Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ að var undarlegt að koma inn á Qualcomm- leikvanginn í San Diego þar sem talið var að hefðust við þegar mest var um tíu þúsund manns sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldanna í San Diego-sýslu. Allt skipulag virtist vera til fyrir- myndar og aðbúnaður eftir að- stæðum góður. Allur samanburður við ástandið í Super Dome í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu er fráleitur því að á leikvanginum hafa allir mat og drykkjarvatn og aðstaða til að baða sig er öllum aðgengileg. Einnig hafa allir rúm eða bedda til að hvíla sig á. Fjölskyldur hafa komið sér fyrir þar sem skuggsælt er, bak við inn- ganginn inn í sjálfan áhorfendasal- inn og margir hafa orðið sér úti um tjöld og hafast við á bílaplaninu og þar sem pláss leyfir. Það er greinilegt að hér er saman komið fólk sem hefur af ýmsum ástæðum í engin önnur hús að venda. Allar fréttir um það að hér hafist við fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins eru ótrúverðugar og augljóst við nánari athugun að hér eru þeir sam- an komnir sem minnst mega sín. Upplýsingastreymi virðist gott og fólki gefst kostur á að fylgjast með fréttum og sækja sér aðstoð af ýmsu tagi. Talið hefur verið að fyrstu dag- ana hafi jafnmargir sjálfboðaliðar verið að störfum og það fólk sem þurfti nauðsynlega að yfirgefa heim- ili sín. Áfallahjálp og skemmtikraftar Áfallahjálp býðst þeim sem hafa misst heimili sín og veraldlegar eig- ur sem og læknisaðstoð og aðhlynn- ing. Í einum enda leikvangsins hefur verið komið á fót spítala fyrir eldri borgara og veika einstaklinga því margar heilbrigðisstofnanir þurftu að rýma húsakynni sín vegna eld- anna. Morgunblaðið leit þar inn og þar var að störfum hjúkrunarfólk sem sagði að allt gengi vel þrátt fyrir að þau væru fáliðuð og vinnuálagið væri mikið. Sjálfboðaliðar hafa ofan af fyrir börnum við alls kyns leiki og föndur enda nauðsynlegt að hafa ofan af fyrir yngstu kynslóðinni sem er heldur ringluð á þessum nýju að- stæðum. Ein kona hafði á orði að sonur hennar væri hæstánægður með að vera þarna og vildi helst ekki þurfa að fara aftur heim. Skemmtikraftar stytta fólki stundir með tónlist og uppákomum. Þrátt fyrir að ýmislegt sé gert til að gera fólki lífið auðveldara er því ekki að neita að þreytu gætir hjá mannskapnum. Það er auðvitað erf- itt að vera burtu frá heimili sínu og í óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér svo dögum skiptir. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagðist bara reyna að sofa og vona að þessari martröð færi senn að ljúka eins og hann orðaði það. Missti heimili sitt í annað skipti á árinu Morgunblaðið náði tali af ein- stæðri tveggja barna móður, Jackie Hollowell, sem stendur nú frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa misst heimili sitt í bruna í annað sinn á árinu. Jackie fluttist nýverið til Kali- forníu frá Flórída eftir að íbúðin hennar varð eldi að bráð, en það kviknaði í út frá rafmagnstæki. Hún sagðist lítt skilja hvaða örlög þetta væru að missa aleiguna nú í annað sinn. Hún hafði komið heim úr kirkju síðdegis á sunnudag og hafði þá verið gert að yfirgefa heimili sitt samstundis. „Ég hafði tvær mínútur til að koma börnunum út úr húsi og eng- inn tími gafst til að taka með eitt- hvað af eigum okkar. Og nú erum við hér og ég veit lítið um framhaldið. Ég hef ekki í önnur hús að venda“ Flestir fá að fara heim Í dag er gert ráð fyrir að um níu- tíu prósent þeirra sem þurftu að yf- irgefa heimili sín megi snúa heim á leið og þeim, sem hafa misst allt, hef- ur verið lofuð aðstoð við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Hvað verður um efndir í þeim efnum verður tím- inn að leiða í ljós. Eldarnir geisa nú fjarri byggð en talið er að það geti tekið vikur, jafnvel mánuð, að slökkva eldana að fullu. Lögreglan hefur heitið háum upphæðum til handa þeim sem gætu gefið upplýs- ingar um brennuvarga, en ljóst þyk- ir að um hreinar íkveikjur hafi verið að ræða í einhverjum tilvikum. Það má ætla að það taki alllangan tíma að koma hlutum hér í San Diego í eðlilegt horf og gríðarleg uppbygging liggur fyrir. Talið er að kostnaður muni hlaupa á tugum milljarða. Þessir dagar munu að öllum lík- indum seint gleymast í hugum íbúa San Diego. Fólkið orðið þreytt á að hafast við á íþróttaleikvanginum Þreytu er farið að gæta meðal þúsunda manna sem hafast við á íþróttaleikvangi í San Diego vegna skógareldanna í sunnan- verðri Kaliforníu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fór á leikvanginn og ræddi m.a. við konu sem þarf nú að sætta sig við að hafa misst heimili sitt í bruna í annað skipti á árinu. Hún kvaðst ekki skilja þessi örlög sín og sagðist ekki eiga í nein hús að venda. Löng bið Konur við tjöld á íþróttaleikvanginum. Þar var búið mjög vel að fólkinu en það var þó orðið þreytt á biðinni eftir því að fá að komast heim. Morgunblaðið/Steinunn Ólína Heimilislaus Jackie Hollowell með börnum sínum á íþróttaleikvanginum í San Diego. Hún hefur nú misst heimili sitt í annað skipti á árinu. Styttu börnunum stundir Sjálfboðaliðar voru margir og þeir höfðu ofan af fyrir börnum með alls kyns föndri og leikjum á íþróttaleikvanginum. » Lögreglan hefur heitið þeim háum upp- hæðum sem gætu gefið upplýsingar um brennuvarga en ljóst þykir að um íkveikjur hafi verið að ræða í einhverjum tilvikum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EYÞÓR Bender, framkvæmdastjóri Össurar hf. í Bandaríkjunum, stóð við þriðja mann á þaki starfsstöðvar fyrirtækisins í Foot Hill Ranch í Or- ange County í Kaliforníu á þriðju- dag, albúinn þess að slökkva í log- andi sprekum, skyldi þau berast með stífum vindinum upp á þakið. Nokkru áður hafði hann sent um 180 starfsmenn sína heim og látið fjar- lægja eldfim efni sem voru geymd við húsið. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa fylgst vel með því hvernig eldarnir nálguðust fyrirtækið „hægt og rólega“ og um klukkan 15 á þriðjudag hefði verið ákveðið að senda flesta starfsmenn heim. Við hliðina á húsi Össurar er gil og hefði eldurinn náð að komast þar niður hefði hann komist lang- leiðina að húsinu. Þó ekki alla leið því á milli skrauf- þurrs gróðursins og hússins eru bílastæði og er bilið þar á milli um 100 metrar. Ekki var því um bráðahættu að ræða, einnig vegna þess að húsið er steinsteypt og vel frá því gengið. Mesta hættan stafaði af foki, af því að logandi sprek myndi fjúka upp á þakið og að sjálfsögðu eru meiri líkur á slíku eftir því sem logarnir teygja sig nær. „Maður sér þetta berast yfir heilu hraðbrautirn- ar og kveikja í hinum megin,“ sagði Eyþór. Þeir slökkviliðsmenn sem Eyþór var í sambandi við voru aldrei í vafa um að þeim tækist að slökkva eld- tungurnar sem teygðu sig í átt að húsi Össurar og löngu áður en eld- urinn komst í námunda við gilið höfðu þeir sagt honum nákvæmlega hvar og hvernig þeir myndu slökkva eldinn. Allt gekk það eftir og sagði Eyþór að í raun hefði verið ótrúlegt að sjá hversu skipulega og fumlaust slökkviliðsmennirnir gengu til verks. Engar skemmdir urðu á húsi Öss- urar og starfsemi hófst aftur strax daginn eftir. Vegna reykmengunar er starfsmönnum gefinn kostur á að halda sig heima, t.d. þeim sem þjást af astma, en um 80% starfsmanna hafa mætt til starfa. Eldarnir hafa valdið tiltölulega litlu tjóni í Orange County en að sögn Eyþórs hafa um 10 hús í sýslunni brunnið. Reuters Barátta Slökkviliðsmenn beita öllum ráðum til að berjast við skógareldana í Kaliforníu. Á þriðjudag bægðu þeir eldtungum frá starfsstöð Össurar hf. Eldtungur í átt að Össuri Eyþór Bender
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.