Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 37 Kæri Magnús Þór Hafsteinsson og Ögmundur Jónasson. Hver er afstaða Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins til þess að af- nema umdeild eft- irlaunalög frá í desem- ber 2003, þannig að hæstaréttardómarar, ráðherrar og alþing- ismenn byggju við sömu eftirlaunakjör og réttindi og almennt gilda fyrir landsmenn? Sjónarmið einstakra þingmanna og fram- bjóðenda VG og Frjáls- lynda flokksins í þess- um efnum eru að nokkru leyti kunn, en hver er afstaða flokk- anna? Ég fer þess á leit við ykkur, þingflokks- formennina, að þið svarið því hvor fyrir sinn flokk á síðum Morgunblaðsins – fyrir kosningar. Afstaða Samfylkingarinnar liggur fyrir í landsfund- arályktun. Með skýrum svörum frá ykkur væri afstaða stjórnarand- stöðunnar lýðum ljós. Myndu flokkar ykkar reiðubúnir að taka höndum saman við aðra flokka um afnám for- réttindalaganna, til dæmis sam- kvæmt hugmynd Valgerðar Bjarna- dóttur sem fram kom á landsfundi Samfylkingarinnar 14. apríl? Hug- mynd Valgerðar var sett fram í formi eftirfarandi lagafrumvarps: „Frumvarp til laga um eftirlaun ráðherra, alþingismanna og hæsta- réttardómara. 1. gr. Eftirlaunaréttur, lífeyr- isiðgjald og greiðsla eftirlauna. Þingmenn sem sæti taka á Al- þingi í kjölfar Alþingiskosninga árið 2007, ráðherrar, þ.m.t. þeir sem ekki eiga jafnframt sæti á Alþingi og sem taka við ráðherradómi eftir sömu tímamót og allir dómarar Hæstaréttar sem skipaðir eru til starfa eftir gildistöku laga þessara skulu meðan þeir gegna störfum greiða í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins iðgjald sem nemi 4% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma. Skal upp- hæðin dragast frá launum mán- aðarlega og greiðast sjóðnum ásamt mótframlagi úr ríkissjóði sem sé jafnhátt hlutfall og fyrir almenna sjóðfélaga, sbr. 13. gr. laga um sjóðinn. Iðgjaldagreiðslur skv. 1. mgr. skapa rétt til lífeyris úr A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins samkvæmt reglum um hana. 2. gr. Séreignarlífeyrissjóður. Greiðendum skv. 1.gr. er heimilt að greiða allt að 4% af heild- arlaunum sem iðgjald í séreign- arlífeyrissjóð skv. lögum nr. 129/ 1997 til viðbótar við lágmarksiðgjald til samtryggingar skv. 1.gr. Ríkissjóður skal þá greiða jafnhátt mótframlag sem þó sé ekki umfram 2%. 3. gr. Gildistaka, brottfall laga, laga- skil, breyting á öðr- um lögum o.fl. Lög þessi öðlast þegar gildi. Um lífeyrisréttindi þeirra dómara Hæstaréttar sem skipaðir voru til starfa fyrir gildistöku laga þessara fer skv. lögum nr. 141/2003 og skulu þau áunnu rétt- indi í engu skert. Um lífeyrisréttindi sem þingmenn og ráðherrar hafa áunn- ið sér fram til Alþing- iskosninga 2007 fer skv. lögum nr. 141/ 2003 og skulu þau áunnu réttindi í engu skert. Heiti laga 141/2003 breytist og verði frá gildistöku laga þessara „Lög um eftirlaun forseta Íslands, fyrrver- andi ráðherra, fyrrverandi alþing- ismanna og hæstaréttardómara“.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars: „Markmiðið með flutningi frumvarpsins er að alþingismenn, ráðherrar og hæsta- réttardómarar njóti sömu lífeyris- kjara og ríkisstarfsmenn, en búi ekki við sérstök forréttindi. [...] Til að forðast að málið lendi í sjálf- heldu málalenginga á grundvelli formsatriða, s.s. tengsla eignarrétt- arákvæða við löggjöfina frá 2003 er gert ráð fyrir að áunnin réttindi samkvæmt hinum umdeildu lögum skuli í engu skert.“ Um leið og ég minni á yfirlýs- ingu Þjóðarhreyfingarinnar frá 24. apríl um afnám eftirlaunaforrétt- indanna, er ítrekuð sú ósk að af- staða flokka ykkar verði gerð kjós- endum ljós sem allra fyrst og áður en gengið er til kosninga þann 12. maí. Virðingarfyllst, Hjörtur Hjartarson. Afstaða til afnáms eftirlaunaforréttinda Hjörtur Hjartarson skrifar opið bréf til þingflokksformanna VG og Frjálslynda flokksins » AfstaðaSamfylking- arinnar liggur fyrir í lands- fundarályktun. Með skýrum svörum frá ykk- ur væri afstaða stjórnarand- stöðunnar lýð- um ljós. Hjörtur Hjartarson Höfundur er kynningarstjóri.  Stórsýning Smáralind 5. maí laugardag 11-18 6. maí sunnudag 13-18 Tilboð á veiðivörum … Kastsvæði … Skotsvæði … Veiðiferðir … Spennandi fyrirlestrar Bjarnarhaus uppstoppaður á staðnum … Veiðibílar … Veiðifjórhjól … Veiðihappadrætti ÓMISSANDI FYRIR ALLA VEIÐIMENN 1. Vinningur „Veiði í Laxá á Ásum“ Frítt fyrir yngri en 14 ára í fylgd með fullorðunum … annars kr. 1000, kr. 850 öryrkjar og ellilífeyrisþegar ... stimpill gildir alla helgina … Ráðstefna verður haldin 11. maí 2007 á vegum Stjórnendaskólans og MBA náms Háskólans í Reykjavík um þau tækifæri sem íslensk fyrirtæki hafa til að hasla sér völl í ört vaxandi hagkerfum Kína og Indlands. Aðalfyrirlesari verður Dr. Pedro Videla, prófessor við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, en hann er einn fremsti sérfræðingur heims í vaxandi markaðssvæðum, sérstaklega Asíu. Ráðstefnan fer fram á ensku. Dagskrá 13:30 – 13:40 Ávarp Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson 13:40 – 15:00 Growing Importance of China and India in the World Economy Dr. Pedro Videla, IESE Business School 15:00 – 15:25 Kaffihlé 15:25 – 15:50 Actavis in India and China Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í Asíu og mið- og austur Evrópu 15:50 – 16:15 Trade Facilitation for Icelandic Businesses in China and India Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins 16:15 – 16:50 Implications for Icelandic Businesses Pallborðsumræður með fyrirlesurum og Ásgeiri Jónssyni, forstöðumanni greiningar- deildar Kaupþings 16:50 – 17:30 Léttar veitingar og ráðstefnulok Ráðstefnustjóri verður Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Ráðstefnan verður haldin 11. maí í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 131 Ráðstefnugjald er 23.900 krónur Félagsmenn FVH og ÍMARK fá 20% afslátt Skráning fer fram á www.stjornendaskoli.is, í netfangi elisabetth@ru.is eða í síma 599 6296 Indland og Kína – nýr markaður – ný sóknarfæri Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.