stjórnum VSÍ og Stjórnunarfélagsins, sat í hrepps- nefnd Garðabæjar eitt kjörtímabil og var í Rótarýklúbbi Austurbæjar. Fyrri kona Guðmundar var Unnur Andrea Jónsdóttir (d. 1962) og eign- uðust þau fimm börn. Seinni kona hans var Lilja Viktorsdóttir (d. 1997) og eignuðust þau eitt barn. Andlát Guðmundur Einarsson SIF Friðleifsdóttir heilbrigð- isráðherra og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor hafa ákveðið að gera samstarfssamning um Rann- sóknastofnun um lyfjamál við Há- skóla Íslands (RUL). Stofnuninni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði lyfjamála. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir er lúta að skynsamlegri ákvarðanatöku um lyfjanotkun, lyfjafaraldsfræði og lyfjahagfræði. Að rannsóknastofnuninni um lyfjamál við Háskóla Íslands standa einnig Landlæknisembættið, Land- spítali – háskólasjúkrahús, Lyfja- stofnun og Lyfjafræðingafélag Ís- lands. Um 20 milljónir króna verða lagðar til stofnunarinnar á næstu þremur árum. Markmið stofnunarinnar er að auka rannsóknir og fræðslu um lyfjanotkun og lyfjastefnu á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Víðtækur vettvangur um lyfjamálBúdapest 4. maí frá kr. 39.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Bjóðum allra síðustu sætin í þriggja nátta helgarferð til Búdapest 4. maí. Gist á góðu fjögurra stjörnu hóteli í miðborginni. Vorið er frábær tími til að heimsækja borgina. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Frábær gisting - allra síðustu sætin Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Mercure Buda  með morgunmat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.