Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MARKAÐUR Í UPPNÁMI Hlutabréfamarkaðir bæði hérog annars staðar eru í upp-námi. Það er bein afleiðing þeirra miklu sviptinga, sem orðið hafa á hlutabréfamörkuðum um allan heim frá því síðla sumars, þegar fór að bera á vandamálum vegna sérstakra teg- unda húsnæðislána í Bandaríkjunum. Einhverjir fjárfestar höfðu keypt köttinn í sekknum og enn er ekki vitað um hversu víðtækan vanda er að ræða. Afleiðingin hefur hins vegar orðið sú, að miklar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamörkuðum. Þær sveiflur hafa ekki sízt komið niður á bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Það hefur líka gerzt hér og athyglin alveg sérstaklega beinzt að FL Group og Exista, sem eru áþekk fyrirtæki, eins konar hlutabréfasjóðir, sem að vísu eiga einnig stóra hluti í bönkum og tryggingafélögum. Þróunin á hlutabréfamarkaðnum hér hefur orðið sú, að mjög hefur þrengt að FL Group og í vaxandi mæli að Exista einnig. Nú hafa helztu eigendur FL Group gripið til gagnaðgerða, sem byggjast á því að ný verðmæti hafa verið sett inn í félagið, þó ekki beinharðir peningar enn sem komið er. Niðurstaðan af þeim aðgerðum er í stórum dráttum þessi: Hannes Smárason, sem hefur byggt FL Group upp og verið hugmynda- smiðurinn á bak við félagið er að hverfa af vettvangi sem einn af helztu þátttakendum í þeim leik og sýnist ætla að hasla sér völl á nýjum vett- vangi, þ.e. Geysi Green. Það á eftir að koma í ljós, hvort þau áform ganga upp. Bankarnir, sem hafa átt viðskipti við FL Group og eigendur þess eru bersýnilega sáttir við sinn hlut í þess- ari uppstokkun, ella hefði hún ekki náð fram. Sennilega hafa bankarnir náð meiri tryggingum til sín vegna viðskipta, sem tengjast FL Group. Baugur Group ræður nú FL Group og þá um leið Glitni, en þar er FL Gro- up með svo stóran hlut að teljast verð- ur nánast ráðandi hlutur. Minni hluthafar í FL Group hljóta að spyrja sjálfa sig og aðra spurninga vegna þess gengis, sem ákveðið hefur verið í kaupum Baugs á stærri hlut í FL Group. Síðustu viðskipti á mark- aði í félaginu voru á rúmlega 19 en Baugur kemur inn á genginu 14,7 og ljóst að aðrir munu einnig eiga kost á því. Það er býsna mikill munur á síð- asta markaðsgengi og þessu kaup- gengi og ljóst að verðmæti eigna ann- arra hluthafa rýrnar sem því nemur. Sjálfsagt eiga töluverðar umræður eftir að verða um þennan þátt málsins. Líklegt má telja, að hlutabréfa- markaðurinn hér sé á krossgötum og að gullöldinni sé lokið. Framundan eru erfiðari tímar. Hversu erfiðir fer eftir því, sem gerist á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins. En tími auðvelds aðgengis að fé á lágum vöxt- um er liðinn. Íslenzka útrásin svo- nefnda hefur byggzt á þeim markaðs- aðstæðum. MARKMIÐ Í LOFTSLAGSMÁLUM Mikið er í húfi á loftslagsráðstefn-unni, sem nú stendur yfir á Balí. Í gær setti ríkisstjórnin fram minnisblað um markmið Íslands í þessum efnum. Íslensk stjórnvöld vilja að tekið verði mið af tilmælum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í ferlinu, sem nú er hafið á Balí og gert er ráð fyrir að ljúki í Kaupmannahöfn 2009 „um að koma þurfi í veg fyrir að hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir 2°C frá því sem var fyrir upphaf iðnbyltingar. Til að ná því markmiði þarf losun iðnríkj- anna í heild að minnka um 25–40% fyrir 2020. Á sama tíma þarf sam- komulagið að fela í sér að stærstu los- endur í hópi þróunarlanda dragi úr vexti losunar,“ eins og segir í tilkynn- ingu frá stjórnvöldum. Það er mikilvægt að þetta sé komið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar. Enn er hins vegar mikið verk óunnið. Ekkert kom fram þegar minnisblaðið var kynnt í gær um það hvernig ná ætti þessum markmiðum, til hvaða aðgerða ætti að grípa, hvernig ætti að nálgast verkefnið eða hversu hratt það ætti að gerast. Staðreyndin er sú að útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur farið hraðvaxandi á Íslandi hvað sem líður allri þeirri hreinu orku, sem hér er fyrir hendi. Frá því að síðustu ísöld lauk fyrir 5000 árum hefur hlýnað um nokkurn veginn fimm gráður á Celsíus á jörð- inni. Á undanförnum 100 árum hefur hlýnað um 0,74 gráður og maðurinn á drjúgan þátt í því. Ef hitinn myndi hækka um fimm gráður í viðbót yrðu afleiðingarnar skelfilegar. En hvern- ig á að ná markmiðum vísindanefnd- arinnar? Útblástur koltvíoxíðs hefur tvöfaldast frá árinu 1970 og nemur nú 28 milljörðum tonna á ári. Nú er markmiðið að um miðja öld verði búið að draga úr útblæstri um helming þannig að hann verði sá sami og fyrir 37 árum. Það verður ekki auðvelt. Mannkyni fjölgar jafnt og þétt og all- ir vilja fá sinn skerf af velmegunar- kökunni. Tíminn er hins vegar orðinn naumur og verkefni ráðstefnunnar á Balí er ekki lítið. Það snýst um að bjarga jörðinni frá mannkyninu. Allir eru sammála um markmiðið, en það á eftir að verða flókið að knýja þjóðir heims til samstöðu um aðgerðir. Hingað til hafa velmegun og meng- un haldist hönd í hönd. Það þarf að breytast. Í breyttum lífsháttum eru tækifæri, en sterk öfl hafa einnig hagsmuni af óbreyttu ástandi. Hags- munir þjóða heims eru ólíkir, en eng- inn myndi hagnast á þeim glundroða, sem fylgdi aðgerðarleysi í loftslags- málum. Kýótó-bókunin rennur út ár- ið 2012 og hefur nánast verið gagns- laus. Nú er enn brýnna að samkomu- lag náist og gripið verði til aðgerða, sem skili raunverulegum árangri. Eigi það að takast þurfa allar þjóðir að setjast að samningaborðinu af heilindum, Íslendingar sem aðrir. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ég nota stef úr Njálu og sú tilfærsla semum er að ræða er því úr sögunni yfir ísamtímann en ekki öfugt. Hægt er aðlesa bókina án þess að sjá neinar mið- aldir, það gera þeir sem þekkja ekki Gunnar á Hlíðarenda og það gengi. Þeir sem þekkja Brennu-Njálssögu fá aftur á móti það extra krydd við lesturinn að skemmta sér við það hvernig ég leysi ýmis mál, eins og lykilatriðið með lokkinn sem Hallgerður vildi ekki ljá Gunnari í bogann.“ – Af hverju glæpasögu? „Fólk heldur auðvitað að ég sé eins og fleiri að eltast við krimmann í hans meðbyr núna, en ég er búin að hanga á hugmyndinni um að skrifa sögu um glæp í að minnsta kosti tíu ár. Margt er líkt með sagnfræðingnum og leynilögreglumanninum; báðir þurfa að ráða gátur eða elta uppi týndan raunveruleika. Svo finnst mér gaman að glíma við nýtt form, ég er þekkt fyrir slíkar tilraunir. Blekbændur geta stundað alls konar búskap og kynbætur.“ – Þú tileinkar söguna höfundi Brennu-Njáls sögu og tengslin blasa við út um alla bók; í nöfnum og atburðum. Af hverju Njála? „Njála flæðir svo fallega. Njála er spennusaga, jafnvel sápa, og konur stjórna atburðarásinni. Flest vígaferlin eiga rót að rekja til pirrings kvenna.“ – Hugleiddirðu einhvern tímann að halda þig fjær Brennu-Njáls sögu í þinni sögu? „Ég vildi hafa tengslin skýr til þess að ná til al- mennings. Njála er ekki á allra borðum nú til dags. Það hefði bara verið menntahroki að fela Njáluvísanirnar.“ – Ertu viðbúin því að þær fari fyrir brjóstið á einhverjum? „Ég á ekki von á slíku, það hefur ekki einu sinni hvarflað að mér! Mín von er að tengslin laði fólk að Njálu sjálfri og hjálpi til við að halda henni lif- andi. Ég er myndbrjótur í eðli mínu og uppbygg- ing kostar alltaf niðurrif. Bókmenntastofnunin á ekki Íslendingasögurnar, við eigum þær öll. Og ekki skemmi ég Njálu, þótt ég leiki mér með hluta af beinagrind hennar. Þetta teljast ekki helgi- spjöll erlendis, bækur og kvikmyndahandrit hafa á sambærilegan hátt verið gerð út frá kjarnanum í Ódysseifskviðu og verkum Shakespeares.“ Mannlegi kjarninn er alltaf til staðar – Það eru eiturlyf í sögunni þinni en ekki í Njálu. Hins vegar virðist mannskepnan söm við sig. „Já, mannlegi kjarninn er enn til staðar; ástríð- ur, hatur og öfund, og ekki er útlitsdýrkunin ný af nálinni, hún er rík hjá Hómer og út um allt í Ís- lendingasögunum. Mannlegt eðli hefur ekki mikið breytzt, það er bara umhverfið sem hefur tekið stakkaskiptum.“ – Lögreglan aðeins til í nútímanum? „Einmitt. Á miðöldum kallaði morð á hefnd og af spunnust mannvígsfléttur og síðan var samið um bætur á þingum. Nú lýsa menn sjaldnast víg- um á hendur sér og þegar lík finnast lenda þau á borðum rannsóknarlögreglunnar. Dragi maður söguþræði úr Íslendingasögunum yfir í samtím- ann hljóta þær því að verða einskonar krimmar.“ – Það eru dýr á ferli í sögunni þinni. Af hverju? „Elska skaltu … eins og sjálfan þig … Mér sárnar hvernig Íslendingar glutruðu niður dýra- vináttunni, sem var í tízku fyrir öld. Að vera „grænn“ hefur vafasaman stimpil síðan hvalskipunum var sökkt um árið. Ég hugleiði í bókinni kuldann gagnvart annarra blóði í víðum skilningi. Textinn fer á stöku stað inn í huga krumma og hreindýrs svo að lesandinn hugleiði það sjónarhorn í tilverunni.“ – Hvers vegna hrafn og hreindýr? „Mig langaði til þess að gera hrafninn í Reykja- vík að ljóðrænu viðfangsefni. Það er svo gaman að sjá hvernig krummi hefur fjölgað sér eftir að hann var friðaður. Nú eru trén orðin svo stór að hann er orðinn virkilegur spörfugl. Hreindýrið valdi ég Nútímans Njála M s h Kalt er annars blóð er skáldsaga um glæp sem er tileinkuð höf- undi Brennu-Njáls sögu. Hvort er hún þá Njála færð til nútímans eða nútíminn settur inn í Njálu? Freysteinn Jóhannsson gekk á fund Þórunnar Erlu Valdimars- dóttur, höfundar bókarinnar. f Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Jónas Ingimundarson býður gestum aðhlýða á Beethoven í Salnum í Kópavogi íkvöld. Það er ókeypis en það eru þógamlar fréttir því miðarnir voru allir farnir í gær. Tilefnið er útkoma tvöfalds geisla- disks með verkum Händels, Mozarts, Schuberts, Chopins, Schumanns og Brahms. Það er Sveinn Kjartansson sem tók verkin upp og svo skrifar Árni Heimir Ingólfsson, gamall nemandi Jón- asar, um verkin í bækling sem fylgir diskunum. Á tónleikum kvöldsins spilar Jónas hins vegar sónötur Ludwigs van Beethovens. „Ég tók þetta upp fyrir ári síðan og er bara vaxinn frá því fyrir löngu,“ segir Jónas mér í bakherbergi Salarins. „Ég gæti alveg spilað þetta aftur en ég er bara á leiðinni annað.“ Jónas hefur þó verið lengi á leið- inni til Beethovens. „Ég lofaði sjálfum mér því einu sinni að spila alltaf eina Beethoven-sónötu þegar ég spila einn og ég hef oftast staðið við það og stundum spilað fleiri,“ segir Jónas en á tónleikunum mun hann spila Tunglskinssónötuna, Pathetiquesónötuna og Appassiónötu ópus 57. „Sónötur hans fyrir pí- anó eru Nýja testamenti tónbókmenntanna – og „Das Wohltemperierte Klavier“ eftir Bach er Gamla testamentið. Þetta eru bækur sem liggja alltaf opnar á píanóinu hjá mér enda takmarka- laus fjársjóður,“ segir Jónas og bætir við um sónötur kvöldsins: „Þetta eru þrjár stórar nó- vellur, mikil skáldverk allar.“ Lífsspeglar, gráhærðir kallar og poppstjörnur „Píanóið var hljóðfæri Beethovens, hann var pí- anisti sjálfur,“ segir Jónas. „Hann trúði píanóinu fyrir mörgu, þetta er í raun dagbók hans í tónum – ef maður vill kynnast Beethoven segja píanó- sónöturnar manni ansi margt og ég hef eytt mörgum árum ævinnar í að kynnast þeim. Við þurfum að læra að spegla okkur í þessu, því besta sem mannsandinn hefur gert. Annars vær- um við bara eins og sauðkindin. Við þurfum að geta nýtt okkur það besta sem mannsandinn hef- ur náð að höndla í gegnum aldirnar. Þar finnum við eitthvað sem aðskilur okkur frá dýrinu. Nógu er nú dýrið í okkur fyrirferðarmikið. Ég held það sé kannski aðalmálið í þessu öllu – mennskan,“ segir Jónas og segir okkur lítið hafa breyst frá dögum tónskáldsins. „Tilfinningarnar eru þær sömu, við fáum heimþrá, við finnum til, við sökn- um eða fögnum eftir atvikum. Poppstjörnur nú- tímans eru að syngja um ástina, hvað augun eru djúp og blá og hárið fallegt og nefið sjarmerandi. Þetta er það sama og menn hafa ort um í gegn- um aldirnar. En það er stundum erfitt að koma auga á það sem best er gert í nútímanum, það er svo mikið í gangi, það er stundum dálítið erfitt að koma auga á perlurnar en þær eru þarna, klár- lega, á öllum sviðum.“ Frá Vín til Rússlands Jónas lærði á píanó bæði í Reykjavík og sjálfri háborg tónbókmenntanna, Vínarborg í Aust- urríki. „Það hefur sannarlega sterk áhrif á mús- íkstúdent að ganga þar um stræti,“ segir Jónas. „Það má segja Vínarbúum bæði til lofs og lasts að þeir halda sig við sínar hefðir. Þeir lifa á hefð- inni í raun, ekki ósvipað og við með bókmenntir á Í h i v G Þ s s a l S e r þ s m þ n t t s u s N a h I o G a o s þ V h r þ l P Þ m t d e v t m f u Að finna mennsk Morgunblaðið/Sverrir Jónas Píanóið var dagbók Beethovens í tónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.