Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur fengið vottun um forgang III, frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkja- bandalagi Íslands, fyrir vef sinn www.tm.is. Ekkert annað íslenskt fyrirtæki, opinbert eða í einka- rekstri, mun hafa fengið þessa vott- un og er hún jafnframt sjaldgæf á heimsvísu, segir í fréttatilkynningu. Fyrir tæpum tveimur árum hlaut TM vottun um forgang I og II fyrir nýjan og gjörbreyttan vef sinn. Forgangur III þýðir í stuttu máli að vefur TM er orðinn aðgengilegur fyrir flesta þjóðfélagshópa. Meðal nýrra möguleika eru myndskeið á táknmáli fyrir heyrnarlausa, til skýringar þar sem við á, textuð myndskeið og Netspjall TM þar sem heyrnarlausir geta spjallað við starfsmenn TM um tryggingamál. Þá getur nú lesblindur notandi bú- ið til sína persónulegu stillingu sem framvegis verður á TM vefnum þeg- ar hann opnar hann. Til viðbótar þessu er boðið upp á orðalista/ orðabók á vefnum. Hljóðskrár eru einnig í boði í bílprófi TM sem ætti að henta þeim sem taka bílprófið munnlega. Einnig er hægt að velja auðlesið efni á vef TM svo eitthvað sé nefnt. Til þess að fá vottun um forgang I og II hafði TM meðal annars gert vefinn þannig úr garði að blindir og sjónskertir gátu notað talgervla og sérhönnuð lyklaborð með síðunni og stækkað letrið Morgunblaðið/RAX Bættur vefur Tryggingamiðstöðin fékk nýlega vottun um forgang III fyrir vef sinn www.tm.is og var endurbættur vefur kynntur í gær. Vefur TM orðinn aðgengilegur fyrir flesta þjóðfélagshópa HINN árlegi „Kjötsúpudagur“ verður haldinn hátíðlegur á Skóla- vörðustígnum á morgun, laug- ardag. Súpan er í boði samtaka sauðfjárbænda og grænmetisrækt- enda og það eru Siggi Hall og Jói í Ostabúðinni sem sjá um að mat- reiða, en súpan er löguð að hætti Sigga Hall. Súpunni verður fram borin fyrir utan Hegningarhúsið og á móti Hvítabandinu fyrir utan hjá Eggert feldskera. Mörg atriði verða á dag- skrá. Nefna má að klukkan 13 út- skýrir Sigrún Shanko silkiverk sín, afrískur trommusláttur verður klukkan 13.45. Kjötsúpuaustur hefst klukkan 14 með afhendingu til fanga og varða á 9unni. Félagar í Kvæðamannafélagi Íslands ásamt skemmtikröftum skenkja gestum. Klukkan 14 verður Birna Þórðar- dóttir með göngu frá Hallgríms- kirkju. Klukkan 14.30 hefjast tón- leikar hjá 12 Tónum og klukkan 16 verður opnuð sýning Jóns Baldvins- sonar í Listhúsi Ófeigs. Uppákomur verða í verslunum og úti ef veður leyfir. Tónlistarflutningur verður m.a. hjá Listhúsi Ófeigs, Önnu Mar- íu gullsmið og Eggert feldskera Morgunblaðið/RAX Kjötsúpudag- urinn á Skóla- vörðustígnum NORRÆNUM tölvuleikjaframleiðendum fer sífjölgandi. Á sama tíma hefur aldrei verið eins erfitt að útvega stofnfjármagn til þess að þróa tölvuleiki á Norður- löndum. Þetta kemur fram þegar litið er á styrkjakerfi sem frá ársbyrjun 2006 hefur verið mikilvægur hluti af Norræna tölvuleikjaverkefninu. Á árinu 2007 var styrkjum að andvirði alls 5 millj- ónir danskra króna úthlutað til nýrra norrænna tölvu- leikjaverkefna. Nú er seinni úthlutun á árinu nýlokið og enn barst mikill fjöldi umsókna frá norrænum leikjaframleiðendum. Í þetta skipti bárust 54 umsóknir frá 49 fyrir- tækjum. Alls hefur 101 norrænt leikjaverkefni sótt um styrk aðeins á þessu ári. Norræna tölvuleikjaverkefnið hóf göngu sína árið 2006 og er því á öðru starfsári af sex ára tímabili. Í verkefninu er lögð áhersla á að bæta aðgengi norrænna neytenda að norrænum tölvuleikjum. Fjármagn í tölvuleikjaiðnaðinn NORÐURLANDAMÓT stúlkna í skólaskák – einstaklingskeppni – fer fram dagana 26.–28. október í Blokhus í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram en mun verða árlegur viðburður framvegis. Skáksamband Íslands sendir hóp stúlkna til keppni, þær eru: Elsa María Þorfinnsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir, Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir, Geirþrúður Anna Guð- mundsdóttir og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir. Fararstjórar eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Bragi Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með: www.skoleskak.dk/nyheder Skákstúlkur á NM VEGNA framkvæmda við undir- búning lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús verður Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu lokað fyrir bílaumferð. Jafnframt verður núverandi þrenging á Geirs- götu færð til norðurs. Lokun Póst- hússtrætis er vegna vinnu við þil og færslu lagna. Til varnar gegn flæði sjávar inn í grunninn verður stálþil rekið allt að 16 metra niður. Nánar á vef Framkvæmdasviðs http://www.rvk.is Breytt umferð BORGARRÁÐ hélt 5.000 fund sinn í gær og í tilefni tímamótanna fór hann fram í Höfða. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að hefðbundnar umræður hafi farið fram á fundinum sjálfum og í móttökunni á eftir hafi ýmsar skemmtilegar tengingar komið í ljós. Í því sambandi nefnir hann að Hermann Jónasson, fyrr- verandi forsætisráðherra, hafi setið fyrsta fund bæjarráðs 6. ágúst 1932 og barnabarn hans, Guðmundur Steingrímsson, hafi verið á fund- inum í gær sem aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar, borgar- stjóra. Stefán Jóhann Stefánsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, hafi líka verið í fyrsta bæjarráðinu en alnafni hans sé varaborgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar og þeir séu tengdir. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, var einn af gestunum í Höfða en langafi hans, Matthías Einarsson læknir, og dóttir hans Louisa Matthíasdóttir bjuggu lengi í Höfða. Björn Ingi segir að það hafi verið skemmtileg tilbreyting að halda borgaráðsfund í Höfða og vel komi til greina að endurtaka leikinn við gott tækifæri. Á fundi bæjarstjórnar 4. ágúst 1932 var kosið í bæjarráð í fyrsta sinni og voru kosnir Guðmundur Ás- björnsson, Hermann Jónasson, Jak- ob Möller, Pétur Halldórsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Fyrsti for- maður ráðsins var Knud Zimsen borgarstjóri. Fyrsti fundur bæjar- ráðs var haldinn laugardaginn 6. ágúst 1932 og sátu þann fund kjörnir aðalfulltrúar, nema Pétur Hall- dórsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Í þeirra stað mættu Hjalti Jónsson og Ágúst Jósefsson. Nokkrir borgarráðsfulltrúar hafa setið fleiri en 1.000 fundi og þar á meðal eru Guðmundur Vigfússon, Kristján Benediktsson, Geir Hall- grímsson, Auður Auðuns, Birgir Ís- leifur Gunnarsson, Sigurjón Pét- ursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Undanfarin ár hefur málafjöldi í borgarráði verið um 1.200 á ári en var nokkuð hærri á árum áður. Breytt vinnulag og embættis- afgreiðslur hafa dregið nokkuð úr fjölda mála. Morgunblaðið/RAX Koss Fjölmenni var í tilefni dagsins á Höfða í gær. „Sigrún Magnúsdóttir kallaði á mig og krafðist þess að ég kyssti framsóknarkonuna og ég lét ekki segja mér það tvisvar,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgaráðs. Óvæntar tengingar komu í ljós á hátíðarfundinum Í HNOTSKURN » Í nýkjörnu borgarráðiReykjavíkur eru Björn Ingi Hrafnsson formaður, Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Margrét Sverr- isdóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Hanna Birna Krist- jánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. STARFSEMI kalkþörungaverk- smiðjunnar á Bíldudal er að komast á fullan skrið og þar starfa sex manns. Hafin er framleiðsla á bæði áburðarkalki og einnig fóðurkalki. Allri framleiðslu er pakkað í eins tonns sekki og verða afurðirnar fluttar frá Bíldudal. Eftirspurn eft- ir vörunni hefur verið vaxandi. Kalkþörungar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.