Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUMIR vilja halda því fram að ekki sé lengur þörf á norrænu sam- starfi og vísa þá til Evrópusam- bandsins. Það er röng ályktun. Evr- ópusambandið er í stöðugri þróun og stækkar ört. Það kallar á aukið svæðasamstarf. Sjaldan hefur verið eins mikil þörf á norrænu samstarfi og einmitt nú. En hnattvæðingin á hér líka hlut að máli. Formlegt samstarf Norðurlanda hófst fyrir hálfri öld. Og nú er tímabært að kynda enn frekar undir kötlunum! Hnattvæðingin knýr að dyrum. Þau úrlausnarefni og tækifæri sem fylgja hnattvæðingunni kalla á sam- eiginlegar lausnir. En hún kallar líka á endurnýjun, nýsköpun og aukinn sveigjanleika. Hvorki ein- stakar ríkisstjórnir né fyrirtæki geta ráðið við áskoranir hnattvæð- ingarinnar ein síns liðs. Því ákváðu forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundi sínum í júní síðastliðnum að grípa til sameiginlegra aðgerða til að takast á við þetta verkefni. Sú ákvörðun var mikill sigur fyrir nor- rænt samstarf enda vitum við af fyrri reynslu að sameiginlegar nor- rænar lausnir njóta mikils fylgis meðal almennings í löndunum. Auðlegð Norðurlanda felst fyrst og fremst í fólki, þekkingu þess, hæfni og sköpunargáfu. Þessi auður er styrkur og hann er lykillinn að lýðræði, réttlæti, friðsamlegri þró- un, atvinnusköpun og hagvexti, að velferð okkar og framlagi okkar til sjálfbærrar þróunar. Norðurlönd eru oft í fararbroddi, en við verðum að nýta betur það sem við höfum – bæði sjálfum okk- ur og öðrum til gagns. Norðurlönd, með samtals 25 milljónir íbúa, verða að beita sér sameiginlega á þeim vettvangi þar sem teknar eru mikilvægar ákvarðanir um framtíð- ina. Þannig getum við haft áhrif á þróunina bæði innan Evrópusam- bandsins og víðar í heiminum. Loftslagsbreytingarnar varða okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að draga verður úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ef Norð- urlönd beita sér sameiginlega og af miklum krafti fyrir sjálfbærri þró- un getum við haft afgerandi áhrif í samningaviðræðum um loftslags- málin. Á Norðurlöndum búum við meðal annars yfir einstæðri þekk- ingu á sviði þróunar og sölu sjálf- bærra orkugjafa sem byggja á líf- massa, vatnsafli, vindorku og jarðhita, og ekki síst hvað varðar orkuskilvirkni. Þannig geta orðið til mörg ný tækifæri fyrir norrænt at- vinnulíf. Hnattvæðingin felur í sér al- þjóðavæðingu rannsókna og mennt- unar þar sem samkeppni um hæfi- leikafólk og nýsköpun verður æ harðari. Norðurlönd eru í fremstu röð á þessu sviði og geta státað af mörgum framúrskarandi vís- indamönnum. Með því að efla sam- starf á sviði nýsköpunar og rann- sókna í loftslags-, orku- og umhverfismálum getum við sýnt heiminum hvað í okkur býr. Við þurfum að halda áfram þessari þró- un og vekja athygli umheimsins á flaggskipi okkar sem eru rann- sóknir og nýsköpun. Við þekkjum af eigin raun að við- skipti við önnur lönd auka hagsæld á Norðurlöndum. Mörg stórfyr- irtæki nota nú Norðurlönd sem heimamarkað fyrir þekkingu og fjár- magn – þrátt fyrir hindranir sem enn eru fyrir hendi. Með því að auka samstarf á sviði nýsköpunar og rannsókna og skapa gott starfsumhverfi fyrir lítil og stór fyr- irtæki getum við eflt samkeppnisstöðu Norðurlanda. Því er þörf á skýrri efna- hagsstefnu sem ber vott um sveigjanleika og aðlögunarhæfni, og getur því staðið af sér miklar sveiflur í hnatt- rænu efnahagskerfi. Ef við höldum áfram að sam- ræma reglur og lagaumhverfi búum við til fleiri útrásartækifæri fyrir kraftmikið atvinnulíf og eflum möguleika Norðurlandabúa á að ráða yfir daglegu lífi sínu og fram- tíð. Því er mikilvægt að við tökum höndum saman um að afnema landamærahindranir sem enn eru til staðar. Og við sköpum ekki nýjar hindranir í staðinn. Traustur efnahagur, kraftmikið atvinnulíf sem flytur út vörur og þjónustu, skilvirk stjórnsýsla og stöðugleiki í stjórnmálum gerir að verkum að Norðurlönd standa sterk að vígi í hnattvæðingunni. Norðurlönd geta verið öðrum heimshlutum fyrirmynd á mörgum sviðum. Þann styrk þurfum við að efla enn frekar. Hann er okkur mikilvægur í samstarfi Norð- urlandaþjóða innan vébanda Evr- ópusambandsins, Sameinuðu þjóð- anna og annarra alþjóðlegra stofnana. Nú þurfum við að ákveða hvernig við ætlum sameiginlega að takast á við hnattvæðinguna og nýta tæki- færi til þess að auka samkeppn- ishæfni okkar í heiminum. Norð- urlandaráðsþing, sem haldið verður í Ósló um næstu mánaðamót, er hentugur vettvangur fyrir skyn- samlegar, sameiginlegar ákvarð- anir. Er þörf á norrænu samstarfi? Halldór Ásgrímsson og Jan- Erik Enestam skrifa um mik- ilvægi norræns samstarfs »Norðurlönd, meðsamtals 25 milljónir íbúa, verða að beita sér sameiginlega á þeim vettvangi þar sem tekn- ar eru mikilvægar ákvarðanir um framtíð- ina. Jan-Erik Enestam Halldór Ásgrímsson er fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Jan-Erik Enestam er framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Halldór Ásgrímsson „Ef þér er kalt á tánum skaltu setja á þig húfu.“ Þetta heyrði ég einu sinni ágætan úti- vistarmann segja í út- varpinu. Mér fannst þessi ráðgjöf frekar bjánaleg. En rökin fyrir þessu voru að ef höfuðið, sem er u.þ.b. 20% af yfirborði lík- amans, er bert veldur það svo mikilli kæl- ingu að manni nær ekki að hlýna á tán- um. Eftir að hafa prófað þetta heilræði fer ég aldrei í langa gönguferð eða veiði nema hafa með mér góða húfu. Flestum sem hefur orðið kalt á tánum hefur þótt eðlilegra að fara í aðra skó eða þykkari sokka frekar en að setja á sig húfu. Orsakir ýmissa vandamála blasa ekki alltaf við. Vinnueftirlitið gengst árlega fyrir vinnuverndarviku í samvinnu við vinnuverndarstofnun Evrópu- sambandsins. Í vinnuverndarvik- unni 2007 verður sjónum beint að orsökum líkamlegra álags- einkenna, s.s. verkjum í baki, hálsi og herðum, vöðvabólgu og sina- skeiðabólgu. Meðal helstu orsaka líkamlegra álagseinkenna eru hönnun vinnu- staða, óhentugar vinnustellingar eða hreyfingar og líkamlegt erf- iði, einhæfar, síendurteknar hreyfingar og skipu- lag vinnunnar. Síðast en ekki síst geta and- legir og félagslegir þættir á vinnustað haft veruleg áhrif. Allir kannast við verki í skrokknum eftir að hafa borið þunga byrði, unnið starf sem er end- urtekið oft, gert eitt- hvað í vondri stell- ingu og fleira þess háttar. Fólk veit al- mennt að slíkt vinnulag getur valdið líkamlegum álags- einkennum og margir vara sig á þessu til lengri tíma. Hægt er að létta byrðina og gera vinnuna auðveldari með notkun léttitækja, skiptast á, taka góð hlé eða breyta heildarskipulagi vinnunn- ar. En það eru aðrir þættir sem ekki blasa við og geta líka skipt miklu máli við að forðast líkamleg álagseinkenni. Lýsing getur skipt sköpum við alla vinnu. Bakverkur getur auðveldlega orsakast af lé- legri lýsingu. Sá sem starfar við lélega lýsingu fer að halla sér til að sjá betur og beitir þá lík- amanum skakkt. Röng birta verð- ur til þess að menn halla sér til að forðast glampa. Hitastig skipt- ir máli; of mikill eða of lítill hiti veldur vanlíðan í vinnu og álagi á líkamann. Vondur vinnuandi og streita er einhver versti óvinur hins vinnandi manns. Þessir þættir valda því að menn verða stífir og það hellir olíu á eld álagseinkennanna. Sýnt hefur verið fram á að þeir, sem vinna undir rafrænu eftirliti, t.d. myndavélaeftirliti, eru í meiri hættu á að þjást af líkamlegum álagseinkennum en aðrir. Þeir sem reykja eru líka í aukinni áhættu. Orsakir líkamlegra álags- einkenna blasa ekki alltaf við. Því er nauðsynlegt að skoða vinnu- skipulagið og vinnustaðinn í heild til að hægt sé að kljást við orsak- ir líkamlegra álagseinkenna. Ef þér er kalt á tánum skaltu setja á þig húfu Guðmundur Kjerúlf skrifar í tilefni af vinnuverndarviku » Orsakir líkamlegraálagseinkenna blasa ekki alltaf við. Guðmundur Kjerúlf Höfundur er verkefnastjóri vinnu- verndarvikunnar 2007. - kemur þér við Borgarstjórn vill strippið burt Íbúar í Fossvogi vilja græna sundlaug Með einkabílstjóra á kostnað borgarbúa Heil kynslóð frum- kvöðla mun detta út Af Litla-Hrauni til Þýskalands Framhjáhald, losti og grái fiðringurinn Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.