Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 158. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er FRÉTTIR SEYÐFIRÐINGAR VILJA SJÁ TIL SÓLAR REYKJAVÍKREYKJAVÍK Er Ronaldo fagur listamaður? HÆKKANIR á eldsneyti hafa gríð- arleg áhrif á bíleigendur og flesta geira atvinnulífsins. Farið er að bera á minnkandi umferð og minni sölu á bensínstöðvum. Á einu ári hefur lítr- inn af 95 oktana bensíni hækkað um 37% og dísilolíulítri um 50%. Flug- vélaeldsneyti hefur sexfaldast í verði á sex árum og skipaolía á einu ári hækkað tvöfalt. Olíukostnaður út- gerðarinnar stefnir í 18 milljarða í ár. Í maí hækkaði eldsneyti hér um tæp 6% og vísitöluáhrifin voru þá 0,26%. Í júní hefur bensínverð hækk- að í tvígang og samkvæmt upplýsing- um frá greiningu Landsbankans má ætla að vísitöluáhrifin fyrir júní séu nú þegar orðin um 0,2%, sem lánin hækka af bensínverðinu einu. Verðmyndun á eldsneyti hefur einnig breyst vegna þessara hækk- ana. Hlutur innkaupsverðs í bensín- lítranum er nú 40% en var 33% í mars sl. Á móti hefur hlutur ríkisins og ol- íufélaganna minnkað. | 12-13 Gríðarleg áhrif hækkana  Vísitöluáhrifin 0,2%  Minnkandi bensínsala Eftir Björn Jóhann Björnsson og Halldór Armand Ásgeirsson PRESTASTEFNA er nú hafin í Reykjavík og stendur fram á fimmtudag. Karl Sigurbjörnsson biskup velti í setningarræðu sinni upp spurningum um sjálfsmynd kirkjunnar og hafði m.a. orð á því að prestar væru orðnir lítt sýnilegir í borgarmyndinni. Nú mega borgarbúar þó kannski eiga von á hempuklæddum mönnum á götum borgarinnar, því um 140 prestar taka þátt í prestastefnunni. Og þá er eins gott að kraginn sé ekki skakkur. Morgunblaðið/Golli Hempuklæddir prestar prýða bæinn „ÞAÐ hefur dregið úr heimsóknum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, verkefnisstjóri Rauða krossins yfir þjón- ustumiðstöðvum vegna Suðurlandsskjálftanna. Komu- fjöldi hafi sveiflast eftir dögum og mismunandi eftir stöð- um. „Um helgina var álagið meira í Hveragerði og minna á Selfossi, í gær [á mánudag] snerist þetta við. Þá var meira á Selfossi og minna í Hveragerði. Ekki er vitað af hverju þetta stafar, en það virtist vera að skjálftakipp- irnir undanfarið hefðu áhrif,“ segir Ólafur Örn. Innan við fimmtán manns koma nú á hverja stöð dag- lega og þar af eru innan við tíu sem koma í áfallahjálp. Ólafur segir aðstoðina verða til staðar áfram, þótt með tíð og tíma flytjist áfallahjálpin til heilsugæslunnar á svæðinu. | onundur@mbl.is Kippirnir hafa enn áhrif Tíu til 15 manns koma dag hvern í þjónustumiðstöðvarnar Morgunblaðið/Golli Tjón Ekki er byrjað að borga út húsabætur en 2-300 milljónir hafa verið greiddar út vegna innbústjóns.  ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöll- inni á Íslandi lækkaði um 2,0% í gær og hefur vísitalan ekki verið lægri frá því í október 2005. Þá hef- ur velta með hlutabréf minnkað mikið að undanförnu. „Það er mikil óvissa um þróun mála í heiminum og svo virðist sem ný bylgja af svartsýni sé að ganga yfir,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að lækk- anir hér séu í takt við það sem er að gerast erlendis. » 16 Ný bylgja af svartsýni  „ÞEGAR fyrsta aðgerðaráætlun norskra stjórnvalda gegn mansali var gerð árið 2003 renndum við nokkuð blint í sjóinn því það var ekki vitað hvort og hversu um- fangsmikið vandamál þetta væri í Noregi,“ segir Birgitte Ellefsen, verkefnisstjóri hjá norskum stjórn- völdum. Hún bendir á að árið 2007 og það sem af sé þessu ári hafi 204 möguleg fórnarlömb mansals verið greind í Noregi, þar af séu 54 ein- staklingar undir lögaldri. » 8 Horft til Norðmanna Wake me up >> 36 Leikhúsin í landinu MARGIR hafa leitað sparnað- arráða hjá ökukennurum að undanförnu, um leið og elds- neytisverð hefur rokið upp. Þeir ökukennarar sem rætt var við í gær sögðust verða varir við stóraukna eftir- spurn eftir kennslu í vist- akstri, aksturstækni sem lágmarkar eldsneytisnotkun bíla. Guðmundur Marteinsson ökukennari segir vel hægt að minnka eyðsluna um 10-12% með sparakstri. | 2 Leita til ökukennara Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BRESK stjórnvöld hafa heimilað að samkeppnislög séu sett til hliðar, í því skyni að gera olíufélögum kleift að ræða innbyrðis um birgðastöðu. Ástæðan er yfirvofandi fjögurra daga helgarverkfall vel á sjöunda hundrað olíuflutningabílstjóra sem hyggjast knýja fram launahækkun. Samtök bíleigenda og olíufélögin hvetja almenning til að hamstra ekki eldsneyti. Stjórnin getur gripið til laga frá 1976 sem heimila skömmtun eldsneytis og forgangsdreifingu til um 600 áfyllingarstöðva. Er þeim ætlað að tryggja að störf lögreglu, sjúkraflutningamanna og annarra lykilnotenda fari ekki úr skorðum. Mikil ólga er vegna olíuverðsins víða um heim. Í Bandaríkjunum, landi einkabílsins, er almenningur farinn að íhuga leiðir til að draga úr eldsneytiskostnaði, þar með talið að nýta sér kosti fjarvinnu. Húsnæðis- verð fjarri atvinnusvæðum hefur jafnframt farið lækkandi. | 14 Bretar íhuga skömmtun bensíns komi til verkfalls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.