Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 28
heilsa 28 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Meðferðin miðar að því að koma augaá og nota styrkleika ungmenna tilþess að vekja upp hjá þeim lönguní lífið sjálft. Og þó að sjálfsvíg hafi í gegnum tíðina verið hálfgert „tabú“ í allri um- ræðu gagnast það engum nú orðið að bera harm sinn í hljóði,“ segir Hrefna Ólafsdóttir, yf- irfélagsráðgjafi á BUGL, barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans. Þar hefur nú í eitt ár verið í gangi tilraunaverkefni, sem lýtur að nýju meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni á aldrinum tólf til átján ára í sjálfsvígshættu og fjölskyldur þeirra undir yfirskriftinni „Lífið kallar“. Verkefnið miðar að því að styrkja börn og unglinga, sem hafa orðið fyrir áfalli og í kjölfarið misst lífslöngunina. Inntak meðferðarinnar snýst um fjölskylduna alla, tengsl fjölskyldu- meðlima og lífsgleðina sem verndandi örygg- isnet. Sérhver meðferð, sem stendur í tíu sam- felldar vikur, samanstendur af fræðslu, verk- efnavinnu, ferðalögum og samtölum í unglinga- hópum, foreldrahópum og fjölskylduhópum. Tvö ár eru liðin síðan farið var að vinna að undirbúningi meðferðarinnar og kom fyrsti hópurinn til meðferðar í ársbyrjun 2007. Nú er verið að vinna með þriðja hópinn og eru um tíu ungmenni í hverjum meðferðarhópi sem þýðir allt upp í fimmtíu manns ef foreldrar, systkini, ömmur og afar eru meðtalin. Ungmennin mæta í sína hópa vikulega í tíu skipti. Foreldrarnir koma saman fimm sinnum og fjölskyldurnar all- ar jafnoft. Auk þess er boðið upp á kynning- arfund í upphafi meðferðar og lokafund að með- ferð lokinni. Tengslanetið er verndandi „Þegar bráðamóttaka BUGL var sett á lagg- irnar haustið 2005 sáum við fljótt að mikill meirihluti eða tveir þriðju hlutar ungmennanna komu vegna sjálfsskaðandi hegðunar,“ segir Hrefna. „Í kjölfarið og eftir að FL Group kom inn sem fjárhagslegur bakhjarl var ákveðið að stofna til níu manna meðferðarteymis.“ Hún bætir því við að óhugsandi hefði verið að stofna til þessa nýja úrræðis hefði ekki notið við fjár- hagsstuðnings FL Group en eftir að félagið lýsti áhuga sínum á stuðningi við innra starf barna- og unglingageðdeildar var rammasamningur milli BUGL og FL Group gerður um ofan- greinda teymisvinnu. Í teyminu er auk Hrefnu, sem stýrir verkefninu, barnageðlæknir, sér- fræðingur í hópmeðferð, iðjuþjálfi, geðhjúkr- unarfræðingur og fjórir félagsráðgjafar. „Við trúum því að fjölskyldan sé fyrst og fremst verndandi forvörn fyrir börn og ung- linga í þessu ástandi sem upplifa sig ein á ey- landi, uppgefin á eigin tengslaneti og með þær ranghugmyndir í kollinum að engum þyki vænt um þau,“ heldur Hrefna áfram. „Öll depurðin og þunglyndið leiða svo af sér sjálfsvígshugsanir. Sumir gera tilraunir, en ná bjargfestu, og öðr- um tekst ætlunarverkið.“ Nærri lætur að tvö til fjögur ungmenni undir tvítugu taki líf sitt að jafnaði á ári hverju hér á landi sem er heldur minna hlutfall en gengur og gerist í nágrannalöndunum að sögn Hrefnu. „Flest eru ungmennin í því ástandi þegar þau reyna sjálfsvíg að þau ætla sér að deyja af því að þau hafa ekki trú á hjálpinni. Þau eru hinsvegar afskaplega nú-miðuð, upplifa gjörninginn sem útleið án þess að hugsa hann alla leið til sjálfrar eilífðarinnar. Það er líka til í dæminu að ung- menni taki fljótfærnisákvarðanir. Hvatvís börn eru til dæmis í meiri hættu á að deyja en önnur því þau gætu átt það til að taka fljótfærn- isákvörðun sem fer svo úr böndunum.“ Skellir skuldinni á samfélagið Ungmenni, sem þurfa á hjálp að halda vegna sjálfsskaðandi hegðunar, koma í raun úr öllum þjóðfélagshópum og mismunandi fjöl- skyldugerðum að sögn Hrefnu. „Auðvitað eru þó krakkar, sem eru tengslalausir við foreldra sína, í mun meiri hættu en þau börn, sem búa við góð foreldratengsl. Sé depurð og þunglyndi í umhverfinu eru þau börn, sem búa við slíkt, í meiri hættu en önnur auk þess sem fjölskyldur, sem upplifað hafa sjálfsvíg, eru í meiri hættu gagnvart þessum vágesti en aðrar.“ Þó svo að virðist sem tilfellum sjálfsvígstil- rauna ungmenna fari fjölgandi vill Hrefna tala um vandamálið sem samfélagsvandamál frekar en foreldravandamál. „Ég held að allir foreldrar séu að reyna að gera sitt besta í foreldrahlutverkinu og allir for- eldrar vilja í reynd að börnin sín verði hamingjusöm. Við fullorðna fólkið skipuleggjum samfélagið hinsvegar orðið þannig að það er ekki lengur rými fyrir fjölskyldutengslin sem er miður. Nútímaforeldrar eru aftengdari börnum sínum en foreldrar fyrri tíma. Aukið vinnuálag fjölskyldna og auknar kröfur á vinnumarkaði samfara minni sveigjanleika til að sinna börn- unum á hér líka hlut að máli. Að auki lætur full- orðið fólk glepjast af öllu því frítímaframboði, sem í boði er, í stað þess að setja gæðatíma með börnunum í forgang. Nútímaheimurinn er líka búinn að efnisgera allt ímyndunarafl barna með tilbúnu dóti og leiðarvísum úr dótabúðum sem leiðir til þess að börn fá ekki lengur tækifæri til þess að þróa hugann með ímyndunaraflinu sem er hluti af því að byggja upp sjálfsmyndina. Það er hinsvegar ótrúlegt hvað hægt er að heila mikið með því að veita fjölskyldunni styrk til þess að vinna með fjölskyldutengslin og það er akkúrat það sem við erum að gera í þessari nýju meðferð. Við þurfum öll að gefa okkur tíma til þess að eiga samtöl við okkar nánustu.“ Morgunblaðið/Golli Hættumerkin Hætta er á ferðum þegar ungmenni fara að loka sig af og lifa í depurð. Það þykir ekki lengur mann- dómsmerki að bera harm sinn í hljóði þegar sjálfsvígshugs- anir eru farnar að banka upp á. Hrefna Ólafsdóttir, yf- irfélagsráðgjafi á BUGL, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að sjálfsskaðandi hegðun barna og ungmenna bæri allt- af að taka alvarlega. Viljum vekja löngun í lífið sjálft  Sterk, góð og örugg tengsl milli unglings- ins og foreldranna.  Góð tilfinning foreldrisins fyrir sínu eigin sjálfi.  Góð heilsa, bæði líkamleg og andleg.  Góð tilfinning fyrir eigin getu sem foreldri.  Að foreldri hafi gott og traust aðgengi að stuðningi.  Að foreldri hafi aðgengi að jákvæðri og gagnrýninni endurgjöf frá eigin foreldrum, vinum eða fagaðilum.  Að foreldri fáist við verkefni, sem ganga vel og fái þannig góða tilfinningu fyrir eigin styrkleikum.  Að foreldri beri virðingu fyrir uppeldis- hlutverkinu og gefi sér því þann tíma, sem þarf, til að sinna því.  Að ákveða hvernig foreldri maður vill vera og hvaða leiðir maður velur til að uppfylla eigin væntingar til sjálfs sín sem foreldris.  Að foreldrar hvetji hvort annað, bendi á styrkleika hvort annars og finni sameig- inlega leið til að nýta styrkleikana. Verndandi þættir Ég vissi allan tímann að þaðværi ekki allt alveg í lagi. Éghélt hins vegar að ég mæti aðstæður rétt og taldi mig vera að ná til hennar, en annar veruleiki blasti við mér þegar ég kom að henni einn morguninn inni í herberginu sínu og hún þá búin að fara í andlitið á sér með dúkahníf,“ segir móðir 15 ára gamallar stúlku, sem notið hefur að- stoðar fagfólks á BUGL undanfarin misseri. Það atvik, sem móðirin lýsir hér að framan, átti sér stað skömmu fyrir jól í fyrra og með tilstilli náms- ráðgjafa skólans fékk hún samdæg- urs aðstoð hjá bráðateymi BUGL. Þær mæðgur voru svo í fyrsta hópn- um, sem fór í gegnum verkefnið „Líf- ið kallar“ og útskrifuðust síðastliðið vor. Var í einangrun og mikilli vörn Dóttirin býr ásamt móður sinni, stjúppabba og tveimur öðrum systk- inum á höfuðborgarsvæðinu. Hún á tíu ára systur og bróður, sem er tveimur og hálfu ári eldri. Hann er með langvinnan hjartasjúkdóm og hefur m.a. gengið í gegnum fimm opnar hjartaaðgerðir. „Fyrir tæpum tveimur árum urðu skólaskipti hjá dóttur minni sem setti hana greinilega í einhverja þá stöðu sem var henni um megn. Það var og er eitthvað mikið að í bekknum henn- ar sem setti dóttur mína í algjöra klemmu og vörn gagnvart öllu og öll- um, líka okkur hér heima. Hún hafði höfði sínu hvergi að að halla í vina- legu eða félagslegu tilliti og fór að ekki svona brotin,“ segir móðirin. Það var mikið áfall að uppgötva allt í einu hve tilfinningalega þetta var allt miklu erfiðara fyrir hana en mig hafði nokkru sinni órað fyrir og í kjölfarið vaknaði upp hjá mér mikil vanmáttartilfinning og algjört ráða- leysi. Þrátt fyrir alla mína ást, um- hyggju og velvilja í garð barnsins míns blasti sú staðreynd allt í einu við að barnið manns hafði enga lífs- löngun lengur. Þetta var hræðilegt áfall og fullt af tilfinningum, sem tók- ust á innra með mér sem foreldris. Hvað hafði ég gert rangt? Hvað hefði ég átt að gera öðruvísi?“ Dóttirin er nú í 10. bekk grunn- skóla og segir móðirin að ástandið í bekknum hafi ekkert breyst. Því sé stefnan sett á það að þrauka veturinn út og svo taki væntanlega framhalds- skólinn við, vonandi með ný ævintýri. „Hún stendur þó félagslega mun bet- ur að vígi nú en áður því hún hefur öðlast nýjan styrk með hjálp frábærs fagfólks á BUGL,“ segir móðirin að lokum. einangra sig mjög mikið. Í fyrstu hélt ég að þetta væri einhver hnútur í skólanum sem myndi bara leysast, en þrátt fyrir að hafa reynt að leita lausna þar gerðist ekkert. Vanlíðanin fór að litast út í hennar persónuleika og hún fór að taka hana út á sjálfri sér með því að rista sig á höndum í fyrstu. Þegar ég gekk á hana sagði hún mér að þetta hefði verið eitthvert „djók“ í skólanum, en þegar hún svo risti á sér andlitið uppgötvaði ég að þetta var miklu stærra vandamál en eitthvert skólavandamál og hún þyrfti aðstoð fagfólks. Hafði enga lífslöngun lengur Á bráðamóttöku BUGL var reynt að meta í hvers konar áhættu hún var enda ber alltaf að taka sjálfsskaða sem þennan alvarlega. Og þegar far- ið var að kryfja vandamálið sagði hún þarna í fyrsta skipti að hún sæi enga útleið út úr vanlíðaninni og því sæi hún engan tilgang í því að vera að lifa neitt lengur. Hún var mjög döpur og átti rosalega erfitt. Ég hélt hún væri Mikill vanmáttur og algjört ráðaleysi Morgunblaðið/Golli Sjálfsvíg. Talið er að vaxandi tíðni sjálfsvígstilrauna ungs fólks eigi sér rætur í breyttum þjóðfélagsaðstæðum þessa aldurshóps. Sinfóníuhljómsveit Íslands og FL Group halda tónleika í Háskólabíói nk. föstudagskvöld til styrktar verkefninu „Lífið kallar“, sem er undir handleiðslu sérfræðiteymis innan BUGL. Einsöngvarar verða Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Félagsráðgjafinn Foreldrar átta sig stund- um alls ekki á þeirri staðreynd að eitthvað sé að í tengslaneti fjölskyldunnar, segir Hrefna Ólafsdóttir.  Taka þarf tillit til skapgerðar og persónu- leika barna í uppeldinu.  Einstaklingar eru ólíkir, sumir þurfa lítinn aga á meðan aðrir þurfa mikinn aga.  Ef unglingurinn er ekki sammála for- eldrum um reglur skiptir máli að setjast niður og ræða málin þannig að allir geti komið skoðun sinni til skila.  Barn þarf að skilja ástæðuna ef gerð er at- hugasemd um hegðun þess.  Athugasemdir við barn skulu ætíð fjalla um hegðun þess en ekki persónu.  Einungis skal setja reglur sem maður get- ur framfylgt.  Of mikil harka í bönnum getur valdið óör- yggi barns.  Mikilvægt er að koma til skila til barnsins mun á setningu og framfylgni reglna og til- finningalegri afstöðu eða væntumþykju. Uppeldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.