Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 21
Verkið Þegar Magdalena hannaði verkið hafði hún í huga dag heilags Jóns í Póllandi þegar fólk vefur krans og lætur fljóta á vatni. Blómaskreytar í Póllandileggja áherslu á að kunnatæknina í blómaskreyt-ingum en þeir íslensku leggja líka mikla áherslu á hug- myndaflug,“ segir Magdalena Kowalonek Pioterczak sem flutti til Íslands frá Póllandi fyrir tveimur mánuðum og sigraði í keppninni um blómaskreyti ársins um síðustu helgi. „Ég kann tæknina en vona að hugmyndaflugið komi bara smám saman,“ segir hún hógvær. Magda- lena flutti til Íslands til að vera hér með manni sínum en hann hefur starfað hér á landi í tæpt ár og þau hafa hug á að setjast að hér á landi. „Ísland er mjög ólíkt Póllandi en ég kann vel við mig, sérstaklega er ég hrifin af fjöllunum, landslaginu, vatninu og ekki síst sundlaug- unum.“ Hún er að hefja íslenskunám, þau hjónin eru að leita að húsnæði og hún er að reyna að finna vinnu sem blómaskreytir. „Mér líður best ef ég get unnið með blóm. Síðustu sjö ár starfaði ég í blómabúð í Stargard í Szcecin en það má segja að þetta sé í blóðinu því móðir mín á blómaverslun og ég hef því verið umkringd blómum frá æsku.“ Aðspurð hvaða blóm séu í mestu uppáhaldi segir hún að sér þyki öll blóm falleg en þó séu einföld blóm eins og gerberur og túlípanar í uppáhaldi. Hún hefur eins og gefur að skilja ekki séð mikið af íslensk- um villtum blómum en hún hefur séð íslenskar rósir blómabænda og þær segir hún að séu fallegar. Á hinn bóginn veltir hún því fyrir sér hvers vegna Íslendingar noti yf- irleitt sellófan utan um blóm. Einfaldleikinn heillar En hvað einkennir skreytingar hennar? „Einfaldleikinn er að mínu áliti alltaf fallegastur og ég held að sú skoðun mín endurspeglist í verkum mínum. Ég vinn svo gjarnan með trjágreinar, víra og gras.“ Þegar hún er spurð hvað hún hafi haft í huga þegar hún hannaði verð- launaskreytinguna um síðustu helgi segir hún: „Ég var að hugsa um byrjun sumars í Póllandi en á degi heilags Jóns vefjum við kransa og látum þá fljóta á vatni.“ Það kom Magdalenu skemmtilega á óvart að vinna keppnina. „Ég hlakka líka til að fara til Danmerkur og taka þar þátt í blómaskreytingakeppni fyrir Ís- lands hönd.“ gudbjorg@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sigurvegari Magdalena Kowalonek Pioterczak mun fara til Danmerkur og keppa þar í blómaskreytingum fyrir Íslands hönd. Öll blóm eru falleg Um síðustu helgi vann Magdalena Kowalonek Pioterczak keppnina um blómaskreyti ársins 2007. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að hún hefur verið umkringd blómum frá barnsaldri. |miðvikudagur|25. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Það má komast lengra á hjóli á fimmtán mínútum en margur hyggur. Hví ekki að fara að hjóla í vinnuna? » 23 hreyfing Áður en haldið er til fjarlægra landa getur borgað sig að kanna hvort þörf sé ef til vill á bólu- setningu. » 22 heilsa Lyfjastofnun Noregs vararvið notkun lyfsins Mini-fom sem kornabörnum ergefið við magaverkjum. Lyfið inniheldur rotvarnarefnin própýl- og bútýlparaben en til- raunir með dýr hafa sýnt að þessi efni hafi hormónatruflandi áhrif. Paraben eru rotvarnarefni sem hafa verið notuð í matvæli, lyf og snyrtivörur. Nýjar rannsóknir sýna að efnið hefur áhrif sem eru svipuð áhrifum af estrógenframleiðslu lík- amans, en þó mun vægari. Tilraunir með dýr hafa aukin- heldur leitt í ljós minna magn te- stosteróns og minni sæðisfram- leiðslu hjá karlkyns rottum og músum sem hafa verið meðhöndl- aðar með própýl- og bútýlpara- benum. Samsvarandi áhrif hafa ekki fundist í manneskjum en þar til ít- arlegri rannsóknir liggja fyrir vill norska Lyfjastofnunin ekki útiloka að þau geti haft áhrif á menn eins langvarandi notkun er átt notkun vikum saman. Til að byrja með á þetta við Minifom-dropa sem not- aðir eru til að meðhöndla svokallaða ungbarnakveisu sem lýsir sér í verkjum í kviði kornabarna en læknisfræðileg áhrif þess eru um- deild. Hvað varðar önnur lyf sem inni- halda própýl-, bútýl- eller ísóbútýlp- araben segir stofnunin mikilvægt að hætta ekki lyfjameðferð án þess að viðkomandi ráðfæri sig við lækni fyrst. Búið er að fjarlægja própýlp- araben af lista yfir viðurkennd rot- varnarefni í matvörum en bútýl og ísóbútýlparaben hafa aldrei verið notuð í matvöruframleiðslu. Norska lyfjastofnunin vinnur hins vegar að því að kortleggja í hvaða lyfjum þessi paraben er að finna. Að sögn Rannveigar Gunnars- dóttur, forstjóra Lyfjastofnunar Ís- lands, hefur málið ekki komið inn á borð stofnunarinnar enn sem komið er en verður tekið til athugunar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Magaverkir Minifom droparnir hafa verið notaðir við ungbarnakveisu. neytendur Varað við Minifom-dropum fyrir ungbörn og fram kemur í fréttatilkynningu frá henni. Ekki leyfð í mat Það voru norsku umhverfis- samtökin Grønn hverdag sem ósk- uðu eftir áliti Lyfjastofunarinnar um hvort Minifom-droparnir gætu talist skaðlausir. „Þetta er sigur fyrir öryggi neytandans,“ segir Tone Granaas, formaður samtak- anna á heimasíðu þeirra. Hún bend- ir á að bútýl- og própýlparaben séu ekki leyfð í mat og að efnin séu ekki talin fyllilega örugg innihaldsefni í snyrtivörum. Paraben brotna hratt niður í lifur manna en gert er ráð fyrir að nið- urbrotið sé hægara hjá börnum fram að eins árs aldri. Þar fyrir ut- an gætu kornabörn verið sér- staklega viðkvæm fyrir hormóna- truflandi áhrifum. Því er varað við gagnrýnislausri og langvarandi notkun lyfja sem innihalda própýl-, bútýl- eller ísóbútýlparaben, en með KEPPENDUR áttu að skila einu óundirbúnu verki. Þemað var nátt- úra og allir fengu sama efni til að nota en skreytingin átti að vera fær- anleg og standa sjálf. Blómaskreytir ársins 2007 fékk að launum ferð og þátttöku í keppni í Fredricia í Danmörku þar sem við- komandi keppir fyrir Íslands hönd. Sigurvegari velur sér aðstoðarmann til að fara með sér í keppnina. Keppnin Litskrúðugt Eitt af lokaverkefnum Magdalenu þegar hún var í skól- anum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.