Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 21 MENNING Hva› passar me› ? vinbud.is TITILL sýningarinnar í Listasal Mosfellsbæjar gefur til kynna áherslu á kvenleika, sem birtist á mismunandi hátt í verkum lista- kvennanna. Kristjana Rós notar olíu- liti á striga þar sem efniskennd lit- anna og áferð þeirra eru í aðalhlutverki. Hún sprautar úr túb- unum og dregur línur sem minna á þræði, eða býr til mynstur líkt og vefnað. Málverk hennar leggja áherslu á tengingu við hannyrðir og er línudansinn og sú sjónræna blekk- ing sem þau skapa áhugaverð. Mynd- bandið þar sem listakonurnar koma saman er aftur á móti síður áhuga- vert og minnir ef til vill um of á Gjörningaklúbbsmyndbönd til að lifna vel við. Málverk og hannyrðir eru einnig rauði þráðurinn í verkum Örnu Gnár Gunnarsdóttur, sem skapar óvænt stefnumót abstraktmálverks og búta- saums á myndfletinum. Örnu tekst að hemja viðkvæman efnivið án þess að missa tökin og þegar best tekst til skapast lífrænt samspil lita, forma og hugmyndafræðilegra tenginga. Ólöf Dómhildur tekst á við kven- ímyndina í ljósmyndum sínum, ímyndarsköpun kvenna fyrir tilstilli hefðar í málaralist og hún vísar einn- ig til þjónustuhlutverks kvenna í gegnum tíðina, en áhorfandanum er líka gefið frelsi til að velta sjálfur vöngum. Jeannette Castioni leggur áhersl- una á sjónarhorn í tveimur verkum, heimagerðum kíki og myndbandi. Kíkirinn vísar út, en það sem hann sýnir okkur er þó kannski helst ís- lenska þjóðarsálin! Lunkið verk sem leynir á sér. Myndbandið sýnir svarthvítar myndir af fólki sem virð- ist hafa upplifað hamfarir, en aðal- atriðið hér er stýrt sjónarhorn sem í sífellu hliðrar til fókuspunktinum og birtir þannig nýja mynd innan rammans. Hér er persónuleg og hæfileikarík listakona á ferð. Það er kraftmikill andi yfir sýn- ingunni í Listasal Mosfellsbæjar, við eigum eftir að sjá góða hluti frá þess- um fjórum á næstu árum. Morgunblaðið/RAX Kraftur Það er kraftmikill andi yfir sýningunni í Listasal Mosfellsbæjar, og gagnrýnandi væntir þess að sjá meira á næstu árum frá listamönnunum sem þar sýna. Lífið í miðpunkti MYNDLIST Listasalur Mosfellsbæjar Til 3. nóvember. Opið virka daga 12-19, lau. 12-15, lokað sunnudaga. femme – Arna Gná Gunnarsdóttir, Jeann- ette Castioni, Kristjana Rós Guðjohnsen, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Ragna Sigurðardóttir ÍSLENSKI dansflokkurinn lagði upp í rúmlega þriggja vikna ferð vestur um haf í gær. Í Banda- ríkjunum sýnir flokkurinn níu sinnum í sjö borgum á austurströndinni en stærsta sýningin fer fram í tvö þúsund manna sal í Brooklyn Center í New York. Morgunblaðið/Frikki Dansandi ferðalangar LISTAMAÐURINN Ransú opnar nýja sýningu um helgina þar sem hann heldur áfram að etja saman andstæðum líkt og á fyrri sýningum sínum undir yfirskriftinni XGeo. Lungann úr tuttugustu öldinni voru tveir meginstraumar ríkjandi í abstraktmálverkum og þeir mætast á sýningu Ransú. „Ég blanda saman þessu athafnamálverki, eða „action painting“ og strangflatarmálverki. Þetta eru algjörar andstæður og mikið rifist um þetta í gamla daga,“ segir Ransú. Hann segir sýninguna þó hafa víð- ari skírskotun en bara inn í listheim- inn, því þessar ólíku stefnur í mynd- list standi í hans huga fyrir stærri hluti. „Þetta er ekki bara list um list um list. Hugmyndin snýst líka um það sem er kallað „happening“ og „non-happening,“ segir Ransú, en honum hefur ekki tekist að finna ís- lenska þýðingu á þessum hugtökum sem honum finnst fullnægjandi og útskýrir betur hvað hann á við. „Þetta snýst um þær andstæður sem liggja í athöfninni eða gjörningnum og svo möntrunni og íhuguninni. Listin er tungumálið sem ég nota, en markmiðið er að sameina þessa þætti.“ Undirtitill sýningarinnar er „Sannleikurinn liggur mitt á milli tveggja öfga,“ sem er tilvitnun í Búdda. „Ég er ekki búddisti en ég hef mikinn áhuga á þessum asísku fræðum sem nálgun að lífinu. Þess- ari innhverfu íhugun.“ Sýngin verður opnuð í Ásmundar- sal Listasafns ASÍ á morgun, klukk- an 15. Ransu Á milli tveggja öfga. Mitt á milli öfganna Morgunblaðið/Brynjar Gauti LEIKVERKIÐ Endstation Amerika verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld, en um er að ræða gestasýningu frá Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Verkið er túlkun leikstjórans Franks Castorfs á leikriti Tennessee Willi- ams, Sporvagninn Girnd. Það er sam- starfsverkefni Volksbühne og Salz- burg Festspiel og var frumsýnt árið 2000. Sýningin hlaut kröftugar mót- tökur á frumsýningunni og eftir að hafa gengið í Salzburg og Berlín hef- ur sýningin verið á leikferð um heim- inn. Leikstjóri verksins, Frank Castorf, er einn af virtustu leikstjórum í Evr- ópu í dag. Auk leikstjórastarfsins er hann leikhússtjóri Volksbühne- leikhússins, Alþýðuleikhússins við Rosa Luxemburg-torgið í Berlín. Vann hann meðal annars það þrek- virki að lækka miðaverð í leikhúsinu til þess að sem flestir hefðu efni á því að koma í leikhús. Nú er Volksbühne að jafnaði stútfullt af fólki á öllum aldri og hefur það jafnframt veitt leikhúsfólki og leikhúsum í Evrópu innblástur og má rekja áhrif þess alla leið til Íslands. Endstation Amerika verður aðeins sýnt tvisvar, í kvöld og annað kvöld, og hefjast báðar sýningar klukkan 20. Sýningin er með íslenskum texta. Drama Úr Endstation Amerika sem frumsýnt verður í kvöld. Endastöð í Borgarleikhúsinu www.borgarleikhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.