Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 40
Kannski hefði það verið skynsamlegra að herma miklu nánar eftir gerðinni frá 1980 en að færa hana fram í tíma … 43 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ,,ÞAÐ er mikið í gangi hjá okkur núna, við er- um að fara í tónleikaferð með Air um Banda- ríkin, erum í Los Angeles núna og á leið á æf- ingu,“ sagði Gottskálk Dagur Sigurðarson, eða Gotti, þegar blaðamaður náði tali af honum á síðasta degi vetrar. Gottskálk er nú á þeytingi um Bandaríkin með eiginkonu sinni, tónlistar- konunni Kate Havnevik, ásamt tveimur hljóð- færaleikurum og hljómsveitinni Air. Havnevik sendi frá sér plötuna Melankton í fyrra og reka þau hjón saman plötufyrirtækið Continentica Records sem var stofnað í kringum útgáfu plöt- unnar. Melódískt popp Gottskálk segir erfitt að skilgreina tónlist Havnevik, kýs helst að kalla hana melódískt popp. Havnevik er norsk og Melankton er hennar fyrsta breiðskífa. Hún hefur verið lengi að í tónlistarbransanum, var meðal annars í kvennapönkhljómsveit aðeins 14 ára að aldri og hefur verið viðriðin tónlist upp frá því, en hún er 31 árs. Gottskálk er lærður leikari og hefur búið í London undanfarin sjö ár. ,,Ég hef ekkert ver- ið að einbeita mér að leiklistinni undanfarið, ég var að framleiða sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu, sá um að setja hana upp í Bretlandi í tvö ár. Eftir að við hættum að sýna á West End, í janúar 2005, sagði ég skilið við þá sýn- ingu og við Kate tókum okkur til við að klára plötu með tónlist hennar.“ Hálf platan í Gray’s Anatomy Gottskálk segist í raun vera umboðsmaður eiginkonu sinnar en hann hefur séð um rekstur Continentica með henni í tvö ár. ,,Þetta er byggt í kringum hennar tónlist, þannig að við erum búin að vera að einbeita okkur að henni og erum með nokkrar plötur í farteskinu. Þessi plata sem við gerð- um fyrst var eigin- lega hliðarverkefni, við ætluðum bara að gefa hana út í Skandinavíu og á Íslandi en svo þeg- ar hún var að verða tilbúin fór svo mik- ið af stað. Það er búið að nota tón- listina hennar, eða okkar, rosalega mikið í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Hún er mest notaði tónlistarmaðurinn í Grey’s Anatomy, til dæmis, hálf platan hefur verið spiluð þar,“ segir Gottskálk. Gottskálk segir það ekki á dagskrá að flytja heim til Íslands aftur, nóg sé að gera hjá þeim Kate. ,,Ég flutti út 1996, var þá að leikstýra Rocky Horror Show í Noregi og Gísli Örn (Garðarsson) framleiddi sýninguna. Ég flutti til Bretlands eftir það, fór í skóla í tvö ár, hitti Kate og við fluttum til London saman. Þar höf- um við búið síðan. Ég hef verið að leika, leik- stýra og framleiða tónlistarmyndbönd. Svo var ég auðvitað mjög mikið með Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, á árunum 2003 til 2005.“ Vildi gera annað Frekara samstarf Gottskálks og Vesturports er ekki á döfinni en þeir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, eru æskuvinir. ,,Það var bara komið gott og ég vildi fara í annað verk- efni. Ég vil skapa og fá hugmyndir, reyna að koma þeim af stað og fylgja þeim eftir.“ Á uppleið Kate Havnevik er mest notaði tónlistarmaðurinn í bandarísku þáttaröðinni Grey’s Anatomy. Hálf plata hennar, Melankton, hefur verið leikin í þáttunum. ÁFERÐ UM BANDARÍKIN MEÐ AIR LEIKARINN OG FRAMLEIÐANDINN GOTTSKÁLK DAGUR SIG- URÐARSON OG EIGINKONA HANS, KATE HAVNEVIK, ERU Á GÓÐRI LEIÐ MEÐ AÐ SIGRA BANDARÍKIN. www.katehavnevik.com www.myspace.com/katehavnevik Gottskálk Dagur Sigurðarson VERK tveggja útskriftarnema í tón- smíði við Listaháskóla Íslands, þá Hrafnkel Pálmarsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson, verða flutt á út- skriftartónleikum í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20. 17 nemendur út- skrifast í vor frá tónlistardeild skólans og verða 16 útskrift- artónleikar haldnir víða um borgina fram að 6. maí. Hrafnkell er þekktur fyrir gít- arleik sinn í hljómsveitinni Í svört- um fötum, en hann á einnig tíu ára fiðlunám að baki. „Ég mun flytja lokaverkið mitt ásamt tveimur öðrum verkum, einu fyrir tríó og eitt rafverk. Ég enda á lokaverkinu,“ segir Hrafnkell. Tríóið er fyrir flautu, klarínett og píanó og heitir Spectra. Rafverkið heitir Draumurinn svíta og er unnið upp úr leikhljóðum leiklistarnema. Loka- verkið ber titilinn Lostfagrir litir. Hvað varðar áhrif af lagasmíðum sveitarinnar Í svörtum fötum segir Hrafnkell að erfitt geti verið að greina þau, en alls ekki útilokað að svartir þræðir leynist inn á milli í tónsmíðum hans. Eitt og eitt „gigg“ á stangli Hvað varðar hljómsveitina Í svörtum fötum þá er hún ekki dauð úr öllum æðum. „Það er eitt og eitt „gigg“ á stangli,“ segir Hrafnkell, en segir þó engin sveitaböll á dagskrá með hljómsveitinni í sumar. „Það verður ekkert farið á neinn rúnt, menn taka bara vel valda tónleika.“ Hrafnkell mun venda kvæði sínu í kross á næstunni, þó svo hann haldi sig innan síns áhugasviðs og mennt- unar. „Ég er að fara að takast á við mjög spennandi verkefni á næstunni sem tengist hljóði og mynd. Það mun bara koma í ljós bráðlega hvað það er,“ segir Hrafnkell myrkur í máli. Hvað varðar tónleikana í kvöld segist Hrafnkell ætla að sitja og hlusta á feiknafæra hljóðfæraleikara úr Listaháskólanum flytja verk sín. „Þetta eru svakalega flottir spil- arar,“ segir Hrafnkell. Verk Hreiðars heitir Stabat ma- ter, unnið upp úr textum Jacopone da Todi, tvær vögguvísur um þján- ingu Maríu við krossfestingu Krists. Svartir þræðir Hrafnkels Morgunblaðið/Þorkell Enn að Hrafnkell leikur enn á gítar með hljómsveitinni Í svörtum fötum. Hér sést hann með söngvara sveitarinnar, Jóni Jósepi Snæbjörnssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.