Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 2
ÓLAFUR Skúlason biskup lést á Landspít- alanum í Fossvogi laust fyrir miðnætti í fyrrakvöld, 78 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Ólafur Skúlason var kjörinn biskup Ís- lands vorið 1989 og tók við embættinu hinn 1. júlí sama ár, þegar Pétur Sigurgeirsson lét af því embætti fyrir aldurs sakir. Ólafur gegndi biskupsþjónustu til ársloka 1997 og tók Karl Sigurbjörnsson þá við embætti biskups Íslands. Ólafur Skúlason fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 29. desem- ber 1929, sonur hjónanna Sigríðar Ágústs- dóttur húsfreyju og Skúla Oddleifssonar verkstjóra og landformanns, síðar umsjón- armanns barnaskólans í Keflavík. Ólafur varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 1952. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands vorið 1955 og var vígður prestur Vestur-Íslendinga í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum sama ár. Þar starfaði hann til ársins 1959. Hann aflaði sér jafnframt framhaldsmennt- unar erlendis. Ólafur gegndi um tíma þjónustu í Keflavíkurkirkju en árið 1960 var hann skipaður fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar. Hinn 1. janúar 1964 var hann skipaður sóknarprestur í Bústaðasókn í Reykjavík og þjónaði hann prestakallinu í aldarfjórðung. Fyrstu árin fóru athafnir í prestakallinu fram í Rétt- arholtsskóla. Í tíð Ólafs var vegleg kirkja reist í prestakallinu, Bústaðakirkja, og beitti Ólafur sér mjög fyrir byggingu hennar. Árið 1975 var Ólafur skipaður dómpró- fastur í Reykjavík og vígslubiskup Skálholts- stiftis árið 1983. Ólafur Skúlason gegndi fjölmörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Hann sat í stjórn- um Prestafélags Suðurlands og Prestafélags Íslands, og var formaður þess 1974-1980. Hann átti sæti í stjórn Prófastafélags Ís- lands 1977-1989, þar af sem formaður árin 1982-1989. Ólafur var stjórnarmaður í Lútherska heimssambandinu frá 1990-1997 og gegndi á þeim tíma einnig formennsku í stjórn Ekumenisku stofnunarinnar í Strassborg. Ólafur ritaði margar greinar um kristin málefni í blöð og tímarit. Þá ritaði hann sunnudagshugvekjur í Morg- unblaðið um nokkurt skeið. Ólafur Skúlason kvæntist hinn 18. júní 1955 Ebbu Sig- urðardóttur húsfreyju. Þau eignuðust þrjú börn, Guðrúnu Ebbu, Sigríði og Skúla Sigurð. Barnabörn þeirra eru sjö að tölu. | sisi@mbl.is Andlát Ólafur Skúlason biskup Sparakst- ur í sókn „ÞAÐ er ekki hægt að neita því að áhuginn hefur aukist. Ökukennarar eru almennt sammála um það. Ef ekki núna þá veit ég ekki hvenær,“ segir Marteinn Guðmundsson, öku- kennari og eigandi vefsíðunnar vist- akstur.is. Hann heldur reglulega námskeið í vistakstri, þeirri list að keyra bíl með sem hagkvæmustum hætti. Flesta fyrirspyrjendur segir hann á vegum fyrirtækja sem reki bíla, en einstaklingar slæðist einnig með. „Fyrst og fremst gengur þetta út á að vera meðvitaður um eigið aksturslag. Hvað ertu með í hönd- unum og hvernig má nýta krafta bílsins betur?“ segir Marteinn. 10-12% sparnaður algengur Í þessu felst m.a. að halda vélinni á réttum snúningi og nýta gírkassann rétt. Marteinn er með aksturstölvu í bílnum sem mælir augnablikseyðslu og allar helstu stærðir, svo nemend- ur sjái nákvæmlega hvað veldur auk- inni eyðslu. „Það er mjög algengt að fólk nái 10-12% eldsneytissparnaði með þessu. Oft er það meira en það fer allt eftir bílnum sem fólk ekur. Það er hægt að ná meiri árangri á stórum og þungum bílum sem eyða miklu.“ | onundur@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Á ferð Auðvitað má líka nota hjólið. Fleiri vilja á nám- skeið er verð hækkar Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MJÓLKURSAMSALAN er að reyna að draga úr kostnaði við út- flutning mjólkurafurða og gera hann markvissari með því að fela hann í hendur fyrirtækis fyrrverandi for- stjóra. Efasemdir eru um þessa ráð- stöfun í röðum bænda og sá stjórn Auðhumlu sig knúna til að senda öllum fé- lagsmönnum bréf til að skýra málið út. Þegar Guðbrandur Sigurðsson lét af störfum sem forstjóri Auðhumlu um síðustu mánaðamót kom fram að hann tæki við starfi framkvæmda- stjóra Nýlands ehf., fyrirtækis sem hann á meirihlutann í, og að félagið muni taka að sér sölu og markaðs- færslu mjólkurafurða erlendis fyrir Mjólkursamsöluna. Auðhumla er í eigu mjólkurframleiðenda og á félag- ið meirihlutann í MS. Spurningar vöknuðu meðal bænda og var málið meðal annars rætt stuttlega á vettvangi Landssam- bands kúabænda. Þórólfur Sveins- son formaður hefur efasemdir um aðferðina sem notuð var og veltir því fyrir sér hvers vegna það sé talið betra að fela sjálfstæðu fyrirtæki markaðssetninguna erlendis en láta félagið sjálft annast hana áfram. Þórólfur segir að þekking og að- gangur að markaði sé verðmæti í öll- um viðskiptum. Koma verði í ljós hvernig þessi ráðstöfun reynist en lýsir jafnframt þeirri skoðun sinni að betra hefði verið að ræða málið áður meðal framleiðenda. Eins og að selja fisk Egill Sigurðsson á Berustöðum, formaður stjórnar Auðhumlu og MS, segir að tilgangurinn með því að fela Nýlandi umsjón með útflutningi mjólkurafurða sé að draga úr kostn- aði og gera útflutninginn markviss- ari. Nýland er í eigu Guðbrands og Agnars Friðrikssonar, fyrrverandi forstjóra Coldwater Seafood í Bret- landi, og hafa báðir mikla reynslu af stjórnun sölufyrirtækja í sjávarút- vegi. Agnar hefur að undanförnu unnið að útflutningi fyrir MS. „Þeir hafa verið að gera góða hluti og við ætlum að nýta þekkingu þeirra. Þetta er eins og að selja fisk.“ Hann tekur fram að MS sé ekki að láta frá sér viðskiptasambönd. Ný- land taki að sér ákveðna þjónustu, verði tengiliðir við núverandi kaup- endur og afli nýrra. Varan verði all- an tímann í eigu MS. Forstjórinn sér um söluna Fela einkafyrirtæki útflutning mjólkur- afurða en bændur biðja um skýringar Guðbrandur Sigurðsson Í HNOTSKURN »Mjólkursamsalan flytur útafurðir úr mjólk sem eru umfram þarfir markaðar inn- anlands. Á síðasta ári var flutt út fyrir um 400 milljónir kr. »Aðallega er flutt út smjörog mjólkurduft, meðal annars til Bretlands og Hol- lands, en einnig fullunnar af- urðir. 2 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GÖNGUFERÐ Orkuveitu Reykjavíkur um Heng- ilssvæðið var vel sótt í gær, en hún var liður í ár- legum fræðslugöngum fyrirtækisins. Auk ánægj- unnar af útivistinni á þessu fallega svæði fengu göngugarparnir að fræðast um kraumandi jarð- orkuna, gróður og sögu svæðisins. Til þess að tryggja að fræðslan næði allra eyrum var hljóð- neminn tekinn með og mundaði Guðríður Helga- dóttir líffræðingur hann mynduglega. Morgunblaðið/hag Hengilssvæðið er bæði fallegt og forvitnilegt » Á fólksbíl með bensínvélsem eyðir 8 lítrum á hundr- aðið og nær 11% sparnaði má spara 25.223 krónur á ári. » Á dísiljeppa sem eyðir 13lítrum og nær 13% sparnaði má spara 53.179 krónur á ári. » Í báðum tilvikum er miðaðvið 17.000 km akstur á ári. Fjölskylda með tvo bíla gæti því sparað 88.402 krónur á ári. Spara tugi þúsunda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.