Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÍBÚAVEFURINN Minn Garðabær vakti mikla athygli á evrópsku ráð- stefnunni Eisco 2007 sem haldin var í Finnlandi nú síðla aprílmán- aðar. Vefurinn hefur verið starf- ræktur frá árinu 2005 og átti sér um tveggja ára aðdraganda. Á ráðstefnunni var fjallað um notkun upplýsingatækni í þjónustu við íbúa sveitarfélaga og voru þar kynntar fjölmargar nýjungar. Vakti vefurinn Minn Garðabær mikil viðbrögð en vefurinn var kynntur í framsöguerindi Guðfinnu Kristjánsdóttur upplýsingarstjóra Garðabæjar. „Við fengum afar mikil viðbrögð frá öðrum ráðstefnugestum og segja má að það hafi að vissu leyti komið á óvart,“ segir hún. „Fólk var alveg gáttað á því hvað var verið að gera á vegum Garðabæjar í upplýsingatæknimálum. Fólki fannst þetta 9.500 manna sveitarfé- lag harla fámennt sem slíkt og margir spurðu hvernig í ósköp- unum jafn litlu sveitarfélagi tækist að halda úti slíkri þjónustu,“ segir hún. „En okkur á Íslandi þykir það ekki jafn merkilegt,“ bætir hún við. „Við sýndum fólki hvað Garðabær væri að gera í dag á sviði upplýs- ingatækni en margir aðrir voru frekar að sýna það sem til stóð að gera í þeirra heimahögum í fram- tíðinni.“ Margir komu að máli við Guð- finnu eftir ráðstefnuna með fyr- irspurnir um íbúavef Garðabæjar og þær tæknilausnir sem nýttar eru. „Það skemmtilega við þetta er að með þessu kynntum við í leið- inni íslenskan hugbúnað, frá Hug- viti og Mentor.“ Á ráðstefnunni kynnti Guðfinna m.a. hvern íbúar geta nálgast svo- nefnda hvatapeninga til að greiða niður kostnað við íþrótta- og æsku- lýðsstarf barna, hvernig hægt er að senda bréf frá vefnum til bæj- arstjórnar og fá svar til baka inn á eigin vefsvíðu. Einnig sagði hún frá því hvernig hægt er að taka þátt í umræðum og skoðanakönn- unum og sjá hvað á að greiða, t.d. fasteignagjöld, leikskólagjöld og fleira. Frá íbúavefnum hafa íbúar einn- ig beinan tengil á sína síðu á Ment- or þar sem hægt er að nálgast ýms- ar upplýsingar frá skólum barn- anna, s.s. heimavinnu, einkunnir, ástundun og fleira. Vakti þetta töluverða athygli á ráðstefnunni. Þá sýndi Guðfinna hvernig hægt er að skrá sig inn á vefinn með raf- rænu skilríki og sagði frá samstarfi íslenska ríkisins og íslenskra banka við útgáfu rafrænna skilríkja. Eldri borgarar í sókn „Vefurinn okkar hefur þróast heilmikið frá því hann var opnaður og enn er fjölmargt framundan. Hugmyndirnar eru nánast óþrjót- andi og við fáum margar góðar hugmyndir frá Garðbæingum sjálf- um. Netaðgangur er mjög út- breiddur í bænum og í því sam- bandi má nefna að eldri borgarar eru að sækja í sig veðrið svo um munar.“ Guðfinna nefnir að þróunar- og stofnkostnaður við íbúavefinn sé eðlilega nokkur en þegar til lengri tíma sé litið, sparist margt. „Við erum t.d. nánast hætt að prenta umsóknareyðublöð fyrir bæinn og það tekur mjög stuttan tíma að svara ýmsum fyrirspurnum raf- rænt. Þannig lækkar pappírskostn- aður og dýrmætur tími sparast í leiðinni.“ Garðabæjarvefur slær í gegn í Evrópu Í HNOTSKURN »Íbúavefurinn Minn Garða-bær felur í sér að að hægt er að taka þátt í umræðum og skoðanakönnunum og sjá hvað á að greiða t.d. í fast- eignagjöld og leikskólagjöld. Þá eru ótaldir svonefndir hvatapeningar á Netinu. »Vefurinn byggir á íslensk-um hugbúnaði sem þróað- ur er af Hugviti en auk þess vakti íslenski hugbúnaðurinn Mentor athygli á evrópsku ráðstefnunni.Rafrænt Garðabær er ekki stór en stjórnsýslan er háþróuð. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ KVENNALIÐ Dana, sem varð í öðru sæti á heimsmeist- aramótinu í krullu á dög- unum, verður meðal kepp- enda á Ice Cup, alþjóðlegu móti sem krulludeild Skauta- félags Akureyrar heldur á Akureyri um helgina. Þetta er í fjórða skipti sem mótið er haldið á Akureyri, alls taka 18 lið þátt, þar af fjögur erlend, tólf frá Ak- ureyri og tvö frá Reykjavík. Erlendu liðin koma frá Lett- landi og Bandaríkjunum, auk danska landsliðsins. Þátttaka danska liðsins er stórtíðindi fyrir krullufólk hér á landi, að sögn Haraldar Ing- ólfssonar, kynningarstjóra mótsins, og mikill fengur fyrir mótshaldið. Keppni hefst á föstudags- morgun og verður leikið kl. 8.30, 11, 14 og 16.30 á föstu- dag og laugardag, síðan kl. 8.30 og 11 á sunnudag og úr- slitaleikir hefjast kl. 14.00 á sunnudag. „Það er Sparisjóður Norð- lendinga sem af rausnarskap sínum gerir Krulludeild SA það kleift að fá danska liðið hingað til lands en einnig koma Norðurorka og Greifinn að verkefninu. Mótshaldið sjálft er jafnframt styrkt af fjölda fyrirtækja,“ segir í frétt frá krulludeild Skauta- félags Akureyrar. Hingað hefur áður komið til keppni krullufólk sem keppt hefur og unnið til verð- launa á stórmótum í íþróttinni en þetta er í fyrsta skipti sem heilt lið af þessum styrkleika tekur þátt. Í danska liðinu eru tvennar systur, annars vegar Angelina Jensen, sem er fyr- irliði, og systir hennar Ca- milla Jensen og hins vegar systurnar Denise og Made- leine Dupont. Þær eiga allar að baki þátttöku í fjölmörgum Evrópu- og Heimsmeist- aramótum og hafa Dupont- systurnar meðal annars orðið heimsmeistarar yngri leik- manna. Leikmenn danska liðsins koma frá Tårnby Curling Club í útjaðri Kaup- mannahafnar en þangað hafa íslensk lið þrisvar farið til keppni á mótum á und- anförnum árum og einu sinni hefur lið þaðan komið til Ak- ureyrar til keppni. Það að danska liðið fékkst til að koma til Akureyrar nú má ekki síst þakka góðu sam- bandi krullufólks héðan við forsvarsmenn þessa danska klúbbs. Krulludeild SA hélt fyrsta Ice Cup-mótið vorið 2004 og er þetta því í fjórða sinn sem mótið er haldið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ICE CUP Mótið kynnt; Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Ágúst Hilmarsson, krullunefnd ÍSÍ, Ólafur Hreinsson, formaður mótsnefndar, Haraldur Ingólfsson, kynningarfulltrúi, Arinbjörn Þórarinsson, Greifanum og Agnar Árnason, Norðurorku. Silfurlið Dana á HM í krullu mætir til keppni SUÐURNES Í DAG eru 180 ár frá því Amtsbókasafnið á Akureyri var stofnað og í tilefni dagsins ætla starfsmenn að gera sér, og viðskiptavinum, glaðan dag og allt verður frítt; mynd- ir, tónlist, margmiðlun … Ýmislegt góðgæti verður í boði og í dag er svo kallaður sektarlaus dagur, þannig að nú borgar sig fyrir þá að mæta sem hafa gleymt að skila bókum undanfarið. Amtsbókasafnið var stofn- að 25. apríl 1827 af Grími Jónssyni, amtmanni á Möðru- völlum, með dyggum stuðn- ingi frá ýmsum mætum mönnum hérlendis og í Dan- mörku. „Á þessum 180 árum hefur margt breyst nema það að enn þann dag í dag er Amts- bókasafnið ein mikilvægasta og virtasta menningarstofn- unin á Akureyri,“ segir í frétt frá safninu. Afmæli og allt frítt á Amtsbókasafninu Grindavík – Skrifað hefur verið undir samning um byggingu nýs fjölnota íþrótta- húss í Grindavík. Það eru Grindavíkurbær og bygginga- fyrirtækið Grindin sem sömdu um smíðina. Fyrsta skóflustunga að byggingunni verður tekin klukkan 15.00 í dag. Húsið mun rísa austan stúkunnar við íþróttavöllinn og er gert ráð fyrir því að það verði fullbúið um áramót. Ólafur Örn Ólafsson bæj- arstjóri segist mjög ánægður með samninginn og að húsið verði mikil lyftistöng og fram- faraspor fyrir annars blóm- legt íþróttalíf í bænum. Í hús- inu verður meðal annars gervigrasvöllur og hlaupa- og göngubraut. Gervigrasvöll- urinn mun nýtast mjög vel til æfinga, en knattspyrnan hef- ur að mestu verið æfð utan dyra eða að leigt hefur verið pláss fyrir æfingar í knatt- spyrnuhöllum í Reykjanesbæ og Reykjavík Húsið er um 3.500 fermetr- ar að stærð, 50 sinnum 70 metrar. Kostnaður við bygg- inguna er 205 milljónir króna. Nýtt íþrótta- hús rís í Grindavík Ljósmynd/Óskar Sævarsson Byggingar Ólafur Ö. Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Guð- mundsson forstjóri Grindar h/f ganga frá samningi um smíði á nýju fjölnota íþróttahúsi. Reykjanesbær | Leikskólabörn í Reykja- nesbæ gengu fylktu liði niður Hafnargötu, sem er aðalverslunar- og þjónustugata bæj- arins, til móts við sumarið. Gangan var liður í sumargleði Betri bæjar, hagsmunasamtaka verslunar- og þjónustufyrirtækja í bænum. Trúðar tóku á móti börnunum og færðu þeim sumargjafir. Að sögn Kristínar Kristjánsdóttur, for- manns Betri bæjar, var þetta gert til að skapa líf og stemningu í bænum en verslanir voru með Sumarsmell; tilboð og lengri opn- unartíma í tilefni sumarkomu. Kristín kvaðst vona, að hefð kæmist á þessa uppákomu og að leikskólarnir veldu sér í framtíðinni ákveðinn lit hver og skreyttu sig þeim í þessari göngu. Morgunblaðið/Svanhildur Kjartansdóttir Gengið til móts við sumarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.