Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 21

Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 21 MENNING Hva› passar me› ? vinbud.is TITILL sýningarinnar í Listasal Mosfellsbæjar gefur til kynna áherslu á kvenleika, sem birtist á mismunandi hátt í verkum lista- kvennanna. Kristjana Rós notar olíu- liti á striga þar sem efniskennd lit- anna og áferð þeirra eru í aðalhlutverki. Hún sprautar úr túb- unum og dregur línur sem minna á þræði, eða býr til mynstur líkt og vefnað. Málverk hennar leggja áherslu á tengingu við hannyrðir og er línudansinn og sú sjónræna blekk- ing sem þau skapa áhugaverð. Mynd- bandið þar sem listakonurnar koma saman er aftur á móti síður áhuga- vert og minnir ef til vill um of á Gjörningaklúbbsmyndbönd til að lifna vel við. Málverk og hannyrðir eru einnig rauði þráðurinn í verkum Örnu Gnár Gunnarsdóttur, sem skapar óvænt stefnumót abstraktmálverks og búta- saums á myndfletinum. Örnu tekst að hemja viðkvæman efnivið án þess að missa tökin og þegar best tekst til skapast lífrænt samspil lita, forma og hugmyndafræðilegra tenginga. Ólöf Dómhildur tekst á við kven- ímyndina í ljósmyndum sínum, ímyndarsköpun kvenna fyrir tilstilli hefðar í málaralist og hún vísar einn- ig til þjónustuhlutverks kvenna í gegnum tíðina, en áhorfandanum er líka gefið frelsi til að velta sjálfur vöngum. Jeannette Castioni leggur áhersl- una á sjónarhorn í tveimur verkum, heimagerðum kíki og myndbandi. Kíkirinn vísar út, en það sem hann sýnir okkur er þó kannski helst ís- lenska þjóðarsálin! Lunkið verk sem leynir á sér. Myndbandið sýnir svarthvítar myndir af fólki sem virð- ist hafa upplifað hamfarir, en aðal- atriðið hér er stýrt sjónarhorn sem í sífellu hliðrar til fókuspunktinum og birtir þannig nýja mynd innan rammans. Hér er persónuleg og hæfileikarík listakona á ferð. Það er kraftmikill andi yfir sýn- ingunni í Listasal Mosfellsbæjar, við eigum eftir að sjá góða hluti frá þess- um fjórum á næstu árum. Morgunblaðið/RAX Kraftur Það er kraftmikill andi yfir sýningunni í Listasal Mosfellsbæjar, og gagnrýnandi væntir þess að sjá meira á næstu árum frá listamönnunum sem þar sýna. Lífið í miðpunkti MYNDLIST Listasalur Mosfellsbæjar Til 3. nóvember. Opið virka daga 12-19, lau. 12-15, lokað sunnudaga. femme – Arna Gná Gunnarsdóttir, Jeann- ette Castioni, Kristjana Rós Guðjohnsen, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Ragna Sigurðardóttir ÍSLENSKI dansflokkurinn lagði upp í rúmlega þriggja vikna ferð vestur um haf í gær. Í Banda- ríkjunum sýnir flokkurinn níu sinnum í sjö borgum á austurströndinni en stærsta sýningin fer fram í tvö þúsund manna sal í Brooklyn Center í New York. Morgunblaðið/Frikki Dansandi ferðalangar LISTAMAÐURINN Ransú opnar nýja sýningu um helgina þar sem hann heldur áfram að etja saman andstæðum líkt og á fyrri sýningum sínum undir yfirskriftinni XGeo. Lungann úr tuttugustu öldinni voru tveir meginstraumar ríkjandi í abstraktmálverkum og þeir mætast á sýningu Ransú. „Ég blanda saman þessu athafnamálverki, eða „action painting“ og strangflatarmálverki. Þetta eru algjörar andstæður og mikið rifist um þetta í gamla daga,“ segir Ransú. Hann segir sýninguna þó hafa víð- ari skírskotun en bara inn í listheim- inn, því þessar ólíku stefnur í mynd- list standi í hans huga fyrir stærri hluti. „Þetta er ekki bara list um list um list. Hugmyndin snýst líka um það sem er kallað „happening“ og „non-happening,“ segir Ransú, en honum hefur ekki tekist að finna ís- lenska þýðingu á þessum hugtökum sem honum finnst fullnægjandi og útskýrir betur hvað hann á við. „Þetta snýst um þær andstæður sem liggja í athöfninni eða gjörningnum og svo möntrunni og íhuguninni. Listin er tungumálið sem ég nota, en markmiðið er að sameina þessa þætti.“ Undirtitill sýningarinnar er „Sannleikurinn liggur mitt á milli tveggja öfga,“ sem er tilvitnun í Búdda. „Ég er ekki búddisti en ég hef mikinn áhuga á þessum asísku fræðum sem nálgun að lífinu. Þess- ari innhverfu íhugun.“ Sýngin verður opnuð í Ásmundar- sal Listasafns ASÍ á morgun, klukk- an 15. Ransu Á milli tveggja öfga. Mitt á milli öfganna Morgunblaðið/Brynjar Gauti LEIKVERKIÐ Endstation Amerika verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld, en um er að ræða gestasýningu frá Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Verkið er túlkun leikstjórans Franks Castorfs á leikriti Tennessee Willi- ams, Sporvagninn Girnd. Það er sam- starfsverkefni Volksbühne og Salz- burg Festspiel og var frumsýnt árið 2000. Sýningin hlaut kröftugar mót- tökur á frumsýningunni og eftir að hafa gengið í Salzburg og Berlín hef- ur sýningin verið á leikferð um heim- inn. Leikstjóri verksins, Frank Castorf, er einn af virtustu leikstjórum í Evr- ópu í dag. Auk leikstjórastarfsins er hann leikhússtjóri Volksbühne- leikhússins, Alþýðuleikhússins við Rosa Luxemburg-torgið í Berlín. Vann hann meðal annars það þrek- virki að lækka miðaverð í leikhúsinu til þess að sem flestir hefðu efni á því að koma í leikhús. Nú er Volksbühne að jafnaði stútfullt af fólki á öllum aldri og hefur það jafnframt veitt leikhúsfólki og leikhúsum í Evrópu innblástur og má rekja áhrif þess alla leið til Íslands. Endstation Amerika verður aðeins sýnt tvisvar, í kvöld og annað kvöld, og hefjast báðar sýningar klukkan 20. Sýningin er með íslenskum texta. Drama Úr Endstation Amerika sem frumsýnt verður í kvöld. Endastöð í Borgarleikhúsinu www.borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.