Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 27 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Frammistöðu íslenskragrunnskólanema í lestrihefur hrakað frá árinu2000, samkvæmt niður- stöðu nýrrar PISA könnunar. Skýrsla Námsmatsstofnunar um helstu niðurstöður varðandi Ís- land var kynnt í menntamálaráðu- neytinu í gær. Prófið er lagt fyrir á 3 ára fresti og niðurstöðurnar að þessu sinni valda menntamála- ráðherra vonbrigðum. Í heildina hefur staða Íslands miðað við aðrar þjóðir versnað nokkuð milli áranna 2000 og 2006. Frammistaða í stærðfræði er einnig marktækt lakari 2006 en 2003. Frammistaðan í náttúrufræði hefur þó ekki breyst marktækt en hins vegar hefur fjölgað íslensk- um nemendum í lægstu þremur hæfnisþrepum náttúrufræða og fækkað í efstu tveimur þrepunum. Árið 2000 voru 37% nemenda samtals í lægstu þremur þrepun- um en 2006 eru það 46%. Í efstu tveimur þrepunum voru 33% árið 2000 en 25% sex árum síðar. Þessi tilfærsla milli efri og lægri hæfn- isþrepa nemur því um 8-9% eða nálægt 400 nemendum. Frá daglegum vandamálum upp í stór viðfangsefni Í PISA 2006 var metin geta nemenda í að takast á við og leysa náttúrufræðileg viðfangsefni við margvíslegar aðstæður, allt frá vandamálum hins daglega lífs upp í stór viðfangsefni sem skipta alla jarðarbúa miklu máli. Um var að ræða mælingar bæði á þekkingu á náttúrufræði og færni í að beita náttúrufræðilegri/vísindalegri að- ferð við að leysa ýmis vandamál. Ísland lenti í 24.–33. sæti af 57 með 491 stig og er aðeins fyrir neðan OECD meðaltalið sem er 500 stig. Finnland var í 1. sæti, Hong Kong í öðru og Kanada í því þriðja. Í samanburði við hin Norðurlöndin var Ísland neðan við þau öll, nema Noreg. Þótt Ís- land lendi í 24. - 33. sæti, kemur þó betri niðurstaða í ljós þegar skoðuð er staðan á undirþáttum og fögum. Þannig lenti Ísland í 19.-27. sæti í að bera kennsl á vís- indaleg viðfangsefni og í jarð- og stjörnufræði var árangurinn enn betri; 14.-28. sæti. Íslenskir nem- endur eru því langsterkastir í þessum fögum, en þeir eru hins- vegar áberandi slakastir í líf- og vistfræði, þar sem þeir lentu í 31.- 38. sæti. Frammistaða íslenskra nem- enda eftir landshlutum hefur þá breyst milli ára og er besta frammistaðan ekki lengur hjá börnum í Reykjavík og nágrenni. Vestfirðir og Norðurland eystra og vestra sýna bestu frammistöð- una, en á Austurlandi, í Reykjavík og nágrenni hefur henni hrakað mest síðustu sex ár, sérstaklega í lesskilningi. Kynjamunur að minnka Kynjamunur í öllum greinum hefur minnkað frá árinu 2003 og er ekki marktækur í náttúrufræði og stærðfræði. Innan náttúru- fræðinnar eru strákar marktækt betri í eðlis- og efnafræði en stúlkur hafa meiri þekkingu á vís- indalegri aðferð. Strákar standa sig þá marktækt betur en stúlkur í náttúrufræði þegar þeir eru prófaðir með tölvuprófi. Þjóðfélagsleg staða fjölskyldu, efnisleg gæði, veraldlegar og menningarlegar eigur og aðstæð- ur á heimili fyrir heimanám barna er allt marktækt mun betra á Ís- landi en almennt á hinum Norð- urlöndunum og í öðrum OECD löndum. Þá sýnir könnunin að áhyggjur af umhverfismálum eru miklu minni á Norðurlöndunum en í OECD að meðaltali. Á Norður- löndunum eru íslenskir nemendur minnst meðvitaðir um umhverf- ismál. Unglingum hrakar í lestri "# "*# ! +/ + / (K /K$ ")" ) L*$#- :"?7**" ! ## G44A# #K&- M+&$4# NG(# =$# <((# &" 0*0$$-(" &-@4K' $*# /$K*- DK## #+- :**# ;5$( %19B; ) )A #K&(- :"*7A A(C@0B  $+0$ $((# :O9;, $+ HO# 6$"((# $-(" D $*O+# =*#- =$# $,- J7-# P$0+&Q O#+$- K$- -# B$(# HO;- &$*84###1 9-(K $+*- /K# ;,- $"#- >K- O" $,"4 /*$ /"$+"*  % %  % % %      8 7 4 5    DE .  #)   /$0  .", 1 Í HNOTSKURN »PISA er alþjóðlegt sam-ræmt próf lagt fyrir 15 ára nemendur í öllum OECD ríkjum auk fjölda annarra ríkja utan OECD Þar er lagt mat á færni nemenda í lesskilningi, stærð- fræði og náttúrufræði. »Sama prófið er lagt fyrir 4þúsund manna úrtak eða meira í öllum þátttökuríkjum og spurningar eru á móðurmáli nemenda. » Ísland lendir í 24.-33. sæti af57 í PISA 2006 og er undir OECD meðaltali.  Staða Íslands miðað við aðrar þjóðir hefur versnað nokkuð frá 2000-2006 þeg- ar á heildina er litið  Frammistaða í náttúrufræði hefur ekki breyst marktækt Þorgerður K. Gunnarsdóttirmenntamálaráðherrasegir að niðurstöðurPISA-könnunarinnar valdi sér vonbrigðum og nú þurfi að grípa til ráðstafana til að hífa Ísland upp á PISA-skalanum. „Ég get ekki neitað því að niður- stöðurnar valda mér ákveðnum von- brigðum,“ segir hún, en telur að nið- urstöðurnar séu samt ekki áfellis- dómur yfir íslenska menntakerfinu. „Kerfið okkar er fínt, við höfum sett mikla fjármuni í það, en engu að síður hefði ég viljað sjá betri árang- ur í ljósi þeirra áherslna sem við höf- um lagt á menntakerfið, m.a. með því að flytja grunnskólann til sveit- arfélaga og auka fjármagnið veru- lega, efla kennaramenntun og svo framvegis.“ Slakur lesskilningur áhyggjuefni Þorgerður segir að mestum áhyggjum valdi slakur lesskilningur barna, en hún bendir á að ýmislegt hafi verið gert til úrbóta. „Nýverið var gert átak í að efla lesskilning og lestrarkunnáttu þeirra sem verst eru settir í skólakerfinu. Við höfum eflt verulega framlög til námsgagna sem á margvíslegan hátt geta nýst skólakerfinu m.a. varðandi lesskiln- ing, lestur og fleira – en það er ekki nóg.“ Þorgerður segir að vandlega verði farið yfir niðurstöður PISA og þær teknar alvarlega í ráðuneytinu. Hún bendir á að þær þjóðir sem eru fyrir ofan Ísland í PISA-könn- uninni beiti mismunandi aðferðum til að ná árangri og það endurspegli að ekki sé til nein ein rétt leið. „Þess vegna verðum að líta til okkar um- hverfis og hvers við þörfnumst. Það eru ekki endilega sömu leiðir og aðr- ar þjóðir hafa farið.“ Aukið eftirlitshlutverk Að mati Þorgerðar skiptir það miklu máli að auka eftirlitshlutverk ráðuneytisins og framkvæma reglu- bundnar úttektir á öllum skólastig- um samkvæmt fyrirhuguðum frum- vörpum ráðherra þar að lútandi. „Það er hugsanlegt að við þurfum að fara í átak í ljósi þessara niður- staðna en fyrst og fremst þurfum við að efla rannsóknir og þróun. Ég mun fara vandlega yfir þá þætti sem birtast í PISA-niðurstöð- unum. Við viljum vera ofar miðað við það sem við leggjum í grunnskól- ann. Ég mun fara yfir það hvað Dan- ir gerðu til að efla lestrarkunnáttu en þeir hafa hækkað sig. Á þetta þurfum við að horfa fordómalaust.“ Þorgerður segir að þörf sé á að- komu allra þeirra sem koma að skólastarfi með einum eða öðrum hætti. „Ég einblíni svolítið á kennara- menntunina, ég viðurkenni það og mun setja reglugerð um inntak menntunar á leik-, grunn- og fram- haldsskólastigi og mun sérstaklega líta til þess hvort við eigum að horfa enn frekar á faggreinarnar og herða kröfurnar þar.“ Þorgerður segist þá sannfærð um að tillaga hennar sem samþykkt var í þinginu, um sameiningu Kenn- araháskólans og Háskóla Íslands, komi á hárréttum tíma. „Þar eru fólgin tækifæri til upp- byggingar og eflingar á faggreinum, ekki síst á unglingastigi.“ Vonsvikin með PISA Morgunblaðið/Sverrir Ofar Þorgerður K. Gunnarsdóttir vill hífa Ísland upp á PISA-listanum. Með henni á myndinni eru Júlíus K. Björnsson og Guðmundur Árnason. vegna þess að það er svo nálægt okkur í stærð. Sem villt spendýr myndar það sterka andstæðu við manninn um leið og það speglar hann.“ Ljóð og Laxdæla – Ertu komin með nýtt verk á prjónana? „Ég á stórt ljóðahandrit síðan í fyrra. En nú er ég að byrja að fá góða dóma fyrir Kalt er annars blóð, sem gerir framhald freistandi. Ég get vel hugsað mér að halda áfram með lögguteymið mitt, hálfsakna þess að lifa og hrærast með því. Það er nautn að skrifa svona bók. Var reyndar að hala niður Laxdælu úr vefnum. Annars gerir mað- ur lítið í miðju flóði.“ – Þú meinar jólabókaslaginn? „Já. Ég geri mitt til að vera sýnileg, eins og „hinir strákarnir“, fer í svona viðtöl, reyni að þola að sjá mig utanfrá í fjölmiðlum og lesa dóma, les upp eins og sýnisgripur. Vinsælir rithöfundar verða á þessum árstíma eins og stjórnmálamenn í framboði. Margar góðar bækur týnast í flóðinu, því verða þeir sem eru svo heppnir að fá athygli að spila með.“ Morgunblaðið/Sverrir Myndbrjótur Þórunn Erla Valdimarsdóttir segir það engin helgispjöll að leika sér með hluta af beinagrind Njálu. freysteinn@mbl.is Íslandi,“ segir hann og nefnir dæmi um það hvernig enn bætist við eldgamlar sögur: „Kunn- ingi minn spurði skólabörn fyrir nokkru hverjar væru aðalsögupersónur Njálu og svarið var Gunnar, Hallgerður, Njáll – og Jón Böðvarsson. Þarna var Jón Böðvarsson orðinn sögupersóna, sá sem hefur fjallað manna mest um Njálu. Þetta segir okkur að allar persónur í sögunni eru lif- andi. Þetta er ekki ósvipað í Vínarborg með tón- listina. Gömlu meistararnir, Beethoven, Mozart, Schubert, Brahms, Strauss og allir hinir, þeir eru hluti af lífinu og sprelllifandi í vitund fólks.“ Hann segir ekki ósvipað andrúmsloft vera í rússnesku borgunum Moskvu og Pétursborg, en þangað hefur hann nokkrum sinnum farið til að spila nýlega. „Ég var í Moskvu fyrir skemmstu með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Okkur var boðið þangað og er einnig boðið í þriðja sinn í lok næsta sumars til að taka þátt í Svjatoslav Rich- ter tónlistarhátíðinni í Moskvu. Í Tsjækovskí- tónlistarskólanum tók Galína Písarenkó, ein af stórstjörnum rússneskrar tónlistar, á móti okk- ur.. Hún kennir enn við skólann og á veggjunum sá ég tvær myndir, önnur var af kennara hennar, Nínu Doriak, eiginkonu Svjatoslav Richters pí- anóleikara, kennari þeirrar konu var móðir hennar og til viðbótar við þessar þrjár er svo Irina Romishevskaya, sem kom hingað í haust og opnaði Tíbrána með mér. Hún er nemandi Galínu og er byrjuð að kenna í skólanum þannig að í sömu kennslustofu hafa fjórar kjarn- orkukonur verið að kenna í næstum hundrað ár,“ segir Jónas. „Þetta er tradisjón, maður finnur að þetta eru meira en bara sögur, þetta er rótgróið. Við eigum ekki þessar djúpu rætur í músíkinni hér ennþá en tónlistarsaga okkar er þó miklu ríkari en við höfum viljað vera láta, eða vitað um, það er alltaf að koma meira í ljós og mun örugg- lega gera lengi enn.“ Píanóleikarinn teiknaður Þótt þetta séu einleikstónleikar munu aðrir lista- menn verða í sviðsljósinu. Í Salnum verða einnig til sýnis portrettmyndir sem Kristín Þorkels- dóttir gerði af píanóleikaranum, tvö málverk og einar tíu skissur til viðbótar. Kristín segist hafa viljað myndgera hið flókna samspil tónlistar og tónlistarmannsins, „fanga þessi augnablik þegar maðurinn, tónlistin og hljóðfærið fallast í faðma“. Málverkin tvö kallar hún „Við slaghörp- una“ og „Við Jónas málum Schubert“. kuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.