Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU HAFNARSTJÓRI Faxaflóahafna segir að umhverfi sjóminjasafnsins muni taka á sig mynd á næstu mánuðum en framkvæmdir muni standa út næsta ár og fram á árið 2009. Reiknað er með gönguleið eftir trébryggjum alveg frá gömlu verbúðabryggjunni við Kaffi- vagninn, meðfram Sjóminjasafninu og Daní- elsslipp og út á Ægisgarð. Varðskipið Óðinn og gamli Magni verða við verbúðabryggjuna og Gullborginni hefur verið komið fyrir í vör- inni við Daníelsslipp. Faxaflóahafnir eru að láta styrkja gömlu verbúðabryggjuna svo hægt verði að láta Óð- in liggja þar ásamt Magna, gamla hafn- arbátnum. Við deiliskipulag slippasvæðisins er gert ráð fyrir skipi í vörinni við Daníels- slipp en þar er ætlunin að varðveita minjar um starfsemi slippanna við Reykjavíkurhöfn. Búið er að flytja þangað hið sögufræga skip Gullborgina sem verið hafði í reiðileysi í höfn- inni en Faxaflóahafnir eiga nú. Gullborgin var mikið aflaskip í Vestmannaeyjum á sínum tíma, í eigu aflakóngsins Binna í Gröf. Gísli Gíslason hafnarstjóri tekur svo til orða að verið sé að máta skipið á þessum stað og tek- ur fram að ekki hafi verið endanlega ákveðið hvaða skip verði þarna í framtíðinni. Gera þurfi við Gullborgina og mála verði hún þarna áfram. Trébryggjur verða byggðar frá gömlu verðbúðabryggjunni, meðfram húsi Sjóminja- safnsins að Grandagarði 8 og með fjörunni og alveg út á Ægisgarð. Hægt verður að ganga úr húsi sjóminjasafnsins beint út á bryggjuna. Verið er að undirbúa hluta hafnarsvæðisins fyrir íbúðar- og verslunarhúsnæði. Gísli reiknar með að hægt verði að úthluta fyrstu lóðunum í mars. Gullborgin mátuð við slippinn Ljósmynd/Arnaldur Nýtt hlutverk Hið sögufræga skip Binna í Gröf, Gullborgin, hífð á nýjan stað í höfninni. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is R eynt er að skapa gömlu hafnarstemninguna með sýningu í nýjum Bryggjusal Sjómanna- safnsins í Reykjavík. Þar er í gangi uppskipun og Gull- foss frá 1915 við bryggju. Sýningin var opnuð um helgina í tilefni þess að í nóvember voru liðin 90 ár frá því að fyrstu framkvæmdum við gerð Reykjavíkurhafnar lauk form- lega. Vegna framkvæmda við húsið verður sýningunni lokað aftur um næstu helgi en opnuð á ný í byrjun febrúar. Margt er að gerast hjá Sjóminja- safninu Víkinni í Reykjavík um þessar mundir. Faxaflóahafnir hafa fært safninu að gjöf húsnæðið sem safnið hefur haft til afnota að Grandagarði 8, gamla frystihúsið Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Er húsnæðið um 1.800 fermetrar að stærð. Á vegum Faxaflóahafna er verið að klæða húsið að utan og fyr- irhugað er að ráðast í miklar fram- kvæmdir í nágrenni safnsins sem munu gjörbreyta umhverfi þess. Þessar framkvæmdir við húsið kalla á verulegar breytingar innan- húss, að sögn Sigrúnar Magn- úsdóttur, forstöðumanns Sjóminja- safnsins. Þannig opnast salur á neðri hæðinni sem nýttur verður sem anddyri. Það mun gera safnið aðgengilegra og sýnilegra fyrir gesti. Þar er hugmyndin að koma upp vísi að safnverslun. Í vænt- anlegu anddyri hefur verið komið fyrir gufuvél úr línuveiðaranum Sigríði. Er þetta 90 ára gömul vél sem notuð var til kennslu í Vélskóla Íslands. Þá skapast rými á annarri hæð- inni, þar sem aðalsýning safnsins er nú, sýning um 100 ára sögu tog- araútgerðar. Hluti rýmisins verður notaður fyrir sérsýningar, fundi og ráðstefnur og annar hluti fyrir sýn- ingu um árabátaútgerð og tómt- húsmennsku í Reykjavík. Unnið er að þessum breytingum um þessar mundir. Gullfoss leggst að Afmæli Reykjavíkurhafnar var ekki eina tilefni sýningarinnar í Bryggjusalnum. Sigrún bendir á að sextíu ár séu liðin frá því húsið var reist sem fiskiðjuver ríkisins og sex- tíu ár liðin frá því BÚR tók til starfa með því að Ingólfur Arnarson kom til landsins. „Við litum strax til gamla vélasal- arins þegar þessi sýning kom til tals. Þetta var versta rýmið í hús- inu. Þar voru steinstöplar sem vél- arnar stóðu á en jafnframt gætti þar flóðs og fjöru,“ segir Sigrún. Þegar Faxaflóahafnir ákváðu að taka þátt í að setja upp hafnasýn- ingu sem fékk heitið „Lífæð lands og borgar“ var skipuð sýning- arstjórn með starfsmönnum sjó- minjasafnsins og fulltrúa hafn- arinnar. Sigurjón Jóhannsson leikmyndasmiður var ráðinn til að hanna sýninguna. Salurinn er aflokaður með hátt til lofts. Þar var smíðuð sautján metra löng trébryggja ofan á vélastöplana og sjór látinn flæða umhverfis bryggjuna. Þar synda fiskar og krabbar skríða á sandbotninum. Gengið er inn í sýningarsalinn í gegnum Gullfoss frá 1915. Þar eru hurðir úr skipinu og hægt að líta inn í spilasalinn. Landgangur er af þil- fari Gullfoss niður á bryggjuna sjálfa. Þilfar Gullfoss var endurgert frá sjó og upp í loft þannig að sýn- ingargestir sem komnir eru út á bryggjuna geta séð fyrir sér skipið leggjast að bryggju. Sýningargestir verða um leið hluti af sýningunni og glæða hana lífi því fólkið á bryggj- unni sér gestina á þilfari Gullfoss sem farþega á skipinu og gestir á þilfarinu sjá fólkið á bryggjunni sem íbúa Reykjavíkur að fylgjast með skipakomunni. Bryggjan þjónar jafnframt sýn- ingunni sem söguslóð þeirrar þró- unar og framfara sem urðu með til- komu traustrar hafnar og aukinna umsvifa á hafnarkantinum til dags- ins í dag. Á langvegg við bryggjuna, gegnt þilfari Gullfoss, er dregin upp mynd af þeim aragrúa skipa og báta sem höfnin veitti griðastað. Unnið er að uppskipun kola, sekkjavara og tunna og fiskikassar eru á hinum enda bryggjunnar. „Það gerðist allt við höfnina, þar var lífið. Við erum að reyna að endurskapa þá stemn- ingu,“ segir Sigrún Magnúsdóttir. Hún segir að sá rammi sem útbú- inn hefur verið fyrir hafnasýn- inguna verði varanlegur og hægt verði í framtíðinni að nota hann til að setja upp margvíslegar sýningar. Það kostaði Sjóminjasafnið um 30 milljónir að laga Bryggjusalinn og koma upp hafnasýningunni. Faxa- flóahafnir studdu verkefnið rausn- arlega en fjöldi fyrirtækja styrkti sýninguna og segir Sigrún að tekist hafi að fjármagna verkefnið að fullu. Eimskip, Glitnir og HB Grandi eru aðalstyrktaraðilar Sjóminja- safnsins ásamt ríki og borg. Óðinn dregur að gesti Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafnar, opnaði Bryggjusalinn og hafnasýninguna og Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra flutti ávarp við það tækifæri. Þetta var þó aðeins kynningaropnun, að sögn Sigrúnar, því sýningunni verður lokað aftur næstkomandi sunnudagskvöld vegna framkvæmda við húsið. Hún verður síðan opnuð á ný á kynd- ilmessu, 2. febrúar. Þá vonast Sigrún til að fram- kvæmdum við húsið sjálft verði að mestu lokið. Hún vonast jafnframt til þess að þá muni varðskipið Óðinn geta lagst við gömlu verbúða- bryggjuna við safnið. Stofnuð hafa verið Hollvina- samtök um varðveislu Óðins og er stefnt að því að Sjóminjasafnið í Reykjavík taki við honum. Ætlunin er að kynna þar sögu þorskastríð- anna og mikilvægi Landhelgisgæsl- unnar við björgunarstörf. Bindur Sigrún vonir við að það muni auka áhuga á safninu enda dragi skip alltaf að sér gesti. Gamla hafnarstemningin endur- vakin á nýrri sýningu í Víkinni Sýning opnuð í Sjóminjasafninu í tilefni af 90 ára afmæli Reykja- víkurhafnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppskipun Eyrarkarlinn „Gísli“, brúða sem er hluti af leikmynd hafnarsýningarinnar, stjórnar uppskipun á bryggjunni í nýjum Bryggjusal Sjóminjasafnsins. Á sýningunni er reynt að skapa gömlu hafnarstemmninguna. Í HNOTSKURN »Hafnargerðin í Reykjavík1913 til 1917 var stór- brotin framkvæmd sem hafði mikla þýðingu fyrir vöxt og viðgang borgarinnar. Með henni varð til griðastaður fyr- ir skip og báta sem var lífs- nauðsynlegt í uppbyggingu landsins. »Á sama tíma var margtannað að gerast í þjóð- félaginu sem boðaði nýja tíma, ekki síst í útgerð og sigling- um. »Sjóminjasafnið í Reykjavíkhefur starfað í þrjú ár. Að- alsýning þess er um 100 ára sögu togaraútgerðar í land- inu. Fleiri sýningar eru á döf- inni. Morgunblaðið/G. Rúnar Opnun Bryggjusalar Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður Sjóminjasafn- sins flutti ávarp við opnun sýningarinnar. Þar er reynt að skapa gömlu hafnarstemningun á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.