Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT K osningabaráttunni vegna seinni umferðar frönsku forsetakosn- inganna á sunnudag lauk í gærkvöldi og sýna nokkrar fylgismælingar að fleiri kjósendur hafa snúist á band með hægrimanninum Nicolas Sar- kozy í gær og fyrradag; að forskot hans á mótframbjóðanda sinn, sósíal- istann Segolene Royal, hefur aukist. Að mati kjósenda komst hann betur frá sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudagskvöld. Royal brá á það ráð í gærmorgun að segja hann „hættulegan“ þjóðinni og kjör hans kynni að leiða til uppþota og ofbeldis. „Það hljóta að vera skoðanakann- anirnar, þetta er smánarlegt tal. Hún æsist upp og spennist því henni finnst jörðin vera að gleypa hana,“ svaraði Sarkozy. „Allir vita þetta en enginn segir neitt, þetta er einskonar tabú,“ sagði Royal um þá hættu sem hún segir Frakklandi stafa af Sarkozy. „Hann er líka hættulegur varðandi sam- þjöppun valds og hvað hörku og ósannsögli varðar. Þess vegna bið ég fólk um að hugsa sig tvisvar um,“ bætti hún við er hún lagði upp í kosn- ingaferðalag út á Bretaníuskagann, til Lorient og Brest. Royal varar við skoðanakönn- unum Þangað komin hélt hún persónu- árásum á Sarkozy áfram og sakaði stórfyrirtæki á sviði fjölmiðlunar, Bouygues og Lagardere, um að reka áróður í þágu hans. Hvatti hún og kjósendur til að láta skoðanakann- anir „ekki villa sér sýn“. Harðar persónulegar árásir í garð Sarkozy eftir fyrri umferð kosning- anna, þar sem Francois Bayrou, sem varð þriðji, og Royal hafa lýst honum sem hættulegum lýðræðinu og sakað hann um prettvísi, hafa ekki orðið til að draga úr fylgi Sarkozy. Hann hef- ur staðið þær af sér og í fyrrakvöld sagði hann að það hefði aldrei hvarfl- að að sér að svara í sömu mynt. „Þau hafa dregið heilindi mín í efa, heið- arleika, einlægni, persónugerð mína. Þau hafa sagt mig hættulegan frels- inu, þau gruna mig um að ætla að koma á lögregluríki. Þau saka mig um að beita fjölmiðla þrýstingi. Ég hef ekki farið ofan í eðjupyttinn til þeirra, þangað sem þau hafa viljað draga mig,“ sagði Sarkozy á baráttu- fundi í fyrrakvöld. Samkvæmt könnunum var forskot Sarkozy á Royal í gær orðið allt að tug prósentustiga. Í könnun sem Ip- sos-fyrirtækið gerði og birti nokkr- um stundum fyrir kappræðurnar ætluðu 53,5% þeirra sem höfðu gert upp hug sinn að kjósa Sarkozy en 46,5% Royal. Sögðust 15% aðspurðra óviss. Ipsos gerði aðra könnun í fyrradag og hafði bilið milli fram- bjóðendanna aukist úr sjö prósent- um í átta; 54% sögðust ætla að kjósa Sarkozy en 46% Royal. Sarkozy þótti koma betur frá hörðum átökum þeirra í sjónvarpssal með mun meiri yfirvegun og still- ingu. „Nicolas Sarkozy er aug- ljóslega sigurstranglegri, forskot hans er verulegt,“ sagði fulltrúi könnunarfyrirtækisins LH2 um stöðuna. Mestur er munur á frambjóðend- unum í könnun TNS-Sofres-Unilog fyrirtækisins fyrir dagblaðið Le Fig- aro, útvarpsstöðina RTL og sjón- varpsstöðina LCI, sem birt var í gær. Þar sögðust 54,5% ætla að kjósa Sarkozy en 45,5% Royal. Af öllum könnunum fyrir fyrri um- ferð forsetakosninganna 22. apríl reyndust úrslitin líkust könnunum Ipsos. Mældu þær þó muninn minni en hann síðar varð er atkvæði voru talin. Þá varð Sarkozy hlutskarp- astur með 31,2% atkvæða og Royal í öðru sæti með 25,9%. Í millitíðinni hafa þau keppst um atkvæði þeirra sem kusu miðjumanninn Francois Bayrou, tæplega sjö milljóna manna. Framan af benti allt til þess að Royal yrði þar hlutskarpari en samkvæmt mælingum Ipsos í fyrradag hljóta frambjóðendurnir tveir sinn þriðj- unginn hvor en einn þriðjungur stuðningsmanna Bayrou situr heima eða skilar auðu. Bayrou einangraður í eigin flokki? Mikill meirihluti þingmanna flokks Bayrou, UDF, eða 21 þingmaður af 29, hefur lýst yfir stuðningi við Sar- kozy. Sjö neita að gefa upp afstöðu sína eða segjast ætla að skila auðu. Þingmenn UDF segjast og vilja mynda þingmeirihluta með flokki Sarkozy, UMP, eftir þingkosningar í næsta mánuði. Sjálfur sagðist Bayrou í fyrradag ekki ætla að kjósa Sarkozy en gaf ekki að öðru leyti til kynna hvað hann hygðist fyrir á sunnudag. Mikill meirihluti kjörinna fulltrúa UDF í héraðs- og sveit- arstjórnum hefur og lýst stuðningi við Sarkozy og fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvort Bayrou sé ein- angraður í eigin flokki. Einnig hverj- ir möguleikar flokksins verði í þing- kosningunum í júní. Sarkozy sagði í gær að Bayrou væri búinn að koma sér í pólitíska sjálfheldu. Mun flokk- ur Sarkozy reiðubúinn að bjóða ekki fram í kjördæmum núverandi þing- manna UDF sem gengið hafa Sar- kozy á hönd og sækjast eftir áfram- haldandi þingsetu. Kosningabaráttan hefur þótt fjör- leg allt frá í fyrrahaust og óháð því hvort þeirra fagnar sigri á sunnudag verði sigur lýðræðisins enn meiri. Franskir kjósendur hafi með 85% kjörsókn í fyrri umferðinni – og spáð er að hún verði ekki minni á sunnu- dag – afsannað allar hrakspár á Vest- urlöndum um pólitískt áhugaleysi al- mennings. Mikil gestkvæmni á heimasíðum frambjóðendanna, met- sala á æviminningum þeirra og metá- horf á sjónvarpseinvígið sýni að al- menningur hafi ekki snúið baki við stjórnmálum. Áhuginn staðfesti og að kjósendur láti til sín taka þegar þeim finnst það skipta máli. Franskir kjósendur hafi í fyrri umferðinni afsannað fordóma um að konur ættu ekki upp á pall- borðið í franskri pólitík. Líklega hafi þeir einnig skrínlagt ríkjandi for- dóma um að þeim væri íhaldssemi og andstaða við breytingar í blóð borin því hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna hafi þeir frambjóð- endur verið sem boðuðu mesta upp- stokkun og breytingar sem segja munu mjög til sín verði þær að veru- leika. Fulltrúar kyrrstöðu og aft- urhalds hafi stráfallið. Sarkozy lauk formlegri kosninga- baráttu sinni með stórum fundi í Montpellier en í gær ætlaði hann að taka þátt í athöfn til heiðurs frönsk- um andspyrnumönnum úr seinna stríði. Í Montpellier sagði hann við kröftugar undirtektir 15.000 stuðn- ingsmanna, að tími væri kominn til að gera endanlega upp við hug- myndafræði stúdentauppreisnanna í maí 1968 sem hann hefur sagt vera uppsprettu þverrandi siðferðis í landinu. Með þeirri pólitísku rétt- hugsun sem þvingað hafi verið upp á þjóðina hafi Frakkar ekki getað talað um sig sem þjóð, ekki um lýðveldið sem slíkt eða ríkið. Bað hann um stuðning þjóðarinnar svo hann gæti skapað kringumstæður fyrir „end- urfæðingu“ Frakklands. Sarkozy bætir enn við sig Reuters Fagnað Nicolas Sarkozy umkringdur aðdáendum við komuna til ráðhússins í borginni Le Petit Bornand í Ölpunum í gær. Kosningabaráttunni í Frakk- landi lauk í gær en seinni umferð forsetakosninganna fer fram á morgun. Í HNOTSKURN » Royal varar við Sarkozyog segir að hann sé „hættulegur þjóðinni“. »Sarkozy segir Bayrou bú-inn að koma sér í pólitíska sjálfheldu. »Franskir kjósendur hafaafsannað hrakspár um að almenningur í landinu sé áhugalaus um pólitík. Mikill hiti er í kosn- ingabaráttunni í Frakklandi síðustu dagana, segir í grein Ágústs Ásgeirssonar í París. Segolene Royal segir keppinaut sinn vera hættulegan þjóð- inni. agas@mbl.is Nýir tímar - á traustum grunni að sókn okkar Menntun er grundvöllur til betri lífskjara Fjöldi háskólanema hefur meira en tvöfaldast á síðustu 10 árum og háskólum hefur fjölgað úr þremur í átta. Ungt fólk hefur aldrei haft fleiri og fjölbreyttari tækifæri til menntunar. xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.