Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 22
heilsa 22 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ísland er ef til vill enn nafli al-heimsins í augum Íslendingaen síðan þeir uppgötvuðumallakútinn, þ.e. heiminn all- an, finnst þeim flestum fátt skemmtilegra en að skoða hann. Sumir láta sér nægja að ferðast til nágrannalanda, aðrir fá ekki útrás nema fljúga til fjarlægustu stranda. Stundum er heimurinn ósköp sætur og saklaus mallakútur, fullkomlega meinlaus en stundum getur hann, í einu vetfangi, breyst í heiftarlega magakveisu, þar sem allt gengur upp úr og niður úr eins og engin væri miðjan eða naflinn. Þá eru góð ráð dýr og því hefur Landlæknisemb- ættið ráðlagt íslenskum ferðamönn- um að gera ákveðnar ráðstafanir áð- ur en lagt er af stað í leiðangur. Hvenær, við hverju og hvar? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og þar ber fyrst að nefna bólusetn- ingar því sé þeirra þörf og til þess að þær virki eins og til er ætlast þarf bólusetning að fara fram helst tveimur mánuðum fyrir ferðina. Það er erfitt að gefa einhlítar ráð- leggingar um bólusetningu ferða- manna. Bólusetningar eru margar hverjar nauðsynlegar þegar ferðast er til hitabeltislanda, þar sem fjöl- margir smitsjúkdómar eru land- lægir sem hefur tekist að útrýma að mestu á Vesturlöndum með bólu- setningu og betra hreinlæti. Má þar nefna gulusótt, japanska heilabólgu, , lömunarveiki, stífkrampa, barna- veiki, berkla, kóleru og taugaveiki Best er að hafa samband við heilsugæslustöðvar, Miðstöð heilsu- verndar eða göngudeild smitsjúk- dóma á LSH í Fossvogi, sem fram- kvæma bólusetningar, til frekari upplýsinga og mats á því hvort og hvernig bólusetningu ferðamaður kann að hafa þörf á. Eru þá eftirfarandi þættir skoð- aðir: Saga um fyrri bólusetningu ferðalangsins, til hvaða lands og landsvæðis ferðast er og hversu al- gengir sjúkdómar sem bólusetja á gegn eru á því ferðasvæði. Þá skiptir líka máli hversu lengi viðkomandi ætlar að dvelja þar og við hvaða að- stæður. Flestir hér á landi hafa verið bólu- settir gegn lömunarveiki, stíf- krampa og barnaveiki á barnsaldri og þurfa því að öllu jöfnu ekki að láta bólusetja sig á fullorðinsárum. Löm- unarveiki og barnaveiki eru hins vegar ennþá landlæg víða um heim og viss hætta er á stífkrampa ef óhreinindi komast í sár. Í leiðbein- ingum Landlæknisembættisins er ferðamönnum ráðlagt að láta bólu- setja sig gegn barnaveiki og löm- unarveiki ef meira en tíu ár hafa liðið frá síðustu bólusetningu. Við hverju er bólusett á Íslandi? Þar er einnig sagt að berklar séu enn á ný vaxandi vandamál í þróun- arlöndum og víða í Austur-Evrópu en fæstir Íslendinga hafa verið bólu- settir gegn berklum. Þeim sem hyggja á langdvöl í Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku og Austur- Evrópu er ráðlagt að láta bólusetja sig við berklum. Líkurnar á því að fá gulusótt, sem er moskítóborin veirusýking og get- ur valdið alvarlegum einkennum, eru litlar. Ferðalöngum er þó ráðlagt að láta bólusetja sig gegn gulusótt ef dvalist er í sveitum landa þar sem hún er landlæg. Sum Afríkuríki krefjast vottorðs um að ferðamaður hafi verið bólusettur gegn gulusótt, annars er honum ekki hleypt inn í landið og önnur krefjast vottorðs ef komið er frá landi þar sem gulusótt er landlæg. Japönsk heilabólga er einnig moskítóborin veirusýking en lík- urnar á að fá sjúkdóminn eru litlar. Ferðamönnum er þó ráðlagt að bólu- setja sig ferðist þeir um í sveitum þar sem hann er landlægur. Það er einkum í Kína, Kóreu, Indlandi og á svæðum í Bangladesh, Suður-Nepal, Sri Lanka og í nokkrum löndum Suðaustur-Asíu. Sjúkdómsins hefur þó einnig orðið vart í Japan og aust- urhluta Rússlands svo dæmi séu tek- in. Útbreiðsla hans er árstíðabundin og faraldrar sveiflast eftir fjölda moskítóflugna. Er bólusetning fullkomin vörn? En jafnvel þótt bólusetningar veiti oftast góða vörn gegn flestum ofan- greindra sjúkdóma þá er hún ekki alltaf fullkomin. Ferðamenn þurfa alltaf að gæta að hreinlæti á fram- andi slóðum eins og kostur er, sem og allri neyslu matar og drykkjar. Kólera er smitsjúkdómur sem berst með menguðu vatni og mat- vælum og veldur svæsnum nið- urgangi. Smithættan er mjög lítil og bóluefni sem notuð hafa verið gegn þessum sjúkdómi hafa verið gagns- lítil, enda eru afbrigði sjúkdómsins mörg. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki kröfu um bólusetningu til ferðamanna og slík bólusetning er því að jafnaði ekki ráðlögð nema fyr- ir þá sem hafa magasár og eru á meðferð sem vinnur gegn magasýru. Bakterían Salmonella typhi orsak- ar taugaveiki sem getur verið mjög alvarleg sýking. Hún smitast eins og kólera með matvælum og menguðu vatni. Bóluefni gegn taugaveiki veit- ir ekki fulla vörn en þeim sem ferðast um sveitahéruð hitabeltisl- anda er engu að síður ráðlagt að láta bólusetja sig. Þarf að bólusetja þig fyrir ferðalagið? Morgunblaðið/Ásdís Safaríferð Bólusetningar geta verið nauðsynlegar þegar ferðast er til hitabeltislanda, þar sem fjölmargir smit- sjúkdómar eru landlægir þó tekist hafi að útrýma þeim á Vesturlöndum. Fjarlæg lönd heilla margan landann. En áð- ur en haldið er á fram- andi slóðir, segir Unnur H. Jóhannsdóttir, getur reynst nauðsynlegt að gera ýmsar varúðarráð- stafanir Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu landlæknisembætt- isins, www.landlaeknir.is undir titlinum Bólusetningar ferðamanna ásamt fleiri holl- ráðum um ferðamennsku og sjúk- dóma. „Unglingar nú á tímum eru vand- ræðagemlingar. Þeir andmæla for- eldrum sínum, háma í sig matinn og kúga kennara sína.“ Þessi orð um ungt fólk gætu auðveldlega verið tekin úr fjölmiðlum nútímans, en þetta skrifaði þó Sókrates fyrir rúmum 2.400 árum. Svipaðar skoð- anir hafa gjarnan heyrst í gegnum aldirnar. Á öllum tímapunktum virðast unglingar nefnilega hafa verið til trafala, óhlýðnir, óskyldu- ræknir og almennt „ekki eins og þegar ég var ung(ur)“. Eru þetta ekki kannski bara sígild viðbrögð þeirra sem eldri eru? Þar er jú við því að búast að hver ný kynslóð þurfi að berjast fyrir sjálfstæði, móta sérkenni og afla sér viður- kenningar. Slíkt getur styggt eldri kynslóðirnar. Unglingarnir standa sig vel En eru unglingar nú til dags í al- vörunni svo slæmir? Raunveruleik- inn er sá að unglingar standa sig ákaflega vel, einmitt í þeim málum sem oft er talað um að séu að fara í bál og brand. Árið 1998 svöruðu 42% af 10. bekkingum því að þeir hefðu orðið drukknir á undan- förnum 30 dögum. Nýjustu rann- sóknir sýna hins vegar að árið 2007 hefur 21% unglinga á sama aldri orðið ölvaðir á sama tímabili. Unglingar eru farnir að átta sig að sígarettur eru ekkert spennandi leið til að gera uppreisn, heldur nokkuð hallærisleg arfleifð fyrri tíma. Tölurnar endurspegla þetta, en aðeins 11% af 10. bekkingum á Íslandi reykja daglega í dag miðað við 23% árið 1998. Svipaða sögu er að segja af hassneyslu 10. bekk- inga, en árið 1998 höfðu 17% prófað hass en aðeins 9% í dag. Þetta eru breytingar sem hafa átt sér stað á aðeins níu árum. Venjur foreldra hafa áhrif Þessi jákvæða þróun má þó ekki verða til þess að við sinnum ekki skyldum okkar sem foreldrar og forráðamenn. Rannsóknir sýna að ákveðnar venjur sem foreldrar temja sér hafi jákvæð áhrif á líðan og lífsstíl unglinga. Hér eru nokkr- ar uppástungur: Takið jákvæðan og virkan þátt í lífi unglingsins.  Sýnið viðfangsefnum unglingsins áhuga.  Hlustið á uppbyggilegan hátt.  Eflið sjálfsímynd unglings. Hrós- ið fyrir viðleitni jafnt sem árangur.  Hjálpið unglingnum að takast á við hópþrýsting.  Þið eruð mikilvægustu fyrir- myndirnar. Verið því góðar fyrir- myndir.  Sendið skýr skilaboð.  Setjið ótvíræðar en sanngjarnar reglur. Verið tilbúin að slaka á sumum reglum ef unglingurinn hef- ur unnið traust ykkar.  Hvetjið unglinginn til tóm- stundaiðkunar.  Verið í góðu sambandi við for- eldra bekkjarfélaga og vina.  Ræðið af hreinskilni við barnið um áfengi og önnur vímuefni.  Leitið aðstoðar ef þið teljið ung- linginn eiga í vanda. Undir lokin er ágætt að hafa í huga aldargömul orð rithöfund- arins Marks Twains: „Þegar ég var fjórtán ára var pabbi minn svo vit- laus að ég þoldi varla að vera í við- urvist hans. En þegar ég var orðinn tuttugu og eins árs uppgötvaði ég mér til furðu hversu margt hann hafði lært á sjö árum.“ Ætli Mark Twain hafi ekki verið að gefa í skyn að ráðlegt sé að sýna unglingum umburðarlyndi og skiln- ing? Sýnum biðlund og styðjum við bakið á ungu fólki. Framtíð þess er björt. Morgunblaðið/Sverrir Jákvæðni Unglingar standa sig allflestir ákaflega vel. Heimur batnandi fer Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnisstjóri fræðslumála hjá Lýðheilsustöð. Arthur Ochs Sulz- berger, útgefanda blaðsins, að það ætti að kalla hann burt frá Ví- etnam. Sulzberger svaraði að Halberstam yrði kyrr á sínum stað og skikkaði hann meira að segja til að hætta við fyrirhugað sumarfrí til að enginn fengi það á tilfinninguna að hann hefði látið undan þrýst- ingi forsetans. x x x Halberstam skrifaðituttugu bækur og sú nýjasta, sem fjallar um Kór- eustríðið, átti að koma út í haust. Honum var fátt óviðkomandi og milli þess sem hann fjallaði um pólitík, þróun fjölmiðlaheimsins og rétt- indabaráttu blökkumanna í Banda- ríkjunum skrifaði hann um íþróttir. Bækur hans um þau efni voru hins vegar annað og meira en íþrótta- bækur og þegar best lét urðu þær að samfélagsspegli. Bókin Playing for Keeps er gott dæmi um það. Hún fjallar um körfuknattleiksmanninn Michael Jordan, en er síður en svo ævisaga heldur blanda af greiningu á því hvernig einn maður er gerður að holdgervingi heillar íþróttagrein- ar og bjargvætti hennar um leið. Einn af doðrönt-unum í hillu Vík- verja nefnist The Best and The Brightest og er orðinn nokkuð velktur. Bókin er eftir bandaríska blaða- manninn David Hal- berstam og lýsir því hvernig bráðsnjallir hæfileikamenn í kring- um John F. Kennedy leiddu bandarísku þjóðina út í Víetnam- stríðið með hörmuleg- um afleiðingum. Halberstam lést á mánudag í bílslysi í Kaliforníu, 73 ára að aldri, og var vitaskuld á leið- inni að taka viðtal. Hann var með hæfileikaríkustu blaðamönnum Bandaríkjanna og vakti fyrst athygli fyrir alvöru með fréttum sínum þegar hann var fréttaritari í Víetnam fyrir dagblaðið The New York Times. Hann átti þátt í því ásamt öðrum bandarískum blaðamönnum á borð við Seymour Hersh að afhjúpa blekkingar banda- rískra ráðamanna og herforingja um ástandið í Víetnam. Í andlátsfrétt um Halberstam í The New York Times í gær kemur fram að Kennedy hafi verið svo reiður vegna frétta Halberstams um stríðið að hann gaf sterklega til kynna við     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð ókeypis smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.