Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 25 TENGSLIN milli blóðborinna smita á borð við HIV, lifrarbólgu B og C og sprautunotkunar eru vel þekkt. Samkvæmt Farsótt- arfréttum eru slík smit meðal sprautufíkla á Íslandi sífellt algeng- ari en árlega greinast 40-60 ný til- felli lifrarbólgu C og er spraut- unotkun vímuefnaneytenda langstærsti áhættuþátturinn. HIV- smitum hefur einnig fjölgað en samkvæmt Landlæknisembætti greindust 13 einstaklingar árið 2007, þar af 6 sprautufíklar, 2006 greindist 1 HIV-smit meðal sprautufíkla en ekkert árið 2005. Hins vegar er þekking á spraut- unotkun og áhættuhegðun, eins og endurnýtingu og samnýtingu sprautubúnaðar, meðal sprautufíkla á Íslandi takmörkuð. Í ljósi þess varð úr að lokaverkefni okkar til BS prófs í hjúkrunarfræði hafði það markmið að skoða sprautu- hegðun fíkla á Íslandi. Verkefnið er tvíþætt rannsókn unnin í samstarfi við vímuefnadeildir Landspítalans og Vog-SÁÁ. Gögnin voru spurn- ingalistar, lagðir fyrir 69 ein- staklinga sem höfðu sprautað sig í æð og viðtöl við 11 sprautufíkla með langa sögu um sprautunotkun. Niðurstöðurnar benda til að áhættuhegðun eins og endurnýting og samnýting sprautubúnaðar sé mjög algeng meðal fíkla á Íslandi. Um 84% þátttakenda höfðu end- urnýtt nálar, tæplega 80% samnýtt nálar og tæplega 75% samnýtt ann- an sprautubúnað. Viðmælendur töldu aðalástæðu endurnýtingar og samnýtingar vera lélegt aðgengi að sprautubúnaði. Tæp 80% þátttak- enda spurningalista töldu þörf á að bæta aðgengið og þótti brýnast að sprautubúnaður væri án endur- gjalds og aðgengilegur allan sólar- hringinn. Í fjölmiðlum hefur komið fram að sprautufíklum fari fjölgandi og 70-110 einstaklingar bætist við þann hóp árlega á Íslandi. Þessi samfélagshópur er því kominn til að vera og kallar sú staðreynd ásamt niðurstöðum rannsókn- arinnar á inngrip til að minnka skaðann sem sprautunotkun veldur fíklunum sjálfum og samfélaginu í heild. Jón Kaldal kemst vel að orði í Fréttablaðinu þann 20. maí sl. Þar líkir hann tilhneigingu yfirvalda til að notast við þá nálgun, sem hing- að til hefur verið baráttuaðferð gegn fíkninni á Íslandi, við það að halda áfram að berja höfðinu við steininn þótt hausverkurinn sé orð- inn algjörlega óbærilegur. Við telj- um að nú sé tímabært að opna aug- un og viðurkenna þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og bregð- ast við honum með raunverulegum úrræðum. Skaðaminnkun eða „Harm reduc- tion“ er hugtak yfir hugmynda- fræði nálgana sem draga úr skaða er hlýst af tiltekinni áhættuhegðun. Slíkar nálganir viðurkenna að vímuefnaneysla er óhjákvæmileg í ýmsum samfélagshópum. Markmið skaðaminnkunar er því fyrst og fremst að draga úr skaðlegum af- leiðingum neyslu en ekki neyslunni sjálfri, jafnvel þó bindindi geti ver- ið framtíðarmarkmið. Hugmynda- fræðin er notuð víða erlendis við hönnun þjónustu, fyrir sprautu- fíkla, sem miðar að því að draga úr hættunni á blóðbornu smiti sjúk- dóma á borð við HIV og lifrarbólgu B og C. Slík þjónusta byggist á rannsóknum á þörfum einstakling- anna í samfélaginu. Rannsóknir sýna að þjónustan dregur úr áhættusamri sprautuhegðun og þar með nýjum tilfellum HIV og lifr- arbólgu meðal sprautufíkla. Skaðaminnkandi inngrip eða þjónustur eru samfélagsmiðaðar, ókeypis fyrir notendur og felast í nærþjónustu. Þannig er þjónustan veitt á forsendum notenda í þeirra umhverfi en ekki eingöngu bundin við heilsugæslustöðvar eða sjúkra- hús. Skaðaminnkandi inngrip eins og nálaskiptiþjónustur veita sprautufíklum, sem einhverra hluta vegna vilja ekki eða geta ekki hætt neyslu eða farið í meðferð, aðgang að dauðhreinsuðum sprautubúnaði og kemur notuðum og hugsanlega sýktum búnaði úr umferð. Nála- skiptiþjónustur gefa einnig annan búnað eins og t.d. sótthreinsibúnað og smokka. Þjónusturnar bjóða auk þess upp á viðeigandi heilbrigð- isfræðslu, ráðgjöf og milligöngu í heilbrigðis- og félagsþjónustu, bólu- setningar gegn inflúensu, lungna- bólgu og lifrarbólgu B ásamt skim- un fyrir HIV og lifrarbólgu C. Hafa slíkar nærþjónustur m.a. skil- að árangri með því að auka skimun og bólusetningar meðal sprautu- fíkla sem annars sækja takmarkað slíka þjónustu. Þarna býðst mik- ilvægt tækifæri til að nálgast hóp- inn, hvetja til áhættuminni hegð- unar og fylgjast með heilsu notendanna og breytingum í vímu- efnaheiminum. Nálaskiptiþjónustur geta verið í ýmsu formi en þær hafa ýmist ver- ið með fasta staðsetningu eða fær- anlegar og eru þá notaðir svokall- aðir heilsubílar. Bílarnir gefa einstaklingum, sem ekki búa í grennd við fastar nálaskiptiþjón- ustur, kost á að nýta sér þjón- ustuna. Þá hafa sjálfsalar verið nýttir til að auka aðgengi að sprautubúnaði. Sprautufíklar eru nokkurs konar hliðarhópur í samfélaginu og erfitt getur reynst að ná til þeirra með heilsueflingu og hafa þeir því þörf fyrir nærþjónustu. Í ljósi aukn- ingar á fjölda sprautufíkla og nið- urstöðum rannsóknar okkar teljum við mjög brýnt að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru með mikla og víðtæka faglega menntun og sem sérfræðingar í heilsueflingu og nærþjónustu er æskilegt að þeir gegni forystu- hlutverki í að byggja upp heilsuefl- andi nærþjónustu fyrir þennan hóp. Drögum úr skaðanum Jóna Sigríður Gunnarsdóttir, Rúna Guðmundsdóttir og Helga Sif Friðjónsdóttir fjalla um sprautunotkun vímuefnaneytenda Jóna S. Gunnarsdóttir » Sprautufíklar þurfa heilsueflandi nærþjónustu á borð við nálaskiptiþjónustu til að draga úr áhættuhegðun og smitum eins og HIV og lifrarbólgu. Höfundar eru hjúkrunarfræðinemar á 4. ári og leiðbeinandi þeirra í lokaverkefni. Rúna Guðmundsdóttir Helga Sif Friðjónsdóttir EFTIRFARANDI hugleiðing varð til miðvikudagskvöldið 4. júní þegar ég las um það inni á mbl.is að próflaus og ölvaður maður hefði verið tek- inn á 171 km hraða fyrir austan Selfoss. Þegar maður veltir því fyrir sér hvað svona menn eru að hugsa kemst maður fljótt að því að það er útilokað að einhver hugsun sé á bak við svona verknað. En hvernig stendur á því, hvers konar geðshræring, hvaða skyndiákvörðun eða hvers konar stundarbrjálæði getur verið ástæðan fyrir svona háttsemi? Ég er mát. Margar ástæður geta sjálfsagt verið fyrir svona hegðun en einhvern veginn af því þegar þú gerir svona þá leggur þú ekki bara sjálfan þig í hættu heldur samferðamenn þína að jöfnu, þá er þetta óafsakanlegt með öllu. Al- gerlega óafsakanlegt. Það er nokk sama hversu alvarlegu áfalli þú hefur orðið fyrir, það er óréttlæt- anlegt að leggja líf samferða- manna sinna að veði hvernig til tekst í svona glæfraakstri og hversu lögreglan nær að bregðast fljótt við en snarræði löggæslumanna var það sem reið bagga- muninn í þessu til- felli. Þeir geta sagt með stolti að lokinni vaktinni þetta skipt- ið: Ég bjargaði mannslífum í kvöld. Og reynslan sýnir okkur að í svona tilfellum sitja fullorðnir og börn við sama borð, sama hvort það eru nákomnir ætt- ingjar, vinir eða vandalausir sam- ferðamenn, allir sitja við sama borð. Þessar línur urðu ekki síður til vegna þess að nú er búið að setja í framkvæmd reglu sem segir til um að bílar sem mega vera meira en fimm tonn að heildarþunga skulu útbúnir hraðatakmarkara sem hleypir þeim ekki hraðar en 90 km á klukkustund. Við þurfum ekki að deila um það, hvernig sem á málið er litið, að þessi regla kemur til með að auka fram- úrakstur á einbreiðum vegum Ís- lands. Það er einsýnt. Og stór pallbíll með 6 m langa hestakerru er í heildina um 11 m langur með- an fólksbíll er um 4 m. Það tekur mun meiri tíma að taka fram úr svona æki en 4 m löngum fólksbíl. Og ekki lagast ástandið þegar fyr- ir framan stóra ækið eru einn eða tveir fólksbílar, sem sá sem fram- úraksturinn framkvæmir veit kannski ekkert um, og það þarf að taka fram úr allri rununni. Bless- uð sé minning þeirra sem lenda í þessum aðstæðum. Áttum okkur strax á því að stóra ækið með tak- mörkun í 90 getur ekki tekið fram úr fólksbíl á 80, til þess þarf of langan tíma. Þess vegna myndast þessi langa lest sem svo hættulegt er að taka fram úr. Þessi regla er óaðfinnanleg á þjóðvegum Evrópu enda erum við þar að tala um tvær til fjórar ak- reinar í sömu áttina og þ.a.l. ekki hægt að ætlast til að hugsun fólksins í skrifstofubákninu í Brussel, sem semur þessar reglur, nái út fyrir þess konar vegi. En þetta passar íslenskum vegum ekki á nokkurn hátt þar sem þú þarft nánast í öllum tilfellum í dag að fara út í umferðina á móti þér til að taka fram úr. Og ég trúi því bara ekki að við þurfum að taka þetta upp án þess að spá í hvort það passar okkur. Talandi um hættulegt athæfi í umferðinni, þá er ég mjög hræddur um að það eigi eftir að verða ljót slys á Ís- landi í boði þeirra sem samþykkja að taka svona Evrópureglur óbreyttar í notkun við íslenskar aðstæður. Notendur svona pickup-bíla eru að mestu leyti bændur, hestamenn og verktakar ýmiskonar, róleg- heitafólk flest, og kvíði ég því ekki að það ágæta fólk venjist tak- mörkuðum bílnum, en sárt hlýtur það að vera að taka þátt, sem bíl- eigandi, í svona reglugerð- armistökum sem valda því að fólk á kannski eftir að slasast, örkum- last eða láta lífið fyrir það að far- artækið sem það er á getur ekki haldið umferðarhraða. Við þurfum ekkert að deila um það að umferð- arhraði á Íslandi er 95-100 km á klst. Svo eru í öðru orðinu eig- endur stærri bíla hvattir til að halda umferðarhraða til að minnka framúrakstur en í hinu orðinu hirtir á 95 til 100 km hraða og sektaðir miðað við að hámarks- hraði þeirra má vera 80 af því að þeir eru að draga kerru. Og takið þið nú eftir. Svo er ekkert gert í því að unglingur, ný- kominn með bílpróf, getur keypt 300 hestafla sportbíl með 250 km hámarkshraða og vaðið reynslu- laus af stað út í umferðina og ekið á einbreiðum þjóðvegum landsins á þeim hraða sem eigin vitglóra býður honum. Ef ég stæði mig jafn illa í vinnunni og þessir blindu reglu- gerðapésar sem ég hef áður nefnt, þá væri ég ugglaust búinn að fá reisupassann. Allt í lagi á 171 km á klst.? Magnús Vignir Árnason skrifar um reglur um hámarkshraða hérlendis og erlendis Magnús Vignir Árnason » Svo er ekkert gert í því að unglingur, ný- kominn með bílpróf, getur keypt 300 hestafla sportbíl með 250 km há- markshraða og vaðið reynslulaus af stað … Höfundur er bílasali og fyrrverandi flutningabílstjóri. Þingholtsstræti 27 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Magnús Kristinsson, verkfr., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, sími 861 0511 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, sími 897 0634 SÓLVALLAGATA 48 - „NEW YORK LOFT“ ÍBÚÐ Í VESTURBÆNUM. OPIÐ HÚS Í DAG KL: 17:00-18:30. Um er að ræða ca 100 fm verksmiðjuhúsnæði með mikilli lofthæð, sem er skráð sem íbúð auk ca. 25 fm „terras“ í suðaustur. Húsnæðinu var breytt úr skrifstofu í „loft“ fyrir 2 árum, með nýju rafmagni, vatnsleiðslum og nýju floti á gólfum. íbúðin er opin og björt og er tilbúinn undir hvaða hugmyndir. Margrét sýnir í dag milli kl. 17:00-18:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.