Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 20
Morgunblaðið Tjarnarbíó árið 1978 Húsið var byggt 1913 og var starfrækt sem íshús til ársins 1942. Þá var því breytt í kvikmyndahús. verður t.d. hægt að bjóða upp á mánudags- bíó, halda kvikmyndahátíðir eins og gert hef- ur verið undanfarin ár, leiksýningar og dans- sýningar. „Það er búið að leggja gríðarlega mikla vinnu í að hanna þetta og gera breytingar og það er allt vinna sem Sjálfstæðu leikhúsin hafa unnið,“ segir Gunnar. Þetta verði stór- kostleg kúvendinga fyrir sjálfstæða atvinnu- leikhópa, að fá loks einhvern samastað í ver- öldinni. Glerskáli yfir portið Breytingar á húsnæðinu fela m.a. í sér að glæsilegur glerskáli með veitingaaðstöðu verður byggður á því svæði þar sem nú eru ruslageymslur, í porti bak við húsið sem verð- ur þá yfirbyggt. Gunnar segir stærsta akki- lesarhæl Tjarnarbíós þann að 30 manns kom- ist fyrir í anddyri en 230 í sal. „200 manns hafa þurft að bíða úti í kulda og trekki,“ segir Gunnar. Það sé ótækt og glerskálinn muni bæta úr því. Þá verður byggt fjölnota leiksvið, aðbúnaður í húsinu allur eins og best verður á kosið og aðgengi fyrir fólk í hjólastólum bætt sem og eldvarnir. Gunnar segir húsnæðið eiga eftir að nýtast mjög mörgum sjálfstæðum leikhópum, ekki síst þar sem sýningarstöðum í borginni hefur fækkað. Sjálfstæðu leikhúsin vanti húsnæði og nú hafi því kalli verið svarað. Húsið verði fyrst og fremst lyftistöng fyrir atvinnu- leikhópa. Framhlið Tjarnarbíós er friðuð og því helst götumyndin eins og hún er. Húsið á sér glæsta sögu og er á besta stað í bænum, að mati Gunnars. „Þetta verður mikil lyftistöng fyrir miðbæinn.“ REYKJAVÍKURBORG hefur samþykkt að hefja endurbætur á húsnæði Tjarnarbíós á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að 50 milljónir króna verði veittar til endurbóta á húsnæðinu árið 2008 og 100-120 milljónir ári síðar. Sjálf- stæðu leikhúsin (SL) hafa séð um rekstur Tjarnarbíós í 13 ár fyrir borgina og er Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri SL, að vonum kátur yfir ákvörðun borgaryf- irvalda. „Það á að taka það algjörlega í gegn,“ segir Gunnar um húsnæðið. Nýtt og endurbætt Tjarnarbíó á svo að opna snemma árs 2009, öflug sviðslistamiðstöð þar sem boðið verður upp á úrvals leik- og kvikmyndasýningar. Þá Draumur verður að veruleika Tjarnarbíói breytt í glæsilega sviðslistamiðstöð http://www.leikhopar.is/ 20 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KARLAKÓR Reykjavíkur gagn- tók Færeyinga með söng sínum, en kórinn hélt þrenna tónleika í Fær- eyjum um helgina, eina í Klakks- vík og tvenna í Þórshöfn, auk þess sem kórinn söng við messu í Þórs- hafnarkirkju. Í Klakksvík söng kórinn fyrir troðfullri kirkju; setið var og staðið í hverju skúmaskoti, og margir þurftu frá að hverfa. Sömu sögu var að segja á tónleik- unum í Havnarkirkju, en prest- urinn þar sagði að aðsóknin á tón- leikana í kirkjunni væri met. Það tók tímann sinn að koma öllum fyr- ir, og fólk sat jafnvel bak við kór- inn, við altarisgráturnar, auk þess sem margir urðu að láta sér nægja að standa. Á efnisskrá kórsins var aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum. Lyfti fólki í hæðir Í frétt Útvarps Færeyja af tón- leikunum sagði meðal annars: „Karlakór Reykjavíkur söng af miklum innileik. Þessi fjölmenni kór undir stjórn Friðriks Krist- inssonar söng þekkt jólalög, en líka meira krefjandi tónlist, eftir Bach og Schubert. Öllum þeim sem tókst að rífa sig frá hversdeg- inum og hlusta var lyft í hæðir. […] Tveir söngvarar kórsins sungu einsöng, annar þeirra sérstaklega minnti á Pavarotti og önnur stór- menni söngsins, þegar hann söng Ave Maria. Það eina sem hægt er að finna að tónleikunum var að ekki voru næg sæti fyrir alla. Af söngnum að dæma er kórinn framúrskarandi vel þjálfaður og heildarsvipur tón- leikanna afburða góður.“ Hjartnæmar móttökur Að sögn söngmanna Karlakórs Reykjavíkur voru móttökur Fær- eyinga einstakar og sérstaklega hlýlegar. Það var Tórshavnar Manskór sem var gestgjafi kórs- ins, og söng með honum í þremur lögum á tónleikunum. Viðtökur al- mennings voru sömuleiðis hjart- næmar og var kórnum vel fagnað og innilega á öllum tónleikunum, en tónleikagestir sungu með í nokkrum jólasálmum sem báðar þjóðirnar syngja. Færeyingar létu uppi óskir um að kórinn kæmi fljótt aftur. Frægðarför til Færeyja Karlakór Reykjavík- ur setti aðsóknarmet í Þórshafnarkirkju Sló í gegn Karlakór Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristinn Í KVÖLD munu Grafarvogs- skáldin lesa upp úr nýút- komnum bókum sínum við kertaljós. Upplesturinn fer fram í Grafarvogskirkju, hefst kl. 20 og munu nemendur úr Tónskóla Grafarvogs leika jólatónlist eftir Corelli. Skáld- in eru Einar Már Guðmunds- son með bók sína Rimlar hug- ans, ástarsaga; Sigmundur Ernir Rúnarsson les upp úr Guðni – Af lífi og sál; Kristín Marja Bald- ursdóttir les úr Óreiðu á striga; og að lokum les Sigurbjörg Þrastardóttir úr bók sinni Blysfarir. Þetta eru allt nýjar bækur frá höfundunum sem kenna sig við Grafarvog. Bókmenntir Grafarvogsskáldin lesa upp Kristín Marja Baldursdóttir STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld 5. des. kl. 20.30. Þetta er í fimmta sinn sem Stórsveitin stendur fyrir jólatónleikum, en þeir hafa notið mikilla vin- sælda og hlotið frábæra að- sókn. Stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson og einsögvari verður hinn dularfulli Bogomil Font. Flutt verða lög af plötunni Majonesjól sem kom út á síðasta ári og naut mikilla vin- sælda. Einnig verða flutt klassísk jólalög í stór- sveitarbúningi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Tónlist Jólatónleikar í Ráð- húsi Reykjavíkur Bogomil Font í jólaskapi. MARÍULÖG frá ýmsum tím- um, eftir íslensk og erlend tón- skáld, verða á efnisskrá Sel- kórsins á tónleikum í Seltjarnarneskirkju í kvöld og á morgun. „Ég vil lofa eina þá“ er yfirskrift tónleikanna. Kórinn mun m.a. flytja Mag- nificat eftir ítölsku tónskáldin Caldara, Pergolesi (Durante) og Cimarosa og verk eftir Báru Grímsdóttur, Sigvalda Kalda- lóns og Brahms. Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Þur- íður G. Sigurðardóttir sópran syngja einsöng. Konsertmeistari er Auður Hafsteinsdóttir og stjórnandi Jón Karl Einarsson. Tónlist Selkórinn flytur Maríusöngva Sesselja Kristjánsdóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÆSA Sigurjónsdóttir listfræðingur hefur grafið upp mörg hundruð ljósmyndir eftir hinn kunna sviss- neska ljósmyndara Werner Bischof sem hann tók á Íslandi í ágúst 1950. Voru þær notaðar sem kynn- ingarefni í tengslum við Marshall- aðstoðina en hafa ekki verið að- gengilegar í áratugi. Magnum-samtökin sem Bischof vann með hafa ekki átt þessar myndir og heldur ekki sonur ljós- myndarans sem fer með dánarbúið. Æsa og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur vinna báðar við ljósmyndarannsóknir í rann- sóknarstöðu sem kennd er við Kristján Eldjárn. Þær munu kynna rannsóknir sínar í Þjóðminjasafninu á morgun, fimmtudag, klukkan 14.30. Æsa kallar fyrirlesturinn Myndir úr köldu stríði en hún rannsakar ljósmyndun á kaldastríðsárunum. „Mér finnst þetta mjög spenn- andi tímabil, margt er að koma í ljós. Það er verið að opna gögn víða og aðgengi að batna og einfaldast. Ég vildi skoða það sem var að ger- ast á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Ég var forvitin um hvað Banda- ríkjamenn hefðu verið að mynda hér en margir góðir ljósmyndarar störfuðu á vegum hersins. Ég fór til Washington og byrjaði að leita. Segja má að mér hafi opn- ast heimur, sem mig grunaði að væri til en kom mér á óvart. Ég fann líklega á fimmta hundrað mynda sem Werner Bischof tók á Íslandi í ágúst 1950. Fyrir þá sem þekkja ljósmyndasögu á 20. öld er þetta hvalreki.“ Myndir Bischofs voru teknar fyr- ir ECA (Economic Cooperation Ad- ministration) skrifstofuna í París, sem sá um að skipuleggja kynning- arherferðir á vegum Bandaríkja- stjórnar. Myndirnar voru hluti af stóru ljósmyndaverkefni í tengslum við Marshallaðstoðina. Á forsendum ljósmyndanna Sigrún Sigurðardóttir menning- arfræðingur kallar fyrirlestur sinn Afturgöngur. Ræðir hún um heim- ildagildi ljósmynda; sannleika, blekkingu og félagslegt raunsæi. „Ljósmyndin er ekki sjálfur at- burðurinn sem hún vitnar um en hún er heldur ekki einföld end- urbirting hans og um leið er hún hvorugt. Hún er eins og vofa eða afturganga, hvorki raunveruleg né óraunveruleg, en um leið er hún hvort tveggja,“ segir Sigrún. „Ég er að fást við ljósmyndir af fólki sem er flest dáið, er að ákveðnu leyti að vekja það til lífsins. Reyna að segja sögu sem hefur aldrei ver- ið sögð. Eitt af markmiðum mínum er að gera tilraun til að skrifa ljós- myndasögu á forsendum miðilsins sjálfs. Þetta er eins konar tilraun til að svara þeirri spurningu hvern- ig hægt sé að nota ljósmyndir sem heimildir án þess að þvinga þær inn í þá umgjörð sem textinn býr til.“ Sigrún hefur meðal annars rann- sakað myndir Guðbjarts Ásgeirs- sonar af börnum við vinnu á tog- urum og myndir sem Ari Kárason tók um miðja 20. öld en „með myndum sínum af verkafólki og líf- inu í Reykjavík tókst honum að leysa upp mörk heimildaljósmynda og listrænna ljósmynda.“ Sögulegur hvalreki  Hundruð ljósmynda Werners Bischofs frá Íslandi komin í leitirnar  „Ljósmyndin er eins og afturganga,“ segir Sigrún Sigurðardóttir Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndafræðingar Sigrún Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir vinna báðar við ljósmyndarannsóknir í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns. SVISSNESKI ljósmyndarinn Werner Bischof fæddist árið 1916. Á stríðs- árunum starfaði hann sem stúdíóljósmyndari en þegar styrjöldinni lauk tók hann að ferðast um Evrópu á reiðhjóli með myndavél til að skrá mann- líf í álfunni. Fersk sýn hans sló í gegn. Hann var einn af fyrstu ljósmynd- urunum til að ganga til liðs við Magnum-ljósmyndarahópinn og myndaði víða um heim. Varð Bischof einn af fremstu ljósmyndurum eftirstríðs- áranna. Ljósmyndirnar sem hann tók fyrir ECA-stofnunina á Íslandi árið 1950 hafa ekki verið kunnar til þessa en stofnunin hefur varðveitt film- urnar og myndirnar. Bischof lést í bílslysi í Andesfjöllum árið 1954, 38 ára gamall. Hver var Werner Bischof?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.